Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010
✝ Marta Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 9. febrúar
1923. Hún lést á Dval-
ar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund
18. október 2010. For-
eldrar hennar voru
Halldóra Sam-
úelsdóttir, f. 9.10.
1897, d. 10.5. 1979, og
Pétur Guðmundsson,
f. 3.2. 1896, d. 7.8.
1976. Marta var næst-
elst fjögurra systkina:
Kristín, f. 19.10. 1920,
Kolbeinn, f. 11.7. 1924, d. 16.8. 1978,
Gunnar, f. 6.7. 1926, d. 21.8. 1983.
Marta giftist 28.9. 1948 Birni
Halldórssyni frá Hvanneyri, f. 28.6.
1918, d. 19.10. 1983. Foreldrar hans
voru Svava Þórhallsdóttir, f. 12.4.
1890, d. 22.1. 1979, og Halldór Vil-
hjálmsson, f. 14.2. 1875, d. 12.5.
1936. Börn Mörtu og Björns eru: 1)
Pétur Björnsson, f. 31.10. 1949,
kvæntur Guðrúnu Vilhjálmsdóttur,
og eiga þau þrjár dætur, þær Mörtu
Sigríði, f. 20.7 1983, Valgerði, f. 8.5.
1985, og Svövu, f. 18.6. 1986. Sonur
Svövu og Ísaks Jarls Þórarinssonar
er Vilhjálmur Jón, f. 4.1. 2008. 2)
Svava Björnsdóttir, f. 9.6. 1952. Var
gift Kolbeini Árnasyni, dóttir þeirra
er Signý, f. 22.4. 1978, gift Heimi
Snorrasyni, þeirra
börn eru Snorri, f.
24.11. 2004, og
Svava, f. 12.3. 2009.
Var í sambúð með
Magnúsi Skúlasyni.
Þeirra sonur er
Björn f. 3.8. 1994.
Marta ólst upp á
heimili foreldra sinna
á Sjafnargötu 3 í
Reykjavík. Að loknu
gagnfræðaprófi
stundaði hún nám við
Húsmæðraskólann í
Reykjavík. Árið 1944
sigldi hún ásamt Kolbeini bróður
sínum og tveimur vinkonum yfir
Atlantsála til New York, en þaðan
hélt hún til Kaliforníu til náms við
UCLA í ensku og keramikgerð. Þar
dvaldi hún í tvö ár. Skömmu eftir
heimkomuna kynntist hún eig-
inmanni sínum Birni Halldórssyni,
framkvæmdastjóra Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, og
bjuggu þau lengst af á Fjólugötu
19a í Reykjavík. Marta stofnaði
ásamt vinkonu sinni Gyðu Gísla-
dóttur Kayser antík- og listmuna-
verslun, sem þær ráku á áttunda
áratugnum.
Útför Mörtu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 27. október 2010,
og hefst athöfnin 15.
Tengdamóðir mín Marta Péturs-
dóttir kvaddi þetta líf umvafin ást-
vinum sínum hinn 18. október síðast-
liðinn. Marta var einstaklega
sjálfstæð og sérstök kona sem þekkti
sinn vitjunartíma. Dauðastríðið var
því blessunarlega stutt fyrir hana og
okkur.
Undirrituð kom inn í fjölskyldu
hennar fyrir 34 árum. Við Pétur,
sonur hennar, kynntumst í Flórens
að vorlagi og fórum fljótlega að vera
saman. Eftir nokkurn tíma fór ég
heim til Íslands, en hann fór til starfa
við ferðaþjónustu um sumarið.
Að tillögu Péturs ákvað ég að líta
inn í Skemmunni, antíkverslun sem
Marta og Gyða Gísladóttir Kayser,
æskuvinkona hennar, ráku saman í
nokkur ár. Honum fannst líklega
ráðlegt að ég heilsaði upp á Mörtu
áður en samband okkar héldi lengra.
Það fór vel á með okkur Mörtu og
skömmu síðar bauð hún mér til
kvöldverðar. Þar var stödd æskuvin-
kona hennar, Hólmfríður Pálsdóttir,
sem var bekkjarsystir móður minnar
í MR. Hún var í fyrstu nokkurs kon-
ar tengiliður milli mín og verðandi
tengdafjölskyldu. Kvöldstund þessi
gekk jafnan undir nafninu „þegar
Pétur kemur heim“.
Marta var gift Birni Halldórssyni,
afar ljúfum og góðum manni, blessuð
sé minning hans. Systkini Mörtu
voru Kristín, Kolbeinn og Gunnar.
