Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 1
HAMA IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 19. MAI 1950 13. TÖLUBLAÐ Aðbunaður barnanna flsflál Myndin hér að ofan er af barnaleikvellinum í vesturbænum og var hún tekin í janúar s. 1. Barn, sem viðstatt var myndatökuna sagði: „Eruð þið að taka mynd af rólunum, það er ekkert snæri í þeim". Síðan eru liðnir nær fjórir mánuðir og lítið er um „snærin" ennþá. í eina róluna vantar þau alveg í hinum eru marghnýttir spottar og má það teljast heppni, ef ekki hlýzt slys af slíkum búnaði. Sum söltin eru ekki í lagi, ruslatunnurnar hafa ekki verið fjarlægðar, en balinn, sem sést á myndínni hefur verið hirtur. Völlurinn er nokkuð grýttur ennþá, þó að ófærðin sé ekki eins mikil og fyrst og hætturnar nokkru minni. Hér er lagfæringa þörf, kostnaður við að koma þeim í framkvæmd getur ekki verið tilfinnanlegur. Öll umhirða þessa vallar virðist benda til þess að hann hafi fremur verið gerður til að sýnast rétt fyrir kosningaí en af alúð og velvild til minnstu borgaranna. Afli Hafnarfjarðarbáta Hér á eftir fer skýrsla um afla Hafnarfjarðarbáta, á s. 1. vertíð. Vel getur verið að einhverju skakki í tölunum um afla- magnið en það mun þó ekki vera stórvægilegt. Róðrar- Afiamagn lifrarmagn Bátanöfn fjöidi í kg. í htrum Ágústa .................. 28 103390 5633 Ásdís .................... 56 238090 13839 Bjarnárey ................ 10281 Björg .................... 56 295765 18780 Ljörn ....:............... 34 163720 8513 Draupnir ................ 66 355930 22208 Dröfn.................... 70 401800 23974 Eggert Ólafsson .......... 40 248695 16242 Fagriklettur .............. 5966 Fiskaklettur .............. 18 87180 36467 Sami í net.............. 40 335760 Fram.................... 8 41940 23626 Sami í net.............. 28 251520 Guðbjörg ................ 69 368910 22509 Hafbjörg ................ 69 409541 24375 Hafdís .................. 53 299610 17499 Hafnfirðingur ............ 35 138550 7405 Heimir .................. 58 279560 14328 Illugi .................... 28 165080 51212 Sami í net ....'.......... 40 457390 Ingvar Guðjónsson ........ 7566 ísleifur................... 62 278150 16213 Morgunstjarnan .......... 59 284075 - 17537 Stefnir .................. 53 299410 17643 Sævar.................... 65 292980 17821, Von .................... 60 332165 19655 Vörður .................. 67 411725 24036 Strætisvagnamálið íþrótfavallastjórn Kosnir hafa verið í þróttavalla stjórn af bæjarstjórn þeir Árni Ágústsson og Egill Egilsson, til vara Karl Auðunsson og Óskar Halldórsson. Aðrir í stjórninni eru Jón Magnússon frá F.H. Sævar Magnússon frá Haukum og Valgeir Óli Gíslason frá S.S. H. Gæzla á barna- leikvöllunum Á bæjarstjórnarfundi s. 1. þriðjudag var samþykkt að heim ila bæjarstjóra að ráða stúlku til eftirlits og gæzlu á barnaleik- völlum bæjarins. Aílasölur Síðastliðin hálfan mánuð hafa eftirtaldir Hafnarfjarðartogarar selt afla sinn í Englandi: Venus 2696 kits fyrir 5062 pund og Maí 2063 kits fyrir 4228 pund. Á fundi bæjarstjórnar 16. þ. m. var lesin upp úr fundargerð bæjarráðs eftirfarandi bókun og tillaga frá þeim Emil Jónssyni og Óskari Jónssyni: „Lögð fram skýrsla þeirra Óskars Jónssonar og Páls V. Daníelssönar yfir viðræður er þeir hafa átt við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um sérleyf- isleiðina Reykjavík — Hafn- arfjörður. Bæjarráð er sammála nefnd armönnum um það, er fram kemur í niðurlagi skýrslu þeirra, að ekki sé rétt að gera tilboð í vagnana ásamt meðfylgjandi, nálægt því verði, sem lagt var fram af fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Hins vegar leggur bæjar- ráð til við bæjarstjcnm, að gert verði gagntilboð í vagna og áhöld, miðað við það verð sem trúnaðarmenn bæjarins