Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 SÍMI 564 0000 16 16 7 7 12 L L L SÍMI 462 3500 16 7 12 L TAKERS kl.8-10 SOCIALNETWORK kl.8-10.15 BRIM kl. 6 AULINNÉG3D kl.6 SÍMI 530 1919 16 7 12 L INHALE kl.6-8-10 SOCIALNETWORK kl.6-9 BRIM kl.6-8-10 EATPRAYLOVE KL 5.15 - 8 INHALE kl.6-8-10 TAKERS kl.5.40-8-10.20 SOCIALNETWORK kl.5.20-8-10.35 SOCIALNETWORKLÚXUS kl.5.20-8-10.35 BRIM kl.4-6-8 EATPRAYLOVE kl.10 AULINN ÉG2D kl. 3.40 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio J.V.J. - DV Stórkostlegt listaverk! K.I. -Pressan NÝTT Í BÍÓ! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SPENNUMYND Í ANDA “HEAT” HHHHH -S.V., MBL HHHHH -T.V. - kvikmyndir.is HHHHH -Þ.Þ - Fréttatíminn ÍSLENSKT TAL STEVE CARELL Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:10 - 3D - enskt tal Sýnd kl. 5:50 - 3D - íslenskt tal LANGFLOTTASTA ÞRÍVÍDDAR MYNDIN SÍÐAN AVATAR FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR 300 OG WATCHMEN HHHH „SKEMMTIR FULLORÐNUM JAFNT SEM BÖRNUM“ - USA - TODAY HHHH „SJÓNRÆN VEISLA Í ÞRÍVÍDD“ - ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Sýnd kl. 8 og 10:15 FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA HEAT OG THE TOWN Sýnd kl. 6 - 3D ísl. tal FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! MATT DILLON PAULWALKER IDRIS ELBA JAYHERNANDEZ MICHAEL EALY TIP “T.I! HARRIS CHRIS BROWN HAYDEN CHRISTENSEN -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Á borði mínu lá lengi vel einn af þessum fjölmörgu diskum sem maður kannast ekkert við. Það var þó eitthvað við þennan, einhver natni, sem dró mig að honum. Um- slagið var greinilega heimasniðið, haganlega að því unnið, einslags sælgætispoki ofan í þykkara pappahulstri. Maður borðar með augunum segir faðir minn gjarnan og vandaðar umbúðirnar gerðu það því að verkum að ég ákvað einnig að kíkja á sjálfa tónlistina. Hún var ekkert síðri, snotur mjög, áheyrilegt lífrænt þjóðlagapopp. Mig rak þó í rogastans er ég frétti hjá Guðbjörgu Tómasdóttur, sem skipar sveitina ásamt tveimur dönskum stúlkum, að heimagerðu diskarnir væru þúsund talsins! Og uppseldir í þokkabót!! Á túr eftir eina tónleika „Ég er í námi í LHÍ en með annan fótinn í Danmörku. Er svona að skottast á milli,“ segir Guðbjörg. „Ann- ars er ég búin að vera á stans- lausum túr með My bubba & mi undanfarið. Við höfum verið að spila á Ítalíu, í Hollandi, Dan- mörku og Eng- landi m.a.“ Guðbjörg segir að þær stöllur vinni náið með tveimur litlum en öflugum útgáfu- fyrirtækjum í Hollandi og á Ítalíu. Tildrög að túrnum endalausa eru sérkennileg, sveitin hafði leikið á einum tónleikum á Ítalíu þegar þeim var boðið að leggjast í tón- leikaferðalag. „Og okkur hefur alls staðar ver- ið tekið mjög vel og við erum því orðnar mjög skotnar í þessu lífi og finnst gaman að búa í ferðatösku og lenda í ævintýrum. Hljóð- færaskipanin er líka á þann veginn að það er ódýrt fyrir okkur að ferðast. Við erum allar í skóla meðfram þessu þannig að hver ein- asta mínúta sólarhringsins fer í þetta. Líkt og að vera í tveimur 100% störfum, mjög skemmti- legum!“ Gaman að búa í ferðatösku Tríóið My bubba & mi gerir hlutina á sinn hátt Á ferð „Við höfum verið að spila á Ítalíu, í Hollandi, Danmörku og Englandi m.a.“ Guðbjörg segir að vínylútgáfa plötunnar, sem heitir How it’s done in Italy, hafi sett tóninn fyrir hönnunina. 250 slík eintök voru pressuð en 1.000 diskar voru búnir til (en Guðbjörg var tvo mánuði að útbúa þá). Vínylnum, sem er í tíutommusniði, var nefnilega pakkað inn í gömul pappahulstur sem hýstu eitt sinn 78 snúninga plötur, sem voru gjarnan pressaðar á lakk- efni eða „shellac“. „Við fórum í gegnum flóamarkaði vítt og breitt um Kaup- mannahöfn og snuðruðum uppi þessi hulstur,“ segir Guð- björg. „Okkur langar til að endurnýta þá fallegu grafík sem þar er að finna og bætum við hana og breytum. Við pössum vel upp á allt í tengslum við hönnun og ímynd hvað sveitina varðar og viljum stilla þessu fram sem heildarpakka, þ.e. að það sé samræmi.“ Gamlar 78 snúninga plötur UMSLAGSHÖNNUNIN Vínyll Tíutomman góða. Namm!!! Leikarinn Char- lie Sheen fannst drukkinn og nakinn á hóteli í New York snemma í gær- morgun. Lögreglan fékk símtal frá öryggisverði á hótelinu um drukkinn karlmann. Hótelher- bergið var í rúst þegar lögreglan kom að. Sheen var færður af staðnum á sjúkrahús vegna mis- notkunar áfengis og fleira. Hann var ekki handtekinn en fluttur á sjúkrahús ásamt ónafngreindum kvenmanni. Upplýsingafulltrúi leikarans segir að hann geti staðfest að Sheen hafi verið færður á sjúkra- hús vegna ofnæmisviðbragða við lyfjum sem hann tók. Hann verður útskrifaður þaðan á morgun. Ekki er mánuður síðan Sheen útskrifaðist úr meðferð. Charlie Sheen Sheen nakinn og drukkinn Hljómsveitin Take That ætlar í hljómleikaferð á næsta ári, þá fyrstu í mörg ár. Fyrr á þessu ári tók Robbie Willi- ams saman við gömlu félagana á ný og fer hann með í ferðina. Fyrstu tónleikarnir verða í Sunder- land hinn 30. maí og í kjölfarið verða fernir tónleikar í Manchester og fernir í Lundúnum. Take That og Robbie í ferð Robbie Williams

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.