Samband þeirra Kristínar og Mörtu
var alla tíð náið og leið ekki sá dagur
að þær töluðust ekki við, en bræð-
urnir Kolbeinn og Gunnar létust
langt fyrir aldur fram.
Marta og Gyða ráku fyrrnefnda
antíkverslun, Listaskemmuna, í
nokkur ár. Þær fóru saman til Eng-
lands, leigðu sér lítinn sendibíl og
fóru um í leit að húsgögnum. Versl-
unin bar vitni um einstaka smekkvísi
og þekkingu þeirra á viðfangsefninu.
Í skemmunni var oft glatt á hjalla og
voru þeir ófáir sem þar komu við til
að spjalla og fá kaffisopa.
Þær kynntust í barnæsku, voru
saman á húsmæðraskóla, sigldu með
Goðafossi til Ameríku 18 ára gamlar
og dvöldu þar í rúm tvö ár við nám.
Vissulega var Frú Marta (eins og
við kölluðum hana oft) stórlynd og
flutti hún yfir mér og öðrum marga
pistla um alls kyns óáran í henni ver-
öld.
Þegar ég lít til baka syrgi ég konu
sem mér þótti mjög vænt um. Mynd-
ir líða um hugann. Marta með páfa-
gaukinn Jónas sem gjarnan sat á
höfði hennar og lagði sitt til mál-
anna. Einhverju sinni lagðist hann út
en dúkkaði upp tveimur dögum síðar
á barnaheimili þar sem systurdóttir
mín, þá lítil stúlka, bar kennsl á
hann, henni og hinum börnunum til
mikillar ánægju. Það var hjartnæm
stund þegar Marta endurheimti sinn
góða félaga. Marta flíkaði ekki til-
finningum sínum. Ást hennar á dýr-
um var þó augljós og oft virtist mér
hún skilja þau betur en aðrir.
Marta ferðaðist innanlands með
okkur Pétri og dætrum okkar. Hún
var ljúfur og góður ferðafélagi. Dag-
stund á Rauðasandi í sumarsólinni
er einkar eftirminnileg, ekki síður
ferðin niður bratt fjallið.
Með Mörtu hverfur á braut ein-
stök kona og ógleymanleg. Fyrir
hönd fjölskyldunnar vil ég þakka þá
frábæru hjúkrun og umönnun er hún
naut á deild V2 á Grund.
Ég kveð Mörtu með söknuði og
megi hún hvíla í friði.
Guðrún Vilhjálmsdóttir.
Við amma gerðum samning fyrir
mörgum árum. Við lofuðum hvor
annarri því að láta hina vita þegar
önnur okkar myndi falla frá. Amma
stóð við sitt. Ég sat með vinum á
veitingastað í Stokkhólmi þegar ég
fékk það mjög sterklega á tilfinn-
inguna að hún væri dáin og ég sagði
sessunautum mínum frá því. Hálfri
mínútu síðar hringdi mamma og
sagði mér tíðindin.
Þó ég hafi vitað innst inni að ég
væri að kveðja hana í síðasta sinn þá
var ég ekki undirbúin fyrir fráfall
hennar. Ég held að fæstir í fjölskyld-
unni hafi trúað því að hún væri á för-
um. Hún myndi nú hrista þetta af sér
eins og hvað annað. Það var ekki
hennar stíll að gefast upp heldur
halda alltaf áfram hvað sem á bját-
aði.
Amma var stórveldi, hún var höf-
uð fjölskyldunnar. Hún hafði ótrú-
legan kraft og var mikill karakter.
Fram á síðasta dag var hún hníf-
skörp, fylgdist með öllu sem var að
gerast í fréttum og sat ekki á skoð-
unum sínum. Þess má geta að hún
skipti um skoðun í pólitík á gamals
aldri sem mér finnst bera vott um
sveigjanleika og víðsýni sem maður
er ekki vanur að sjá hjá fullorðnum
einstaklingum. Hún var mjög stjórn-
söm og gat hringt í tíma og ótíma að
senda mann eftir hinu og þessu. Ég
væri að ljúga ef ég segði að ég hefði
alltaf gert það með glöðu geði en hún
var frekar óþolinmóð að eðlisfari og
svona útköll þoldu enga bið. Ef henni
fannst ég ekki nógu snögg að skjót-
ast til hennar með t.d. pakka af sa-
lem eða pela af rjóma (af því að það
er alveg bráðnauðsynlegt að eiga
einn slíkan í ísskápnum þó svo að
hann verði aldrei notaður) þá ræsti
hún bara einhvern annan úr familí-
unni, og svona gekk þetta koll af
kolli. Stundum leiddu svona útköll til
þess að öll fjöskyldan var komin á
tröppurnar hjá henni og allir í sömu
erindagjörð. Amma var skemmtileg.
