Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 4
4 HAMAR Framboðin Þrír stjórnmálaflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur hafa nú, lagt fram framboðslista sína við í hönd farandi bæjarstjórnarkosn ingar. Framsóknarflokkurinn hef ur ekki tilkynnt framboð sitt ennþá og er ekki búizt við, að hann hafi fyrir slíku nú fremur en endranær. Það hefur heyrzt, að Alþýðuflokksforkólfarnir hafi beðið forystumenn Framsóknar- flokksins hér í bæ að veita sér lið í kosningunum eða að minnsta kosti að bjóða ekki fram, því það mundi veikja mjög þær vonir, sem Alþýðuflokkur- inn gerir sér, í dráumórum sín- um, um að halda áfram meiri- hlutaaðstöðu í bænum. Hvort Framsóknarflokkurinn eigi að fá nokkuð í aðra hönd fyrir slíka þjónustu er ekki vitað, en tím- inn mun leiða það í ljós. Hér er ekki rúm til að ræða verulega um framboðin, en það mun vera mál manna, að bezt hafi Sjálfstæðisflokknum tekizt til um val fulltrúaefna í bæjar- stjórn og þeim muni vera bezt til þess trúandi, að leysa þau vandamál, sem fram undan eru og bjarga því sem bjargað verð- ur fyrir bæjarbúa út úr þeim ógöngum og ófremdarástandi, sem Alþýðuflokkurinn hefur leitt yfir þetta bæjarfélag bæði fyrr og síðar. Samkvæmt úrslit- um kosninganna í haust hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð því at- kvæðamagni, sem tryggir hon- um 4 sæti í bæjarstjórn og er hann eini flokkurinn af þeim þremur, sem bjóða nú fram, er sýndi gífurlega fylgisaukningu. Hinir flokkarnir báðir töpuðu verulegu fylgi. Það er því engin goðgá að ætla það, að Sjálfstæð isflokknum aukizt ennþá svo fylgi, að hann fái 5 menn kosna, enda er það eina öryggið fyrir bæjarbúa um, að málum þeirra verði vel stjórnað, að svo megi verða. Bæjarbúar þekkja orðið stjórn Emils, Ásgeirs & Co. á bæjarmálunum og ekki mun sú stjórn batna, þegar kommúnisti tekur þátt í slíku samspih. En hreinn meirihluti Alþýðuflokks- ins er ekki mögulegur lengur. Listi Alþýðuflokksins er þann- ig skipaður, að alhr eldri bæj- arfulltrúar flokksins hafa dregið sig út úr öruggum sætum á list- anum, nema Guðmundur Giss- urarson. Hann virðist eiga að ^ vera það haldreipi, sem á eigi að treysta til að stjórna málum bæjarins. Verður ekki annað sagt en allmjög óttist núverandi bæjarfulltrúar sín eigin spor í | stjórn bæjarmálanna, að þeir skuli ekki vilja halda áfram að hafa stjórn þeirra á hendi. Að vísu er talið af sumum, að Ás- geir og Emil muni vilja stjórna áfram á bak við, eftir því, sem þeir geta og beri það því bezt vitni, að Guðmundur skuli vera í öruggu sæti, því hann sé frem- ur þjónustulipur svo og að „familíudrengurinn“ Stefán Gunnlaugsson er settur á list- ann. Þykir þá vera von til, að nokkurt tillit sé tekið til fjöl- skyldusjónarmiðanna í Alþýðu- flokknum. Það er og haft eftir Ásgeiri Stefánssyni, að þar sem hann ætti sæti á listanum vildi hann tilnefna Stefán Gunnlaugs- son í það. Svarið, sem Ásgeir átti að hafa fengið var á þá leið, að ætti hann sæti á listan- um gæti hann verið í því sjálf- ur. Hvort sem slík ummæli eru sönn eða