Morgunblaðið - 14.10.2010, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010
Hans hertogalega hirðfífl,gamli kroppinbakurinnRigoletto, haltraði sl.laugardag aftur upp á
íslenzkt óperusvið, 60 árum eftir Ís-
landsfrumflutning Þjóðleikshússins,
og 20 árum eftir uppsetningu ÍÓ
1990 með sænska barýtoninn Ingv-
ar Wixell í titilhlutverki.
Þeir vissu hvað þeir gerðu, frum-
herjarnir, þegar þeir kusu að opna
landsmönnum töfraheim sönghús-
anna 1951 með einhverri dæmigerð-
ustu ítalskri óperu sem hugsazt get-
ur. Fyrsta stórmeistaraverki
Verdis, og þurfti ekki aldarafmælis
til. Enda er útúrdúrasnauð atburða-
rásin áhrifamikil og auðskilin, með
venjulegum fyrirvara um sérhæfða
rökvísi óperusviðsins.
Í þokkabót státa aríur í Rigoletto
af óvenjumörgum „smellum“ – líf-
seigum sígrænum lagaperlum í
anda höfundar, er líkt og söngva-
smiðum Broadways síðar meir var
umhugað um að sýningargestir
gengju raulandi heim með óhreins-
andi orma í eyrum: La donna é mo-
bile, Caro nome, Bella figlia del l’a-
more...
Rigoletto er enn meðal tíu kunn-
ustu ópera í heimi. Fyrir vikið hætt-
ir verkinu til að víkja í vitund hlust-
enda fyrir hentugum viðmiðunar-
kvarða á frammistöðu flytjenda.
Jafnframt virðast álíka gamlir
stríðsfákar hér á sögufirrtri öld
augans kalla æ meir á „nútímavæð-
ingu“ í sviðshönnun, búningum og
leiktilburðum, hversu misjafnlega
sem til þykir takast. Enda í sjálfu
sér jafn fáránlegt að sjá nútíma-
klætt söngfólk tjá sig í háróm-
antískum tónstíl og ef upphaflega
sviðsútlitið annó 1851 birtist við tón-
list Verdis útsetta í nútímafram-
úrstefnu eða hrynbundnu þunga-
rokki.
En eftir fyrsta áfallið tók maður
að venjast dagfærðu sviðsetning-
unni, er lauslega gat minnt á bófa-
umgjörð Macbeths um árið. Fyrr en
varði gekk dæmið upp, og skræp-
óttur útgangur hirðdrósanna, ásamt
harðsoðnu mafíuyfirbragði hertoga-
gengisins (hins afburðavel syngj-
andi karlakórs), afhjúpaði, í snjallri
lýsingu og einföldum en skilvirkum
sviðsbakgrunni, snautleika flestra
persóna í skáldlegri andstöðu við
einfeldningslegt sakleysi Gildu og
föðurástar Rigolettos til hennar.
Hvað einsöngvarana varðar var
þessi frumsýning fyrst og fremst
kvöld Ólafs Kjartans Sigurðarsonar.
Hringjandi öflug barýtonrödd hans
stendur nú með fullum blóma og
saknaði maður aðeins meiri fjöl-
breytni í styrk – þeas. niður á við
þegar tilefni gáfust. En leikur hans
var sterkur og trúverðugur á móti
laufléttri nærveru Þóru Ein-
arsdóttur er túlkaði Gildu af inni-
leika og fínstilltum þokka, þótt sópr-
anröddin hefði að mínum smekk
mátt sýna meiri þéttleika. Fyrir sjá-
öldrin var leikur hennar aftur á
móti ósvikið augnayndi allt til enda.
Skortur á þéttleika hrjáði að mínu
viti enn frekar Jóhann Friðgeir, er
virtist hafa fórnað flestu fyrir belj-
andi kraft á óhóflegu titri, fyrir utan
að renna sér fulloft upp í tóninn og
lafa stundum í hæðinni. Það kom þó
sízt niður á undirtektum; lútsterkir
hátíðnitónar hafa ávallt reynzt fljót-
virkasta aðferð söngvara til að kalla
fram klapp. Hins vegar var sjón-
leikur hans furðulipur og í sér-
kennilegri mótsögn við einhæfan
þokulúðurinn. Það var engin spurn-
ing að Jóhann var hverflyndi her-
toginn af Mantovu.
