Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
„GEÐVEIKISLEGA
FYNDIN“
- SHAWN EDWARDS,
FOX-TV
FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS
7
Steve Carrell og
Paul Rudd fara
á kostum ásamt
Zach Galifianakis
sem sló eftir-
minnilega í gegn
í “The Hangover”
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI
BESTU MYND TIL ÞESSA
HHHH
„ÞESSI LÆTUR KLÁR-
LEGA SJÁ SIG Á ÓS-
KARNUM Á NÆSTA
ÁRI.“
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
“ÞETTA ER EINFALDLEGA BESTA
MYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU”
- Leonard Maltin
HHHH
“EF ÞAÐ ER TIL MYND
SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ,
ÞÁ ER ÞAÐ ÞESSI”
- Boxoffice Magazine
HHHH
“THE TOWN ER ÞRILLER EINS OG ÞEIR
GERAST BESTIR OG RÚMLEGA ÞAД
- Wall Street Journal
DAGSKRÁ
Modest Mussorgsky
BORIS GODUNOV
nánari upplýsingar ásamt sýnishornum úr stykkjunum má finna á www.operubio.is og á www.metoperafamily.org
René Pape tekur að sér eitt merkasta bassahlutverk óperusögunnar í uppfærslu hins virta
leikhúss- og óperuleikstjóra Peters Stein. Valery Gergiev stjórnar hljómsveitinni í epísku sjónarspili
Mussorgskys sem fangar þjáningu og metnað heillar þjóðar. ,,Boris Godunov er meistaraverk,“ segir Stein.
,,Helsta áskorunin er að koma til skila gríðarlegri tilfinningadýpt verksins. Boris er
keisarinn en hann tjáir vandamál sem við könnumst öll við, afleiðingar mannlegra gjörða.“
Aleksandrs Antonenko, Vladimir Ognovenko og Ekaterina Semenchuk fara fyrir gríðarstórum hópi leikara.
ENDURFLUTT
í Sambíóunum Kringlunni í kvöld kl. 18
Miðasala í
Sambíóunum
Kringlunni
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
BESTA SKEMMTUNIN
THE SWITCH kl. 8 -10:20 10
ÓRÓI kl. 8 10
SOLOMON KANE kl. 10:20 16
/ KEFLAVÍK
SOCIAL NETWORK kl. 8 -10:20 12
ÓRÓI kl. 8 10
DINNER FOR SCHMUCKS kl. 10:20 7
/ SELFOSSI
KONUNGSRÍKI UGLANNA m. ísl. tali kl. 6 7
THE SWITCH kl. 8 -10:10 10
ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 6 L
ÓRÓI kl. 8 -10:10 10
/ AKUREYRI
AF LEIKHÚSI
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Undirritaður varð nokkuðhissa þegar hann frétti afþví að færa ætti barnabók-
ina vinsælu, Dísu ljósálf, upp á svið
Austurbæjar. Bókin hefur gengið
kynslóða á milli á íslenskum heim-
ilum og vakið aðdáun barna og for-
eldra, ekki síst fyrir stórkostlegar
teikningar höfundar hennar, G.T.
Rotman. Í bókinni er dregin upp
mynd af miklum ævintýraheimi
sem er fullur af dökkum og ljósum
álfum og talandi dýrum og mann-
voskan kemur við sögu, eins og oft
vill verða í ævintýrum. Skóg-
arhöggsmaður finnur Dísu á grein,
hún kemst ekki heim til móður
sinnar og biður hann að aðstoða
sig. Skógarhöggsmaðurinn rænir
henni hins vegar og klippir af
henni vængina, en mynd af því
voðaverki prýðir kápu bókarinnar.
Dísa kynnist vingjarnlegum dýrum
og skordýrum, býflugu og músum,
og með hjálp þeirra tekst henni að
flýja frá skógarhöggsmanninum og
ófrýnilegri eiginkonu hans. Dísa
hittir fyrir froskaprins sem fer
með hana á fund móður sinnar,
froskadrottningarinnar, sem reyn-
ist uppstökk og illviðráðanleg
prímadonna. Svo er þarna storkur
sem flytur Dísu milli staða á bak-
inu og þannig mætti áfram telja.
Og hvernig í ósköpunum færa
menn slíka sögu á svið í söngleik?
Jú, með ýmsum brellum leikhúss-
ins, svo sem hljóðum, ljósi og litrík-
um búningum en engri sviðsmynd.
Þó hanga þrír rammar yfir sviði
með teikningum sem færa persón-
ur verksins milli ólíkra staða, m.a.
ofan í holu moldvörpu sem gerir
Dísu að hreingerningarþræli sín-
um.
