Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 01.07.1950, Blaðsíða 4
4 HAM AR TIL OSLÓ og KAUPMANNAHAFNAR MEÐ MM GULLFAXA ALLA LAUGARDAGA MM ■ Flugfélag Islands h. f. 3 5 I s o ♦ $ n 3 S1 Nr. 21/1950 TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki, sem liér segir: Skammtað Óskammtað í heildsölu, án söluskatts .... kr. 3,75 kr. 9,57 í heildsölu með söluskatti .... kr. 4,05 kr. 9,87 í smásölu án söluskatts.kr. 4,51 kr. 10,34 í smásölu með söluskatti .... kr. 4,60 kr. 10,55 Reykjavík, 22. júní, 1950, Verðlagsst jórinn Hctfnf irðingcir! Úlsvarsskrá Hafnarfjarðar 1950 Skrá yfir niðurjöfnun útsvara í Hafnarfjarðarkaup- stað fyrir árið 1950, liggur frammi almenningi til sýnis á Vinnumiðlunarskrifstofu Hafnarfjarðar, Vesturgötu 6, frá miðvikudegi 5. júlí til þriðjudagsins 18. júlí n. k. kl. 10—12 og 16—19, nema á laugardögum þá aðeins kl. 10—12. Kærufrestur er til miðvikudagskvölds 19. júlí kl. 24, og skulu kærur yfir útsvörum sendar bæjarstjóra fyrir þann tíma. Bæjarstjóiinn í Hafnartirði 30. júní 1950. Helgi Hannesson. Frá S.U.S. Fundur fulltrúaráðs Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna var haldinn í Reykjavík 23. og 24. júní s.l. Voru þar mættir full- trúar víðsvegar að af landinu. Fundurinn samþykkti ýmsar á- lyktarnir um stjórn- og efnahags mál þjóðarinnar. Á laugardag 24. þ. m. minnt- ist Samband ungra Sjálfstæðis- manna 20 ára afmælis síns með hátíðahöldum á Þingvöllum. Var fyrst fundur kl. 5 með ræðuhöld- um, en um kvöldið var skemmti- fundur. Á fundinum kl. 5 töluðu nú- verandi formaður S.U.S., Magn- ús Jónsson, lögfræðingur, Ólaf- ur Thors, atvinnumálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, utanríkis- ráðherra, Torfi Hjartarson, toll- stjóri, fyrsti formaður S.U.S., Jóhann G. Möller, framkvstj., Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri og Jóhann Kafstein, al- þingismaður. Hátíðahöldin voru sótt víða að og fjölmenni mikið, enda voru þau hin glæsilegustu. Gerist áskirfendur að HAMRI Hafnfirðingar! Tek að mér að skrifa útsvars- og skattakærur. Til viðtals alla virka daga (nema laugardaga) í Strandgötu 29, uppi, frá kl. 5 til 7 síðdegis. Þorleifur Jónsson Ellilffeyrisgreiðslur til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi. Hinn 1. desember 1949 kom til framkvæmda milli- ríkjasamningur, Norðurlandanna um gagnkvæmar greiðslur ellilífeyris. Samkvæmt þessu eiga danskir, finnskir, norskir og sænskri ríkisborgarar, sem dvalizt hafa samfleytt á ís- lnadi 5 síðastliðin ár og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til elli- lífeyris á sama hátt og íslenzkir ríkisborgarar .Þeir eiga og rétt til lífeyris fyrir börn sín undir 16 ára aldri, sem hjá þeim dvelja á þeirra framfæri, og koma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur, til jafns við ís- lenzka ríkisborgara. Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningurinn tekur til, og vilja njóta þessara réttinda, eru hér með áminntir um að snúa sér með umsóknir sínar til umboðsmanns Trygg- ingastofnunar ríkisins og leggja fram sönnunargögn fyrir óslitinni dvöl hér á landi 5 síðustu ár. Þeir, sem áður hafa lagt fram umsókn og fengið úr- skurðaðan lífeyri, þurfa þó ekki að endurnýja umsókn sína fyrir næsta bótatímabil, 1. júlí 1950 til 30. júní 1951. Reykjavík, 22. júní 1950. Tryggingastofnun ríkisins Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 10. júní 1950, var samþykkt að greiða 4% fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1949. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. samþykkta félagsins, er arðmiði ógildur, hafi ekki verið krafist greiðslu á honum áður en 4 ári eru liðin frá gjalddaga hans. Skal hluthöfum bent á, að draga ekki að innleysa arðmiða af hlutabréfum sínum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru í gildi arðmiðar fyrir árin 1945—1949 að báðum árum meðtöldum, en eldri arðmiðar eru ógildir. Þá skal ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga all- margir hluthafar efti rað sækja nýjar arðmiðaarkir, sem af- hentar eru gegn stofni þeim, sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Af- greiðslumenn félagsins um land allt, svo og aðalskrifstofan í Reykjavík, veita stofnunum viðtöku. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Nemandi í skipasmíði getur komist að hjá SKIPASMÍÐASTÖÐ HAFNARFJARÐAR h.f. Júlíus V. J. Nyhorq

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.