Hamar - 22.12.1956, Blaðsíða 11

Hamar - 22.12.1956, Blaðsíða 11
22. desember 1956 HAMAR 11 & Fegurð Hnmarkots Hamars er mcr retíð bugstmð - segir Árni Helgason ræðismaður íslands í Chicago. Þeir eru orðnir margir, þeir íslendingar, sem sezt hafa að í Vesturheimi. Tugum og jafnvel hundruðum saman héldu lands- menn vestur um haf á síðari hluta nítjándu aldar, og margir fóru einnig á fyrstu árum þess- arar aldar. Marga knúði örbirgð- in og fátæktin að heiman, en aðra heillaði ævintýralöngunin og útþráin til fararinnar. Islandi er mikil eftirsjá í öllum sínum sonum og dætrum, sem flutzt hafa vestur um haf. I þeirra hópi eru fjölmargir dugnaðar og gáfu menn, sem Islenzka þjóðin hafði ekki efni á að missa úr landi. Mun tjón það, er Is- lendingar biðu við fólksflutn- ingana til Ameríku seint full metið. En þeir íslendingar, sem vest- ur fóru hafa fjölmargir uniiið ættjörð sinni heiður og gagn. Með dugnaði sínum og gáfum liafa þeir á unnið sér virðingu í hinum nýju heimkynnum og og orðið þjóð sinni þannig til sóma. Fjölmargir hafa þéir líka, þó í annari heimsálfu væru, unn- ið málefnum Islands mikið gagn og reynzt sínu gamla ættlandi í alla staði góðir synir. ----★----- Einn þeirra Islendinga, sem fór til Ameríku á öðrum tug þessarar aldar, er Hafnfirðing- urinn dr. Arni Helgason ræðis- maður í Chicago. Dr. Arni Helgason er þegar orðinn þjóð- kunnur maður hér heima, fyrir hin ýmsu störf sín. Hvergi mun þó Árni eiga stærri hóp vina og skyldmenna, en einmitt hér í fæðingarbæ sínum, Hafnarfirði. Ritstjóri Hámars átti því sam- tal við dr. Árna, er hann var hér á ferð eigi alls fyrir löngu, og fer samtalið hér á eftir: „Þú er't fæddur hér í Firðin- um, Árni, er ekki svo?“ „Jú, ég er fæddur hér í Hafn- arfirði 16. marz árið 1891, segir Arni, foreldrar mínir voru þau Sigríður Jónsdóttir frá Setbergi og Helgi Sigurðsson, sem var Hafnfirðingur." Húsið, sem Arni Helgason fæddist í stóð einmitt þar, sem pósthúsið er nú og var nefnt Helgahús. Munu margir gamlir Hafnfirðingar muna eftir jiví. „Hvað getur þú sagt mér af uppvaxtarárum þínum hér í Hafnarfirði?“ „Það er nú auðvitað sitt hvað hægt að segja frá þeim árum, þó margt sé að sjálfsögðu farið að fyrnast frá þeim tíma. Eg var 4 ár í barnaskóla hér í Hafnar- firði. Eru margir af skólabræðr- um mínum og jafnöldrum frá þessum tíma nú mikils virtir borgarar hér í Hafnarf., t.d. Jóel Dr. Árrxi Helgason ræðismað- ur lslands í Cliicago er einn þeirra lslendinga, sem héldu til Vesturheims í byrjun þessarar aildar. Þar hefur hann nú verið búsettur í rúma fjóra áratugi, Hann lauk meistaraprófi í verkfræði nokkrum árum eftir að Itann kom vestur og starfaði sem tjrirverkfræðingur og síðar sem forstjóri stórs iðnfyrirtækis, þar til árið 1953. Þrátt ftyrir umfangsmikil störf í sínum nýju heimkynnum, þá hefur dr. Árni Helgason ætíð haldið tryggð sinni við sitt gamla ættland Island. Við fæðingarbæ sinn Hafnar- fjörð hefur hann eínnig haldið °g sýnt í verki, er hann gaf Þjóðkirkju Hafnarfjarðar for- kunnafagra stjaka nú fyrir nokkr- um árum, að hann ann ennþá fæðingarbæ sínum, þrátt fyrir áratuga dvöl í annarri heimsálfu. Ingvarsson skósmíðameistari, Jón Gestur Vigfússon gjaldkeri í Sparisjóðnum, Ásgeir Stefáns- son forstjóri og Magnús Magn- ússon frá Skuld. Nú af yngri mönnum, sem þá voru að alast hér upp man ég vel eftir Ingólfi Flygenring, Benedikt Gröndal verkfræðing og mörgum fleir- um“. „Þú mannst nú kannski eftir einhverjum minnisverðum at- burðum hér í Firðinum frá þess- um tíma, sem gaman væri að minnast?“ „Jú, víst man ég það. Ég man til dæmis vel eftir því er rafmagn kom fyrst í Hafnarfjörð árið 1904. Við strákarnir vorum mjög spenntir að sjá þegar verið var að kveikju á kvöldin. Hópuðumst við þá oft margir upp að virkjun- inni hans Jóhannesar Reykdals, þegar Jón Þórðarson frá Hliði á Álftanesi kom á kvöldin til þess að kveikja ljósin.