Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 06.01.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐl 6. JAN. 1950 1. TÖLUBLAÐ Happadrættir í jólablaði Alþýðublaðs Hafn- arfjarðar eru birtar myndir af 10 mönrmm og frá því skýrt um leið, að þessir sömu 10 menn eigi að vera í framboði af hálfu Alþýðuflokksins við bæjarstjórn arkosningarnar þann 29. þ. m. „Tíu fyrstu mennirnir", stend- ur yfir myndum þessum, svo að væntanlega eiga að vera fleíri menn á lista flokksins, og verði listinn fullskipaður þá eru það 18 menn. En Alþýðublað Hafn- arfjarðar liefur ekki svo mikið við hina síðustu 8 menn listans að geta nafna þeirra, hvað þá að blaðið „spandéri" á þá mynd! Einhver, sem kallar sig „x A", ritar fáeinar smáleturslínur með hverri mynd „hinna 10 fyrstu", svo sem eins og til þess að kynna kempurnar, sem myndirn ar eru af, fyrir háttv. kjósend- um. Svo sem vænta mátti og við á við svona tækifæri, þá eru þessar fáu línur, sem sér hverj- um „hinna 10 fyrstu" er fylgt úr hlaði með, ritaðar í ósköp elskulegum dúr, og fara elsku- legheitin að sama skapi vaxandi sem neðar dregur á listann og vonirnar um að mennirnir nái kosningu, fara þverrandi. Og há- marki sínu ná þessi elskulegheit í lokaorðum um hinn síðasta af „hinum 10 fyrstu" — þann mæta mann, Þorleif Guðmundsson, verkstjóra — því um hann segir svo: „Munu verkamenn eignast þar góðan fulltrúa"! Ef til vill ætlar Emil að f jölga í bæjarstjórninni um einn (þann tíunda) núna fyrir kosningarnar, til þess að gefa sínum ástkæru verkamönnum „góðan fulltrúa" í bæjarstjórninni? Að Emil svo fái kosna í bæjarstjórn alla þessa „10 fyrstu" virðist „x A" trúa alveg statt og stöðugt, annars væri hann ekki að segja þetta maðurinn! Því að ekki skortir þá hógværðina, vikapiltana hans Emils við Alþýðublaðið! - Ann- ars hafa ýmsir menn í bænum verið að hafa orð á því, að ef Emil hefði verið nokkur alvara með það að láta verkamenn fá „góðan fulltrúa" í bæjarstjórn og taliðað Þorleifur Guðmunds- son væri ¦ það, þá hefði hann fremur átt að beita sér fyrir því, að Þorleifur fengi sæti á listan- um sem einhver af „hinum fyrstu" þremur, í stað þess að færa hann niður á listanum frá því sem var við síðustu bæjar- stjórnarkosningar, endaþóttþað sé kannske, út af fyrír sig, nokk- ur vegsauki fyrir Þorleif, að fá að vera síðastur af „hinum 10 fyrstu"! Verkamenn eru hins vegar hvorki betur eða verr settir, þó að Þorleifur sé í þessu „heið- urssæti" á lístanum, og munu þeir ekki gína við þessarí flugu kratanna. Tvennt er það, sem sérstaka athygli vekur, þegar þessi 10 manna hópur Alþýðuflokksins er virtur fyrir sér. Hið fyrra er, að af þeim fimm bæjarfulltrúum, sem Alþýðu- flokkurinn hefur nú, eru aðeins tveir Guðmundar, Sem eiga sæti á hinum nýja lista, þeir Guðmundur Gissurarson og Guðmundur Emil, — sá síðar taldi í algerlega vonlausu sæti á listanum. Kjartan Ólafsson, Björn Jó- hannesson og Asgeir Stefánsson, sem verið hafa aðal-máttarstólp- ar flokksins í lengri tíð, hafa nú annað hvort dregið sig til baka eða verið látnir þoka fyrir nýj- um mönnum. Nöfn þeirra eru ekki meðal „hinna 10 fyrstu". — Þeirra pólitíska saga virðist ölj, að minnsta kosti í bili. — Er það mál manna í