Morgunblaðið - 02.11.2010, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keflvíkingar hafa ekki byrjað leiktíðina vel í
Iceland Express deildinni í körfuknattleik
karla í haust og hafa tapað þremur leikjum af
fimm. Sú staðreynd er að einhverju leyti til
komin af því að Bandaríkjamaðurinn Valent-
ino Maxwell gat ekki leikið vegna hnémeiðsla.
Hann mætti þó til leiks gegn KR í síðustu um-
ferð og skoraði 21 stig.
Þar sem Keflvíkingar ákváðu að bíða eftir
því að hann yrði leikfær, frekar en að senda
hann heim, bendir það til þess að hér sé um öfl-
ugan leikmann að ræða. Serbinn Lazar Trif-
unovic byrjaði frábærlega í sínum fyrsta leik
og skoraði 26 stig gegn KR og tók 10 fráköst.
Þetta bendir til þess að Keflvíkingar séu í svip-
uðum málum og í fyrra varðandi gæði erlendra
leikmanna.
Verði það raunin má nánast gera ráð fyrir
Keflvíkingum í toppbaráttunni, þrátt fyrir að
þeir hafi tapað nokkrum stigum í upphafi
deildarinnar. Á meðan mörg önnur lið hafa
þurft að ganga í gegnum miklar breytingar í
sínum leikmannahópum þá er leikmanna-
kjarninn sá sami í Keflavík. Sverrir Þór Sverr-
isson er reyndar hættur körfuknattleiksiðkun
en hann var í stóru hlutverki hjá liðinu í úr-
slitakeppninni. Að öðru leyti er um sömu lyk-
ilmennina að ræða og undanfarin ár. Gunnar
Einarsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón
Nordal Hafsteinsson og Sigurður Þor-
steinsson munu mynda hryggjarsúluna í lið-
inu. Í sumar var talið líklegt að Sigurður og
Hörður Axel myndu hverfa á braut og reyna
fyrir sér erlendis en úr því varð ekki.
Hörður Axel er leikmaður sem getur gert
gæfumuninn fyrir Keflavík. Hann hefur mikla
hæfileika og hefur margsinnis sýnt hvað í hon-
um býr. Gallinn er bara sá að hann hefur nán-
ast aldrei gert það þegar mest er undir og við
slíkar aðstæður á hann eftir að sanna sig.
Hörður hefur nú aldeilis menn í kringum sig í
Keflavík til að læra af.
Morgunblaðið/hag
Þjálfarinn Guðjón Skúlason á langa sögu að
baki í körfuboltanum í Keflavík.
Sami kjarni leikmanna í Keflavík
Keflavík tefldi fram öflugum er-lendum leikmönnum á síðustu
leiktíð, þeim Draelon Burns og
Urule Igbavboa, en þeir eru báðir
horfnir á braut. Burns varð fyrir
meiðslum í úrslitakeppninni og Nick
Bradford hafði félagaskipti úr
Njarðvík yfir Keflavík og lék með í
úrslitarimmunni gegn Snæfelli.
Einn reyndastileikmaður
Keflavíkur,
Sverrir Þór
Sverrisson, er
hættur en hann
hefur lengi þótt
vera í hópi öfl-
ugustu varn-
armanna deild-
arinnar. Davíð Þór Jónsson er
einnig hættur, Guðmundur Auðunn
Gunnarsson fór til FSu og Almar
Guðbrandsson færði sig yfir til
Grindavíkur. Við þetta má bæta að
leikstjórnandinn Arnar Freyr Jóns-
son gekk aftur í raðir Keflvíkinga
frá Grindavík að loknu síðasta tíma-
bili. Hann staldraði hins vegar stutt
við í þetta skiptið og hélt til Dan-
merkur í ágúst.
Tveir íslenskir leikmenn bættustvið leikmannahóp Keflavíkur.
Sigmar Logi Björnsson kom frá
Tindastóli og Halldór Örn Hall-
dórsson snýr aftur úr meiðslum.
Keflavík mun aftur tefla framtveimur erlendum leik-
mönnum. Annars vegar er það
Bandaríkjamaðurinn Valentino
Maxwell en hann hefur lítið leikið
með enn sem komið er vegna hné-
meiðsla. Hins vegar er um að ræða
Serbann Lazar Trifunovic sem er
nýkominn í bítlabæinn. Trifunovic er
207 cm og mun væntanlega láta
finna fyrir sér undir körfunni en
Maxwell er öllu liprari og getur leik-
ið hvort heldur er sem bakvörður
eða framherji.
Guðjón Skúla-son stýrir
Keflavíkurliðinu
og gerði það einn-
ig í fyrra. Guðjón
tók við fyrir rúmi
ári af hinum sig-
ursæla Sigurði
Ingimundarsyni
sem þjálfaði
Keflavíkurliðið árum saman. Guðjón
fór með Keflavík alla leið í úrslit Ís-
landsmótsins en þar tapaði liðið fyrir
Snæfelli. Guðjón hafði áður þjálfað
Keflavíkur í eitt ár og gerði það
ásamt Fal Harðarsyni tímabilið
2003-2004. Þeir félagar vörðu þá Ís-
landsmeistaratitil félagsins. Guðjón
átti afar farsælan leikmannaferil og
lék átján leiktíðir með Keflavík og
eina með Grindavík.
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keflvíkingar eru lítið í því að flækja
hlutina þegar kemur að markmiða-
setningu og þess háttar í körfubolt-
anum. Nálgun þeirra á slík atriði er
afskaplega einföld. Þar á bæ vilja
menn vinna titla, hafa ekki áhuga á
öðru og þora að lýsa því yfir.