Hlutverk morðingjasystkinanna
Sparafucile og Maddalenu voru dá-
vel skipuð þeim Jóhanni Smára
Sævarssyni og Sesselju Kristjáns-
dóttur. Sérstaklega var einstæð
mezzo-altrödd Sesselju (aldrei
þessu vant sveipuð eggjandi leð-
urflík við hæfi Folterkeller-
drottninga á Reeperbahn!) meðal
höfuðgersema kvöldsins. Smærri
einsöngshlutverkin voru og í góðum
höndum, og þó að hljómsveitin næði
ekki alltaf 100% saman við söngv-
arana í tíma – slíkt væri nærri því
einsdæmi á frumsýningarkvöldi –
þá var spilamennskan kattþjál og í
fínu styrkjafnvægi.
Þökk sé víðast góðum einsöng,
fagmannlegri spilamennsku – og
ekki sízt fjaðurstæltum karlakór, er
skartaði þvílíkri nákvæmni að Norð-
urkórverskir gæsagangsdátar hefðu
guggnað við samanburð – var sýn-
ingin í heild vel heppnuð. Hress,
hröð og markviss skemmtun fyrir
jafnt meiri sem minni óperufíkla á
öld augans.
Stríðsfáksópera á öld augans
Úr Rigoletto „Hress, hröð og markviss skemmtun fyrir jafnt meiri sem
minni óperufíkla á öld augans,“ segir meðal annars í umsögninni.
Íslenzka óperan
Ópera bbbbn
Verdi: Rigoletto (1851); ópera við söng-
rit eftir Piave úr skáldsögu Victors
Hugo. Ólafur Kjartan Sigurðarson
(Rigoletto), Þóra Einarsdóttir (Gilda),
Jóhann Friðgeir Valdimarsson (hertog-
inn), Jóhann Smári Sævarsson (Spa-
rafucile), Sesselja Kristjánsdóttir
(Maddalena), Bergþór Pálsson (Monte-
rone). Smærri hlutverk: Bylgja Dís
Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafsson, Hlöðver
Sigurðsson og Bragi Jónsson. Leik-
stjórn: Stefán Baldursson. Leikmynd:
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Bún-
ingar og lýsing: Filippía Elísdóttir og
Páll Ragnarsson. Kór og hljómsveit Ís-
lenzku óperunnar undir stjórn Daníels
Bjarnasonar. Laugardaginn 9. október
kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Ámethlýum nýliðnumoktóbersunnudegi hljóm-uðu í fyrsta sinn samanátján af 26 Sálmum á
nýrri öld eftir Aðalstein Ásberg Sig-
urðsson rithöfund og tónlistarmann-
inn Sigurð Flosason. Ekki aðeins við
góða aðsókn, heldur einnig við sann-
kallaðar kjöraðstæður.
Í fyrsta lagi myndaði turnendi
kirkjunnar fullkomna ómgjörð um
svífandi a cappellasöng tíumenninga
Scholae cantorum (6 kvenna, 4
karla; því miður ónafngreind í tón-
leikaskrá) í heimahagvanri meðferð
stjórnandans. Raunar var svo listi-
lega spilað á vandmeðfarna ómvist
Hallgrímskirkju að verkin virtust
nánast frumhugsuð fyrir Skóla-
vörðumusterið. Þar á ofan nutu þau
úrvalsgæða fremsta kammerkórs
landsins og reyndasta kórstjóra okk-
ar af miðkynslóð, enda var túlkun öll
fallin til að upphefja kostina og fegra
hitt í fyrirmyndaranda jákvæðrar
listrænnar blekkingar, svo vart
mátti á milli sjá hvort vægi þyngra
efniviður eða meðferð.
Sálmalögin voru framan af einföld
og áferðarslétt við hæfi almennra
kirkjukóra að sögn höfunda. Í lág-
stemmdri en heiðtærri túlkun SC
birtust þau oft sem tímalaus blanda
af þjóðlögum, dægurballöðum og
barnagælum, þó endingargildið
komi etv. betur í ljós síðar í lakari
flutningi. Þótt lítið færi fyrir sjálf-
stæðri raddfærslu, héldu hómófón-
ískar og oftast strófískar [sama tón-
list við hvert vísuorð] tónsetningar
Sigurðar fullri athygli á aðgengilegu
dúr-moll hljómferli. Nútíminn
minnti á sig endrum og eins með
vægum ómstreitum svo kalla mætti
n.k. léttkrómaða lotningarsöngva
með sænsk/skandínavískum blæ.