Við vorum mjög nánar og miklar vin-
konur en gátum þó tekist á. Ég var
hreinskilin við hana og ég held að
hún hafi metið það við mig. Henni
fannst gott þegar fólk svaraði henni
því hún þoldi illa hálfvelgju í sam-
skiptum.
Venice Beach, Los Angeles, Holly-
wood, allir þessir staðir fá mig til að
hugsa um ömmu. Amma bjó í Venice
Beach í LA þegar hún var rétt yfir
tvítugt og leit út eins og Hollywood-
stjarna. Þegar ég var lítil vissi ég
ekkert skemmtilegra en að prófa
gömlu kjólana og hælaskóna hennar
og að fá að gramsa í geymslunni og
skúffunum í skattholinu hennar. Þar
var margar gersemar að finna, með-
al annars gamlar myndir af ömmu
og afa – Marilyn og Arthur. Ég man
hvað ég var hreykin af því að eiga
svona fallega ömmu. Ég á eina mynd
af ömmu sem hefur fylgt mér lengi
og er mér mjög kær. Þessi mynd lýs-
ir henni mjög vel, hún er milli tví-
tugs og þrítugs, sláandi falleg og
sjálfsöryggið skín í gegn. Svona var
amma alla tíð, alltaf flott þó svo að
hún hafi aldrei hugsað vel um heils-
una. Hún var samt hraustari en
flestir eða alveg þar til kerfið hrundi
og þá gerðist það hratt. Líklega hef-
ur hún viljað hafa það þannig.
Hvíl í friði, elsku amma, ég mun
sakna þín.
Þín
Signý.
Eitt sinn er amma Marta gætti
okkar systranna þegar við vorum á
bilinu þriggja til sex ára gamlar fór-
um við í sérstakan leiðangur út í
sjoppu. Þá vildi svo óskemmtilega til
að Svava, litla barnið, brunaði upp
að ömmu á þríhjólinu sínu, ætlaði
sér beina leið í gegnum klofið með
þeim afleiðingum að amma flaug
með miklum tilþrifum á nálægan
grasbala, sem til allrar hamingju var
til staðar. Síðan leið, að okkur
fannst, alveg afskaplega langur tími,
áður en amma bærði á sér. Við
stumruðum yfir henni óttaslegnar
og spurðum hana hvort hún væri
nokkuð dáin. Sem betur fór þá var
amma enn sprelllifandi því loksins
velti hún sér. Við komumst að þeirri
niðurstöðu með ömmu að hún hefði
bara steinlegið eins og selur. Amma
selur. Svo hlógum við allar dátt og
við systurnar hlæjum enn að þessari
minningu.
Amma Marta skemmti okkur
systrunum oft og ekki var verra að
fá bláan ópal í kaupbæti. Skemmti-
legast var þegar amma skar appels-
ínubát og gerði úr honum falskar
tennur og stakk upp í sig. Ótrúlegast
af öllu var nú páfagaukurinn Jónas
sem var stór hluti af tilveru okkar,
flautaði Mozart og gargaði „iddjót“
og vildi helst bara fá að hvíla á höfði
ömmu.
Amma var mikill húmoristi og
töffari. Hún kallaði ekki allt ömmu
sína og helst ekki sjálfa sig, eða hún
vildi að minnsta kosti ekki heyra það
að barnabarnabörnin kölluðu sig
langömmu. En amma Marta var hún
og hún vildi okkur ávallt allt það
besta og var okkur alltaf stuðningur.
Það er skrýtið að geta ekki lengur
komið í kaffi til ömmu og spjallað um
heima og geima, gagnrýnt þjóð-
félagsástandið og rætt um framtíð-
arplön og heyra sögur frá því í
gamla daga.
Ein saga af ömmu frá því í gamla
daga stendur fremur öðrum upp úr.