bænum, að brottfall þessara þriggja manna úr brjóstfylkingu kratanna, gjöri þær vonir algerlega að engu, sem Alþýðuflokkurinn kann, eft- ir alþingiskosningarnar, að hafa gert sér um það að fá 4 menn kosna í bæjarstjórn. Er það vel. Hitt atriðið, sem athygli vek- ur er það, að af „hinum 10 fyrstu" eru sex — meira en helmingurinn starfsmenn bæjar- ins. Fyrst skal frægan telja skrif- stofustjóra bæjarins Guðmund Gissurarson, sem skipar efsta sæti listans með allar syndir Al- þýðuflokksins í 25 ár á herðum sér! Þá er bæjargjaldkerinn, bæjarinnheimtumaðurinn, bæj- arverkstjórinn, brunamálastjór- inn — og loks bæjarstjórinn sjálf- ur! Sinnugir menn á bæjarheim- ili Alþýðuflokksins! 'Stilla sjálf- um sér upp í bæjarstjórn til þess, ef allt færi að þeirra 'óskum, að geta sagt sér sjálfir fyrir verk- um upp á kostnað almennings. — Ekki ónotaleg aðstaða, ef náð Framh. á bls. 3 Síeíán Jónsson Um atvlnnumál Þegar gengið er að þessu sinni til l>æjarstjórnarkosninga, má segja að all mikill uggur sé í mönmrm um framtíðina. Á undanförnum árum og allt fram til skamms tíma má telja að lán- ið hafi leikið við íslenzku þjóð- ína öðrum þjóðum fremur. I sama mund sem aðrar þjóðir hafa átt við þunga kosti að búa sakir styrjaldar, hafa orðið að fórna lífi og hamingju þegna sinna á meðan þær áttu í ó- friði og síðan orðið að leggja hart að sér við endurreysnar- starfið, þá hafa Islendingar bú- áð við betri kosti, meiri atvinnu og betri afkomu en nokkru sinni fyrr. Aukin eftirspurn eftir þeim vörum er vér framleiðum til sölu á erlendum vettvangi, óvenju- legar framkvæmdSr í landinu sjálfu bæði í þágu erlendra þjóða og einnig fyrir aukið fram tak þjóðarinnar sjálfrar á.flest- um sviðum, hefur gert þjóðinni kleyft að njóta meiri atvinnu og betri lífskjara en áður. Þótt því verði naumast neitað, að þjóðin hafi tæpast kunnað sér fyllilega hóf í meðferð hinna tiltölulega skjótfengnu auðæfa og hafi í mörgu falli gert sig seka, bæði einstakhngar, ríki og bæjarfélög, um ógætilega og jafnvel á stund um skaðlega ráðstöfun þess fjár, sem aflað var, þá verður hinu samt ekki neitað að langsamlega mestum hluta hinna óvenjumiklu tekna þjóðarheildarinnar hefir verið varið til meira eða minna gagnlegra hluta og stórlegum hluta þeirra til þess að skapa aukna framleiðslumöguleika til lands og sjávar og þannig orðið til þess að leggja þann eina grundvöll, sem um er að ræða, til þess að tryggja áframhald- Trésmiðafélag Haínaríjarðar 25. ára, Síðasthðið miðvikudagskvöld efndi Trésmiðafélag Hafnarf jarð ar til hófs, í tilefni af 25 ára af- mæli félagsins, en það var stofn- að 4. janúar 1925. Hófið, sem hófst með sameiginlegri kaffi- drykkju, var haldið í Alþýðuhús- inu, og var stjórnandi þess Krist- inn Guðjónsson. Aðal ræðumað- ur hófsins var Vigfús Sigurðsson Rakti hann sögu félagsins í stór- um dráttum allt frá stofnun þess. Aðrir ræðumenn voru Guðjón Magnússon, form. Iðnaðarmanna fél. Hafnarfjarðar og Emil Jóns- son, alþingism. Guðjón Magnús- son gat þess í ræðu sinni, að Iðnaðarmannafélagið hefði á- kveðið að færa Trésmiðafélag- inu fundarhamar að gjöf, í til- efni af afmælinu. Fundarhamar- inn væri ekki tilbúinn, en hann yrði að öllu leyti gerður í