Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 19.05.1950, Blaðsíða 2
2 H A M A R — HAMAR ÚTGEFANDI: Sjalfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). : • : , ; i. AFGREIÐSLA í Sjálfstæðlshúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU IIAFNARFJARÐAR H. F. Til hvers er leikurinn gerður! í grein í síðasta Alþýðublaði Hafnarfjarðar segir m. a.: „Loks má benda þeim hluta „bjargráðaliðsins", sem að Hamri stendur á 1. maí s. 1., sem alþýða landsins gerði að öflugum mótmæladegi, gegn afturhaldi og áþján, gegn skerðingu kjara og réttinda, þennan dag sýndi alþýðan vilja sinn í þessum mál- um (gengislækkunarmálunum) og sagði þar hug sinn allan, þótt íhaldsöflin hefðu auðvitað gert sitt til þess að draga úr áhrifum og gildi dagsins m. a. með sendingu tveggja íhaldspostula í út- varpið skömmu fyrir hátíðahöldin." Þannig tvinnar Alþ.bl. Hfj. frásögn af 1. maí.hátíðahöldun- um saman við skæting í garð Hamars. Heilhugur Alþ.bl. Hfj. og virðing fyrir deginum er nú ekki meiri en svo, að ekki þykir ástæða til að fórna sérstöku rúmi í blaðinu til að skýra frá hátíðahöldunum, nei heldur að nota tækifærið til að vera með hnútukast. Að vísu er ekki óeðlilegt, þótt Alþ.bl. Hfj. missti stjórn á sér við að lesa leiðara Hamars síðast því að þar var svo rækilega flett ofan af tvískinnungshætti Alþýðuflokksforkólfanna að blaðið forðast að koma nálægt aðalefni greinarinnar. En fyrst að Alþýðublað Hafnarfjarðar er að draga 1. maí- hátíðahöldin inn í deilur við Hamar er ekki úr vegi að gera þau frekar að umtalsefni og er þess vænst, að Alþ.bl. Hfj. gefi góð svör við því, sem um er spurt þar sem Alþýðuflokkurinn telur sig vera hinn eina sanna málsvara launþeganna. Það er talað um kröfur, kröfugöngur farnar og kröfuspjöld borin. En til hverra eru þessar kröfur gerðar? Eru þær gerðar til ríkisstjórnarinnar og Alþingis? Sé svo þá eru þær í raun og veru gerðar til þjóðarinnar í heild, sem velur sér fulltrúa til að fara með stjórn landsins. Séu þær gerðar til stórútgerðarinnar þá væri ekki úr vegi fyrir Alþ.bl. Hafnarfj. að kynna sér vel, hvernig hægt væri að verða við þeim, því ekki mun það vera örgrannt að Alþýðuflokksmenn eigi eitthvað í slíkri útgerð. Séu þær gerðar til annars útvegs mun einnig vera innan handar hjá blaðinu að kynna sér hvernig hægt er að fullnægja þeim. Séu kröfurnar gerðar til iðnaðarins eða verzlunarinnar þá mun Alþýðublaðið geta hitt ráðandi menn úr flokki sínum þar fyrir til að afla hjá þeim upplýsinga um það, hvernig kröfunum verði fullnægt. Sé þeim beint til landbúnaðarins ætti blaðið, ef það vill ekki láta sér nægja upplýsingar af Krýsuvíkurbúinu, að geta fengið aðstoð Framsóknarmannanna, sem eru í nánu sambandi við Alþýðuflokkinn hér í bæ. Það væri ekki úr vegi, að Alþ.bl. Hfj. leiddi fólk í allan sannleika um þessi mál. Annars er talað um að kröfurnar séu gerðar á hendur „auðstéttarinnar“ en hverj- ir teljast til „auðstéttar“, hvar eru takmörkin? Og á ekki Alþýðu- flokkurinn eitthvað af forystumönnum sínum innan þessarar stéttar? Hafa þeir boðizt til að jafna kjörin með því að leggja fram fé sitt og segja hérna skiptið þið þessu á milli þeirra sem verst eru staddir? Eru jafnaðarmennirnir, bæjarstjórinn og varabæjarstjórinn, sem töluðu 1. maí hvumpnir við að taka á móti launum sínum, sem eru tvöföld og þreföld miðað við laun verkamanna fyrir hvern unninn klukkutíma? Nei og nei, þeir munu ekki hika við að taka sínar 40—50 