Það var þegar amma sigldi með
Goðafossi til Ameríku árið1944 und-
ir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
Einn daginn vatt hún sér út á þilfar í
miklu roki og grámygluveðri klædd
fagurrauðri kápu. Hún var ein á ferli
og lítur út á hafið þegar hún sér
skyndilega einhverja dökka þúst
fljóta um á yfirborðinu. Amma gerir
sér strax grein fyrir að þarna er um
tundurdufl að ræða og skipið stefndi
beint í áttina að því. Hún baðaði því
næst út öllum öngum og gargaði
sem mest hún mátti á áhöfnina sem
sat við stýrið. Fagurrauð kápan og
ljósgyllt hár ömmu hafa skinið í
gegnum grámóskuna því það tókst
að forða Goðafossi frá tundurduflinu
í það skiptið. Þessi saga er áminning
um það hvernig lítil smáatriði geta
haft áhrif á örlög mannanna og það
er betra að sofna aldrei á verðinum.
Víst er að amma Marta hafði mikil
áhrif á líf okkar í öllu sínu veldi, en
hún var full af ást og umhyggju. Um
leið og við söknum hennar og furð-
um okkur á brotthvarfi svo mikillar
persónu getum við ekki annað en
verið þakklátar fyrir að hafa átt
hana fyrir ömmu. Ömmu leið ein-
staklega vel á Grund síðustu mán-
uðina sem hún lifði og var hvers
manns hugljúfi. Síðustu árin kvaddi
amma okkur alltaf með guðsblessun
og nú gerum við slíkt hið sama.
Blessuð sé minning ömmu Mörtu.
Marta Sigríður, Valgerður
og Svava Pétursdætur.
Marta fyrrverandi tengdamóðir
mín var mikill karakter eins og hún
átti ætt til, hún var stórveldi, hún var
ættarhöfðinginn sem stjórnaði. Ætíð
fallega klædd og glæsileg. Ekki var
auðvelt að fara gegn vilja hennar,
varla hægt. Fyrir rúmum 20 árum
skaust ég inn í tilveru hennar okkur
báðum að óvörum. Hún var ekkert
sérlega hress með það. Gæti því ver-
ið að hún hafi aldrei litið á mig sem
alvöru tengdason. Skiptir svo sem
ekki miklu máli því með okkur
Mörtu tókst þrátt fyrir það gagn-
kvæm vinátta sem ég met mikils.
Þótt hún næði háum aldri skilur lát
hennar eftir sig stórt skarð.
Marta var höfðingi heim að sækja
og þegar hún bauð til veislu var það
„grand“. Þegar hún gaf gjafir var
það á sömu lund. Þegar barnabörnin
áttu í hlut gætti hún þess vandlega
að gera ekki upp á milli þeirra.
Ég minnist sérstaklega ferðalaga
– jafnt innanlands sem utan – sem
Marta bauð fjölskyldunni í af ýmsu
tilefni. Var þá venjulega ekið um í
tveim bílum og ég ók þá öðrum.
Brást þá ekki að hún kaus fremur að
aka með mér þótt henni þætti ég
spyrna fremur glannalega. Að sjálf-
sögðu stjórnaði hún þó akstrinum á
sinn einstaka hátt og gerði athuga-
semdir varðandi hraða og fleira því-
umlíkt, ekki síst ef ökutæki komu
óvænt æðandi úr gagnstæðri átt.
Ég brá mér í smáferð til útlanda
rétt fyrir andlát Mörtu en kvaddi
hana áður vitandi að ég mundi ekki
hitta hana aftur. Í fríhöfninni á baka-
leið greip mig skyndilega mikil tóm-
leikakennd. Handa hverjum ætti ég
nú að kaupa Salem Light?
Magnús Skúlason.
Sagan er aldrei að fullu sögð og
þakkir færðar. Hvernig sem á því
stendur voru þetta orðin sem komu
fyrst upp í huga mér þegar ég heyrði
að Marta hefði skilið við í þessu lífi.
Það sem oft einkennir upplifun okk-
ar við fráhvarf þess sem skipað hefur
sess í lífi okkar, er að máta myndir
atvika við tilfinningar sem við geym-
um innra með okkur.
Mín fyrsta mynd af Mörtu er frá
því að ég var rétt orðin þrettán ára, á
leiðinni að fermast að hausti í Dóm-
kirkjunni. Ég var í hópi fermingar-
barna sem ekki hafði náðst að ferma
að vori og voru því eins konar eftir-
legukindur frá fermingavertíðinni. Í
tengslum við þessa helgu athöfn
kynntist ég þeim mæðgum Mörtu og
Svövu. Tíðar viðskiptaferðir Björns
eiginmanns Mörtu og pabba Svövu
voru ástæðan fyrir þessari tímasetn-
ingu þeirra megin frá. Á þessum ár-
um var starfsvettvangur sem tengd-
ist útlöndum sveipaður nokkurri
dulúð. Yfirbragð og ásýnd Mörtu
voru ekki til að draga úr þeirri upp-
lifun. Þar var sko ekki nein venjuleg
mamma á ferð. Hnarrreist með
gyllta bylgjugreiðslu, djúpa rödd og
allan pakkann sem rekja mátti beint
til ofurkvenna Hollywoodmynda.
