Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR /——----------------------------------------------------\ HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. ____________________________________________________/ 17. JÚNÍ Á morgun er 17. júní, 6. afmælisdagur íslenzka lýðveldis- ins og hátíðisdagur þjóðarinnar. Mörgum verður það á, á slíkum tímamótum að rifja upp ýmsa þætti hinnar löngu og erfiðu baráttu, sem þjóðin hefur háð undir forystu sinna mætustu manna fyrir frelsi sínu og sjálf- stæði. Vissulega er hverjum íslendingi hollt að minnast þeirra áfanga sem smátt og smátt náðust í sjálfstæðisbaráttunni allt til þess að lokatakmarkið náðist 1944, er íslenzka lýðveldið var stofnsett að Þingvöllum. Lokatakmarkið. — Er rétt að tala um lokatakmark? Var stofnsetning lýðveldisins 1944 nema áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar? Og var það ekki eftir að sá áfangi náðist, sem fyrst reyndi á manndóm og sjálfstæðisþrá íslenzku þjóðarinnar? Það þarf mikið til fyrir þann smáa að heimta frelsi sitt úr hönd- um hins stóra og sterka, en það þarf miklu meira til að gæta frelsisins, efla það og glæða. í því sambandi er ekki úr vegi að gefa því gaum, að mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman. Frelsið og sjálfstæðið verður ekki lengi við líði, án efnahagslegs og menningarlegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Hún verður að vera þróttmikill einstakl- ingur, sem tillit er tekið til í samlífi við aðrar þjóðir. Hún verð- ur að geta lagt lóð sitt á vogarskál mannréttinda, mannhelgi, bræðralags og frelsis. Og það lóð getur verið nokkuð þungt á metunum sé vel á haldið og þjóðarsálin ekki byrgð inni í hjúpi sjálfsblekkingar, oflátungsháttar og fánýts orðagjálfurs, sem fram kemur af vörum manna slétt og áferðarfallegt en án þess að hjarta eða sál tali. íslenzka þjóðin hefur nú 6 ár að baki sér sem sjálfstæð fullvalda þjóð. Það er því ekki óeðlilegt, þó að mörgum verði á að líta yfir þetta tímabil og virða fyrir sér hvað gerzt hefur, hvernig tekizt hefur að vernda sjálfstæðið og homsteina þess. Það verður ekki annað með sanni sagt en að þjóðin haldi sjálfstæði sínu, en þegar efnahagsmálin eru virt fyrir sér, fer ekki hjá því að nokkurn ugg setji að fólki um, að þjóðin sé þess ekki umkomin að varðveita sjálfstæði sitt óskert. Það virðist vera svo að hún fljóti áfram sofandi eða að minnsta kosti hálf- sofandi að feigðarósi. Það er staðreynd að hún aflar ekki þeirra verðmæta, sem hún þarf til að kaupa þau erlendu gæði, sem kröfur eru gerðar til. Skortur á ýmsu því, sem til nauðsynja er talið hefur því gert mjög vart við sig. Þetta þarf að verða þjóð- inni ljóst svo og orsakir þær, sem til þess liggja. Vélanotkun hefur farið mjög í vöxt hér á landi, bæði við framleiðslustörfin svo og aukinn iðnað, samgöngur, einkum í lofti, o. fl. Öll þessi vélanotkun hefur aukið afköst einstaklinganna og þjóðarinnar í heild. En hún hefur og miklu gjaldeyriseyðslu í för með sér og þá er þess að gæta, hvort vélanotkunin hefur beinst nóg að gjald- eyrisöflun. Það er gott að geta flogið staða á milli á mjög skömm- um tíma en það verður að gæta þess hve miklu meiri gjaldeyri er eytt við að ferðast þannig heldur en á annan hátt. Sama er að segja um notkun eyðslufrekra bifreiða, hvort sem þær eru í einkaeign eða ekki. Einnig ber margt að athuga í þessu sam- bandi með ýmsar vélar og tæki til iðnaðar eða framleiðslu, hvort þar er ekki um of mikla eyðslu að ræða á erlendum gjaldeyri í hlutfalli við þau gjaldeyrisverðmæti, sem skapast við notkun þeirra. Á allt þetta svo og fjölda margt fleira ber að líta með alvöru og raunsæi. Notendur þessara tækja hafa e. t. v. full efni á að standa undir rekstri þeirra, en hefir þjóðin efni á því hvað gjaldeyriseyðslu snertir? Um það skal ekki slegið neinu föstu hér heldur er drepið á þessi efni til umhugsunar fyrir les- endur þessara orða. Hér að framan hefur verið bent á það, að mikið vantar á, | Eitt og annað------f -------------------------y GATNAHREINSUN Nú að undanförnu hafa bæjaryfirvöldin látið hreinsa göturnar, enda ekki vanþörf á. Það hlýtur ávallt að særa smekk þess fólks, sem ekki er orðið óþrifnaðinum sam- gróið að sjá göturnar flekk- óttar af bréfarusli og öðru slíku, sem hvergi á annars staðar heima en á sorphaug- unum. ÞAÐ KOSTAR PENINGA AÐ KASTA RUSLI Á GÖTURNAR En það er ekki nóg að yf- irvöldin hreinsi göturnar. Þær eru stundum ekki hreinar út þann daginn sem hreinsað var. Það virðist vera miklu afkastameira það fólk, sem flytur rusl á göturnar en þeir, sem hreinsa. Bréf