Morgunblaðið - 20.11.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 20.11.2010, Síða 2
VIÐTAL Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Hauka í handknattleik verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í dag en þá mæta þeir þýska liðinu Grosswallstadt í fyrri rimmunni í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar. Síðari leikurinn verður á Ásvöllum um næstu helgi. Landsliðsmaðurinn Sverre Jak- obsson leikur með þýska liðinu og þetta verður í þriðja sinn sem hann mætir löndum sínum í Evrópukeppni. Varnarjaxlinn mikli var í liði Gum- mersbach þegar það mætti Reykja- víkurliðunum Fram og Val fyrir nokkrum árum í Meistaradeildinni. Morgunblaðið sló á þráðinn til Sverre í gær og spurði út í rimmuna við Íslandsmeistarana. „Það er mikil spenna hjá okkur fyr- ir þessu verkefni og ég er sérstaklega spenntur að fá að mæta löndum mín- um. Við eigum í smá basli vegna meiðsla. Skytturnar báðar vinstra megin geta ekki verið með og það veikir okkur eitthvað en það duga engar afsakanir. Það koma bara aðrir í staðinn,“ sagði Sverre. Enginn sem heldur að við völtum yfir Haukana Þið lítið ekkert á að það sé forms- atriði fyrir ykkur að vinna Haukana á ykkar heimavelli? „Ég get alveg lofað þér því að það verður ekkert vanmat í gangi hjá okkur. Við brenndum okkur á því í bikarnum þegar við féllum úr leik fyrir liði úr 2. deildinni. Ég myndi segja að það lið sé ámóta sterkt og Haukarnir en eftir á að hyggja þá var vanmat í gangi hjá okkur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum alla vega það lélegir að við töpuðum þeim leik sem var mikið reiðarslag. Brennir þú þig einu sinni þá er ekkert gaman að gera það aftur og ég trúi ekki öðru en að menn mæti 100% einbeittir í þennan leik á móti Haukunum. Það er enginn hjá okkur sem heldur að við séum að fara að valta yfir Haukana. Við berum virð- ingu fyrir þeim og við erum þannig lið að við getum á góðum degi unnið hvaða lið sem er en á móti getum við tapað fyrir öllum liðum,“ sagði Sverre en lið Grosswallstadt er í 10. sæti þýsku Bundesligunnar, hefur unnið sex leiki og tapað sex. Hefði verið hræddari að mæta Haukum fyrir 2-3 árum Hefur verið leitað til þín um veita upplýsingar um Haukaliðið? „Já, það hefur verið gert. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga um Haukaliðið hjá hinum og þessum að-  Sverre Jakobsson, leikmaður Grosswallstadt, spenntur að mæta Haukunum  Ekkert vanmat og virðing borin fyrir Haukum ilum og svo hef ég fengið senda DVD- diska með leikjum Hauka. Við erum því flestir með það nokkuð á hreinu hvernig Haukarnir spila og leggja upp sína leiki. Maður sér að ákveðin endurnýjun hefur átt sér stað hjá Haukunum og ég hefði verið mun hræddari við Haukaliðið fyrir tveim- ur til þremur árum. Engu að síður þá búum við okkur undir erfiðan leik. Haukarnir hafa engu að tapa. Það eru strákar í liðinu sem vilja sanna sig og gera okkur lífið eins leitt og þeir geta. Svona leikir eru hættulegir en það yrði gífurlegt áfall ef við myndum tapa þessu einvígi. Þetta verður að vinnast með einhverjum hætti,“ sagði Sverre sem er spenntur að koma til Íslands um næstu helgi. „Það er verst að ná ekki einum heil- um degi til að fara með strákana og sýna þeim landið okkar fallega en við þurfum því miður að halda heim á leið strax á sunnudagsmorgun.“ Ánægður hjá Grosswallstadt Sverre, sem 33 ára gamall, hefur verið í herbúðum Grosswallstadt frá því í ágúst í fyrra og það er ekkert fararsnið á honum. „Ég á þetta tímabil og næsta eftir af samningnum en í honum er ákvæði um að ég geti bætt enn einu ári við hann. Grosswallstadt bauð mér samn- ing til 2013 en ég var ekki tilbúinn að binda mig nema til 2012 og sjá svo til. Ég er virkilega ánægður hjá félaginu. Okkur fjölskyldunni líður vel hér og ég hef lítinn áhuga á því að færa mig um set nema eitthvað gríðarlega spennandi komi upp á. Mitt hlutverk í liðinu er það sama og í landsliðinu, það er er binda vörnina saman og það hefur bara gengið vel.