Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 16.06.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 3 Ennþá fresfað aðgerðum f atvinnumalum vörubílstjóra TILKYNNING um uppbótargreiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja fyrir bótatímabilið 1. júlí 1949 til 30. júní 1950. Tryggiíigíiráð hefur ákveðið að neyta heimildar þeirr- ar, er síðasta Alþingi veitti því, til þess að greiða uppbæt- ur á ellilífeyri, örorkulífeyri, örorkustyrk og makabætur fyrir bótatímabilið frá 1. júlí 1949 til 30. júní 1950. Upp- bætur þessar nema 10% af framangreindum bótagreiðsl- um, og hefur Tryggingastofnun ríkisins lagt fyrir um- boðsmenn sína að greiSa uppbætur þessar í einu lagi fyrir nefnt tímabil, um leið og júnígreiðsla fer fram, þ. e. lokagreiðsla fyrir yfirstandandi bótaár. Uppbæturnar greiðast bótaþegum á venjulegan hátt, eða þeim, sem hefur löglegt umboð til að taka á móti bótunum. Hafi bótaþegi látizt á tímabilinu, greiðast upp- bætur til eftirlifandi maka. Um greiðslu vísitöluuppbótar samkvæmt lögum um gengisskráningu o. fl. verður tilkynnt síðar. Reykjavík, 7. júní 1950. Tryggingastofnun ríkisins. Nr. 19/1950 TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: Heildsöluverð án söluskatts .......... kr. 24,66 Heildsöulverð með söluskatti.......... kr. 25,42 Smásöluverð án söluskatts í smásölu .... kr. 27,42 Smásöluverð með söluskatti í smásölu .. kr. 28,00 Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kg. Reykjavík, 6. júní, 1950, Verðlagsstjórinn Nr. 18/1950 Tilkynning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið að fella úr gildi verðlagsákvæði á sælgæti, bæði að því er snertir heildsölu- og smásöluverð. Reykjavík, 5 júní, 1950, V erðlagsst j órinn Á fundi bæjarstjórnar þriðju- daginn 13. júní s. 1. var á ný tekið fyrir erindi vörubílstjóra um skiptingu þeirrar bifreiða- vinnu, sem bær og bæjarfyrir- tæki hafa með höndum. Það var samþ. í Félagi Vöru- bílaeigenda 19. febr. s. 1. með 20:5 atkv. að skora á bæjarstjórn að láta fara fram umrædda skipt ingu, en meirihluti bæjarráðs þurfti að láta athuga málið og fékkst það ekki tekið fyrir bæjar stjórnarfund fyrr en 28. marz s. 1. eftir kröfu Þorleifs Jónsson- ar, og lagði hann fram eftirfar- andi tillögu í málinu: „Þar sem upplýsingar liggja nú fyrir um það, að tekjur þeirra vörubílstjóra, sem stunda almenna vinnu hér í bænum, eru ó s. 1. óri nær- fellt helmingi lægri en tekjur stéttarbræðra þeirra, er unn ið hafa hjó bæjarsjóði og bæjarfyrirtækjum, og hjó sumum þeirra svo lógar, að ekki geta talizt nægilegar til að framfleyta fjölskyldu, þó leggur bæjarróð til, að tekin verði nú þegar upp skipting ó milli vörubílaeig- enda í bænum á þeirri bif- reiðavinnu sem bæjarsjóður og bæjarfyrirtæki hafa með höndum og fari skipting þessi fram í samráði við stjórn Vörubílstjórafélags- ins." Þessari tillögu var þá vísað til bæjarráðs með atkvæðum Al- þýðuflokksmeirihlutans gegn atkv. hinna flokkanna. Þá harm- aði formaður bæjarráðs, Emil Jónsson, að máhð skyldi vera komið fyrir bæjarstjórn, því bæj- arráð þyrfti að athuga það miklu betur. Síðan eru liðnir tveir og hálfur mánuður, sem virðist vera nokkuð langur tími að minnsta kosti fyrir þá, sem bíða eftir úr- lausn með vinnu. Og hver er svo úrlausnin? Jú, eftirfarandi tillaga frá meirihluta bæjarráðs. „í tilefni þessa erindis, felur meirihluti bæjarráðs, þeir Emil Jónsson og Óskar Jóns- son, bæjarstjóra að leita um það upplýsinga hjá atvinnu- rekendum í bænum, hvort þeir væru tilbúnir að taka upp samskonar skiptingu bílavinnu hjá sér. Ennfrem- ur að óska skriflegrar um- sagnar verkstjóra bæjarins og hafnarinnar um, hvort skipting bílavinnunnar, ef til kæmi, hefði aukinn kostn- að eða óþægindi í för með sér." Þorleifur Jónsson lagði hins- vegar til að málið yrði afgreitt á grundvelli tillögu sinnar, sem birt er hér að framan. Undir umræðum um málið gat Þorleifur þess að erindi vöru bílstjóra væri búið að liggja nokkuð lengi í salti vegna hinna nánu athugana meirihlutans og nú væri enn farið undan í flæm- ingi á þeim grundvelli, að það þyrfti að afla nýrra upplýsinga og umsagna hjá atvinnurekend- um og verkstjórum bæjarins. Staðreyndin væri hinsvegar sú, að atvinnuhorfur hefðu ekki batnað og það væri ekki sæm- andi fyrir bæjarstjórn að fara svona með mál þessarar stéttar. Hér væri um réttlætiskröfu vöru bílstjóra að ræða á hendur.sam- eignasjóðs borgaranna, sem þurfi að leysa og það sem fyrst Ólafur Jónsson, sem mættur