Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 8
E ftirspurnin eftir skíðaferðum hefur sveiflast mikið undan- farin ár, en það hefur reynd- ar verið af öðrum völdum en minnkandi áhuga fólks á skíðaíþrótt- inni. Síðastliðin tvö ár hefur svo að- sóknin aukist jafnt og þétt og eftir- spurnin í ár er meiri en í fyrra,“ segir Bjarni Freyr, deildarstjóri skíðaferða hjá Úrvali Útsýn. „Fólk virðist stefna á Alpana í vet- ur.“ Bjarni Freyr segir marga árvissa fastagesti bóka sig hjá þeim ár hvert, fólk sem láti þessar ferðir ganga fyrir öðru og reyni að komast á skíði sama hvað gengur á. „Auk þess finnum við fyrir aukn- ingu hjá fólki sem aldrei hefur farið á skíði áður, en fer út til þess að læra.“ Snjóleysi á skíðasvæðum nærri höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri hlýtur svo að hafa áhrif á að- sókn í þessar ferðir, ekki satt? „Jú algerlega. Svo má líka hafa í huga að í svona vikuferð skíðar fólk meira en á jafnvel heilum vetri hér heima,“ segir Bjarni Freyr. Úrval Útsýn býður upp á vikuleg- ar brottfarir á vit snævi þakinna brekkna frá 15. janúar til 26. febrúar 2011. Vinsælustu staðirnir eru sam- kvæmt upplýsingum frá ferðaskrif- stofunni Madonna di Campiglio og Selva Gardena á Ítalíu, en þar er boðið upp á íslenska fararstjórn. Einnig er boðið upp á ferðir til Davos í Sviss. Madonna di Campiglio er eitt þekktasta skíðasvæði á Ítalíu og hef- ur það fengið sérstök verðlaun fyrir viðhald á brautum svæðisins. Að- staða fyrir snjóbrettafólk er þar afar góð í Ursus Snowpark, sem er einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Selva Gardena er hluti af einu stærsta skíðasvæði heims, Dolomit Superski, og liggur við Dólómíta- fjöllin. Hægt er að kaupa lyftukort fyrir allt Dolimot Superski-svæðið og gefur það aðgang að 450 lyftum og rúmlega 1000 kílómetra brautum sem flestar eru samtengdar. „Við erum byrjuð að taka við bók- unum og það bókast mjög hratt þessa dagana,“ segir Barni Freyr. www.urvalutsyn.is birta@mbl.is Fólk stefnir á Alpana í vetur Paradís Það er ekki amalegt að borða gott nesti í góðra vina hópi um- kringdur snævi þöktum fjallstindum eftir gott rennsli í brekkunum. Aðsókn í skíðaferðir erlendis hefur aukist síðastliðin tvö ár. 8 | MORGUNBLAÐIÐ www.hjahrafnhildi.is Sími 581 2141 Frábært úrval af yfirhöfnum á góðu verði! Dúnúlpa með hettu og ekta loðfeld Verð 29.900, Litir: Brons og svört. Stærðir 36-50 Dúnúlpa Verð 39.800, aðeins svört Stærðir 36-46 Yfir 60 tegundir af úlpum og kápum Dúnúlpa með hettu og ekta loðfeld Verð 49.900, aðeins ljós. Stærðir 38-48 M ér finnst réttast að kalla þetta gríp- ur,“ segir Halldór Hreinsson, kaup- maður í Fjallakofanum í Hafn- arfirði. Á síðasta ári tók Fjallakofinn við umboði fyrir Yaktrax- hálkugorma eða „grípur“ sem margir útivist- armenn þekkja. Þeir sem reynt hafa fullyrða að á þeim megi hlaupa á rennblautum ís án þess að eiga á hættu að renna til og detta. „Grípur eru góðar fyrir alla þá sem eru á ferðinni úti við þegar hálka og snjór gerir erf- iðara um vik að ná góðri fótfestu. Skokkarar, bréfberar, hundaeigendur, stafgönguiðk- endur, eldri borgarar á heilsubótargöngu og fleiri. Allir geta nýtt sér að hafa grípur á fót- um,“ segir Halldór. Ekkert í stað ullar Fjallakofinn er með flest af þeim búnaði sem göngufólk þarf, t.d. leggur enginn af stað í vetrarferðir án þess að vera í góðum skóm. Þar hafa ítölsku Scarpa-gönguskórnir margsannað sig. Ullarsokkar frá Smartwool eru góður kostur sem og 100% merínóullarnærfötin frá Smartwool. „Það er nánast ekkert sem kemur í stað ullarinnar sem innsta lag og merínóullin er ertingarfrí, mjúk og þægileg að vera í,“ seg- ir Halldór. Þarna er aðeins fátt eitt upptalið af því sem í Fjallakofanum fæst fyrir þá sem stunda gönguferðir og ýmiss konar útivist aðra á öll- um árstímum. Þegar þessi tími er kominn leggur enginn af stað í ferð öðruvísi en að vera með höfuðljós, en af þeim er mikið úrval til í Fjallakofanum. Skíðaferðir fyrir alla Fjallakofinn er einnig með heimasíðu og vefverslun og segir hann vefsetrið mjög vel sótt. Sama gildir um síðu fyrirtækisins á samskiptasíðunni Facebook. Auk Fjallakofans rekur Halldór ferðaskrif- stofuna Íslandsvini, sem býður meðal annars upp á skíðaferðir til Austurríkis, Ítalíu og Tékklands. Þessar ferðir henta öllu skíðafólki, hvort sem litið er til svigskíða-, snjóbretta- eða gönguskíða- iðkunar. sbs@mbl.is Grípur gefa fótfestu Allir geta nýtt sér að hafa grípur á fótum. Fjallakofinn í Hafnarfirði er með flest af þeim búnaði sem göngufólk þarf. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallakarlar Halldór Hreinsson, til vinstri, og Brandur Jón Guðjónsson sem starfa í Fjallakofanum. Grípur eru góðar á skóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.