ekki, þá virðast þau ekki vera fjarri skapgerð þess manns, sem segja má að mestu hafi ráðið í þessum bæ á und- anförnum árum. Það hefur að minnsta kosti farið svo, að Stefán Gunnlaugsson var settur í 4. sæti listans, enda þótt próf- kosning, sem fram fór leiddi það í ljós, að hann ætti að vera í 7. sæti. Þannig eru tillögur kjósenda Alþýðuflokksins látnar víkja fyrir valdaklíku og hags- niunum nokkurra burgeisa, sem öllu ráða sér og sínum til fram- dráttar. Framboð Sósíalistaflokksins ber það með sér, að fylgi hans fer óðum minnkandi, enda er það talið vafasamt, að sá listi fái kosinn fulltrúa í bæjarstjórn. Væri það ekki úr vegi fyrir Hafn firðinga að gefa þeim flokki frí að fullu. Allt frá síðustu kosningum hefur Alþýðuflokkurinn haldið uppi allharðri baráttu til að reyna að lialda saman og auka fylgi sitt. Um árangur af þeirri baráttu hefur minna frétzt, enda mun hann vera mjög lítill. Fólk sér það, að nú er valda- ferill Alþýðuflokksforkólfanna á enda og leiðir það til þess, að erfiðara er að nota ótta fólks um atvinnumissi og annað þess- háttar til að greiða Alþýðu- flokknum atkvæði. Fólk mun því nú 29. jan. ganga að kjör- borðinu lausara við ótta en nokkru sinni áður um langt ára- bil. Akitatorar Alþýðuflokksins reyna að læða því út á meðal starfsmanna bæjar og bæjarfyr- irtækja, að þeim verði sagt upp starfi, ef Sjálfstæðisflokkurinn nær meirihluta. Það er því full ástæða fyrir starfsfólk bæjarins, sem margt er prýðilegt í sínu starfi að athuga vel, hvort nokk- uð muni vera til í slíku. Er yfir- leitt hægt að benda á það, að Sjálfstæðismenn hér í bæ reki slíka atvinnukúgunarpólitík? Hafa þeir, sem unnið liafa hjá Þorleifi Jónssyni, Stefáni Jóns- syni, Helga Guðmundssyni eða Ingólfi Flygenring þurft að vera hræddir við að láta skoðanir sín Gjafir til Vetrar- hjálparinnar / 1 Hafnarfirði í desember 1949. Söfnun skáta .... kr. 9.731.35 V. Long — 800.00 B. M. Sæberg .... — 100.00 Guðm. Einarss. Sv. — 100.00 Guðm. Ólafss — 30.00 Jósef Hannesson .. — 100.00 Ól. H. Jónsson .... — 100.00 H. Níelsd. Árni Þorsts. - - 100.00 K. S - 100.00 Júlíus og B. Nyborg — 200.00 Rafha h. f — 1.000.00 Anna Magnúsd. .. — 50.00 Stefán Pálsson .... — 50.00 Vélsm. Hafnarfj. .. — 500.00 Guðr. M. Magnúss. — 25.00 Loftur Bjarnason . . — 500.00 Ól. Thordarsen . . — 10.00 F. Hansen 2 sekkir hveiti og 50 pakkar hrísgrjón. Auk þess nokkur fatnaður. Með beztu þökkum. Nefndin. ar í ljósi? Nei, og aftur nei. Þeir hafa verið frjálsir að hugsa og tala, þeir hafa ekki verið kallað- ir á skrifstofur viðkomandi fyrir- tækja til að minna þá á, að at- vinna þeirra væri í veði, ef þeir höguðu sér ekki að geðþótta þeirra, sem þeir hefðu vinnu hjá. Slíkri atvinnukúgun er ekki beitt af Sjálfstæðismönnum og henni verður ekki beitt. Eins og áður er sagt er Al- þýðuflokkurinn búinn að missa meirihluta aðstöðu sína hér í bænum og liann nær henni al- drei aftur á meðan stefna hans ar aðeins sú að tryggja örfáum mönnum og klíkum auð og völd. Sósíalistaflokkurinn er allsstaðar dauðadæmdur. Sjálfstæðisflokkurinn