Morgunblaðið - 20.11.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 20.11.2010, Síða 1
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Evrópuslagur Sverre Jakobsson ætlar að taka vel á móti Haukunum í kvöld. Mætir þeim sem leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi. Ekkert vanmat í gangi hjá Þjóðverjunum. 2 íþróttir Íþróttir mbl.is Það verður sannkallaður Íslend- ingaslagur í Sparkassen-höllinni í Kiel á morgun þegar Þýskalands- og Evrópumeistarar Kiel taka á móti Rhein-Neckar Löwen í fimmtu umferð riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með, er með sjö stig í efsta sæti A-riðils en lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen, sem Ólafur Stefánsson, Ró- bert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru á mála hjá, eru í öðru sæti einnig með sjö stig en markatala liðsins er verri sem munar einu marki. Þetta verður fyrsta rimma lið- anna af þremur sem þau eigast við í á rúmri viku. Á föstudaginn mæt- ast liðin aftur í Meistaradeildinni og þá á heimavelli Rhein-Neckar Löwen og hinn 1. desember eigast liðin við á sama stað í deildinni. „Um Kiel þarf ég ekki mikið að segja. Þetta er topplið í alla staði og ljóst að hver einasti leikmaður í okkar liði verður að spila ef við ætlum okkur að ná fram hag- stæðum úrslitum,“ segir Guð- mundur Þórður á vef Rhein- Neckar Löwen en liðið tapaði fyrsta leiknum undir hans stjórn gegn Flensburg á dögunum. gummih@mbl.is Fyrsta lota af þremur  Alfreð og Guðmundur eigast við í toppslag í Meistara- deild Evrópu  Kiel og Löwen mætast þrisvar á viku Hvorki gengur né rekur hjá liði Los Angeles Clippers í bandaríska NBA-körfuboltanum. Þetta félag, sem lengi hefur staðið í skugganum af nágrönnum sínum í Lak- ers-liðinu, hefur aðeins unnið einn af fyrstu þrettán leikjum sínum í deildinni á þessari leiktíð. Clippers hef- ur nú tapað átta leikjum í röð og miðað við tilþrifin á þessari mynd virðast leikmenn liðsins ekki vita hvort þeir eru að koma eða fara. Myndin er úr síðasta leik Clippers sem var gegn Indiana Pacers og tapaði Clip- pers 80:107. kris@mbl.is Reuters Áttunda tap LA Clippers í röð Hlynur Bærings- son og Jakob Sig- urðarson áttu báðir stórleik þegar lið þeirra Uppsala sigraði Örebro á útivelli 99:89 í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Hlyn- ur náði tvöfaldri tvennu en hann skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Hlynur hefur tekið flest fráköst að meðaltali í deildinni eins og fram hefur komið. Jakob átti ekki síður frábæran leik og skoraði 19 stig, tók 5 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helgi Már Magnússon reyndist sínum fyrrum samherjum í Solna erfiður á sínum gamla heimavelli í Solnahallen. Helgi skoraði 12 stig og tók 6 fráköst í sigri Uppsala 72:67. Logi Gunnarsson var mjög drjúgur fyrir Solna og skoraði 18 stig en það dugði ekki til að þessu sinni. Sundsvall og Uppsala eru í 4.-5. sæti en Solna í 6.-7. sæti deild- arinnar. kris@mbl.is Íslendingarnir öflugir í Svíþjóð Jakob Örn Sigurðarson Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG heldur til Spánar í dag til þess að búa sig undir 2. stig úr- tökumótsins fyr- ir Evrópumóta- röðina í golfi. Birgir mun leika í Andalúsíu, á Arcos Gardens- vellinum, 26.-29. nóvember. Birgir mun dvelja á Spáni við æfingar þar til mótið hefst. Verði Birgir á meðal þeirra sem komast áfram á 3. og síðasta stigið, þá hefst það mót ein- ungis nokkrum dögum síðar. Birgir á góðar minningar frá Arcos Gar- dens en þar fór hann á kostum árið 2007 og komst í framhaldinu inn á mótaröðina. kris@mbl.is Birgir Leifur heldur utan Birgir Leifur Hafþórsson Hanna Guðrún Stefánsdóttir er 31 árs gömul og leikur sem hornamaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem fer á EM í Danmörku. Hún hef- ur verið besti leikmaður Íslandsmótsins und- anfarin tvö ár og þrisvar sinnum alls, og þá var hún markadrottning á síðasta tímabili. Hanna var í 20 ára landsliði Íslands sem lék á HM í Kína fyrir tíu árum. Hanna er þriðja leikjahæsta landsliðskona Ís- lands, á eftir Hrafnhildi Skúladóttur og Berglindi Írisi Hansdóttur, með 92 landsleiki, og hún er líka sú þriðja markahæsta frá upphafi með 365 mörk, á eftir Hrafnhildi og Guðríði Guðjónsdóttur. Hanna hefur leikið allan sinn feril með Haukum þar til hún gekk til liðs við Stjörnuna fyrir þetta keppnistímabil. ÚRSLITAKEPPNI EM KVENNA HEFST EFTIR 17 DAGA Hanna Guðrún Stefánsdóttir Grótta hafði bet- ur gegn ÍR í topp- slagnum í 1. deild karla í hand- knattleik í gær- kvöldi. Seltirn- ingar sigruðu 26:21 fyrir fram- an rúmlega þrjú hundruð áhorf- endur en heima- menn voru einnig yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11. Grótta hefur 13 stig á toppi deild- arinnar en ÍR kemur næst með 11 stig. Gleðigjafinn Sigurður Eggertsson og Þórir Jökull Finnbogason voru markahæstir hjá Gróttu með fimm mörk hvor en Hjalti Þór Pálmason og Árni Benedikt Árnason komu næstir með fjögur hvor. Sigurður Magnússon var markahæstur Breið- hyltinga með sex mörk. kris@mbl.is Grótta vann ÍR í toppslagnum Sigurður Eggertsson Úrvalsdeildarlið HK er nú statt í Volgograd í Rússlandi þar sem liðið mun leika tvo leiki gegn CH Kaus- tik í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik karla. Leikirnir fara fram í dag og á morgun. HK hefur komið talsvert á óvart í N1-deildinni í haust en liðið missti margra sterka leikmenn úr sínum röðum. Liðið er nú í öðru sæti deild- arinnar með 12 stig eftir sex leiki. Toppliðið Akureyri er með jafn mörg stig en á leik til góða á Kópa- vogsliðið. kris@mbl.is HK leikur í Rússlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.