Hamar - 24.12.1952, Page 2

Hamar - 24.12.1952, Page 2
2 HAMAR Gleðileg jól! ú Farsælt nýár! | Þökk fijrir viðskiptin á líðandi ári. \ !?i§! I 3fJíA*v 5 Alþýðusamband íslands óskar öllum með limum sínum í Hafnarfirði, og öðrum vel- unnurum alþýðusamtakanna gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Sigurjón Gunnarsson: Alþýðusamband íslands Óskum öllum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla góðs og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar h.f. Gleðileg jól J 1 Farsælt nýár! Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Gleðileg jól! Verzlun Valdimars Long Gleðileg jól! Farsælt nýár! Gamlar minningar Þorvaldur Sigurðsson Jón Guðmundsson Það var seinni hluta vetrar- vertíðar 1899 að sá orðrómur fór að berast um bæinn að Jón Vídalín stórkaupmaður, er á vetrum dvaldi í Kaupmanna- höfn, en á sumrin í Reykjavík og flutti út hvern farminn af hestum á fætur öðrum, hefði í hyggju að hefja héðan togara- útgerð. Þessi orðrómur varð til þess að ég, sem hafði ætlað vest- ur í atvinnuleit, sat heima, og beið með óþreyju þess er verða vildi. Enginn vissi í rauninni neitt, annan daginn var fullyrt að skipin kæmu hingað, en svo var hinn daginn Akranes nefnt. En einn daginn var vissan feng- in. Leigð voru Brydeshúsin þessu félagi, sem nefnt var Vída- línsfélagið. Nú fór að færast líf í fjarðarbúa, kolaskip óg salt- skip væntanlegt á hverri stundu, 20 aurar um tímann hvort held- ur var dag- nætur eða helgidaga vinna, en borga átti í peningum og mig mihnir hálfsmánaðar- lega. Vinna borguð í peningum hafði ekki þekkzt áður hér og þótti þetta því meira en lítil hlunnindi, því algengt var, að þó unnið væri allt sumarið, að enginn sæist peningurinn. Þegar þetta var, þá var tals- vert öðruvísi um að litast hér í firðinum, en nú er, þó standa enn þau hús er Vídalínsútgerð- in hafði aðalbækjistöðvar sína í. Skrifstofa var uppi á lofti í húsi því er verzlun F. Hansen er nú og geymsluhús hið sama, þó nú sé það orðið hrörlegra en þá. Bátabryggja lá í sjó fram, nærii beint framundan húsi því þar sem nú er brunastöðin. Vest- an við bryggjuna var malarvík og þar uppsátur fyrir 2—3 skip, en þar fyrir vestan var talsvert breið uppfylling úr grjóti, „Ból- verk“, eins og það þá var kallað, ifáði það alla leið vestur að Jagta kletti, er náði í sjó fram og var framhald af kletti þeim er enn stendur fyrir vestan Akurgerðis- húsin. Dálítið skarð var í klett- inn, er nefnt var Klifið og um það gengið í húsin fyrir vestan hann og fram í Garðahverfið. A þessari fyrrnéfndu uppfyll. var fiskur þurrkaður. Að sunnan verðu við bryggjuna og fast við hana var einnig uppfylling og þar saltfiskur þveginn úr kör- um svonefndum, er voru stórar vínámur, sagaðar sundur í miðju . Vaskaði ein stúlka við hvert kar og var sjór borinn í þau í fötum. Þetta sumar var þarna einnig gert að fiski þeim er togararnir komu inn með nærri daglega. Um líkt leyti, eða lítið eitt fyrr, en fyrsti tog- arinn kom, en þeir voru sex og enduðu nöfn þeirra allra á nes, t. d. Akranes, Brimnes o. s. frv. kom kolaskip og saltskip. Ollu var þá skipað upp á bátum, er nefndir voru uppskipunarbátar og báru um fjórar smálestir, voru þeir klæddir innan mið- skips og róið í barka og skut. Kolum var þá skipað upp þann- ig, að í lestinni var þeim mokað í tunnur er „stroffa“ var í er gufuvinda skipsins dróg upp úr lestiimi. A þilfari var vog er tí- unda hvert mál var vegið á, og síðan helt úr því niður í bátinn sem haldið var fast að skipshlið- inni. Þegar fullfermi var komið, var bátnum róið í land og af bátsmonnum þar kolunum mok- að í poka 60 og allt að 100 pund- um í livern og þeir síðan bornir upp af karlmönnum og oft einn- ig af konum. Var þetta bæði ó- þrifalegt og erfitt, því burðurinn var langur þegar lágsjávað var. Saltið var aftur á móti flutt í land í pokum, hálf tunna mæld í hvern og var pokinn að þyngd frá 130 til 160 pund og kom fyrir að ií tunnan var 180 pund. Þetta var borið upp á