þús. kr. eða meira í laun þó að verkamenn, sem verða að stunda ótrygga daglaunavinnu, gangi atvinnulausir dag og dag eða viku og viku, og verði að láta skatt af sínum lágu tekjum til að borga hátekju- mönnunum. Alþýðublað Hafnarfjarðar getur ef til vill upplýst það, hvort það geti ekki talizt „business" og hvort hann er alveg „fair play“ að nota alþýðuna til að komast í beztu opinberu stöðurnar og afla sér bitlinga að auki? Það fer ekki hjá því að hlutlausum áhorfanda finnist stundum vera liaft rangt við í þeim leik ekki síður en mörgum öðrum. N Eitt og annað-- V_________________________________________________________________________________/ í TJÓÐRI Þeir, sem hafa lesið Alþ.bl. Hafnarfjarðar að undanförnu, og vonandi eru það sem flest- ir, hljóta að hafa veitt því athygli, að það virðist vera rauður þráður í gegnum blað- ið að narta í Þorleif Jónsson bæjarfulltrúa. Það er blað eft- ir blað sagt frá því, að Þor- , leifur hafi tekið þátt í um- ræðum um bæjarmál aðal- lega til þess, að það yrði birt í Hamri. Er líkast því að skrif finnum Alþ.bl. Hfj. hafi fundizt það vera svo smellið hja ser að tala um „fóður fyrir Hamar" að það hefur orðið nokkurskonar tjóðurhæll, sem skriffinnar Alþ.bl. Hfj. snúast um fastir í bandi sjálfsánægj- unnar. HIN ANDLEGA AUÐN Þó að tjóðurbandið sé nokk uð langt, þá virðist gróðurinn á hinu andlega beitarlandi fyrir skriffinna Alþ.bl. Hfj. vera fábreyttur, enda er það svo þar sem þeir leggja sér það eitt til munns, sem miður fer í málefnabaráttu Sjálf- stæðismanna, en af því verða skriffinnarnir ekki feitir. Aft- ur á móti, ef þeir vildu viður- kenna og ræða á heilbrigðum grundvelli þær tillögur, sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram í ýmsum málum fyrir bæjarbúa þá mundi hin and- lega auðn Alþ.bl. Hfj. ekki vera eins mikil; og raun ber vitni. ---•--- ÍÞRÓTTAMÁLIN í síðasta tbl. Alþ.bl. Hfj. er rætt nokkuð um þátt Þor- leifs Jónssonar í íþróttamál- unum. Sú ritsmíð virðist bera það með sér, að höfundur hennar eða hjálparhöfundur að minnsta kosti, sé formaður íþróttanefndar, Stefán Gunn- laugsson, en sé svo ekki er sjálfsagt að biðja hann afsök- unar á því að gera svo lítið úr honum að eigna honum þátt í úmræddri grein. Það, sem greinarhöfundi finnst einkennilegt er afstaða Þorleifs til fjárveitingar yfir- byggingar á Sundlauginni og til íþróttahúsbyggingar Grein arhöfundur veit sannleikann í málinu, þó að hann fari í kringum hann eftir beztu getu. Hann veit að búið er að taka á fjárhagsáætlunina stórfé til yfirbyggingar sund- laugarinnar, hann veit að yf- ir laugina hefur ekki verið byggt, hann veit að féð hefur ekki vecið hafið og geymt heldur eytt til allt annarra hluta og hann veit, að Þor- leifur Jónsson er á móti slíkri meðferð á fé bæjarbúa, á móti slíkum svikurn við í- þróttafólk, sem verður til þess eins að draga úr áhuga þess, á móti því að sami leik- urinn verði leikinn ennþá og álögur auknar á bæjarbúum undir slíku yfirskini. En hann er ekki á móti því að yfir sundlaugina sé byggt. FLEIRI SVIK Það er fleira, sem hefir ver- ið svikið gagnvart íþróttamál- unum. Fé hefur verið sett á fjárhagsáætlun til að kaupa Víðistaðina til að koma þar upp íþróttasvæði. Hvernig eru framkvæmdirnar í þeim málum? Einfaldlega þær, að Víðistaðirnir hafa ekki verið keyptir, hefur þó varla þurft fjárfestingarleyfi til þess, en það er það skjól, sem Alþýðu flokksmeirihlutinn flýr oft og j tíðum í, og féð hefur ekki verið