Hamar - 25.08.1952, Side 1

Hamar - 25.08.1952, Side 1
Getur Brunabótafélagið lækkað iðgjöldin ennþá meira en fram kemur * í tilboðinu? Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hefur Brunabóta- félag Islands boðið bænum all- verulega lækkun á brunabótaið- gjöldum í bænum og var slíkt tilboð frá félaginu tekið til með- ferðar á fundi í bæjarráði 19. maí s. 1. að forstjóra Brunabóta- félagsins, Stefáni Jóh. Stefáns- syni, viðstöddum. Um þetta mál mun lítið hafa verið rætt síðan, heldur hefur það legið í salti ef svo mætti að orði kom- ast. Iðgjaldalækkun samkvæmt til boði þessu er mjög mikil frá því sem áður var en ekki er blaðinu kunnugt um, að athug- un hafi verið látin fara fram á því hversu hagkvæmt þetta til- boð er fyrir bæjarbúa, en að sjálfsögðu hlýtur það að vera gert áður en að því er gengið. Akureyringar vilja meiri lækkun. Aður en Hafnarfjarðarbæ hafði verið gert þetta tilboð var Akureyrarbæ gert svipað tilboð um iðgjaldalækkun og var það tekið fyrir í bæjarráði Akureyr- ar fyrir nokkru og urðu niður- stöður þær, að bærinn krefst frekari lækkunar iðgjaldanna, hlutdeildar í ágóða Brunabóta- félagsins af brunatryggingum á Akureyri og fleiri breytinga. Forstjóri Brunabótafélagsins mætti á þessum fundi bæjarráðs Akureyrar og taldi sig fúsan til að taka tillögur bæjarráðsins til athugunar og skrifa því um mál ið síðar. Má búast við frekari lækkun? Eins og fram kemur í frétt- um af málum þessum á Akur- eyri virðist Brunabótafélagið vera til viðtals um frekari lækk- un brunaiðgjaldanna en fram kemur í tilboði þessu og mætti því gera ráð fyrir, að félagið yrði viðmælanlegt á þeim grund velli, ef til samninga kemur um brunaiðgjöldin hér í bæ. Er því nauðsynlegt að fylgjast vel með þessum málum og reyna að fá fram sem mesta leiðréttingu á hinum gífurlegu háu brunaið- gjöldum, sem bæjarbúar verða að greiða. Ekki hugur fyrir fullri réttarbót. En AB-menn hér í bæ vilja á engan hátt stíga sporið til fulls (Framhald á bls. 3) Atvinnumáliii tekin til umræðu á Hlíiarfundi Föstudaginn 15. þ. m. var haldinn fundur í Verkamanna- félaginu Hlíf um atvinnumálin hér í bæ, enda hefur verið um talsvert atvinnuleysi að ræða að undanförnu. Urðu allmiklar um- ræður um það ástand, sem nú ríkir og nauðsyn þess að úr því verði bætt. I því sambandi komu fram eftirfarandi tillögur, sem báðar voru samþykktar: Askorun á bæjarstjómina. „Þar sem ástand í atvinnumál um hefur verið þannig hér í bænurn það sem af er þessu ári, að. margir verkamenn hafa haft mjög litla vinnu, og nú er svo komið, um háannatíma ársins, að mikið atvinnuleysi er ríkjandi meðal fjölda verkamanna, sem hefir aðallega skapast við það að togararnir hættu að landa afla sínum hér í landi, en engri annarri vinnu er að að hverfa, telur fundurinn alveg óviðun- andi að slíkt ástand sé látið við- gangast af hálfu hins opinbera, og krefst þess að bæjarstjórn beiti áhrifum sínum við ríkis- stjórnina að tafarlaust verði bætt úr því ranglæti, sem verka- menn verða fyrir, að ganga at- vinnulausir um hásumartímann fyrir illa stjórn og óhæft skipu- lag á afurðasölumálunum. Með tilliti til þess, sem að framan segir, telur fundurinn það ekki á neinn hátt réttlætan- (Framháld á bls. 3) Yaii<Kyii á bættri st jóirii n R>a\jai‘viiiiiiiinii Á það hefur oft verið bent hér í blaðinu, að nauðsynlegt væri að bæta um stjórnina á bæjar- vinnunni, þar sem hún væri svo óhagkvæm, að verklegar fram- kvæmdir yrðu miklu dýrari en þær þyrftu að vera. Enda hef- ur það ekki farið fram hjá bæj- arbúum, þegar þeir hafa átt tök á því að fylgjast með einstökum smáverkum á vegum bæjarins þá virðast þau hafa orðið óeðli- lega dýr. Má sem dæmi nefna það litla, sem byrjað var að rífa fyrir húsmæðraskólanum, að það skyldi kosta á þeim tíma kr. 106 þús. eða gott íbúðar- verð. KR íslandsmeist- ari í utanhúss handknattleik karla Dagana 16. til 19. ágúst fór íslandsmeistaramót í handknatt- leik (utanhúss) karla í meistara- flokki, fram hér í bæ. Mótið var haldið í Engidal og sá ÍBH um það en framkvæmdastjórnina skipuðu: Jón Magnússon form., Jón Egilsson og Ólafur Thordar sen. Þátttakendur í mótinu voru: ÍBH, Hafnarfirði, KR, Valur, Víkingur og Þróttur öll úr Rvík. Leikar fóru þannig; Þróttur —Valur 2:8, KR — ÍBH 11:8, Þróttur — Víkingur 12:18, Val- ur — KR 5:7, ÍBH — Víkingur 13:13, Þróttur — KR 1:15, Valur — ÍBH 4:13, KR — Víkingur 8:2, Þróttur — ÍBH 4:12 og Val- ur —• Víkingur 8:8. íslandsmeist arar 1952 í handknattleik karla varð því KR með 8 stig, nr. 2 var ÍBH með 5 stig, nr. 3 Víkingur með 4 stig, nr. 4 Val- ur með 3 stig og nr. 5 Þróttur með ekkert stig. Dómarar móts- ins voru Hannes Sigurðsson og Haukur Bjarnason. Þetta er fimmta árið, sem ís- landsmeistaramót er haldið í þessari grein og hafa íslands- meistarar verið sem hér segir: Ármann árin 1948 og 1949, Fram 1950, Valur 1951 og svo KR í ár. Tekinn til athugunar. Meðal annars, sem nefnd sú, er skipuð var til að athuga rekstur bæjarfyrirtækja og bæj- arstofnana, athugaði var þessi liður fjárhagsáætlunarinnar en hann hefur jafnan verið stærsti liðurinn. Er þar meðal annars bent á, að undanfarin ár hafi verið tveir verkstjórar í bæjar- vinnunni og að hvor þeirra fyr- ir sig hafi sinn flokksstjóra. það hefur því verið unnið í tveimur flokkum. Síðustu árin hefur verið unnið að lagningu nýrrar vatnsveitu og hefur að sjálf- sögðu þurft verkstjóra yfir þeirri vinnu og var annar verk- stjóri bæjarins þar en hinn í bæjarvinnunni. En nú er þetta á annan veg, þar sem fram- kvæmdum við vatnsveituna er lokið. Benti nefndin á í því sam bandi, að athugandi væri, þeg- ar vinna þessi færðist inn í bæ- inn, hvort nauðsynlegt væri að hafa tvo aðalveirkstjóra. Væri það einkum með tilliti til hagnýt ingar þess vinnuvélakosts, sem bærinn hefði á að skipa, því nauðsynlegt væri að hann hag- nýttist sem bezt, svo að aukin afköst við notkun hans yrðu til að gera verkin sem ódýrust fyr- ir bæinn. Réttilega bent á. Það er einmitt þetta atriði, sem hefur verið þannig í fram- kvæmd hér í bænum, að til stór- tjóns hefur verið fyrir bæjarbúa. Bærinn á mjög ófullkominn vinnuvélakost og hefur vélun- um verið skipt milli vinnuflokk- anna og svo hefur lítið eða ekkert samstarf verið á milli þeirra. Þannig hafa ýms verk verið unnin á frumstæðasta hátt enda þótt bærinn hefði vél til að vinna þau,. af því viðkom- andi vél var hjá þeim flokki, sem ekki vann verkið, stundum í notkun, stundum e. t. v. ekki. Hefur það jafnvel sézt, að á- mokstursvél hafi verið látin moka á einn eða tvo bíla, þegar það langt var að keyra, að hún hefði haft undan að moka á miklu fleiri bíla. Þannig má nefna margt, sem lagfæra þyrfti til að Bæjarbúar fengju meiri framkvæmdir fyrir fé sitt en nú er og skilyrði þeirra til að lifa í þessum bæ bötnuðu. Tillögur Sjálfstæðismanna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðís- manna hafa þráfaldlega borið fram tillögur um bætta stjórn á þessum málum en á það hefur AB-flokkurinn hér í bæ ekki mátt heyra minnst, enda virðist það hafa verið hugur þeirra AB- manna öðru fremur að sjá nokkrum taumliprum flokks- gæðingum farborða. Hvað það kostaði bæjarfélagið og bæjar- búa hefur verið aukaatriði. Það hefur því ekki mátt ráða einn dugandi verkstjóra til að sjá um framkvæmdir í bæjarvinnunni, heldur talið nauðsynlegt að burðast með tvo menn í því einsmannsstarfi. Bæjarvinnan sem atvinnuaukn- ing. Á liðinn, sem að framan hefur verið nefndur, er jafnan bent sem lið til aukinnar vinnu í bæn um og er það rétt, svo langt sem það nær. Á það er aftur minna minnst og lítið eða ekkert athug að, hvernig vinnunni er hagað, með tilliti til þess, að sem mest- ur hluti fari í vinnulaun til verkamanna og jafnframt að framkvæmdirnar verði sem mestar. En það er einmitt mjög þýðingarmikið atriði að hafa það í huga, þegar erfitt er um vinnu, að vinnustundirnar verði sem flestar. Nefndin leit lítillega á þessa hlið málsins. Á árinu 1950 var eytt til byggingar nýju vatnsveitunnar og bæjarvinn- unnar kr. 2.278,569.42 og skipt- ist það þannig: Nýja vatnsveit- an kr. 1.372.608.65 og vinnan (Framhald á bls. 3). Sérfræðingur í barna- sjúkdómum opnar lækn- ingastofu hér í bæ. Kristjana Helgadóttir barna- læknir hefur opnað lækninga- stofu hér í bæ að Strandgötu 7 og hefur hún viðtalstíma mánu- daga og föstudaga kl. 5—6. Það er til mikils hagræðis fyr- ir bæjarbúa, að sérfræðingur í þessari grein settist að hér í bæn um, því miklir erfiðleikar, tíma- töf og kostnaður er fyrir fólk að leita í þessum efnum til Reykjavíkur.

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.