„Ég held að það séu alltaf sömu
markmiðin í Keflavík og það er að
vinna allt sem er í boði. Við förum í
alla leiki til þess að vinna þá og ekk-
ert annað. Það liggur við að fólk í
Keflavík verði fúlt ef það kemur
bara einn titill í hús,“ sagði miðherj-
inn Sigurður Þorsteinsson þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til hans.
Hugarfarið er greinilega hið sama
hjá Keflvíkingum og verið hefur í
gegnum tíðina. Að sögn Sigurðar
eru heldur ekki miklar breytingar á
leikstíl liðsins.
Hafa spilað lengi saman
„Leikur Keflavíkurliðsins breytist
lítið. Menn þurfa að hlaupa eins mik-
ið og þeir geta og taka snögg skot.
Þannig hefur Keflavík spilað í gegn-
um árin,“ benti Sigurður á og segir
litlar breytingar á leikmannahópn-
um hjálpa liðinu. „Við þekkjumst
mjög vel enda spilað lengi saman.
Það er mjög fínt og ætti að hjálpa
mjög mikið myndi ég halda. Mér líst
bara mjög vel á tímabilið. Við byrj-
uðum í smáströggli en erum að laga
það.“
Öflugir útlendingar
Sigurði líst vel á erlendu leik-
mennina tvo en ekki er komin mikil
reynsla á þá. Valentino Maxwell er
nýbyrjaður að spila eftir hnémeiðsli
og Lazar Trifunovic er nýkominn til
félagsins. „Maxwell átti flottan leik
gegn KR á föstudaginn og hann er
að koma til. Hann er mjög flottur
leikmaður sem getur bæði skotið og
keyrt upp að körfunni. Hann gerir
flestallt sem þarf að gera. Lazar er
einnig flottur. Hann er svipaður og
ég á hæð og er sterkur en einnig
mjög duglegur. Við erum líka með
Jón Nordal og erum því vel settir
með hávaxna menn. Ef einhver
meiðist þá fylgir því ekki eitthvert
vesen. Við þurftum að bæta við okk-
ur erlendum leikmanni í fyrra vegna
meiðsla nokkurra leikmanna. Það er
nóg af mönnum hjá okkur í öllum
stöðum og við þurfum ekki að kvarta
yfir því í vetur.“
Jöfn og skemmtileg deild
Sigurður segist reikna með því að
deildin verði jöfn og skemmtileg.
Honum finnst margt benda til þess
að toppbaráttan muni þróast á svip-
aðan hátt og í fyrra þegar mörg lið
blönduðu sér í þá baráttu. „Þetta er
miklu skemmtilegra en þegar eitt
eða tvö lið stinga af. Við sjáum á
árangri Hamars að það eru einnig
breytingar í gangi. Það er bara
skemmtilegt fyrir körfuboltann þótt
mér hafi ekki þótt gaman að tapa
fyrir þeim.“
Talandi um breytingar þá er upp-
eldisfélag Sigurðar, KFÍ, aftur kom-
ið í efstu deild. Sigurður er uppalinn
á Ísafirði og steig sín fyrstu skref í
meistaraflokki með KFÍ. „Ég er bú-
inn að bíða lengi eftir því að fá að
mæta þeim frá því ég fór til Kefla-
víkur. Þetta verður í fyrsta skipti
sem ég lendi í því og ég er mjög
spenntur fyrir þeim leikjum og þá
sérstaklega leiknum fyrir vestan. Ég
þekki alveg Jakann og stemninguna
þar. Ég var á öðru ári í meist-
araflokki þegar KFÍ féll síðast 2006
og lék einnig með þeim í 1. deildinni
árið eftir,“ sagði „Ísafjarðartröllið“
Sigurður Þorsteinsson.
Einföld markmiðasetning
Litlar breytingar á leikmannahópi Keflavíkur Svipaðar áherslur
og áður Sigurður Þorsteinsson bíður spenntur eftir því að mæta KFÍ í vetur
Ljósmynd/Skúli Sigurðsson
Öflugur Sigurður Þorsteinsson er kraftmikill leikmaður og hér reyna tveir Stjörnumenn að halda aftur af honum undir körfunni.
Andri Þór Skúlason 17 ára Miðherji (2,00 m)
Elentínus Margeirsson 33 ára Framherji (1,95 m)
Gunnar Einarsson 33 ára Bakvörður (1,85 m)
Gunnar Stefánsson 31 árs Bakvörður (1,85 m)
Hafliði Már Brynjarsson 17 ára Bakvörður (1,85 m)
Halldór Halldórsson 26 ára Miðherji (2,00 m)
Hörður Axel Vilhjálmsson 22 ára Bakvörður (1,94 m)
Jón Nordal Hafsteinsson 29 ára Framherji (1,98 m)
Ragnar Gerald Albertsson 17 ára Bakvörður (1,95 m)
Sigmar Logi Björnsson 20 ára Bakvörður (1,83 m)
Sigurður G. Þorsteinsson 22 ára Miðherji (2,05 m)
Sigurður V. Guðmundsson 18 ára Bakvörður (1,75 m)
Sævar Freyr Eyjólfsson 17 ára Framherji (1,88 m)
Þröstur Leó Jóhannsson 21 árs Framherji (1,94 m)
Valentino Maxwell 25 ára Framherji (1,93 m)
Lazar Trifunovic 23 ára Miðherji (207 m)
Leikmannahópurinn
KEFLAVÍK VETURINN 2010-2011