Morgunblaðið - 14.10.2010, Page 32

Morgunblaðið - 14.10.2010, Page 32
32 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Í kvöld, fimmtudagskvöld, verður dagskrá helguð ljóða- söngvum Jóns Hlöðvers Ás- kelssonar tónskálds í Hömrum, minni sal menningarhússins Hofs á Akureyri. Marrét Bóasdóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanóleik- ari flytja sönvana. Á dsgskrá eru tólf söngvar úr Vísum um drauminn eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, auk laga við ljóð eftir Ólaf Hauk Símonarson, Sverri Pálsson, Jón Bjarman, Sigurð Ingólfsson og Snorra Hjartarson. Dagskráin í Hömrum hefst kl. 20 og er aðgang- ur ókeypis fyrir 20 ára og yngri. Tónlist Flytja ljóðasöngva eftir Jón Hlöðver Jón Hlöðver Áskelsson Sýning Piu Rakelar Sverris- dóttur, Graphic landscapes, verður opnuð í Listasal Mos- fellsbæjar á morgun, föstudag, klukkan 16.00. Verkin eru unnin út frá gler- myndaröð, innblásinni af ís- lensku vetrarlandslagi. Þau eru grafísk endurtekning á pappír og önnur efni, og einnig er unnið með rými sýning- arsalarins. Listasalur Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, er fjölnotasalur sem hefur verið starfræktur í Bókasafni Mosfellsbæjar síðustu fimm ár. Sýn- ingar eru opnar á opnunartíma safnsins. Sýning Piu Rakelar stendur til 6. nóvember. Myndlist Pia Rakel sýnir í Mosfellsbæ Hluti verks eftir Piu Rakel. Kínó klúbburinn og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu bjóða á laugardaginn 16. októ- ber, milli klukkan 13 og 16, upp á námskeið í gerð kvikmynda án myndavélar. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum átta til fimmtán ára. Námskeiðið er ókeypis og komast tuttugu þátttakendur að. Foreldrar eru hvattir til að koma með og taka þátt. Nemendur læra að búa til handunnar myndir og eru ýmsar aðferðir við að vinna beint á filmuna, svo sem að lita, bleikja, stimpla, klóra og líma. Geta nemendur tekið með sér verkfæri á borð við svampa, stimpla, pensla og málningu. Námskeið Kvikmyndagerð án myndavélar Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Mér finnst þetta líkast því sem það komi fram í dagsljósið áður óbirt ljóð eftir einhver góðskáldanna,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari um nýuppgötvuð sönglög eftir Árna Thorsteinsson, sem eru ýmist áður óflutt eða ókunn tónlistarunnendum samtím- ans. Á tónleikum í Salnum annað kvöld verður þess minnst að 140 ár verða þá liðin frá fæð- ingu Árna (1870-1962), eins ástsælasta tón- skálds þjóðarinnar. Á tónleikunum flytja Jón- as og söngvararnir Gunnar Guðbjörnsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson um tuttugu söng- lög Árna. Þar á meðal verða kunnar perlur á borð við Nótt, Enn ertu fögur sem forðum, Dalvísur og Rósin. Jafnframt flytja þeir 12 af þessum óþekktu lögum. Óhætt er að fullyrða að sá fundur sé stórmerkilegur, enda um að ræða fullsköpuð verk eftir Árna, við ljóð kunnra skálda, sem líklegt er að eigi eftir að rata í úrvalsflokk íslenskra sönglaga. Merkur fundur óútgefinna sönglaga Nýverið komu afkomendur Árna Thor- steinssonar kassa með handritum hans til Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi. Í kass- anum voru, auk áður útgefins efnis, hátt í níu- tíu óþekkt eða áður óútgefin verk, einsöngs- og kóralög. Jónas Ingimundarson hefur valið þessi tólf úr bunkanum. „Ef ég hef ekki heyrt þessi lög áður, býst ég ekki við að margir hafi heyrt þau,“ segir Jónas en á liðnum árum hefur hann verið öt- ull við flutning íslenskra sönglaga með fjölda söngvara. „Þessara laga er getið í ævisögu Árna, Hörpu minninganna, ég hef hinsvegar ekki rekist á þau fyrr.