Morgunblaðið - 14.10.2010, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010
Gleðisveitin FM
Belfast vinnur
baki brotnu
þessa dagana að
annarri breið-
skífu sinni og
hefur sent frá sér
eitt lag af þeirri
skífu, „Vertigo“.
Hljómsveitin hef-
ur verið iðin við tónleikahald á
árinu, svo vægt sé til orða tekið: 70
tónleikar og 30 tónlistarhátíðir.
FM Belfast heldur tónleika á Air-
waves á sunnudaginn, 17. október,
kl. 23, á skemmtistaðnum Nasa við
Austurvöll.
FM Belfast sendir frá
sér lag og spilar á Nasa
Live Project nefnist myndbands- og
ljósmyndabloggsíða en á henni get-
ur hver sem er hlaðið inn mynd-
böndum eða ljósmyndum með því
að nota farsíma sinn eða senda póst
á live@liveproject.is. Mun efnið þá
birtast á síðunni. Fyrsta tilrauna-
útsending vefjarins, Live Project:
Airwaves fer fram í dag og er hún
hluti af Airwaves, eins og nafnið
ber með sér. Hátíðargestir geta því
deilt myndefni með öðrum.
Upplifun Airwaves-
gesta á Live Project
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Það verður að segjast eins og er að
frændur okkar Danir eru ekki
barnanna bestir þegar kemur að því
að berja saman nothæfri tónlist.
Þess vegna sperrir maður eyrun enn
frekar upp þegar maður fréttir af
einhverju gæðabandinu þaðan. Og
það er gaman að segja frá því að eitt
helsta gæðaband landsins verður á
Airwaves þetta árið, Oh No Ono frá
Álaborg. Síðasta plata þeirra, Eggs,
býr yfir draumkenndu, sýruskotnu
flæði og var hiklaust með merkilegri
plötum síðasta árs.
„Við erum að túra úti um allt um
þessar mundir. Við náum að lifa af
þessu, rétt svo,“ segir Aske Zidore,
gítarleikari og söngvari sveit-
arinnar.
„Stundum þurfum við að redda
okkur peningum með einhverjum
heilalausum störfum. En við erum
líka að standsetja útgáfu í Kaup-
mannahöfn og opna hljóðver. Þannig
að við reynum að hafa hliðarverk-
efnin í tónlist. Það er það eina sem
okkur langar til að gera. Búa til tón-
list.“
Hálfpartinn súrrealískt
Eggs er, eins og áður segir, líkt og
tónlist úr einhverjum handanheimi.
Og Aske tekur undir draumalík-
inguna.
„Að gera plötuna var svolítið eins
og að vera í draumi. Við vorum al-
gerlega einangraðir, unnum sleitu-
laust að plötunni í marga mánuði og
vorum í okkar eigin heimi. Við sáum
hvorki fjölskyldu né vini og að hlusta
á plötuna í dag fyrir mig er skrítið.
Það er hálfpartinn súrrealískt.“
Blaðamaður nefnir plötu Captain
Beefheart, Trout Mask Replica, sem
var unnin við samskonar aðstæður
og ber sömuleiðis með sér ókenni-
lega handanheims áru.
„Veistu, þú ert ekki fyrsti mað-
urinn sem bendir mér á þetta,“ svar-
ar Aske að bragði. „Ég verð að fara
að festa mér þessa plötu …“
Sveitin ber ennfremur með sér
áru gengis, liðsmennirnir eru eins og
bræður, og Aske segir að fyrir átta
árum hafi þeir tekið mjög meðvitaða
ákvörðun um að taka þetta alla leið.
„Við ákváðum að vanda okkur við
að semja almennileg lög og beinlínis
láta drauma okkar í tónlistinni ræt-
ast. Við settum upp mjög strangt æf-
ingaplan t.a.m. og já … það hefur
myndast mikil bræðrastemning í
bandinu í gegnum þetta allt.“
Eins og í draumi
Bræður „Það hefur myndast mikil bræðrastemning í bandinu í gegnum þetta allt.“
Oh No Ono leikur á Sódómu í kvöld
kl. 23
Erlendur gestur Oh No Ono
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Þeir kalla þetta „tsjill-bylgjuna“,
poppfræðingarnir, tónlistarstefnu
sem Panda Bear (Animal Collective)
ýtti úr vör með hinni frábæru Per-
son Pitch árið 2007. Fleiri nafn-
kunnir „slakir“ listamenn eru t.a.m.
Ariel Pink og sá sem er hér til um-
fjöllunar, Toro Y Moi, en hann mun
troða upp á Aiwaves á morgun.