telja hæfilegt, og að bæjar- sjóður sæki um að taka að sér reksturinn, ef samningar takast um kaupin, eða mögu- leikar opnast til að afla ann- arra farartækja. Nokkrar umræður urðu um málið og sagði Stefán Jónsson að afstaða Sjálfstæðisflokksins væri sú, að bærinn ætti ekki að leggja út í rekstur sérleyfisleið- Kosið í Krýsuvíkurnefnd Á bæjarstjórnarfundi 25. apr. s. 1. var samþykkt í bæjarstjórn að kjósa sérstaka nefnd til að fara með málefni Krýsuvíkur. Lengra var ekki hægt að halda þá heldur var frestað að kjósa í nefndina þar sem ekki mun hafa verið fundinn framsóknarmað- ur, sem Alþýðuflokkurinn gat fellt sig við. Síðan hefur verið hafin mikil leit á meðal hinna 78, sem greiddu Framsóknar- flokknum atkvæði á s. 1. hausti. Leitin hafði staðið í 3 vikur og loksins fannst maður, sem fært var talið að tæki sæti í .nefnd- inni er það Sigurður Guðmunds- son kaupmaður. Mun hann hafa verið tregur til starfans þar sem heilsa hans leyfir honum því miður ekki að leggja sitt lið fram eins og sakir standa.. Á síðasta fundi voru kosnir í nefndina auk Sigurðar Ingólfur Flygenring og Vigfús Sigurðsson. Þá er þess að geta, að 3 vara- menn átti að kjósa til að taka sæti aðalmanna, þegar þeir væru forfallaðir. En nú fór að kárna gamanið og hafði forseti bæjarstjórnar ekki önnur ráð en að leggja það til á bæjarstjórnar fundinum, að kosningu vara- manna yrði frestað. Virðist nú vera erfitt að finna Framsóknar- mann til að taka varasætið. Er ekki gott á þessu stigi málsins að segja nokkuð um það, hvern enda það tekur, en sjaldan mun hafa gengið eins erfiðlega að koma saman einni smánefnd bæjarstjórninni til aðstoðar, en væntanlega verður hún þó full- sköpuð nógu tímanlega til að taka á móti kálfunum í Krýsu- vík. _ arinnar þar sem reynsla undan- farinna ára hefði sýnt það bezt að farsælast hefði verið fyrir bæ- inn og bæjarbúa að rekstur- inn væri í höndum einstaklinga en ekki opinbers aðila, því stór- tap hefði verið á þessum rekstri hjá ríkinu á ári hverju, en ein- staklingarnir hefðu skilað veru- legum gjöldum af starfsemi þessari til bæjarsjóðsins. Hins- vegar gerði bærinn rétt í því að reyna að hafa áhrif á að fyrir- tækið flyttizt í bæinn og styddi því þá sem kynnu að sækja um leiðina héðan úr bænum til að fá hana, vegna þeirrar atvinnu, sem fyrirtækið mundi veita. Óskar Jónsson og Helgi Hann- esson töldu Jjað ráða mestu hvernig menn veldust til að stjórna fyrirtækinu og taldi Helgi Hannesson að það væri ekki að kenna forminu á rekstr- inum heldur stjórninni hve illa hefði gengið að undanförnu, (Þess skal getið að Emil Jónsson fyrrv. samgöngumálaráðh. var ekki viðstaddur og gat því ekki svarað fyrir sig og undirmenn sína). Þá lagði bæjarstjóri mikla áherzlu á að tillagan fæli alls ekki það í sér að bærinn ætlaði að taka reksturinn að sér skil- málalaust. Einnig að nauðsyn- legt væri að fá fyrirtækið inn í bæinn. Stefán Jónsson benti bæjar- stjóra á það að skilmálarnir væru ekki aðrir en þeir að samningar tækjust um kaupverð vagnanna eða nýrra vagna yrði aflað. Þá benti Stefán á það, að þeir sem hefðu áhuga fyrir því og teldu mjög nauðsynlegt að þessi rekst- ur kæmist í bæinn hlyti að áfell- ast þá, sem hefðu orðið til þess að koma starfrækslunni út úr bænum. Kristján Andrésson var sam- þykkur meirihlutanum og hafði það helzt til málanna að leggja að hækka bara fargjöldin ef leið- in ætlaði ekki að bera sig, það væri allt annað mál að hækka fargjöld, ef leiðin væri í rekstri bæjarins, heldur en ef einstakl- ingar rækju hana. Virðist koma greinilega fram í þessu hinn rétti þjóðnýtingarandi, bara að þjóð- nýta og velta byrðunum af þjóð- nýtingunni yfir á herðar almenn- ings. Tillaga Emils og Óskars var samþ. með 6 : 2 atkv.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.