“ Jónas segist ekki hafa tölu á þeim verkum Árna sem komu nú í leitirnar en það hefði ekki verið hægt að flytja þau öll á einum tónleikum. „Það réð valinu að lögin hentuðu þeim Gunn- ari og Ólafi Kjartani. En þessi lög eru algjörar perlur,“ segir Jónas og leikur nokkur þeirra fyrir blaðamann sem getur staðfest þau orð. „Lög Árna eru mjög söngvin, þau eru yf- irleitt samin út frá hans rödd en hann söng fyrsta bassa; þetta eru karlmannleg lög, safarík tónlist. Þau eru bæði rómantísk og dramatísk,“ segir hann. „Hlustaðu bara á Rósina. Þótt það séu fáir tónar þá kafrekur hann naglann í einu höggi. Maður heldur niðri í sér andanum á meðan. Hann er eins og ljósmyndari sem hittir á augnablikið, þetta er svo tær tilfinning. Árni er einn af okkar allra merkistu söng- lagahöfundum, maður sem þeir yngri geta bor- ið sig saman við. Hann var ekki tónskáld að at- vinnu en hafði „þetta eitthvað“ sem skilur á milli þess að vera og vera ekki. Þessi „nýju“ lög bera öll höfundareinkenni Árna og eru alls ekki síðri en þau sem hafa þegar verið gefin út, alls ekki,“ segir Jónas. Textarnir við sönglögin eru sumir eftir Stein- grím Thorsteinsson, frænda Árna, en líka eftir Hannes Hafstein, Þorstein Erlingsson, Jónas Hallgrímsson og fleiri. Eitt er baráttusöngur í tilefni af afmæli góðtemplarahreyfingarinnar. „Það ber að vinna að því að koma öllum lög- unum hans Árna saman í bók, þessum áður út- gefnu og þeim „nýju“,“ segir Jónas. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytja sönglög Árna Jónas Ingimundarson píanóleikari og söngvararnir Gunnar Guðbjörnsson, tenór, og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritónn. „Þessi „nýju“ lög bera öll höfundareinkenni Árna“  Tólf áður óútgefin sönglög Árna Thorsteinssonar flutt á tónleikum á morgun Í París er deilt um yfirlitssýningu á verkum bandaríska ljósmyndarans Larrys Clarks, sem var opnuð í sam- tímasafninu þar í borg um liðna helgi. Ljósmyndir Clarks sýna iðu- lega unglinga sem elskast, drekka áfengi og neyta fíkniefna, en yfirvöld safnsins hafa sett aldurstakmark á sýninguna þannig að ungmenni und- ir 18 ára aldri fá ekki aðgang. Larry Clark öðlaðist frægð á átt- unda áratugnum fyrir bækurnar Tulsa og Teenage Lust, og hefur haldið áfram allar götur síðan að mynda unglinga – kvikmyndin Kids sem hann leikstýrði árið 1995 kallaði líka á afar sterk viðbrögð, en þar er fjallað um kynlíf unglinga á opin- skáan hátt. Clark hefur kallað aldurstak- markið „árás á æskuna“ og yfirvöld listasafna Parísarborgar hafa verið harðlega ganrýnd fyrir sjálfsrit- skoðun. Frönsku mannréttinda- samtökin segja bannið merki um aft- urhaldssemi. Sýningarstjóri við safnið var ósátt við ákvörðunina og segir í samtali við Guardian að ljós- myndir Clarks hafi ekkert með „hugsanlegt klám eða barnagirnd að gera“. Clark segir heimskulegt að ung- lingar fái ekki að sjá myndir af jafn- öldrum sínum, myndir sem þau geta öll séð á netinu hvort sem er. Bannaðar yngri en 18 ára Aldurstakmark á sýningu Clarks Listamaðurinn Larry Clark á hluta sjálfsmyndar frá 1973. Ég ætla að klára stúdentinn og fara svo í eitthvert leiklistarnám 34 » Á næsta ári verð- ur frumflutt áður óþekkt kórverk eftir breska tón- skáldið Ralph Vaughan Willi- ams (1872-1958), eitt kunnasta tón- skáld Breta. Verkið, sem tek- ur um 45 mínútur í flutningi og nefnist A Cambridge Mass, kom í leitirnar í bókasafni Cambridge- háskóla. Stjórnandinn Alan Tongue, sem fann nóturnar, segist í samtali við BBC hafa áttað sig samstundis á því að þarna væri um merkilegt verk að ræða. Verkið, sem er fyrir ein- söngvara, tvöfaldan kór og hljóm- sveit, samdi Williams þegar hann var 26 ára gamall. Frumflytja kór- verk eftir Vaug- han Williams Ralph Vaughan Williams Á morgun eru 140 ár liðin frá fæðingu Árna Thorsteinssonar tónskáld og verður þess minnst á tónleikum Jónasar Ingimundarsonar, Ólafs Kjart- ans Sigurðarsonar og Gunnars Guðbjörnssonar í Salnum ann- að kvöld. Mörg sönglaga Árna eru meðal þeirra dáðustu í ís- lenskum söngvasöfnum. Faðir tónskáldsins var Árni Thorsteinsson landfógeti, bróðir Steingríms skálds. Árni yngri varð stúdent 1890, sigldi þá til Hafnar og las lög en hætti því þar sem söng- listin kallaði. Í Höfn lærði hann að syngja og var í danska stúdentakórnum. Árni lærði síðan ljós- myndaiðn í Kaupmannahöfn og opnaði árið 1897 stofu í Reykjavík sem hann rak í 21 ár. Síðar starf- aði hann fyrir tryggingafélag og í Landsbankanum. Árni var farinn að semja sönglög fyrir aldamótin. Hefti með lögum hans kom út 1907, og nutu lögin mikillar hylli. Árið 1921 kom út annað hefti, fyrir karlakóra. Öll ljóðin í heftunum eru á íslensku og þýsku. Upp úr 1920 virðist Árni hafa dregið úr tón- smíðum. Hann var um tíma gagnrýnandi Morgun- blaðsins. Var vinsæll höfundur sönglaga 140 ÁR FRÁ FÆÐINGU TÓNSKÁLDSINS Árni Thorsteinsson tónskáld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.