En í síðasta hluta kvað við flókn-
ari og djarfari tón. Djasshljómar
urðu meira áberandi og streitur
hvassari, án þess þó að raska heild-
arsvipnum af yfirvegaðri ró. Áfram
féllu lag- og hljómferli það vel að
hrynjandi og inntaki textans að
hvort hefði getað verið undan sínum
síamstvíbura. Kæmi vart á óvart ef
sálmarnir næðu fljótt vinsældum í
hérlendum guðshúsum, og ekkert
nema hið bezta mál ef yrði á kostnað
slökustu popplummnanna.
Sálmaljóð Aðalsteins Ásbergs
voru í samræmi við kröfur tímans:
gegnsæ og borðleggjandi. Þó bók-
menntagúrúar verði að skera nánar
úr, sýndist mér viðeigandi nálgun
hans við ýmis kirkjuleg tilefni –
brúðkaup, skírn, fermingu, útför,
páska o.fl. – undantekningalítið blátt
áfram og tilgerðarlaus. Eins og tón-
listin.
Léttkrómaðir lotningarsöngvar
Hallgrímskirkja
Kórtónleikarbbbbn
18 sálmar eftir Aðalstein Ásberg Sig-
urðsson og Sigurð Flosason. Schola
cantorum; stjórnandi Hörður Áskels-
son. Sunnudaginn 10. október kl. 16.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðalsteinn og Sigurður „Kæmi vart
á óvart ef sálmarnir næðu fljótt vin-
sældum í hérlendum guðshúsum.“
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur (Stóra svið)
Fim 14/10 kl. 20:00 10.k Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Fim 18/11 kl. 20:00 14.k
Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k
Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Mið 17/11 kl. 20:00 Ný auka
Sýningum lýkur í nóvember
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 15/10 kl. 19:00 8.k Fös 22/10 kl. 19:00 11.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k
Lau 16/10 kl. 19:00 9.k Lau 23/10 kl. 19:00 12.k Lau 30/10 kl. 19:00 15.k
Lau 16/10 kl. 22:00 10.k Sun 24/10 kl. 20:00 13.k Sun 31/10 kl. 20:00 16.k
Allra síðustu sýningar í Rvk. Sýnt á Akureyri í nóv.
Enron (Stóra svið)
Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Fim 28/10 kl. 20:00 11.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k
Lau 16/10 kl. 20:00 8.k Lau 30/10 kl. 20:00 12.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k
Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k
Lau 23/10 kl. 20:00 10.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k
Heitast leikritið í heiminum í dag
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k
Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Fös 12/11 kl. 19:00 14.k
Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Fös 12/11 kl. 22:00 15.k
Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k
Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 19:00 17.k
Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k
Fös 22/10 kl. 19:00 Aukas Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 21/11 kl. 20:00 19.k
Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k
Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas
Ath: Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin!
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 16/10 kl. 13:00 aukas Lau 23/10 kl. 13:00 8.k Lau 30/10 kl. 13:00 10.k
Sun 17/10 kl. 14:00 7.k Sun 24/10 kl. 14:00 9.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k
Gríman: Barnasýning ársins 2010!
Orð skulu standa (Litla svið)
Þri 19/10 kl. 20:00 Þri 26/10 kl. 20:00
Einstakur útvarpsþáttur, einstök leikhúsupplifun
Gauragangur - „HHHH Hörkustuð“ IÞ.Mbl
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Gerpla (Stóra sviðið)
Fim 21/10 kl. 20:00 Lau 13/11 kl. 20:00 Fös 3/12 kl. 20:00
Fös 29/10 kl. 20:00 Fim 18/11 kl. 20:00 Aukas.
Fim 4/11 kl. 20:00 Fös 26/11 kl. 20:00
Missið ekki af þessari frábæru sýningu! Sýningum lýkur fyrir jól.