Sá sem hér skrifar fór á frum-sýningu á Dísu ljósálfi laug-
ardaginn sl. og skemmti sér bara
ágætlega, þótt verkið væri alls
ekki gallalaust. Með í för var
þriggja ára sonur og réð hann sér
vart fyrir spennu. Það er nú ekki á
hverjum degi sem þriggja ára
herramenn fara í leikhús með háls-
bindi og í spariskóm. Tónlistina við
verkið samdi hinn margreyndi
Gunnar Þórðarson og fengu ýmsar
persónur að taka lagið, m.a. Dísa,
býflugan, storkurinn og nornin.
Tónlistin var upp og ofan og að
mati undirritaðs hefði hún mátt
grípa áhorfendur og -heyrendur
betur, sum laganna voru þess eðlis
að maður gleymdi þeim jafnóðum
og flutningi lauk, sem er ekki gott
þegar um barnaverk er að ræða.
Þá reyndust leikararnir misgóðir
söngvarar. Flottastur var Þórir
Sæmundsson í hlutverki hinnar ill-
gjörnu moldvörpu og storksins,
söng fínan blús snemma í verkinu
og undir ómaði grátur ungs leik-
húsgests sem fannst moldvarpan
fullmikið af því vonda. Búningarnir
voru skrautlegir og vel heppnaðir,
í öllum regnbogans litum. Sér-
stakan plús í kladdann fá dansarar
í verkinu sem túlkuðu skemmtilega
mýs sem geta með engu móti verið
kyrrar og síropandi froska. Og
þegar Sólveig Arnarsdóttir birtist í
gervi froskadrottningarinnar eftir
hlé lifnaði yfir verkinu og fjör
færðist í söngleikinn sem fram að
því var heldur hægur. Það furðu-
legasta í furðusögunni var þó end-
irinn, þegar Dísa finnur loks móð-
ur sína. Í bókinni er móðirin fögur
og hvítklædd og ekkert nema kær-
leikurinn. Í söngleiknum er mamm-
an svartklædd, pirruð að tala í far-
síma, upptekin framakona að því
er virðist og heldur lítið ástúðleg.
Yfir sviðinu sjást myndir af mat-
vörum í hillum. Endar Dísa í mat-
vöruverslun með mömmu sinni? Er
þessi endir hjá Páli einhvers konar
þjóðfélagsádeila? Furðulegur,
svartur húmor? Raunsær endir á
fantasíu?
Að lokinni sýningu var herra-
maðurinn þriggja ára spurður
hvernig honum hefði fundist sýn-
ingin. Var ekki gaman? „Jú, en
moldvarpan var dálítið hræðileg,“
var svarið. Hún átti líka að vera
hræðileg.
„Moldvarpan var dálítið hræðileg“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sykurmoli Dísa (Álfrún Örnólfsdóttir) lafhrædd ofan á sykurmola.
Klippt Teikning eftir Rotman á
forsíðu bókarinnar um Dísu ljósálf.
» Sérstakan plús íkladdann fá dans-
arar í verkinu sem túlk-
uðu skemmtilega mýs
sem geta með engu móti
verið kyrrar og sírop-
andi froska.
Kvikmyndaleikstjórinn Tony Scott hefur gefið
nokkrar vísbendingar um framhald kvikmynd-
arinnar Top Gun, Top Gun 2. Scott segir enga
endurgerð í pípunum heldur muni hann kanna
þá þróun sem orðið hefur í hernaðartækni frá
því fyrri myndin var gerð, árið 1986. Litið
verði til endaloka „orrustuflugmannatímabils-
ins“. Scott mun hafa hitt flugmann á ferðalagi
sem hefur þann starfa að prófa orrustuflug-
vélar og segir hann slíka flugmenn sitja í hjól-
hýsi í Nevada og stýra fjarstýrðum flugvélum
þaðan, líkt og þeir séu að spila tölvuleik. Það sé
mikil breyting frá því sem áður var.
Scott hugleiðir
hernaðartækni
Svalir Tom Cruise og Val Kilmer í Top Gun.
Poppdrottningin Madonna virðist aldrei sitja
auðum höndum, hvort heldur er í poppi eða
viðskiptum. Nú hyggst hún opna keðju líkams-
ræktarstöðva í fjölda landa sem heita mun
Hard Candy Fitness, eða Brjóstsykurshreysti.
Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn. Í
stöðvum þessum verður ekki aðeins hægt að
hrista af sér spikið heldur verður einnig
skemmtun í boði og fatatísku sinnt. Meðeig-
andi Madonnu að stöðvunum heitir Mark
Mastrov og segir hann að stöðvarnar verði
hannaðar eftir hugmyndum Madonnu. Sú
fyrsta verður opnuð í Mexíkóborg í nóvember.
Líkamsrækt í
Brjóstsykri
Hörð Madonna heldur sér í formi.