bakinu og báru flestir þannig að botn pokans hvíldi á öxlunum og haldið í opið fyrir ofan höfuð sér, þótti það léttara en að láta pokann hvíla á bakinu og halda í opið á annarri hvorri öxlinni. Fyrir kom að konur báru upp salt á bakinu, jafnt og karlmenn. Togararnir, sem voru litlir, og sem íslendingar voru á ásamt Englendingum, komu inn einn á dag, sinn hver á hverjum degi og losuðu þorsk hausaðan og innanífarinn, en óflattann; koli og ýsa var ísuð, og sigldu skipin með það hálfsmánaðarlega. Fisk urinn var flattur í landi, 'saltað- ur og verkaður til útflutnings. Skapaði þetta feikna mikla. at- vinnu, því aðstæður allar voru erfiðar og mannfrekar. Eg vann lítið við fiskinn, en var ásamt Jóhannesi Einarssyni heitnum við vatnsflutning út í togara. Hver þeirra juirfti er hann kom inn 30—60 tunnur af vatni á ketil og til neyzlu. Það varð að taka það í læknum, þar sem því var ausið á 120 potta tunnur. Var þetta gjört nálægt því þar sem suðurendi lyfjabúðarinnar er nú. Síðan bárum við í kað- albörum túnnuna vestur á Linn- etsbryggju er var aðeins vestan- til við fiskgeymsluhús það er snýr gafli að Strandgötunni og sem Loftur Bjarnason útgerðar- maður á nú. Oftast vorum við aðeins tveir í vatninu, ausa því í tunnurnar, bera það, koma því í uppskipunarskipið og losa tunn urnar þegar um borð var kom- ið. Hefði eftirvinna verið borguð hefðum við haft talsvert fram yfir aðra, því ekki gátum við losað vatnið fyrr en öll önnur vinna um borð var búin. Fyrir nokkrum árum fann ég vinnubók er ég hafði skrifað í vinnu mína þetta ár, sá ég þar að vikukaup mitt liafði verið frá 14 og allt upp í 23 krónur og voru þá tímarnir 14—18 alla daga vikunnar. Unnið var jafnt sunnudaga sem rúmhelga, þó var öllum gefið frí sunnudaginn 2. ágúst. Þá var Jojóðhátíð í Reykjavík, veður ágætt sólskin og blíða. Fór því margt af fólki inneftir til að skemmta sér, flest gangandi, en ^instaka maður ríð ahdi. Meðal annarra skemmtiata-iða þar voru veðreiðar. Jörgen Hans en kaupmaður átti þar skeiðhest brúnan að lit og reið honum stórbóndi af Alftanesi, er skömmu síðar flutti til Ameríku. Brúnn vann á skeiðinu langt á undan öðrum hestum er reyndir voru. Fólkið klappaði og hrópaði margfalt húrra fyrir gæðingn- um. Engin áhrif hafði Jretta á hestinn, en reiðmanninum varð það á, að taka ofan og Veifa hattinum til fólksins — sjálfsagt í kurteisisskyni — en Jietta Jroldi brúnn ekki og hljóp af skeið- inu rétt áður en marki var náð. Þegar heim var komið um kvöldið kl. um 11 lágu boð heima að koma í kolavinnu. Kolaskip hafði komið um dag- inn, og var byrjað að losa það þá um nóttina og svo unnið all- an næsta dag fram á kvöld. Meðal margs annars sem mér er minnisstætt frá þessu sumri kom dálítið fyrir, sem mér er sérstaklega minnisstætt. Um haustið hafði einn af togurum félagsins strandað á skeri út af Alftanesi, þetta var seinni hluta dags. Slagveðurs landsynnings rigning var um kvöldið, er ég og fleiri karlar fengu boð um að fara suður á banka og grafa Jiar undan Jnlbát er „Solid“ hét og lá Jiar í fjörunni. Ef báturinn næðist út átti að fylla hann af tómum tunnum og fara með í togarann og reyna að fleyta hon- um á þeim af skerinu. Við hitt- umst margir hjá Arahúsi og biðum J>ar þemra er vantaði. Barst J)á tal að því á milli okk- ar Jóns Einarssonar að nú væri tækifæri að fá kaupið hækkað, þó ekki væri nema um 2 eða 5 aura um tímann. Karlarnir urðu svo hrifnir, eins og þetta væri þegar fengið. Er allir \'oru mættir, sem áttu að vinna við „Solid“ um nóttina, var lagt af stað vestur að skrifstofu félags- ins, J>ví þar voru Mundal, sem var norskur og Magnús Blöndal, er voru æðstu menn félagsins, sfaddir. Þegar að Brydeshúsi var komið, var farið að dofna yfir mannskapnum, og vildu þá margir helzt aftur snúa og ekki gátum við Jón talið þann kjark í neinn að hann fengist til að fara upp með okkur og tala við herrana, við fórum því tveir (Framhald á bls. 6)

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.