Fíasól (Kúlan)
Lau 16/10 kl. 13:00 Sun 24/10 kl. 15:00 Sun 7/11 kl. 13:00
Lau 16/10 kl. 15:00 Lau 30/10 kl. 13:00 Sun 7/11 kl. 15:00
Sun 17/10 kl. 13:00 Lau 30/10 kl. 15:00 Lau 13/11 kl. 13:00
Sun 17/10 kl. 15:00 Sun 31/10 kl. 13:00 Lau 13/11 kl. 15:00
Lau 23/10 kl. 13:00 Sun 31/10 kl. 15:00 Sun 14/11 kl. 13:00
Lau 23/10 kl. 15:00 Lau 6/11 kl. 13:00 Sun 14/11 kl. 15:00
Sun 24/10 kl. 13:00 Lau 6/11 kl. 15:00
50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fös 15/10 kl. 20:00 Fim 28/10 kl. 20:00 Fös 5/11 kl. 20:00
Lau 16/10 kl. 20:00 Fös 29/10 kl. 20:00 Lau 6/11 kl. 20:00
Fim 21/10 kl. 20:00 Aukas. Lau 30/10 kl. 20:00 Fim 11/11 kl. 20:00
Fös 22/10 kl. 20:00 Sun 31/10 kl. 20:00 Fös 12/11 kl. 20:00
Lau 23/10 kl. 20:00 Fim 4/11 kl. 20:00 Lau 13/11 kl. 20:00
5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl.
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Sun 17/10 kl. 19:00 Mið 3/11 kl. 19:00 Aukas. Fim 25/11 kl. 19:00 Aukas.
Sun 24/10 kl. 19:00 Sun 7/11 kl. 19:00 Lau 11/12 kl. 19:00 Aukas.
Þri 26/10 kl. 19:00 Mið 10/11 kl. 19:00 Sun 12/12 kl. 19:00 Aukas.
Mið 27/10 kl. 19:00 Sun 14/11 kl. 19:00
Fim 28/10 kl. 19:00 Mið 24/11 kl. 19:00 Aukas.
Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningarnar hefjast kl. 19:00
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Fös 15/10 kl. 20:00
Frumsýn.
Lau 30/10 kl. 20:00 4. sýn. Fim 11/11 kl. 20:00 8. sýn.
Lau 16/10 kl. 20:00 2. sýn. Sun 31/10 kl. 20:00 5. sýn. Fös 12/11 kl. 20:00
Fös 22/10 kl. 20:00 aukas. Fös 5/11 kl. 20:00 6. sýn. Fös 19/11 kl. 20:00
Lau 23/10 kl. 20:00 3. sýn. Lau 6/11 kl. 20:00 7. sýn. Lau 20/11 kl. 20:00
Bráðfyndið og snargeggjað verk! Tryggið ykkur miða
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Rocky Horror (Hamraborg)
Fös 15/10 kl. 20:00 10.sýn Fös 22/10 kl. 23:00 Aukas Fös 12/11 kl. 20:00 16.sýn
Lau 16/10 kl. 20:00 11.sýn Sun 24/10 kl. 20:00 14.sýn Lau 13/11 kl. 20:00 17.sýn
Sun 17/10 kl. 20:00 12.sýn Lau 6/11 kl. 15:00 Aukas Lau 13/11 kl. 23:00 Aukas
Fös 22/10 kl. 20:00 13.sýn Lau 6/11 kl. 20:00 15.sýn
Sýningin er ekki við hæfi barna
Þögli þjónninn (Rýmið)
Fim 14/10 kl. 20:00 2.k.sýn Lau 23/10 kl. 20:00 6.k.sýn Sun 31/10 kl. 20:00
10.k.sýn
Lau 16/10 kl. 16:00 3.k.sýn Lau 23/10 kl. 22:00 7.k.sýn Fim 4/11 kl. 20:00 11.k.sýn
Mið 20/10 kl. 20:00 4.k.sýn Fim 28/10 kl. 20:00 8.k.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 12. k.sýn
Fim 21/10 kl. 20:00 5.k.sýn Fös 29/10 kl. 20:00 9.k.sýn
Algjör Sveppi - dagur í lífi stráks (Samkomuhúsið)
Lau 16/10 kl. 13:00 6.sýn Sun 17/10 kl. 20:00 8.sýn Lau 23/10 kl. 16:00 10.sýn
Lau 16/10 kl. 16:00 7.sýn Lau 23/10 kl. 13:00 9.sýn
Sýningum lýkur í október
Harrý og Heimir (Samkomuhúsið)
Fös 5/11 kl. 19:00 1.sýn Fös 12/11 kl. 19:00 5.sýn Lau 20/11 kl. 19:00 9.sýn
Fös 5/11 kl. 22:00 2.sýn Fös 12/11 kl. 22:00 6.sýn Lau 20/11 kl. 22:00 10.sýn
Lau 6/11 kl. 19:00 3. sýn Fös 19/11 kl. 19:00 7.sýn
Lau 6/11 kl. 22:00 4.sýn Fös 19/11 kl. 22:00 8.sýn