Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 3
VIÐTAL
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Við vitum nærri ekkert um þetta lið
og rennum þar af leiðandi nokkuð
blint í sjóinn,“ sagði Stella Sigurð-
ardóttir, handknattleikskona hjá
Fram, spurð um viðureignirnar tvær
við Podatkova frá Úkraínu í 3. um-
ferð Evrópukeppni bikarhafa. Báðir
leikirnir fara fram hér á landi. Sá
fyrri klukkan 19 í dag en sá síðari
klukkan 16 á morgun. Stella segir
stuðning áhorfenda mikilvægan.
„Við ætlum okkur að komast í næstu
umferð og ljúka þar með árinu með
Fram án taps, bæði í deild og Evr-
ópukeppni,“ sagði Stella.
„Við höfum frétt að lið Podatkova
er skipað frekar ungum leik-
mönnum. Það kemur bara allt í ljós
þegar leikurinn hefst hvernig þetta
lið er. Við munum búa okkur vel
undir leikina sem eru okkur mik-
ilvægir því við erum ákveðnar í að
fara áfram í næstu umferð keppn-
innar,“ segir Stella og bætir við að
þátttakan Í Evrópukeppninni skipti
miklu. Hún er ákveðið krydd í til-
veruna. „Bæði hafa leikirnir verið fá-
ir í deildinni hér heima það sem af
er, auk þess sem við fáum ekki mikið
út úr sumum leikjunum þar sem
mikill getumunur er á milli okkar og
margra liðanna.“
Fram komst áfram úr annarri um-
ferð eftir að hafa lagt svissneska lið-
ið Brühl í tveimur viðureignum ytra.
Stella segir miklu máli skipta að
fá tækifæri til að spila báða leikina
við Podatkova hér á landi. Einnig
skipti stuðningur áhorfenda miklu.
„Ég vil skora á alla handbolta-
áhugamenn að mæta á leikina og
styðja við bakið á okkur,“ segir
Stella en leikmenn Framliðsins fjár-
magna hluta af kostnaðinum við
þátttökuna í Evrópukeppninni. Þess
vegna skiptir hver króna sem kemur
í kassann í aðgangseyri miklu máli.
„Við höfum selt ýmiskonar varning í
haust og í vetur til að fjármagna
þátttöku okkar. Síðan stóðum við
fyrir kvennakvöldi um síðustu helgi í
samvinnu við stjórnina. Allt til að
safna peningum til að greiða kostnað
vegna Evrópukeppninnar. Við erum
alveg til í að halda áfram að safna því
okkur langar að ná lengra í keppn-
inni,“ segir Stella sem samhliða
spilamennskunni hjá Fram er einnig
í íslenska landsliðinu sem hefur und-
irbúning fyrir lokakeppni Evr-
ópumótsins á mánudaginn.
Fyrir leikinn í kvöld, sem hefst
klukkan 19, í íþróttahúsi Fram við
Safamýri stendur félagið fyrir fjöl-
skyldu-grillveislu þar sem boði
verða hamborgarar og gos gegn
vægu gjaldi. Hægt verður að kaupa
aðgöngumiða sem gildir á báða leik-
ina á kr. 1.500.
Morgunblaðið/Ómar
Hörkuleikir Stella Sigurðardóttir og samherjar í Fram freista þess að slá úkra-
ínska liðið út í tveimur leikjum í Safamýrinni um helgina.
Fram tekur á móti Podatkova
Ætlum okkur
að fara lengra
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Þriðjudaginn 23. nóvember 2010 kl. 9:00 – 16:00
Íþ
ró
tt
a-
og
Ó
ly
m
pí
us
am
ba
n
d
Ís
la
n
ds
Lyfjamisnotkun og íþróttir
Háskóli Íslands í samstarfi við Lyfjaeftirlit ÍSÍ stendur fyrir málþingi um lyfjamisnotkun
og íþróttir. Málþingið er hluti af námskeiði á vegum 5. árs nema í klínískri lyfjafræði
við HÍ.
Meðal þess sem fjallað verður um er lyfjamisnotkun í íþróttum, náttúruefni og
fæðubótarefni auk notkunar vefjaaukandi efna og stera.
Málþingið fer fram í Háskóla Íslands við Stakkahlíð, í salnum Bratta.
Aðgangur er ókeypis og málþingið er
öllum opið meðan húsrúm leyfir
Dagskrá og frekari
upplýsingar má finna á
www.isi.is
Landssamtök
eldri kylfinga
Aðalfundur LEK verður haldinn
í golfskála Keilis (GK) Steinholti 1, 220 Hafnarfirði
sunnudaginn 28. nóvember 2010. kl. 14:30
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna.
2. Önnur mál.
Kaffiveitingar að loknum aðalfundarstörfum.
Nánari upplýsingar og fundargöng má nálgast á www.lek.is
Stjórnin.
Íslenskt skíða-fólk á aldr-
inum 15-19 ára
tekur nú þátt í
Fismótum í Nor-
egi. Keppt var í
stórsvigi í gær
og einnig er stór-
svig á dag-
skránni í dag.