og umbúð- ir utan af hverskonar sælgæti o. fl. fylla göturnar aftur von- um fyrr. Það virðist ekki vera nóg fyrir sælgætisneytendur að eyða stórfé í kaup á þeirri vöru heldur þurfi þeir í ofan- álag að eyða stórfé úr hinum sameiginlega sjóði borgar- anna við að láta tína bréfa- ruslið upp eftir sig. ÁMINNINGASPJÖLD Hér þarf að verða breyt- ing á. Almenningsálitið verð- ur að rísa upp gegn þessum ósóma og óþrifnaði. Það veitti ekki af að hengd yrðu upp spjöld til að minna á góða umgengni í þessum efn- um allstaðar þar, sem sælgæti og aðrar vörur eru seldar, sem hafa það í för með sér að rekja megi slóðir neytend- anna. Jafnvel að slík aðvörun ætti einnig að vera prentuð á umbúðirnar sjálfar. RUSLAKÖRFUR Það væri ekki úr vegi að tilraun yrði gerð með það að setja ifpp ruslakörfu, t. d. 3—4, á steypta hluta Strand- götunnar og sjá hvort veg- farendur mundu ekki læra að nota þær. Ef sú tilraun heppn aðist mætti setja slíkar körf- ur upp víðar í bænum og þá einkum á þeim stöðum, sem mest ber á að kastað sé bréfarusli. HIRÐING LÓÐA Að undanförnu hefur fólk verið að lagfæra og hreinsa lóðir sínar, og setur fátt meiri svip á bæinn en vel hirtar og fallegar lóðir. Á margur ein- staklingurinn miklar þakkir skihð frá bæjarfélaginu í heild fyrir elju sína og dugn- að í þessum efnum. OFT UNNIÐ FYRIR GÍG En ekki fær þetta fólk að vera í friði við störf sín. Þeg- ar búið er að planta trjám eða blómum eða prýða lóðirnar á annan hátt getur allt verið skemmt meira eða minna af sauðfé, sem gengur laust í bænum. Eru kindur þessar svo áleitnar að venjulegar girðingar nægja ekki til varn- ar, hvað þá, að þeir sem ekki fá að girða geti varizt slíkum ágangi. Hér á lögreglan að taka í taumana og hún verður að gera það. Það má ekki líðast að frístundastörf þeirra bæj- arbúa, sem prýða vilja lóðir sínar og þá um leið fegra bæinn sinn, séu unnin að meira eða minna leyti fyrir gíg- ----•---- Stefnisfélagar eru beðnir að láta skrifstofu Sjálfstæðisflokksins vita sem fyrst um þáttöku sína í hátíða- höldum S.U.S. á Þingvöllum laugardaginn 24. þ. m. Auglýsiö i Hamri VATNSSKATTUR OG HOLRÆSA- GJALD HÆKKAÐ Á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 13. júní s. 1. var samþykkt eftirfarandi tillaga um hækkun á vatnsskatti og holræsagjaldi: „Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að leit- að verði samþykkis félagsmálaráðuneytisins fyrir þeirri breytingu á reglugerð um vatnsveitu Hafn- arfjarðarkaupstaðar, að gjald af fasteignum verði 1,5% í stað 0,5% og 0,25%, og vatn til skipa hækki í kr. 10,00 tonnið, úr kr. 5,00. Minnsta gjald kr. 20,00 fyrir fiskiskip og kr. 30,00 önnur skip. Ennfremur sé bæjarstjóra falið að semja gjald- skrá samkv. 4. gr. reglugerðarinnar, þar sem ákveðið verður gjald þeirra fyrirtækja, sem greinin ræðir um. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn, að leitað verði samþykkis félagsmálaráðuneytisins fyrir þeirri breytingu á reglugerð um holræsi og holræsa- gjald fyrir Hafnarfjarðarkaupstað frá 26. okt. 1928, þannig, að í stað 2 af þúsundi af fasteignamatsverði húss og lóðar, komi 4 af þúsundi, og í stað 1 kr. fyrir hvern metra lóðar, sem telst til hlutaðeigandi götu o. s. frv., komi 2 kr." Með þessum hækkunum er gert ráð fyrir að vatnsskatt- urinn hækki úr tæpum 60 þús. kr. í 180 þús. kr. og holræsa- gjaldið úr kr. 30 þús. í kr. 60 þús. Þá mun ætlunin vera sú, að vatnsskattshækkunin komi ekki til framkvæmda hjá þeim sem við verulegan vants- skort búa fyrr en úr því hefur verið bætt. að þjóðin afli fyrir nauðsynlegum þörfum sínum. Þó hefur hún þegið fé annarsstaðar frá í stórum stíl, þar sem Marshallhjálpin er. Það er því augljóst að það verður að gera stór átök og skjót til þess að endarnir nái saman hvað snertir framleiðslu þjóðar- innar annarsvegar og neyzluþörf hinsvegar. Þetta þarf þjóðinni að verða Ijóst og sá er ekki vinur hennar, sem segir annað en sannleikann í þeim efnum. Að etja nú stétt gegn stétt og manni gegn manni getur haft örlagaríkar afleiðingar fyrir þjóðina. Hún þolir heilbrigðar rökræður og deilur í fullri ábyrgð og þarf á þeim að halda til eflingar réttmætrar og nauðsynlegrar gagn- rýni á því, sem miður fer og lagfæra þarf, en hún þolir ekki sundrung og ósamlyndi til langframa þar sem hver vinnur gegn öðrum og gera hana þannig aflvana í þeim átökum, sem fram- undan eru og gera þarf til þess, að hún geti sigrazt að fullu á erfiðleikunum og orðið þannig sterk og samstillt þjóð, sem væri fær um að standa stöðug og óstudd um komandi aldir.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.