“ Morgunblaðið/Golli Sterkur Haukarnir mega eiga von á því að Sverre Jakobsson, leikmaður Gross- wallstadt, fari um þá hörðum höndum í leiknum í Þýskalandi í kvöld. „Gífurlegt áfall að tapa þessu einvígi“ 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Grétar Rafn Steinsson gæti spilað sinn 100. leik fyrir Bolton um helgina þegar liðið fær Newcastle í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Með sigri kemst Bolton í 22 stig eða jafnmörg og Manchester City. Bæði lið hafa spilað mjög vel það sem af er tíma- bilinu, Bolton er í 5. sæti með 19 stig og Newcastle með 18 stig í 8. sæti. Mikið hefur verið talað um fjárhagsvandræði Bolton undanfarna daga en leik- menn liðsins virðast ekki láta slíka umræðu á sig fá. Grétar Rafn Steinsson var í banni í síðasta leik en ef Owen Coyle ákveður að breyta liðinu sem vann Wolves 3:2 og spila Grétari verður þetta hans 100. leikur fyrir félagið. Grétar kom til liðsins árið 2008 frá AZ Alkmaar. Þetta verður ekki bara áhugaverður leikur fyrir Grétar ef hann spilar heldur er fyrrverandi hetja og fyrirliði Bolton, Kevin Nolan að koma aftur á Reebook Stadium. Nolan var hjá félaginu í 12 ár og skor- aði 50 mörk í 345 leikjum. Nokkuð er um forföll í liði gestanna en Steve Harper markvörður, Ben Arfa, Dan Gosling og Ryan Taylor eru meiddir og þá er vandræða- gemsinn Joey Barton í banni sem og Cheik Tiote. Hjá Bolton eru Kevin Davies, Ricardo Gardner, Jay ÓBrien og JLoyd Samuel allir á meiðslalista. omt@mbl.is Grétar gæti spilað 100. leikinn Grétar Rafn Steinsson Um 40 manna hópur stuðningsmanna Hauka er mættur til Frankfurt í Þýskalandi og ætlar að styðja við bakið á liðinu gegn þýska liðinu Gross- wallstadt í dag, en liðin eigast við í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Leikurinn fer fram í Grosswallstadt en um hálftíma akstur er þangað frá Frankfurt. Leikur liðanna hefst klukk- an 18 að íslenskum tíma, eða klukkan 19 að stað- artíma. „Það er góð stemning í hópnum. Við búum okk- ur undir að sjá góðan og skemmtilegan handbolta- leik. Við vitum að strákarnir geta spilað betur en þeir hafa gert í deildinni og ég treysti þeim til að standa sig vel gegn þessu sterka liði. Svo segir sag- an að það er ekki auðvelt fyrir þessi útlendu lið að spila á Ásvöllum,“ sagði Valdimar Óskarsson, for- Um 40 Haukamenn í Enska knatt-spyrnu- sambandið þarf að borga Liver- pool 500 þúsund pund vegna meiðsla Stevens Gerrards, fyr- irliða liðsins. Gerrard meiddist á lokamínútum í landsleiknum gegn Frökkum en Liverpool fór fram á að hann spilaði aðeins í 60 mínútur. Gerrard gæti verið frá í allt að 4 vik- ur en knattspyrnusambandið greiðir með þessari sekt laun hans á meðan hann er meiddur.    Enska knattspyrnusambandiðskýrði frá þessu í gær og lagði áherslu á að greiðslurnar kæmu frá tryggingafélagi, samkvæmt nýjum samningum, og Arsenal og Totten- ham hefðu fengið sambærilegar greiðslur þegar Theo Walcott og Jermain Defoe urðu fyrir meiðslum í landsleikjum.    JermainDefoe, sókn- armaður Totten- ham, er búinn að jafna sig að fullu af ökklameiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í tvo mánuði og getur spilað í ná- grannaslagnum gegn Arsenal í dag. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, staðfesti í gær að Defoe yrði í leikmannahópi sínum á Em- irates-leikvanginum.    Nígeríski landsliðsmaðurinn Chi-nedu Obasi, samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá þýska liðinu Hoffenheim, þarf að gangast undir aðgerð á sköflungi og verður frá keppni næstu mánuðina. Obasi er 24 ára gamall framherji sem gekk í rað- ir Hoffenheim fyrir þremur árum. Hann hefur skorað 13 mörk í 51 leik með liðinu en hefur aðeins náð að spila fjóra leiki með liðinu á þessu tímabili.    