Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI 1. JÚLÍ 1950 16. TÖLUBLAÐ HVER Á SÖKINA? Tilgangur Alþýðublaðs Hafnaríjarðar í síðasta tölublaði Alþýðu- blaðs Hafnarf jarðar birtist grein, sem ber nafnið: „Heilindi íhalds in." Virðist hún vera skrifuð í tilefni af leiðara í 14. tölubl. Hamars, sem var um fiskiðnað- inn og beindist einkum að því, sem hefur gerzt að undanförnu og nú er að gerast í þeim mál- um. Greinarhöfundur Alþ.bl. Hafnarfj. virðist vera Hamri mjög sammála um nauðsyn þess að taka til rækilegrar athugunar þau mál, sem á var minnst en bendir þó ekki á neitt nýtt í þeim, sem gefið gæti tilefni til frekari umræðna og athugunar fyrir lesendur blaðanna, heldur virðist greinarhöf. eingöngu hafa ritað grein sína til að varpa fram spurningum um verzlunarmál. Hvort það er gert í þeim tilg. að dreyfa áhuga lesendanna frá iðnaðinum eða hvort eitthvað annað liggur á bak við, verður ekki séð af greinarkorninu. Þó er greinarhöf. ef dæma má af niðurlagi greinarinnar að reyna að læða því inn, að einka- framtakið og Sjálfstæðisflokkur- inn eigi sck á hvernig þessum málum hefur verið stjórnað. Var ekki Alþýðuflokkurinn með? Það má vel vera að greinar- höfundurinn í Alþýðublaði Hfj. telji það beztu lausnina á fram- tíðarmálum iðnaðarins að hefja deilur um það hyaða stjórnmála- flokki mistök í þessum málum sé að kenna. En öllum hugsandi mönnum er ljóst, að sökum þess hve iðnaðurinn er ungur að ár- um, hefur reynsluleysi og vanþekking á hlutunum valdið, en ekki pólitískar skoðanir á einn eða neinn hátt. Einmitt í þessu sambandi má geta þess að mörg hraðfrystihús voru byggð á meðan nýbygging- arráð sat að völdum og það mælti með lánveitingum úr Stofnlánadeild Landsbankans hraðfrystihúsunum til handa. í nýbyggingarráði átti Alþýðu- flokkurinn sæti og verður því ekki trúað fyrr en fullar upp- lýsingar liggja fyrir um annað, að fulltrúi hans hafi staðið gegn slíkum meðmælum og þá gegn byggingu hraðfrystihúsanna. En hafi fulltrúi flokksins verið með þá er ekki hægt að segja, að hann hafi óflekkaðann skjöld í þessum málum. Sökinni verður því ekki skellt allri á einkafram- takið í þessum efnum, heldur og á ymsa opinbera aðila. Verk bæjaryfirvaldanna Það mætti þá minna greinar- höfund á annað atriði, sem ekki hefur svo litla þýðingu í iðn- rekstri, hvar sem hann er, en an takmarka hans slík fyrirtæki eru byggð. Það hefur að sjálf- sögðu mikla þýðingu fyrir bæj- arfélagið hvernig þessum mál- um er ráðið, og einnig ber að gæta þess, að sem minnstu fé sé varið af þess hálfu til að gera hlutinn en um leið að sem mest- ur árangur náist. En einmitt á þessu sviði hefur bæjaryfirvöld- unum mjög brugðist bogalistin því þessi þrjú hraðfrystihús, sem reist hafa verið hér í bæ eru það er þáttur þeirra, sem valdið eins og sagt var í greininni í Jónsmessuhátíð Hellisgerðis hafa, bæjarfélaganna og er ástæða til að líta nánar á þau atriði hvað snertir þessi mál hér í bæ. Eins og bæjarbúum mun yfirleitt vera ljóst þá ræður skipulag bæjanna því og bæjar- yfirvöldin hvar og hvernig inn- Hamri sitt í hverju horni bæjar- ins. Afleiðingin er því sú, að stór- fé hefur verið varið af hálfu bæj- arins og rafveitunnar til að leggja götur, vatnsleiðslur, gera Framh. á bls. 3 Fjölmenn höld 17. hátíða- júní Hátíðahöldin 17. júní hér í bæ hófust eins og ráð var fyrir gert með leik Lúðrasveitar Hafn arfjarðar við ráðhúsið kl. 1. Síð- an var boðhlaup á milli F.H. og Hauka og vann F.H. Að því loknu var gengið í skrúðgöngu upp að Hörðuvöll- um og fóru skátar í broddi fylk- ingar og báru íslenzka fána síð- an voru bornir fánar ýmissa félagasamtaka. Var skrúðgangan mjög fjölmenn, enda veður gott. Hátíðahöldin voru síðan sett á Hörðuvöllum af formanni 17. júní nefndarinnar, Stefáni Gunn- laugssyni. Þá flutti Emil Jóns- son alþm., ræðu. Síðan fór fram fimleikasýning kvenna und ir stjórn Þorgerðar Gísladóttur. Þá fór fram F.H. og Haukar og vann F.H. með 3:2. Að síðustu fór fram reiptog milli bæjarstjórnar Hafnarf jarðar og starfsmanna hjá Skipasmíða- stöðinni „Dröfn" h.f. og bar bæjarstjórnin sigur úr bítum. Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék á milli atriða, en stjórnandi hennar er Albert Klahn. Mikill fjöldí fólks safnaðist saman til að hlíða og horfa á það sem fram fór. Um kvöldið kl. rúmlega 8 safnaðist fólk saman á Strand- götunni. Einar Sturluson söng einsöng og að lokum var dansað. Sunnudaginn 24. þ. m. var | Jónsmessuhátíð Hellisgerðis j haldin og má fullyrða það, að aldrei hefur verið eins margt \ fólk saman komið í Hellisgerði á Jónsmessuhátíð og nú. Mun þar hafa verið nær þremur þúsund- um manna. Hátíðin hófst með því að Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar lék nokkur lög undir stjórn Alberts Klahn. Þá setti formað- ur „Magna" Kristinn J. Magnús- son hátíðina með stuttri ræðu. Síðan var messa og predikaði séra Þorsteinn Björnsson. Söng- flokkur undir stjórn Friðriks Bjarnason tónskálds söng við messuna. Ólafur Þ. Kristjánsson kennari flutti ræðu, Ársæll Pálsson leik- ari las upp gamansögu, Einar Sturluson söng einsöng og síðan flutti Eiríkur Pálsson, skrif stofustjóri ræðu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék á milli atriða. Að lokum las Klemens Jónsson leikari upp gamanvísur. Veður var hið bezta allan dag- inn, enda undi fólk sér vel, naut þess, sem fram fór, veðurblíð- unnar og ekki sízt þeirrar sér- kennilegu fegurðar, sem Hellis- gerði hefur öðrum listigörðum fremur upp á að bjóða. KAFFIKVÖLD HÚSMÆÐRANNA Húsmæðraskólafélag Hafnar- fjarðar efndi til merkjasölu 19. júní s. 1. eins og undanfarin ár en auk þess tók það upp þá nýbreytni til fjáröflunar að selja bæjarbúum kaffi og var það gert í Sjálfstæðishúsinu. Hús- mæður gáfu allt efni og vinnu við kaffið svo að það, sem inn kom voru hreinar tekjur fyrir | félagið. Kaffisalan gekk vel, enda lögðu margir leið sína í Sjálfstæðishúsið þann dag bæði til að styrkja félagið og njóta hinna rausnarlegu veitinga, sem fram voru reiddar. Húsmæður báðu blaðið að færa bæjarbúum beztu þakkir fyrir komuna í Sjálfstæðishúsið 19. júní svo og annan stuðning við málefni Húsmæðraskólafél- agsins. 16000 trjaplönfur gróður- settar í landi Skógræktar- félags Hafnarfjarðar kvenna, Haukar og F.H. og báru Haukar sigur úr bítum með 3:0. Á eftir var kórsöngur og sungu Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarson- ar og Karlakórinn „Þrestir" und- ir stjórn Ragnars Björnssonar. Síðan sungu þeir sameiginlega, fyrst tvö lög undir stjórn Sigurð- ar og þá tvö lög undir stjórn Ragnars, og að lokum sungu þeir þjóðsönginn. Þá var handknattleikur karla ursettar 16000 trjáplöntur á veg Skýlum fyrir hljómsveitir hafði um Skógræktarfélags Hafnar verið komið fyrir við Linnetsstíg f jarðar. Meirihlutinn af því var en þar áttu gömlu dansarnir að fura eða ca. 10.500, 800 plöntur handknattleikur fara fram og við Mjósundið en af rauðgreni og 4700 birkiplönt- Á þessu vori hafa verið gróð- nóg að gera í kringum þetta mikla starf, þótt almenningur losaði þá að mestu leyti við gróðursetninguna sjálfa. Fólk þar var hugmyndin að nýju dans! ur. arnir yrðu dansaðir, en reynslan Mjög erfitt var að fá fólk til varð sú, að það má segja, að að mæta við skógræktina og var sótt ákaflega illa, nema annan Hvítasunnudag, en farið var 8 daga til gróðursetningar. Stund- um var þátttaka utanfélags- manna meiri en félagsmanna. Það er leitt til þess að vita hve erfitt er að fá fólk til að taka i þátt í skógræktinni almennt til ma þeir kæmust aldrei af stað og varð útkoman sú að hljómsveit- in var látin hætta. Aftur var dansað dálítið við Linnetsstíg- inn en þar virtist vanta að mestu unga fólkið, heldur voru það börn og miðaldra fólk, sem tók þátt í dansinum. Veður var gott allan daginn! þess að allt verkið lendi ekki á og fóru hátíðahöldin vel fram. jörfáum áhugamönnum, þeir hafa sjálfa. ætti að minnast þess, að margar hendur vinna létt verk og hefði þessum 16000 trjáplöntum verið skipt jafnt niður á félagsmenn hefði komið í hlut hvers félaga að gróðursetja 30—40 plöntur, í stað þess, sem það lentí á ör- fáum mönnum. Fólk ætti að athuga þessi mál í ró og næði og má þá mikið vera, ef það yrði ekki til þess, að skógræktarferðirnar næsta sumar yrðu miklu fjölmennari en nokkru sinni fyrr.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.