“ „Hvað tók nú við hjá þér, eftir að barnaskólanáminu lauk?“ „Eftir barnaskólanámið og ferminguna, en ég var fermdur í Bessastaðakirkju af séra Jensi Pálssyni, þá fór ég í Flensborg- arskólann. V ar ég þar í tvo vetur. Þaðan lauk ég nú samt ekki gagn- fræðaprófi, því áður en að því kom hóf ég nám i skósmíði hjá Oddi Ivarssyni, sem þá hafði skóvinnustofu, þar sem Pósthús- ið er nú. Fékkst ég í nokkur ár við skósmíðar, en lagði hana þó á hilluna síðustu árin áður en ég fór vestur um haf og vann ]iá við ýmsa algenga erfiðisvinnu." „Varstu ekki þátttakandi í fé- lagsstarfsemi hér í bænum á upp- vaxtarárum þínum?“ „Jú, ég hafði mikinn áhuga á félagsmálum. Ég starfaði mikið í Ungmannafélaginu, sem þá var hér starfandi og tók mikin þátt í íþróttum. Ég lærði að synda í sjónum, og kendi sund í 3 ár í Hafnarfirði. Um tíma var ég meira að segja formaður Ung- mannafélagsins. Það félag beitti sér fyrir ýmis konar gagnlegum málefnum, meðal annars þá man ég eftir því, að við gerðum til- raun með skógrækt hér í Firðin- um. Var það út við Víðistaði. — Hlóðum við þar skjólvegg og má vel vera, að eitthvað af honum standi enn þá. Er þetta að öllum líkindum einhver fyrsta tilraun sem gerð var með skógrækt, hér í Hafnarfirði. Nú er Hafnar- fjörður hins vegar, eins og allir vita, einn af meiri skógræktar- bæjum þessa lands, og Hellis- gerði einhver fegursti skrúðgarð- ur landsins." „Já, þér finnst Hellisgerði fag- urt eins og flestum, er þangað koma.“ „Já, mér finnst Hellisgerði dá- samlegur staður, svarar Arni ró- lega. Mér finnst Hellisgerði ef til vill minna mig hvað bezt á Hafnarfjörð, eins og hann var áður en ég fór vestur. Að vísu voru þar engin tré þá eða skipu- lagður skrúðgarður, en það voru sömu gjóturnar og sama hraunið og er þar enn. En það er einmitt svo víða, sem hraunið, gjóturnar og önnur kennileiti, sem settu svip sinn á Hafnarfjörð í mínu ungdæmi ,hafa orðið að víkja fyr- ir húsum og öðrum mannvirkj- um. Það er að sjálfsögðu þróun tímans, sem orsakar þetta, enda hefur Hafnarfjörður vaxið svo mikið síðan og öll fögnum við vexti Hafnarfjarðar. En það er samt gaman að sjá hvernig Hafn- arfjörður einu sinni var, og það sjáum við ekki sízt á hrauninu og gjótunum í Hellisgerði.“ „Svo við snúum okkur að vest- urför þinni, Arni.“ „Hvaða ár var Jiað, sem þú fórst til Ameríku?“ „Þarð var 1. ágúst 1912, sem ég hélt til Vesturheims. Ég var þá 21 árs gamall. Ég fór fyrst til Kanada og var Jiar í rúmt ár. Þar vann ég við skógarhögg, og einn- ig stundaði ég fiskiveiðar á Vinni pegvatni. Arið 1913 fór ég svo (Framháld á bls. 13) I I X % ^ Óskum öllu safnaðarfólki gleðilegra jóla | góðs og farsæls komandi árs með beztu ú þökkum fijrir ágætt samstarf á líðandi áiri. ö l Prestur og stjórn Fríkirkjusafnaðarins I Fegrunarfélag Hafnarfjarðar óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsæls nijárs og þakkar gott samstarf og áhuga um fegrun bæjarins. Fegrunarfélag Hafnarfjarðar Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og nýárs. Þökkum störfin og viðskiptin á líðandi ári. Fiskur h.f. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Guðlaugssonar GLEÐILEG JOL! Farsælt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Bílaverkstæði Hafnarfjarðar h.f. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ „HAUKAR“ óskar félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrir líðandi áir. Óskum öllum viðskiptavinum vorum glcðilegrra jóla góðs og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar h.f. FIMLEIKAFÉLAG IIAFNARFJARÐAR óskar öllum félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrir líðandi ár. HAMAR óskar öllum bæjrábúum og öðrum lesendum sínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Hugheilar jóla- og nýárskveðjur Flugfélag íslands h.f.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.