Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
H
vatningarhróp eru oft
áhrifamest á þrengstu
völlunum. Þrjátíu þúsund
manns geta því haft
hærra en 70 þúsund,“ segir Eirík-
ur Jónsson, knattspyrnu-
áhugamaður og stuðlastjóri Ís-
lenskra getrauna. Hann hefur í
áranna rás oftsinnis farið utan til
að fylgjast með knattspyrnu-
leikjum; frá árinu 1981 á alls 72
leiki með 61 liði frá fimmtán lönd-
um.
„Fyrsti leikurinn sem ég fór ut-
an til að sjá var árið 1981 þegar
Aston Villa og Valur öttu kappi í
Evrópukeppni meistaraliða, eins
og keppnin hét þá, en Aston Villa
varð Evrópumeistari vorið eftir.
Mitt lið er annars Manchester
United og ég hef séð það spila 33
leiki, í fimm löndum, þar af 23
leiki á heimavellinum Old Traf-
ford,“ segir Eiríkur sem var með
ársmiða á heimaleiki Manchester
United veturna 2006 til 2007 og
2007 til 2008.
Litríkur áhorfendahópur
„Skemmtilegasti leikurinn sem
ég man eftir að hafa séð er Man-
chester United – Chelsea í úrslit-
um Meistaradeildar Evrópu 21.
maí 2008 í Moskvu. Sá leikur hafði
allt sem leiki prýðir, fyrst 90 mín-
útna leiktími, þá framlenging, víta-
spyrnukeppni, sem ég taldi okkur
hafa tapað, en svo unnum við og
sólin kom upp á ný. Þá má nefna
Manchester United – Liverpool í
úrslitum ensku bikarkeppninnar
11. maí 1996, sem við hjónin sáum
á Wembley en þar sigraði Man-
chester United með einu marki
gegn engu sem Cantona skoraði,“
segir Eiríkur.
Hann nefnir einnig opnunarleik
HM í Þýskalandi árið 2006 þar
sem Þjóðverjar sigruðu Kosta
Ríka með fjórum mörkum gegn
tveimur – þar sem afar litríkur
áhorfendahópur frá Suður-
Ameríku sem lífgaði upp á Allianz
Arena-völlinn.
Ekki ferðir til fjár
Það hafa þó ekki allar ferðir
verið til fjár og stundum hafa úr-
slitin verið hræðileg. Þar nefnir
Eiríkur leik Manchester City –
Manchester United á Maine Road
23. september 1989 í 1. deildinni
ensku, eins og hún hét þá, þar sem
menn Eiríks í síðarnefnda liðinu
töpuðu með einu marki gegn fimm.
„Ég var á þessum leik með alla
fjölskylduna og hélt á tímabili að
okkar örlög væru ráðin. Þar logaði
allt í slagsmálum, leik-
menn voru teknir af
velli eftir nokkrar mín-
útur á meðan aðdá-
endur voru róaðir.
Heima á Íslandi
biðu vinir og kunn-
ingjar eftir að ég
kæmi til baka,
svona rétt til að
minna mig á úrslitin.
Þau endurspegluðu ekki
styrkleika liðanna, því upp
frá því gekk Manchester
United allt í haginn, en
hitt liðið féll um margar
deildir,“ segir Eiríkur sem nefnir
einnig ólýsanlega stemningu á leik
Manchester United – Chelsea hinn
6. nóvember 2005.
„Þröngt var setinn bekkurinn og
þegar 70 þúsund manns hófu að
hrópa „Attack, attack, attack“
rann mér kalt vatn milli skins og
hörunds og ég var tilbúinn að
skella mér út á völl og skjóta
knettinum efst í bláhornið.“
Alltaf gaman
Eiríkur segir það býsna misjafnt
hve stórum hópum hann hafi farið
með utan. „Fjölskyldan öll hefur
farið á einn leik, en konan mín
Hulda Björk Nóadóttir hefur farið
með mér á sautján þessara leikja.
Hef farið með Manchester United-
félaginu á Íslandi á fjölda leikja og
úrslitaleikina í Meistaradeild Evr-
ópu hef ég farið með Einari Páli
Tamimi og félögum hans.
Og það er alltaf gaman.
Eftir efnahagshrunið á
Íslandi hefur ferðum á
völlinn fækkað og ég er
ekki með skipulagða
ferð á þessari
stundu, þó svo að
ég stefni á leik á
Old Trafford á
fyrri hluta
næsta árs,“ seg-
ir Eiríkur.
sbs@mbl.is
Tilbúinn að skjóta í bláhornið
Í mörg ár hefur Eiríkur
Jónsson brotið veturinn
upp með því að sækja
knattspyrnuleiki í Bret-
landi og víðar. Stundum fer
fjölskyldan öll.
Fótboltamaður
Eiríkur Jóns-
son í búningi
sinna manna í
Manchester Unit-
ed í hádegisbolta í
Laugardalnum.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Bolti Fótboltaferðir á leiki
Manchester United eru fastur
liður hjá Eiríki Jónssyni sem
hefur séð liðið spila 33 leiki, í
fimm löndum, þar af 23 leiki á
heimavellinum Old Trafford
þar sem þessi mynd var tekin.
Vetur konungur lætur ekki bara til sín taka hér á landi. Það snjóar víðar en hér,
en snjókoman hefur mismikil áhrif á daglegt líf fólks eftir því hvar það býr.
birta@mbl.is
Reuters
Vetur víða um heim
Reuters
Snjókast Kátir kokk-
ar bregða á leik í ný-
föllnum snjó í pólska
bænum Zakopane.
Kindur Ónefndur dýrahirðir sinnir fé sínu
í óvæntu fannfergi sem skall á í Xinjiang
Uygur héraðinu í Kína fyrr í haust.