Toro Y Moi, eða Chazwick Bun-
dick eins og mamma hans þekkir
hann, hóf að vinna tónlist sína inni í
svefnherberginu sínu en túrar nú
um velli víða. Hvernig er tónlistin að
leggja sig að tónleikaprógrammi?
„Við erum þrír í bandinu,“ segir
„Chaz“ hæglætislega, og tónar rödd
hans ágætlega við letilega tónlistina.
„Þetta var pínu snúið að útsetja
þetta fyrir band. En það gekk upp
fyrir rest. Á tónleikum erum við há-
værari og til muna aðgangsharðari
en heyra má á plötunum.“
Hann segir að hann hafi ekki gert
sér neinar hugmyndir um árangur
eða frægð vegna þessa stúss síns, en
hann fagni því að geta komið tónlist-
inni til „fólksins“.
„Eins og með svo marga er það
ástin á tónlist sem rekur mig áfram.
Svo einfalt er það.“
„Hæ, hvernig hefurðu það …“
Slakur Toro Y Moi
Toro Y Moi leikur á Venue á
morgun kl. 23.30
Erlendur gestur Toro Y Moi
Þeir sem ekki gátu
keypt sér passa á
Airwaves, eða
hreinlega náðu því
ekki, þurfa ekki að
sitja heima og
brynna músum því
boðið er upp á
fjölda tónleika utan tónleikastað-
anna. Í dag mun hin goðsagna-
kennda hljómsveit S.H. Draumur
t.d. troða upp í Havaríi kl. 16 og
Benni Hemm Hemm kl. 19, svo fátt
eitt sé nefnt. Þá verður einnig spil-
að í Eymundsson Austurstræti,
Hemma & Valda, Bar 11 og Kaffi-
barnum, svo nokkrir staðir séu
nefndir. Ítarlega „off-venue“ dag-
skrá má finna á icelandairwaves.is.
S.H. Draumur og Benni
Hemm Hemm í Havaríi
„GEÐVEIKISLEGA
FYNDIN“
- SHAWN EDWARDS,
FOX-TV
Frábær gamanmynd
frá þeim sömu og
færðu okkur “40 Year
old Virgin” og
“Anchorman”
FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS
7
Steve Carrell og Paul Rudd
fara á kostum ásamt Zach
Galifianakis sem sló
eftirminnilega í gegn
í “The Hangover”
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU
MYND TIL ÞESSA
HHHH
„ÞESSI LÆTUR KLÁRLEGA SJÁ SIG Á
ÓSKARNUM Á NÆSTA ÁRI.“
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
“ÞETTA ER EINFALDLEGA BESTA MYNDIN
SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU”
- Leonard Maltin
HHHH
“EF ÞAÐ ER TIL MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ
SJÁ, ÞÁ ER ÞAÐ ÞESSI”
- Boxoffice Magazine
HHHH
“THE TOWN ER ÞRILLER EINS OG ÞEIR
GERAST BESTIR OG RÚMLEGA ÞAД
- Wall Street Journal
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
Dýrin eru
mætt....og
þau eru ekki
ánægð!
Bráð-
skemmtileg
grínmynd
fyrir alla
fjölskylduna
HHH
- D.H. EMPIRE
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
BESTA SKEMMTUNIN
WALL STREET 2 kl.8-10:30 L
EAT PRAY LOVE kl.8 L
SOLOMON KANE kl. 10:30 16
/ SELFOSSI
FURRY VENGEANCE kl.6 L
THE TOWN kl.8 -10:30 16
ALGJÖR SVEPPI OG... kl.6 L
DINNER FOR SCHMUCKS kl.8-10:10 L
/ AKUREYRI
THE TOWN kl.6-8-10-10:40 16 FURRY VENGEANCE kl.8 L
THE TOWN kl.8-10:40 VIP GOING THE DISTANCE kl.8:30 L
DINNER FOR SCHMUCKS kl.6-8:15-10:30 7 ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L
SOLOMON KANE kl.8:15-10:40 16 THE GHOST WRITER kl.10:40 12
SOLOMON KANE kl.5:50 VIP
/ ÁLFABAKKA
A DISAPPEARIN NUMBER kl.6 Leikrit í beinni útsendingu L
THE TOWN kl.8-10:10-10:40 16
FURRY VENGEANCE kl.6 L
GOINGTHEDISTANCE kl.8 L
ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L
STEP UP 3 - 3D kl.83D 7
INCEPTION kl. 10:10 12
/ KRINGLUNNI