Hamar - 13.12.1953, Blaðsíða 9

Hamar - 13.12.1953, Blaðsíða 9
HAMAR 9 Fríkirkjan 40 ára Fríkirkjan hér í bæ er 40 ára í dag, en hún var vígð 13. des. 1913 og verður messað í kirkj- unni í dag kl. 5. Strax og Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður hófst hann handa um að koma sér upp kirkju og sýndi safnaðarfólk þar geysimik inn dugnað og samhug með því að gefa bæði fé og vinnu til kirkjubyggingarinnar, en Dverg ur h.f. tók að sér að sjá um smíði hennar. Kirkjan var strax raflýst og mun vera fyrsta kirkj- an hér á landi, sem rafljós kom í. Þá kom hljóðfæri strax í kirkj- una. Skipt hefur verið um orgel í kirkjunni 2—3 sinnum og er það orgel, sem í henni er nú, það ófullnægjandi, að safnaðar- stjórnin hefur huga á að endur- nýja það og fá nýtt orgel og mun hún fara að vinna að því nú á næstunni. Fyrsti prestur Fríkirkjusafn- aðarins var séra Ólafur Ólafs- son, síðan séra Jón Auðuns og af honum tók núverandi prestur við, séra Kristinn Stefánsson. Fyrstu safnaðarstjórn skipuðu: Jóhannes Reykdal formaður, Egill Egilsson ritari, Oddur ívarsson gjaldkeri, Jón Þórðar- son og Davíð Kristjánsson. — Stofnendur safnaðarins voru 100 manns úr Hafnarfirði og Garða- hreppi. Organistar í kirkjunni hafa verið: Friðrik Bjarnason fyrstur, Kristinn Ingvarsson, Gísli Sigur- geirsson, Salomon Heiðar. Guð- jón Sigurjónsson og núverandi organisti, Hjörleifur Zóphonías- son. Innan safnaðarins hafa starf- að tvö félög , Kvennfélagið og Fræðrafélagið og hafa þau ver- ið kirkjunni til 'mikils styrktar, bæði við að búa hana sem bezt ýmsum gripum og búnaði svo og ekki sízt við þær gagngerðu endurbætur, sem fóru fram á kirkjunni nú fyrir tveimur til þiernur árum. A 40 ára afmæli safnaðarins var hafizt handa um fjársöfnun til að greiða kostnaðinn, sem varð við að endurbæta kirkjuna og varð vel ágengt í þeim efn- um. Er safnaðarstjórnin mjög þakklát fyrir þann góða stuðn- ing, sem kirkjan og söfnuðurinn naut þá. Safnaðarstjórn skipa nú: Guð- jón Magnússon form., Jón Ein- arsson varaform., Gísli Sigur- geirsson ritari, Jón Sigurgeirs- son gjaldkeri og Jón Kristjáns- son. I varastjórn eru Guðjón Jónsson og Jóhann Tómasson, en hann hefur verið lengst allra í safnaðarstjórninni. Frá Fegrunarfélaginu (Framhald af bls. 8) þeir Stefán Jónsson, Kristinn Magnússon og Þorvaldur Árna- son. Meðlimir félagsins eru nú 260 einstaklingar og 6 fyrirtæki. Stjórn fegrunarfélagsins skipa nú: Valgarð Thoroddsen, Krist- inn Magnússon, Ólafur Elísson, Júlíus Nýborg, Ásgeir Stefáns- son, sr. Garðar Þorsteinsson og Stefán Jónsson. HAM AR Næsta blað, sem kemur út verð- ur jólablaðið og verður það síðasta blaðið á þessu ári. Fréttatilkynning frá Landsbanka íslands Bætur á sparifé. Samkvæmt lögum um gengisskrán- ingu, stóreignaskatt o. fl., nr. 22/ 1950, 13. gr., svo og bráðabirgðalög- um 20. april 1953, á að verja 10 milljónum króna af skatti þeirn, sem innbeinrtist samkvæmt lögunum til þess að bæta verðfall, sem orðið hef- ur á sparifé einstaklinga. Landsbanka Islands er með fyrr- greindum lögum falin framkvæmd þessa máls. Frestur sá, sem settur var upphaf- lega til að sækja um bætumar, hefur nú, skv. ákvörðun viðskiptamálaráðu- neytisins, verið framlengdur til næstu áramóta. Hér á eftir er gerð stutt grein fyr- ir reglum þeim, er gilda um greiðslu bóta á sparifé. Skilyrði bótaréttar. 1) Bótarétt hafa aðeins einstakl- ingar, sem áttu sparífé í spari- fjárreikningum innlánsstofnana eða í verzlunarreikningum fyr- irtækja á tímabilinu 31. desem- ber 1941 til 30. júní 1946. — Innstæður á sparisjóðsávísana- bókum em bótaskyldar, en hins vegar greiðast ekki bætur á inn- stæður í hlaupareikningum og liliðstæðum reikningum. 