María Guðmundsdóttir náði best-
um árangri íslensku keppendanna
þegar hún hafnaði í 24. sæti í
kvennaflokki. Þrjár höfnuðu á svip-
uðum slóðum, Katrín Kristjáns-
dóttir í 56. sæti, Freydís Halla Ein-
arsdóttir í 58. sæti og Fanney
Guðmundsdóttir 59. sæti. Helga
María Vilhjálmsdóttir varð í 78.
sæti og Erla Ásgeirsdóttir í 88.
sæti. Um 140 keppendur tóku þátt í
kvennaflokki.
Í karlaflokki stóð Jón Gauti Ást-valdsson sig best íslensku
strákanna en hann hafnaði í 28.
sæti. Sturla Snær Snorrason kom
skammt á eftir í 32. sæti. Róbert
Ingi Tómasson varð í 53. sæti. Um
120 keppendur tóku þátt í karla-
flokki.
Körfuknatt-leiksdóm-
arinn Sigmundur
Már Herberts-
son er á ferð og
flugi þessa dag-
ana. Eins og
fram hefur komið
mun Sigmundur
dæma leik TTT
Riga og USO Mondeville í Lett-
landi hinn 24. nóvember. Sigmund-
ur mun í kjölfarið fara utan á ný og
dæma í Belgíu 30. nóvember. Um
er að ræða leik Antwerpen Giants
frá Belgíu og Enterprice BC Dy-
namo Moskvu frá Rússlandi í
áskorendakeppni Evrópu. Sig-
mundur dæmir aftur í Belgíu 1.
desember og þá í Evrópukeppni
bikarhafa í kvennaflokki. Leikurinn
er á milli Lotto Young Cats frá
Belgíu og ESB Lille Metropole frá
Frakklandi.
Fólk sport@mbl.is
Ragna Ingólfsdóttir féll í gær út í 16-
manna úrslitum Norwegian Inter-
national, alþjóðlega badmintonmóts-
ins í Noregi, þegar hún beið lægri hlut
fyrir Chloe Magee frá Írlandi í odda-
lotu.
Ragna byrjaði betur og vann fyrstu
lotuna 22:20 eftir framlengingu. Mag-
ee sneri blaðinu heldur betur við í
annarri lotu og vann af öryggi, 21:9,
og svo oddalotuna 21:15.
Magee var metin sjöunda sterkust
á mótinu en Rögnu var ekki raðað fyr-
irfram á meðal átta sterkustu.
Fyrr um daginn vann Ragna sigur
á Sanya Herzig frá Sviss í 1. umferð
keppninnar. Ragna vann 21:12 og sú
svissneska þurfti síðan að hætta
keppni.
Kári Gunnarsson og Atli Jóhann-
esson kepptu í tvíliðaleik karla í gær
og töpuðu fyrir Filip Myhren og Adi-
tya Putra frá Svíþjóð, 19:21 og 12:21.
Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug
Jóhannsdóttir kepptu í tvíliðaleik
kvenna og töpuðu fyrir Miu Sejr Niel-
sen og Söru Thygesen frá Danmörku,
12:21 og 15:21. vs@mbl.is
Ragna féll í oddalotu
maður handknattleiksdeildar Hauka, við Morgun-
blaðið en hann fer með stuðningsmannaliði Hauk-
anna.
Frítt á seinni leikinn á Ásvöllum
Síðari leikur Hauka og Grosswallstadt verður á
Ásvöllum á laugardaginn eftir viku og verður frítt
á leikinn í boði Rio Tinto Alcan. „Ég á von á kjaft-
fullu húsi þegar við tökum á móti Þjóðverjunum,“
sagði Valdimar.
Íslandsmeistararnir fóru út með sitt sterkasta
lið að varnarjaxlinum Gunnari Berg Viktorssyni
undanskildum sem á við meiðsli að stríða. Haukar
slógu út Conversano frá Ítalíu í síðustu umferð
með tveimur sigrum á Ásvöllum.
gummih@mbl.is
í Grosswallstadt
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segir ekki útilokað
að hann spili með Hoffenheim í dag en þá sækir liðið Frank-
furt heim í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.
„Þetta lítur miklu betra út í dag og batinn hefur verið skjót-
ari en ég reiknaði með. Ég mun alla vega fara með liðinu til
Frankfurt og það kemur síðan í ljós á morgun (í dag) hvort ég
get spilað eða ekki. Ætli séu ekki helmingslíkur á að ég geti
spilað,“ sagði Gylfi Þór við Morgunblaðið í gær.
Meiðsli í ökkla tóku sig upp hjá Gylfa í leiknum við Freib-
urg um síðustu helgi og gat hann ekki tekið þátt í lands-
leiknum gegn Ísrael á miðvikudagskvöldið vegna þeirra.
Læknir sem skoðaði myndir af ökklanum mat það svo í fyrstu
að Gylfi yrði frá í nokkrar vikur en Gylfi sagði við Morg-
unblaðið að læknirinn hefði skipt um skoðun eftir að hafa
þreifað á ökklanum og skoðað hann betur.
gummih@mbl.is
Gylfi gæti spilað gegn Frankfurt