Hafn- arfirði (smíði og útskurður). Brynjólfur Jóhannesson, leik- ari og Baldur og Konni skemmtu en að lokum var stiginn dans. Stofnendur T.H. voru 15 að tölu. í fyrstu stjórn félagsins áttu sæti: Guðjón Jónsson formaður, Sigurður Valdimarsson ritari og Bjarni Erlendsson gjaldkeri. í T.H. hafa frá upphafi verið bæði meistarar og sveinar og samvinna milli þessara aðila hin bezta. Hafa verið í félaginu húsa húsgagna og skipasmiðir, þar til á s.l. ári að skipasmiðir gengu úr því og stofnuðu sitt eigið fé- lag. Trésmiðafélag Hafnarfjarðar telur nú 55 meðlimi og er fjöl- mennasta iðnfélag í bænum. Aðaltilgangur T. H. er að vinna að bættum kjörum tré- smiða og standa vörð um rétt- indi og hagsmuni þeirra. Má með sanni segja að félaginu hef- ir mikið unnizt í þeim efnum. Jafnframt hefur félagið stað- ið með öðrum iðnfélögum að ýmsum framfaramálum iðn- aðarmanna, þar sem meirihluti félagsmanna eru félagar í Iðnað- armannafélagi Hafnarfjarðar. Innan félagsins hefur verið stofnaður styrktarsjóður og er helmingur ársgjalda félags- manna látinn renna í hann. Núverandi stjórn Trésmiða- félags Hafnarfjarðar skipa Jónas Hallgrímsson, form. Sigurður Arnórsson, ritari og Ólafur Magnússon gjaldkeri. andi atvinnu og mannsæmandi lífsafkomu fjöldans. Þannig hef- ir skipastóll landsmanna verið aukinn stórkostlega, verksmiðj- ur verið reistar, risavaxið átak gert til þess að auka á ræktun landsins, húsakostur lands- manná til sjávar og sveita, svo og annar aðbúnaður tekið meiri umbótum en nokkru sinni fyrr. Allt þetta hefur byggst á þeim breyttu möguleikum, sem styrjöldin hafði í för með sér og dugnaði landsmanna að hag- nýta þessa sérstæðu möguleika sem bezt. En eins og öllum er Ijóst er það útgerðin, sem fyrst og fremst hefur fært þjóðinni þessar hagsbætur nú, sem flest- ar þær framfarir til sjávar og sveita, sem gert hafa íslenzku þjóðinni kleyft að lifa menning- arlífi í þessu landi. Hefur svo ávalt verið, að hafi sjávarútveg- inum vegnað vel, hefur almenn velmegun þjóðarinnar siglt í kjölfarið. Hafi hann hinsvegar ekki gétað starfað á heilbrigð- um reksturshæfum grundvelli, hefur atvinnuleysi og þrenging- ar ógnað þjóðinni. Þrátt fyrir það, sem að framan hefur sagt verið, um stórlegar framfarir á flestum sviðum, er þjóðinni nú mikill vandi á herðum. Sá vandi að færa verðlag allt og kaup- gjald til samræmis við það, sem framleiðslan getur mest borið, þannig að ekki þurfi að skapast kyrrstaða og hrun, heldur megi næg atvinna og áframhaldandi góð lífsskilyrði haldast, þótt við- horf breytist eftir því sem lengra líður frá styrjaldarlokum. Tap- rekstur sjávarútvegsins s. 1. ár, að örfáum skipum undantekn- um, er sá vandi, sem þjóðin verður sameiginlega að ráða fram úr, ef eigi á illa að fara. Reksturshæfur, samkeppnisfær grundvöllur fyrir útgerðarstarf- semi landsmanna, smærri sem stærri báta, án styrktar af al- mannafé, og sem jafnframt get- ur boðið þeim, er þessum at- vinnuvegi helga krafta sína og fjármuni, betri kjör en aðraj- atvinnugreinar, er bezta trygg- ingin fyrir áframhaldandi eðli- legri þróun þessa höfuðatvinnu- vegar og þá jafnframt bezta og Framhald á bls. 3

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.