2) Bætur greiðast á heildarsparí- fjáreign hvers aðila í árslok 1941, svo framarlega sem heild- arsparifjáreign hans 30. júní 1946 er að minnsta kosti jafn- há heildarupphæðinni á fyrri tímamörkunum. En sé heildar- spariféð lægra 30. júní 1946 en það var í árslok 1941, þá eru bæturnar miðaðar við lægri upphæðina. 3) Ekki eru greiddar bætur á heild- arsparifjáreign, sem var lægrí en kr. 200.00 á öðru hvom tíma- bilinu eða þeim báðum,. 4) Skilyrði bóta er, að sjtaríféð hafi verið talið fram til skatts á tíma- bilinu, sem hér um ræðir. Þetta skilyrði nær þó ekki til spari- fjáreiganda, sem vom yngri en 16 ára í lok júnimánaðar 1946. 5) Bótarétt hefur aðeins sparifjár- eigandi sjálfur á liinu umrædda tímabili eða ef hann er látinn, lögerfingi hans. 6) Bótakröfu skal lýst í síðasta lagi hinn 31. des. 1953, að viðlögð- um kröfumissi ,til þeirrar inn- lánsstofnunar (verzlunarfyrir- tækis), þar sem innstæða var á mörkunum, 31. desember 1941 og (eða) 30. júní 1946. Umsóknareyðublöð fást í öllum sparisjóðsdeildum bankanna, spari- sjóðum og innlánsdeildum samvinnu- félaga. Sérstök athygli skal vakin á því, að hver umsækjandi skal útfylla eitt umsóknareyðublað fyrir hverja innlánsstofnun (verzlunarfyrirtæki), þar sem hann átti innstæðu eða inn- stæður, sem hann óskar eftir að komi til greina við úthlutun bóta. Að öðru leyti vísast til leiðbeining- anna á umsóknareyðublaðinu. Heimilt er að greiða bætur þessar í ríkisskuldabréfum. Eftir lok kröfulýsingarfrestsins verð ur tilkynnt, hvenær bótagreiðslur hefjast og hvar þær verða inntar af hendi. Landsbanki íslands. Kuldnulpur á börn og fullorðna, ódýrar. Skcmman Sími 9455. Kristullsvörur mikið úrval, jji • aðeins eitt og tvö stykki af hverri tegund. jji Stebbabúð Jólabazar. - Strandgötu 39. Undtrfntnaður Náttkjólnr úr Nylon — Rayon — Prjónasilki f Sokkabandabelti Lady \ siankbelti tBrjósthöld Skemmait HAFNARFIRÐI* SÍMI:94S5 Það bezta verður ávallt ódýrast! Hvað vantar ( í hátíðamatinn? j IH Meira og glæsilegra vörnúrval 1 en nokkru sinni fyrr. í hótíðamatinn: Svínakótelettur, svínasteik, nautakjöt, buff, gullasch, ;j; hamflettar rjúpur, alikálfakjöt, hangikjöt. Á kvöldborðið: Álegg, alls konar, salöt, harðfiskur o. m. fl. Nýir óvextir: Appelsínur, epli, vínber, grape fruit, mandarinur, jjj cítrónur, hnetur. Þurrkaðir óvextir: Sveskjur, epli, bl. ávextir, perur, ferskjur o. fl. Niðursoðnir óvextir: Perur, kirsuber, ferskjur, plómur, jarðarber, apri- jjj kósur. jjj í jólabaksturinn: Cocosmjöl, Möndlur, Succat, Flórsykur, Súkkulaði, jjj Syróp, Sulta, Hveiti, Strásykur, Puntsykur, Jurta- jp feiti, Smjörlíki, Púðursykur, Vanillesykur, Vanille- jjj stengur, Bökunardropar, Gerduft, Hjartasalt, Carde- jjj mommur, Cacao, Kanill, Negull, Engifer og margt fl. lij Jólavörur: Blómkál, Aspas, Grænar baunir, Gulrætur, Rauð- jjj beður, Blandað grænmeti, Sandv. Spreed. Salad jji Cream, Mayonnaise, Pickles, Hindberjasaft, Tomat- jjj sósa, Bovril, Oxo, Svið, Rækjur, Barnamjöl og margt jjj fleira. Koníektkassar, mikið úrval. Öl, gosdrykkir. Spil, margar tegundir. Kerti: íslenzk og dönsk. Jólahangikjötið auðvitað fró STEBBABÚÐ. GERIÐ JÓLAPÖNTUN YÐAR SEM FYRST Pantið í tíma. Pantið í síma 9291 og 9991. $tebbftbijð b.f. ( Linnetstíg 2. Fjölbreytt úrval af jólagjöfum. Verzlun Berg:þórn Ijborg Sími 9252. Nöiigrmenii! Karlakórinn „Þrestir" óskar eftir nokkrum söngmönnum. Upplýsingar í síma 9393.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.