geymt. EKKI ÁSTÆÐULAUS ÓTTI Það er því ekki undarlegt, þó Sjálfstæðismenn beri lítið traust til Alþýðuflokksmeiri- hlutans í meðferð á fé bæjar- búa, það er ekki óeðlilegt að nokkurs ótta gæti um það að fénu verði eytt til annarra hluta en áætlað er. Til að gera tilraun um að tryggja það að féð geymist til þeirra verka, sem áætlað var báru Sjálfstæðismenn þá tillögu fram að heimila viðkomandi nefndum að hefja hið áætl- aða fé og geyma það unz til þess þyrfti að taka til fyrir- liugaðra framkvæmda. Sú til- laga var felld af meirihlut- anum og greiddi formaður í- þróttanefndar atkvæði gegn því, að nefndin fengi heimild til að hefja féð til íþróttahús- byggingar °g yfirbyggingar sundlaugarinnar, ef ekki yrði af framkvæmdum á þessu ári. STEFNUBREYTING í áðurnefndri Al.þ.bl. grein er það tekið fram að tillaga bæjarfullti-. Sjálfstæðisflokks- ins sé með öllu óþörf og að- eins sýndarmennska þar sem „heimild fyrir því, að féð yrði hafið var fyrir hendi, um leið og fjárveitingin var sam- þykkt“. Að vísu var þessu ekki haldið á loft af bæjar- fulltrúum Alþýðuflokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlun- arinnar, en bæjarstjóri minnt- ist lítillega á málið í þeim dúr. Er vonandi að stefnu- breyting verði í þessum mál- um hjá bæjarstjómarmeiri- hlutanum og bæjarstjóri léti féð af hendi, þegar viðkom- andi nefndir óska eftir því. Slíku yrði fagnað af Hamri og er ekki að efa, að bæjar- búar allir rnundu fagna því ef hætt yrði að plata fé út úr þeim eins og alltof mörg dæmi eru um á undanfömum árum. ÆTTI AÐ FARA Á STÚFANA Þar sem ennþá mun vera eitthvað óinnkomið af álögð- um útsvörum s. 1. árs ætti ekki að vera úr vegi að at- huga, hvort ekki væri hægt að hefja eitthvað af því fé, sem áætlað var til ákveðinna hluta og geyma það. Má t. d. nefna kr. 50 þús. til bygging- ar húsmæðraskóla, kr. 45 þús. sem ekki þurfti að eyða af áætluðu fé til reksturskostnað ar á sundlauginni og ennfrem ur kr. 48 þús., sem af gengu af áætluðu fé til íþróttamála. Það væri ekki úr vegi að for- maður íþróttanefndar færi á stúfana og athugaði mögu- leika á því, að þetta fé yrði notað til eflingar íþróttamál- um og íþróttalífi bæjarins. Til þess hafa bæjarbúar reitt féð af hendi og rétturinn er hjá íþróttanefndinni til að gæta þess segir Alþ.bl. Hafn- arfj. Væri íþróttaunnandan- um í Alþ.bl. Hfj. sæmra að eyða orku sinni í að gera eitt- hvað raunhæfara í þessum málum en narta í þá sem ekki hafa aðstöðu til að hafa áhrif á gang þeirra. KVEINSTAFIR í síðasta blaði Hamars var birt grein sem heitir „Ósvífin árás Alþýðublaðs Hafnarfjarð ar á dómgreind bæjarbúa“. í þessari grein voru hraktar svo eftirminnilega vísvitandi blekkingar Alþ.bl. Hfj. um útsvarshækkunina hér í bæ, að blaðið treystist ekki til að svara einu né neinu. Þó er minnst á greinina í síðasta Alþ.bl. Hfj. og er af því aug- ljóst, að hún hefur farið mjög í fínu taugarnar á skriffinn- um blaðsins eins og margt fleira, sem birst hefur í Hamri. SANNLEIKURINN „AFTUR- GANGA" í þessari litlu klausu í Al- þýðubl. Hafnarfj., sem nefn- ist „afturgangan“ kemur í Ijós að blaðinu hefur fundizt all- óþægilegt, hvað Harrjar sagði sannleikann hispurslaust fyr- ir síðustu kosningar og finnst því að umrædd grein í síð- asta blaði Hamars hafi verið sem eitur í hin illa grónu sár frá kosningabaráttunni. En hvort sem Alþ.bl. Hfj. líkar betur eða verr þá mun Ham- Framh. á bls. 3

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.