Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 3 Gufugos í Krýsuvík Hagnýlingarmöguleikar jarðgufunnar Eins og lesendum blaðsins er kunnugt af fréttum þá fékkst feiknamikið gufugos úr borholu, sem Rafveita Hafnarfj. var að láta gera í Seltúni í Krýsuvík. Holan er um 230 m. djúp og 8" víð og samkvæmt lauslegri áætlun er gufumagnið talið um 50 tonn á klst. Boruninni hefur Valgarð Thoroddsen stjórnað, en en verkið hafa unnið Guðmundur Jónss. og Eyjólfur Kristjánss. í þessu tilefni þykir blaðinu rétt að rekja nokkuð sögu hita- rannsókna og jarðborana í Krýsu- vík. Fyrstu jarðboranir vegna rann sókna á hita voru framkvæmdar undir stjórn Steinþórs heitins Sigurðssonar haustið 1941 og 1942 samkv. ósk Hafnarfjarðar- bæjar. Þá voru boraðar 3 mjög grannar rannsóknarholur niður við Kleifarvatn á sprungulínu, sem talin var frá Austurengja- hver niður að hver við suður- enda Kleifarvatns. Þessar bor- holur gáfu ekkert gos, en gáfu hinsvegar nokkra vitneskju um jarðlagamyndun á svæðinu. Síð- an var engin borun framkvæmd í Krýsuvík þar til sumarið 1945, að Valgarð Tlioroddsen rafveitu- stjóri gerði um það tillögu til bæjarráðs að hafizt yrði handa um frekari rannsókn og borun á jarðhitasvæði Krýsuvíkur að- allega með tilliti til raforku- vinnslu og að fyrst í stað yrðu teknir á leigu borar en síðar festi Hafnarfj.bær kaup á jarðbor til að geta annast sjálfur boranirnar. Bæjarráð féllst einhuga á til- lögu rafveitustjóra og var þá fyrst rafmagnseftirlit ríkisins fengið til að bora. Var þá byrj- að að bora við Austurengjahver en aðstæður voru þar mjög erf- iðar og borunin bar ekki tilætl- aðan árangur. Þá var borinn flutt ur niður að Seltúni og boraðar þar 2 holur og gaf önnur þeirra allmyndarlegt vatnsgos, sem þó síðar hjaðnaði niður. Hin holan gaf gufugos, en vegna þess hve holan var grönn stíflaðist hún fljótlega bæði af hruni inn í holunni svo og af efnum úr guf- unni, sem féllu út á veggi henn- ar. Um þetta leyti var ákveðið að bæjarsjóður festi kaup á jarð- bor frá Svíþjóð af gerð, sem nefndur er fallbor. En þeir bor- ar sem hingað til voru notaðir voru snúningsborar og hafði reynst töluverð festuhætta með þeirri gerð. Með fallbornum var hinsvegar minni hætta á festu auk þess, sem mögulegt var með honum að bora margfalt víðari holrn: fyrir svipað verð borvéla og með svipuðu vélaafli. Gallinn við fall- bora var þó að vísu sá, að erfitt var að ná upp sýnishornum af þeim jarðlögum, sem borað var í gegnum, því efnið kemur upp mulið sem sandur, og ennfremur bor rafmagnseftirlitisins. Hola eru þeir seinvirkari heldur en þess gaf þá gos að nýju en sýnt snúningsborar. , þótti að nauðsynlegt væri að bora Meðan beðið var eftir born- verulega víðari holur en áður um var Ólafur Jóhannsson feng- hafði verið gert. inn til að bora vegna fyrirhug- Rafmagnseftirlitið var fengið aðar garðyrkjustöðvar. Hann bor til að bora áfram fyrir gróðrar- aði 3 holur og gaf ein þeirra stöðina og voru boraðar þar 2 gufugos, og er sú gufa notuð grannar holur, af þeim stíflaðist ennþá til hitunar íbúðarhúss garð önnur fljótlega og var boruð upp yrkjumanna. | með höggbornum síðar en hin Fyrsta verkefni borvélar bæj- gaf töluvert gufugos. Gróðurhús- arins var að bora holu fyrir vænt- in eru nú hituð með gufu frá anlega gróðrarstöð. Var borað í Hveradölum, en vegna stækkun- þeim tilgangi niður í 120 m. dýpi ar