Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 S njór og vetrarríki eru sögu- svið bókarinnar. Á Siglufirði er dimmt og snjóþungt yfir veturna og sú tilfinning mun vonandi skila sér til lesenda,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur. Þessa dagana er að koma út hjá forlaginu Veröld bókin Snjóblinda, sem er önn- ur bók Ragnars. Grunsamlegur dauðdagi Í Snjóblindu segir frá ungum nýút- skrifuðum lögregluþjóni, Ara Þór Arasyni, sem hefur ráðið sig til starfa hjá lögreglunni á Siglufirði. Fljótlega eftir að hann flytur norður deyr aldr- aður rithöfundur á grunsamlegan hátt á æfingu hjá áhugaleikfélagi bæjarins, daginn fyrir frumsýningu. Skömmu síðar finnst ung kona blóð- ug og hálfnakin í snjónum, nær dauða en lífi. Það er hlutverk Ara að reyna að upplýsa þessi mál og kom- ast að því hvað er satt og hvað er log- ið í samfélagi þar sem hann veit ekki hverjum hægt er að treysta. Og það er í einangrun, myrkri og snjónum á Siglufirði sem þrengir að Ara, óttinn nær tökum á bæjarbúum og gleymdir glæpir fortíðar koma upp á yfirborðið. Moka sig út úr húsinu „Þetta er vetrarsaga sem gerist í bæ þar sem einangrunin getur oft verið mikil. Sögupersónurnar eru að sjálfsögðu skáldaðar en umhverfið ættu allir sem staðkunnugir eru að þekkja og segja má að bærinn sjálf- ur, Siglufjörður, sé í raun ein aðal- söguhetjan,“ segir Ragnar Jónasson sem á ættir sínar að rekja til Siglu- fjarðar og hefur dvalist þar löngum. Hann nefnir þá frásögn í bók sinni að þegar lögreglumaðurinn ungi kemur til Siglufjarðar og fær gamalt hús til afnota fylgir húsinu skófla – sem honum er afhent með þeim orð- um að hún komi sér vel þegar hann þurfi að moka sig út úr húsinu – eins og í raunveruleikanum gerist oft í þessum nyrsta bæ á Tröllaskaga. sbs@mbl.is Vetrarglæpir í snjóþungum bæ Siglufjörður er sögusvið glæpasögunnar Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson. Vetrarríkið nyrðra setur sterkan svip á sögu sem er önnur bók höfundarins. Rithöfundur Ragnar Jónasson með nýja glæpasögu sína sem gerist á Siglufirði. Sundlaugar hér á landi eru mikið sótt- ar allan ársins hring, og ekki síst á góðviðrisdögum á sumrin. Það þýðir þó ekki að það sé síður notalegt að stunda stund yfir vetr- armánuðina. Gott er að byrja daginn á að taka sundsprett í lauginni áður en haldið er til vinnu. Tilhugsunin um kuldann á sundlaugarbakkanum hjálpar kannski ekki við að tosa mann undan sænginni á morgnana og því er ráð að hafa vit fyrir sjálfum sér og taka til sunddót kvöldið áður. Ekki er verra að mæla sér mót við vini eða vinnufélaga í laug- inni á morgnana til að tryggja eigin mætingu því flestir mæta á stefnu- mót. Einnig eru sundlaugarnar, og þá ekki síst heitu pottarnir, kærkomin vin eftir langan skóla- eða vinnudag. Ráð er fyrir fjölskyldufólk að hafa með- ferðis náttföt fyrir börnin. Það er afar notalegt að fara í hrein og mjúk nátt- föt að lokinni sundferð fyrir háttinn. birta@mbl.is Morgunblaðið/Golli Vetur Fjör í Kópavogslaug. Sund í myrkri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.