Næsta mynd er úr eldhúsinu
heima á Fjólugötu 19b þar sem
Marta er að matreiða soðna útflutn-
ingsýsu sem hún bar á borð með
bræddu smjöri og kartöflum á svo
tiginborinn hátt að seinni tíma veit-
ingahús fölna við samanburðinn.
Undir þessum merka gjörningi tók
hún einbeitta afstöðu til manna og
málefna sem ómuðu í hádegisfrétt-
um ríkisútvarps á sama tíma og hún
bætti við diskum fyrir óvænta gesti.
Þessum stundum gleymi ég ekki.
Nú varð ekki aftur snúið og vin-
átta og fjölskylduþel komin til að
vera. Fullorðinsár ferminga-
barnanna gengu í garð, tengdabörn
og barnabörn, Marta orðin amma
Marta og nýjar Mörtur og Svövur
komnar í heiminn til að fermast, fara
út í heim og tilbaka sveipaðar dulúð í
anda ömmu.
Myndin sem Marta skilur eftir hjá
mér; skopskyn og snerpa, hlý og gef-
andi, kætandi og stundum ögrandi.
Skilaboðin ef til vill á þá leið að lífið
kallar á skoðanir, að standa sína
Marta Pétursdóttir
✝ Reynir Sverrissonfæddist í Reykja-
vík 9. ágúst 1970.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 20.
október 2010.
Foreldrar hans
voru Auður H. Sam-
úelsdóttir, f. 20.12.
1941, d. 15.1. 1993, og
Sverrir Lúthersson, f.
1.9. 1928, d. 11.4.
2009.
Systkini hans eru
Garðar S. Hreinsson,
f. 8.1. 1961, María K.
Hreinsdóttir, f. 1.2. 1962, d. 11.1.
2002, Guðmundur
Bragi Jóhannsson, f.
21.8. 1964, d. 30.11.
2007, Grétar Sverr-
isson, f. 15.7. 1969, og
Sigurður R. Sverr-
isson, f. 5.12. 1973.
Reynir bjó á Skálat-
úni frá 1974 og til ævi-
loka. Hann stundaði
vinnu á Vinnustofu
Skálatúns og sótti
námskeið í Fjölmennt.
Útför Reynis fer
fram frá Lágafells-
kirkju í dag, 27. októ-
ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Í dag kveðjum við kæran vin okk-
ar, hann Reyni. Margar fallegar
minningar fara um hugann frá ár-
unum okkar í Austurhlíð, en þar
bjuggum við saman frá 2002-2009.
Það sem kemur fyrst upp í hugann
er:
Þú að mála gluggakarmana með
penslinum þínum og vatninu í litlu
bláu dósinni.
Þú að þvo garðhúsgögnin af ein-
beitni og alúð.
Þú með strákústinn að sópa
stéttina hvernig sem viðraði.
Þú að spila á gítarinn.
Þú að spila uppáhaldstónlistina í
græjunum, Björgvin Halldórsson,
Ríó Tríó og Pál Óskar, svo hátt að
allt nötraði í næsta nágrenni.
Þú að vökva blómin, stundum að-
eins meira en þurfti.
Þú á hraðferð. Alltaf að flýta þér.
Elsku Reynir, svona mætti lengi
telja.
Himinninn brosir og skýin lyftast
er englarnir sjá bros þitt birtast.
Hvar sem þú ert og hvernig
sem líður
þá vitum við með englum þú situr og
bíður.
Því aldrei mun gleymast þitt bros og
þinn hlátur
eða tíminn sem bar með sér taum-
lausan grátur.
Í minningum alltaf endist sú nótt
þegar heimurinn þagnaði og allt varð
hljótt.
Elsku vinur hvíldu í friði
og mundu að englarnir eru á iði.
(Björg Ólöf)
Minningarnar eru margar og
geymum við þær áfram í hjörtum
okkar.
Elsku Reynir, þín verður sárt
saknað.
Sóley, Elías, Halldór, Karl,
Sigríður, Margrét, Katrín,
Harpa Dís, Þóra Hrund,
Björg Ólöf, Selma, Margrét
Sif og Álfheiður.
Reynir Sverrisson