þeirra, sem nú stendur yfir, er en ekkert gos fékkst úr þeirri verið að byrja á nýrri holu þar liolu. Með þeim tækjum, sem með fallbornum, sem verðin: tölu fylgdu hinni sænsku borvél, vert víðari heldur en þær holur, reyndist ekki mögulegt að bora sem áður hafa verið boraðar fyr- dýpra og stafáði það aðallega af ir gróðrarstöðina. Þessihola verð- ófullkomnum tækjum, sem ur í efstu jarðlögum boruð 12" fylgdu henni til að ná frá botni víð en grennist vegna margfaldr efni því, sem boraðist upp. Síð- ar fóðrunar, væntanlega niður í an hafa verið smíðuð hér slík 6". Búast má við gosi þar áður tæki, eftir amerískri fyrirmynd, en komið er niður í 150 m. dýpi. sem reynst hafa sæmilega. Aðalverkefni höggborsins hef- Rafmagnseftirlit ríkisins var1 ur verið í Seltúni. Þar hafa verið fengið til að dýpka þessa holu boraðar víðustu holurnar og tek- með snúningsbor, því gert var in upp sú nýbreytni hér á landi ráð fyrir að gos myndi fást, ef að hætti jarðborana eftir gufu dýpra væri borað. Það bar þó á Ítalíu að fóðra holurnar að inn- ekki tilætlaðan árangur því bor- an með járnrörum. Þetta er gert króna festist og varð því að hætta með þeim hætti, að fyrst er sett- við þá holu. ur t. d. 16" járnhólkur í efsta Næst var byrjað að bora í Sel- jarðlagið, síðan er borað niður túni með fallbornum og hann í um 20 m. dýpi og sett 14" rör látinn bora upp stíflu í hinni þar niður. Þá er borað um 50 m. grönnu holu, sem þar hafði ver- niður í því röri og og niður úr ið boruð áður með snúnings- því og settar þar 12" pípur, í ,»Sjómannalifu Ásgeir Long 2. vélstjóri á b. v. Júlí, gaf blaðamönnum, þann 8. þ. m., kost á að sjá kvikmynd, sem hann tók um borð í Júlí af lífi og störfum sjómannanna. Myndina kallar hann „Sjómanna- líf“ og er hún tekin í tveim veiði- ferðum í vor og sumar, annarri fyrir norðurlandi og hinni í Hvíta hafi. Myndin hefst á því, þar sem er verið að búa Júlí á veiðar við bryggju í Hafnarfirði og svo rekur hvað annað. Olía er tekin í Hvalfirði, siglt er á miðin varp- an sett fyrir borð, togað, afhnn innbyrtur og gert að honum. Þá er einnig sýnt starf skipstjóra, lotskeytamanns, vélamanna, kyndara, matsveins, borðhald skipverja o. fl. og að lokum upp- skipun aflans í Hafnarfirði. Myndin er heilsteypt af starfi og lífi sjómannanna, þótt í hana vanti þætti ennþá, en Ásgeir hef- ur í hyggju að bæta þeim við síð- ar. Myndin er tekin í litum, nema það, sem gerist undir þiljum. Hér er um merkilega mynd að ræða, sem gefur fólki góða hug- mynd um fyrstu handtökin við öflun fiskjarins. Það fer ekld hjá því, við að horfa á þessa mynd, að þær spurningar vakna, hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt að kvikmynda ýmsa þætti úr at- vinnlífi þjóðarinnar til að sýna fólki og þá einkum börnum og unglingum, þeim til gagns og fræðslu. Oft er um það rætt, að ungt fólk kunni lítið til verka og þá einkum við framleiðslu- störf. Virðist það ekki vera úr vegi að nokkra bót mætti á því ráða með sýningu kvikmynda, sem kæmu áhorfendum í nánari snertingu en ella við nauðsynleg og gagnleg störf og myndir eins og kvikmynd Ásgeirs Long er vel til slíkrar fræðslu fallin. Ásgeir Long á þakkir skilið fyrir mynd sína, enda hefur sú aðsókn, sem myndin hefin- fengið þessi fáu skipti, sem hún hefur verið sýnd, sýnt það, að fólk hef- ur löngun til að fylgjast með og lifa með öðrum í starfi. 