biður bæjarbúa um meirihlutaaðstöðu við næstu kosningar. Ekki til þess að hefja einhverjar klíkur til valda né hlaða undir einstaka menn, heldur vegna bæjarbúa sjálfra að gefa þeim kost á frels- inu að nýju, gefa þeim kost á að bærinn geti orðið framfara og menningarbær og íbúar hans andlega og efnalega sjálfstæðir. Sjálfstæðisflokknum er einum treystandi til að leysa bæjarbúa úr þeim læðingi, sem Alþýðu- flokkurinn hefur lagt þá í. Valið er mjög auðvelt. Baráttan stend- ur á milli Bjarna Snæbjörnsson- ar, Stefáns Gunnlaugssonar og Kristjáns Andréssonar. Hver þessara manna verður bæjarbú- um styrkasta stoðin í þeim erf- iðleikum, sem fram undan eru? Því er auðsvarað, það er Bjarni Snæbjörnsson. Þessvegna kjósa bæjarbúar Sjálfstæðisflokkinn, koma Bjarna Snæbjörnssyni í bæjarstjórn og veita þar með flokknum hreinan meirihluta. Gleðilegt nýtt ár ! Þökk fijrir viðskiptin á liðna árinu. Gísli Gunnarsson. Tilkynning frá Skattstofu Hafnarfjarðar 1. Atvinnuveitendur í Hafnarfirði og aðrir sem greitt hafa öðrum laun á s.l. ári, eiga að skila tilskyldum launamiðum fyrir 20. þ. m., ella beitt dagsektum. — Launamiðarnir verða að vera rétt og greinilega útfylltir og í tvíriti. — 2. Hluthafaskrám og arðsútborgunarmiðum skal einnig skilað fyrir 20. þ. m. 3. Framtölum skal skila fyrir lok þessa mánaðar, og er bezt að koma sem fyrst, ef aðstoðar er óskað. — 4. Söluskattskýrslum fyrir síðasta ársfjórðung 1949 skal skilað fyrir 15. þ. m. greinilega útfylltum. — Hafnarfirði, 3. jan. 1949. Skattstjórinn í Hafnarfirði. Þorvaldur Árnason. Hafnarfjörður Allir þeir, sem ekki hafa greitt iðgjöld til Brunabótafélags ís- lands, sem féll í gjalddaga 15. október s. 1. Eru 'minntir á að greiða þau nú þegar. Verði þau ekki greidd fyrir 15. þ. m. falla á þau dráttarvextir, — frá gjalddaga til greiðsludags. — Greiðið gjöldin án tafar. Svo að ekki falli á þau dráttarvextir. Og komist verði hjá að biðja um sölu á húsunum. Afgreiðsla á Sunnuvegi 4. Kl. 4—7, alla virka daga, aðra en laugardaga. Umboðsmaður 3*3*3*3*3*3*3»3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3»3*3*3«3*3*3*3*3*3«3*3*3*3*3«3e3«3*3*3*3*3*3*3t3*30«3« Almennur íundur Sjálfstæðisfólks verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtu- daginn 12. janúar n. k. kl. 8,30. — Rætt verður um bæjarmál og kosningarnar. F ulltrúaráðið. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin alla daga frá kl. 10 í.h. til kl. 10 e.h. Sjálfstæðisfólk er beðið að hafa samband við skrifstofuna og veita henni allar upp- lýsingar, sem að gagni megi verða í kosn- ingunum. — Símar 9228 og 9828. TILKYNNING Nr. 39/1949. Viðskiptanefndin hefur ákveðið mjtt háirtarksverð á smjörlíki, og verður verðið framvegis að frádreginni nið- urgreiðslu rikissjóðs sem hér segir: í heildsölu ............ kr. 3.68 í smásölu............... kr. 4.22 Hámarksverð á óniðurgreiddu smjörlíki er kr. 2.20 hærra pr. kg. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík 15. desember 1949. V exðlagsstjórinn-

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.