Orri Gústafsson og Haukur Hin-riksson skrifuðu á dögunum undir nýja tveggja ára samninga við fyrstu deildar lið KA í knattspyrnu. Þeir félagar eru báðir fæddir árið 1990 og eru uppaldir hjá félaginu. Fólk sport@mbl.is 1. deild karla Fjölnir – Stjarnan .................................26:36 Grótta – ÍR.............................................26:21 Staðan: Grótta 8 6 1 1 221:193 13 ÍR 8 5 1 2 238:211 11 ÍBV 7 4 3 0 189:174 11 Stjarnan 8 5 0 3 237:194 10 FH U 8 4 0 4 220:224 8 Víkingur R. 8 3 1 4 231:227 7 Selfoss U 7 1 0 6 172:212 2 Fjölnir 8 0 0 8 172:245 0 HANDBOLTI 1. deild karla FSu – Skallagrímur.............................87:70 FSu: Richard Field 29/13 fráköst, Valur Orri Valsson 20, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 11, Orri Jónsson 8, Sæmund- ur Valdimarsson 7, Svavar Stefánsson 6, Arnþór Tryggvason 4/5 fráköst, Sigur- björn Jónsson 2. Skallagrímur: Darrell Flake 19/11 frá- köst, Halldór Gunnar Jónsson 18, Hafþór Ingi Gunnarsson 16/6 fráköst, Mateuz Zowa 10/9 fráköst, Ragnar Ólafsson 5/4 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 2. Þór Þ. – Laugdælir............................106:69 Þór Þ.: Eric James Palm 30/8 fráköst/7 stoðsendingar, Vladimir Bulut 27/17 frá- köst, Þorsteinn Már Ragnarsson 22, Emil Karel Einarsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hjalti Valur Þorsteinsson 5/4 fráköst, Bjarki Gylfason 4/5 fráköst, Ágúst Örn Grétarsson 2, Jónas Ástþór Hafsteinsson 2. Laugdælir: Bjarni Bjarnason 21, Pétur Már Sigurðsson 15/5 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 14/5 fráköst, Arnór Yngvi Hermundarson 7/5 fráköst, Haukur Már Ólafsson 5/9 fráköst, Jón H. Bald- vinsson 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bald- ur Örn Samúelsson 2. Staðan: Þór Þ. 6 6 0 615:456 12 FSu 6 5 1 537:443 10 Þór A. 6 5 1 520:456 10 Skallagrímur 6 3 3 475:504 6 Valur 6 3 3 578:507 6 Breiðablik 5 2 3 381:381 4 Ármann 6 2 4 481:556 4 Laugdælir 7 2 5 512:579 4 Leiknir R. 5 1 4 373:480 2 Höttur 7 1 6 484:594 2 NBA-deildin Indiana – LA Clippers...................... 107:80 Orlando – Phoenix ............................. 105:89 Portland – Denver............................... 86:83 Efstu lið í Austurdeild: Boston Celtics 11 9 2 81,8% Orlando Magic 11 8 3 72,7% Atlanta Hawks 12 8 4 66,7% Miami Heat 11 7 4 63,6% Efstu lið í Vesturdeild: New Orl. Hornets 10 9 1 90,0% San Antonio Spurs 10 9 1 90,0% Los Angeles Lakers 12 10 2 83,3% Dallas Mavericks 10 7 3 70,0% Svíþjóð  Örebro – Sundsvall...........................89:99  Solna – Uppsala................................67:72 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Evrópukeppni bikarhafa kvenna: Framhús: Fram – Podatkova ................ L19 Framhús: Fram – Podatkova ................ S17 Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Kaplakriki: FH – Akureyri............... L15.45 Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan ......... L13 Kaplakriki: FH – Grótta ................... L13.45 Austurberg: ÍR – Haukar...................... L16 1. deild karla: Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss U........ L15 Eimskipsbikar karla, 16 liða úrslit: Vodafone-höll: Valur 2 – Valur.............. L16 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IE-deildin: Ásgarður: Stjarnan – ÍR ................... S19.15 DHL-höllin: KR – Tindastóll............... 19.15 Ásvellir: Haukar – Snæfell .................. 19.15 Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Hamar ......... L15 DHL-höllin: KR – Haukar..................... L16 Dalhús: Fjölnir – Grindavík .................. L16 Toyota-höllin: Keflavík – Njarðvík ....... L17 1. deild karla: Austurberg: Leiknir R. – Breiðablik .... S16 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Akureyri: SA Víkingar – SR............. L17.30 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Fimmtándu silfurleikar ÍR fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri hefjast í Laug- ardalshöllinni með morgni og standa yfir þar í allan dag. Keppt er í öllum aldurs- flokkum, frá 8 ára og yngri og upp úr. Mótslok eru klukkan 17. SKYLMINGAR Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fer fram í Skylmingamiðstöð- inni í Laugardal, Baldurshaga, í dag og á morgun. Keppt er í flokkum unglinga og fullorðinna. Í dag er keppt frá kl. 10.15 til 17.45 og á morgun kl. 10.30 til 17. BLAK Leikið verður í bikarkeppni karla og kvenna, Bridgestone-bikarnum, í Nes- kaupstað um helgina. Sex lið keppa í meist- araflokki karla og átta lið í meistaraflokki kvenna. Þar er um riðlakeppni að ræða og komast sigurvegarar helgarinnar beint í undanúrslit. Hin liðin keppa að nýju í Ás- garði í Garðabæ í febrúar um tvö laus sæti í undanúrslitum. Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.