100 m. dýpi 10" rör og eftir að- stæðum reynt að fóðra enn dýpra niður með röri, sem gengur inn- an í síðustu fóðrun. Hver af þess um fóðringum þarf að ná upp að yfirborði jarðar, og háfa á þeim 2 lokur fyrir lóðrétt og lá- rétt útstreymi, strax og líkindi eru til þess að gufugos geti kom- ið. Meðan á borun stendur, er holan ávallt höfð full af vatni. Efnið, sem úr holunni borast er náð upp með sogdælu, sem hang- ir í vír og rennt er niður í hol- una. Þessar sogdælur eru smíð- aðar hér eins og áður er um getið. Hinn sænski fallbor reyndist fljótlega of veikbyggður fyrir borun í mjög djúpum og víðum holum og hefur honum verið breytt og hann lagfærður á ýmsa lund. Árangur borananna í Seltúni er flestum kunnur af blaðaskrif- um í sambandi við síðustu at- burði, sem þar hafa gerzt. Hagnýtingarmöguleikur þess hita, sem þarna kemur úr jörð geta verið margvíslegir. Fyrst og fremst hefur verið hugsað um raforkuvinnslu. Að sjálfsögðu er mögulegt að nota þennan hita til hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, en það kemur þó fljótlega í ljós að kostnaður við slíkt fyrirtæki mundi verða það mikill, að telja má að hann verði ofviða ekki stærra bæjarfélagi en Hafnar- firði. Ef miðað er við kostnað við hitaveitu Reykjavíkur og mið að við núverandi verðlag, myndi slíkt fyrirtæki kosta tugi millj. kr. Hitaorkuna mætti einnig nota á ýmsan hátt í iðnaði og til eym- ingar. Svo inniheldur jarðgufan ýmis efni, sem athugandi er hvort arðvænlegt sé að vinna úr henni, svo sem kolsýru, vatnsefni, amm oníak o. fl. Erlendis hefur jarðgufa hvergi verið hagnýtt í stórum stíl, nema á Ítalíu. Þar hefur frá því um aldamótin verið unnin gufa úr t jörð og var í byrjun nær ein- göngu hugsað um efnavinnslu. Síðar með aukinni bortækni og og auknu gufumagni hefur þessi starfsemi aðallega beinzt að því að nota jarðgufuna til raforku- framleiðslu. í héraðinu Larder- ello í Toscana á Ítalíu var árið 1948 í notkun 5 raforkuver rekin með jarðgufu. Það stærsta þess- ara orkuvera var 84 þús. kw. en hið minnsta 3500 kw. en samtals voru þau það ár 137 þús. kw. Það ár var í byggingu nýtt orku- ver, sem nú mun sennilega hafa tekið til starfa en það átti að vera 150 þús. kw. Svo að samtals eru þarna nú jarðgufu raforkuver tæplega 300 þús. kw. Til saman- burðar má geta þess, að Sogsvirkj unin, Elliðaárstöðin og varastöð- in eru til samans 25 þús. kw. Til þess að fá það mikla gufu- magn, sem nauðsynlegt er í slík- ar stórvirkjanir hafa ítalirnir þurft að bora djúpar holur. Þeir hafa borað í meira en 1000 m. dýpi, en hafa nýlega tekið í notk- un nýja borvél, sem þeir gera ráð fyrir að geti borað niður í 2—3 þús. m. Slíkar borvélar eru mjög dýrar í innkaupi og rekstri. Inn- kaupsverð svo afkastamikillar vél ar mun vera nokkuð innan við 2 millj. króna. Stærsta borhola, sem boruð hefur verið í Larderello gaf af sér 220 tonn af gufu á klst. en eins og áður er getið fékkst við laus- lega mælingu að gosið sem braust út í Krýsuvík fyrra þriðjudag sé um 50 tonn á klst. Næst liggur fyrir að gera ná- kvæmar mælingar á magni guf- unnar, hitastigi, rakastigi hennar lofttegundum og efnainnihaldi þeirra. Slíkar mælingar þarf að gera við og við um nokkurt tíma- bil og mun síðan að loknum þeim rannsóknum verða teknir til at- hugunar og gerðar áætlanir um þá hagnýtingarmöguleika, sem til greina koma.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.