var í forföllum Kristjáns Andrés- sonar tók efnislega í sama streng og Þorleifur í þessu máli. Emil Jónsson viðurkenndi að vinnan væri ójöfn en nauðsyn- legt væri að afla upplýsinga um málið. Fór hann út í það hvað gerðist í Reykjavík í þessum mál um og gat þess að vörubílstjórar þar hefðu fellt í sínu félagi að taka upp skiptingu. Var engu líkara en hann teldi meiri ástæðu til að fara eftir því held- ur en óskum vörubílstjóra hér í bæ. Taldi hann neyðarúrræði að taka skiptingu upp því að hún myndi draga úr vinnuafköst um að öðru jöfnu. Sagði hann í því sambandi, að þeir sem gættu hins sameiginlega sjóðs ættu að sjá um að forsvaranlega væri með féð farið. (Bara að þess sé þá gætt af bæjarstjórnar- meirihlutanum). Þá taldi hann að hver önnur leið til lausnar á þessum rnálum væri réttmæt- ari en vinnuskipting. Þorleifur sagði það, að ekkert nýtt hefði komið fram hjá Emil síðan 28. marz og frestur til at- hugunar væri því aðeins til að komast hjá skiptingu og taldi hann að tjón af skiptingu mundi ekki vera það mikið að um það væri talandi, bifreiðar og bif- reiðastjórar væru nokkuð jafn- hæfir til vinnunnar. Enda mundi bæjarstjórnin oft hafa farið ó- gætilegar með fé bæjarins en það, þó að bifreiðavinnunni væri skipt. Þá taldi hann að meiri- hlutinn hefði haft tóm til að afla þeirra upplýsinga, sem um væri rætt í tillögu meirihlutans. Það væri því nokkurn veginn ljóst að það væri viljann, sem vantaði til að greiða úr þessum málum samkvæmt óskum vöru- bílstjóra. Hins vegar sagðist Þorleifur vera Emil sammála um það, að bezt væri ef málið leystist þann- ig að allir gætu fengið viðun- andi vinnu en það bólaði bara ekki á því ennþá. Emil sagði að skipting vinn- unnar leysti engan vanda, og virðst hann þá hafa gleymt hvaða flokki hann tilheyrði, því Alþýðuflokkurinn hefur þó hing að til þótzt telja það skipta nokkru máli, hvernig þjóðar- tekjunum væri skipt milli stétta og ætti það þá ekki síður að skipta máli hvernig tekjum einn- ar stéttar er skipt á milli ein- staklinga hennar. Enda sagði Þorleifur, að hann furðaði sig á að „jafnaðarmaður" skuh við- hafa slík ummæli og vilja ekki jafna vinnunni. Emil ræddi þá um aðra möguleika um Iausn þessa máls og voru þeir að vel gæti orðið að einhver vegavinna fengizt og í öðru lagi það, að verði bærinn svo „lánssamur" að fá strætis- vagnana sem hann hefði sótt um og gert tilboð í, þá gæti vel verið að hægt yrði að láta vöru- bílstjóra fá atvinnu við þá. Tillaga Emils og Óskars var samþ. með 5:4 atkv. og ennþá mega atvinnulausir vörubílstjór- ar bíða eftir vinnu. Það virðist að Alþýðufl.meirihlutinn hafi ekki mikinn áhuga fyrir því að leysa mál þeirra, sem verst eru staddir, þeir eiga bara að bíða í nokkra mánuði ennþá. Málið er í athugun, það þarf að afla upplýsinga, bílstjórar í Reykja- vík felldu skiptingu hjá sér, vinnuafköstin verða minni, það þarf að athuga með að auka vinnuna o. s. frv. Meðan bíða hinir atvinnulausu vörubílstjór- ar og geta varla keypt mál- ungi matar handa sér og sínum. Bæjarútgerðin greiði útsvar Á bæjarstjórnarfundi 25. apr. s. 1. bar Þorleifur Jónsson fram tillögu um útsvarsskyldu Bæjar- útgerðarinnar og var henni þá vísað til bæjarráðs. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var eftirfar- andi tillaga samþykkt frá bæjar- ráði með 8:1 atkv. Fulltrúi Sós- íalist greiddi mótatkv. „Bæjarráð leggur til við bæj- arstjórn að fela niðurjöfnun- arnefnd að leggja útsvar á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar eftir sömu reglum og önnur útgerðarfyrirtæki." Frétt frá verðlagsstjóra Vegna fyrirspurna út af verð- hækkun á benzíni og olíum, sem varð 1. apríl, skal þess getið að olíufélögin fengu ekki heimild til verðhækkunar fyrr en þau voru búin að selja sem samsvar- aði öllum eldri birgðum sínum á lægra verðinu. Voru þá til á nokkrum stöðum eldri birgðir, en á öðrum stöðum var búið að selja svipað magn af nýjum birgðum. Var talið óhjákvæmi- legt, að verðhækkunin gengi í gildi samtímis á öllu landinu. Dvalarheimili aldraðra sjó- manna boðið land á Hvaleyri Á bæjarstjórnarfundi 13. þ. m. var samþykktur eftir- farandi liður úr fundargerðum bæjarráðs: „Bæjarráð samþykkir eftir tillögu bæjarstjóra að leggja til við bæjarstjórn að bjóða fulltrúaráði Sjómannadagsins land á Hvaleyri fyrir dvalar- heimili aldraðra sjómanna, allt eftir nánari ákvörð- un um stærð og þ. h., eftir óskum ráðsins, ef það tekur boði þessu.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.