Hamar - 22.12.1956, Qupperneq 13
22. désember 1956
HAMAR
13
- Fegurð Hamarkots-Hamars
(Framhald af bls. 11)
yfir til Bandaríkjanna, og var
þar í skóla í eitt ár.“
„Nú um þetta leyti hefir fyrri
heimsstyrjöldin verið að skella á,
svo ef til vill hafa þeir uggvæn-
legu atburðir haft einhver áhrif
á það, hvar þú dvaldir næstu ár-
in?“
„Jú, mikið rétt, ég var kallað-
ur í bandaríska herinn og var í
honum á annað ár. Eg var send-
ur til Evrópu og var um tíma í
Frakklandi. En að stríðinu loknu
hóf ég nám í North Dakota State
College, en hann er í Fargo í
Norður Dakota. Námið tók fjög-
ur og hálft ár og 1924 lauk ég
þaðan fullnaðarprófi í verkfræði.
Þaðan fór ég svo í University of
Wisconsin og var þar 1925—
1926, og lauk þaðan Master De-
gree (M. D.), eða meistaraprófi
í verkfræði.“
„Þá hefir námstíminn verið á
enda, og framundan blasað við
verkefnin og vinnan? Og hvar
byrjaðir þú svo að starfa, sem
verkfræðingur?“
„Hjá Hirti Þórðarsyni í Chi-
cago og þar var ég næstu tvö ár-
in. En árið 1928 stofnaði ég á-
samt þremur mönnum öðrum
fyrirtæki, er bar nafnið „Chi-
cago Transformer Corporation.“
Framleiddum við litla spennu-
breyta. Eftir nokkurn tíma þá
sameinaðist þetta félag okkar
öðru stærra félagi, og varð deild
úr því. Starfaði þessi nýja deild
sjálfstætt innan félagsins. I fyrstu
starfaði ég sem yfirverkfræðing-
ur við deildina, en varð svo síð-
an framkvæmdarstjóri hennar.
IVýjar Setbergsbækur
(Framhald af bls. 10)
fyrir 11 aura; Guðmundur Daní-
elsson rithöfundur, Drengur á
fjalli; Guðmundur Einarsson frá
Miðdal, I lieimsókn hjá Hrein-
löppum; Gunnar Dal rithöfund-
ur, Borg hinna dauðu; Jóhann
Hannesson þjóðgarðsvörður,
Ferð inn í þokuna; Jón Evþórs-
son veðurfræðingur, I Jötun-
heimum; Níels Dungal prófes-
sor, För til annars heims; Séra
Sigurður Einarsson, Eftirminni-
leg ferð; og Sigurður Þórarins-
son jarðfræðingur, Gengið á
Etnu.
Bók þessi hefur frá mörgum
ferðum að segja, og koma höf-
undarnir víða við í frásögn sinni.
Frásagnirnar eru yfirleitt vel og
skemmtilega skrifaðar, enda eru
höfundarnir flestir vel þekktir
og löngu þjóðkunnir fyrir góða
frásagnargáfu sína. Er bók þessi
því hin bezta fyrir þá er yndi
og áhuga hafa af ferðasögum og
því að fræðast um framandi lönd
og þjóðir.
Bókin, sem er hin vandaðasta
að öllum frágangi er prýdd 28
myndum. Prentsmiðjan Oddi h.f.
hefur prentað báðar þessar bæk-
ur.
Starfræktum við fyrst eina verk-
smiðju en síðan tvær.“
„Og hjá þessu fyrirtæki hefir
þú verið starfandi sem fram-
kvæmdarstjóri til skamms tíma?“
>„Jú, ég var þar framkvæmdar-
stjóri fram til ársins 1953, en það
ár lét ég af störfum við félagið.
En þá hafði deildin okkar yfir
2500 manns í vinnu í þessum
tveimur verksmiðjum sínum.“
„En þrátt fyrir þennan um-
fangs mikla rekstur fyrirtækis-
ins, þá hefir þú nú samt gefið
þér tíma til starfa fyrir þitt gamla
fósturland Arni, þú ert búinn að
vera ræðismaður Islands í Chi-
cago á annan tug ára.“
,,Ég hef verið ræðismaður ís-
lands í Chicago síðan 1942. Það
ár var ég skipaður þar ræðis-
maður. Við önnumst þar ýmsa
fyrirgreiðslu fyrir Island og reyn
um að greiða fyrir þeirn Islend-
ingum, sem þangað koma, eftir
beztu getu. A ræðismannsskrif-
stofunni er nú starfandi maður
af íslenzku bergi brotinn, Páll
Sveinbjörn Johnson að nafni. Var
hann hér á ferð eigi alls fyrir
löngu. Til gamans má geta þess,
að Jón faðir Páls þýddi Grágás
á ensku, en sú þýðing hefir ekki
verið gefin út enn þá.“
„Þú munt hafa komið hvað
oftast upp allra þeirra íslend-
inga, sem búsettir eru í Vestur-
heimi. Hvað hefir þú nú komið
oft heim síðan þú fórst fyrst
vestur 1912?“
„Þetta er tólfta ferð mín til ís-
lands. Ég hef reynt að koma sem
oftas.t heim og ég hef getað, mér
þykir alltaf mjög gaman að koma
heim.“
„Þér hefir ef til vill leiðst í
þínum nýju heimkynnum og
heimþráin stöðugt leitað á?“
„Nei, svarar Arni ákveðinn,
mér hefur ekki leiðst í vestur-
heimi. Hin nýju heimkynni
reyndust mér strax frá upphafi
mjög vel og hafa ætíð. gert það
síðan. Ég hef í alla staði kunnað
hið bezta við mig í Ameríktu.
En hinu neita ég ekki að löngun-
in til þess að koma heim til ís-
lands og fylgjast með íslenzkum
málefnum hefur alltaf verið rík
hjá mér. Ég hef alltaf verið mjög
forvitinn í hvert skipti, sem ég
hef komið heim yfir að sjá, hverj-
ar framfarir hafa orðið í millitíð-
inni. Og það hefur verið mér
óblandin ánægja að fylgjast með
þeirri öru þróuu, sem orðið hefur
á flestum sviðum með íslenzku
þjóðinni. Af hvað mestri ánægju
hef ég þó fylgst með iðnaðinum,
en hann hefur dafnað hér mjög
vel nú hin síðari ár Hinar miklu
virkjanir eru að sjálfsögðu und-
irstaðan undir öllum vexti iðn-
aðarins, þangað sækir hann svo
til alla orku sína. Áframhaldandi
virkjunarframkvæmdir hljóta því
enn að stórauka iðnaðinn í land-
inu, en ég tel að íslendingar eigi
að leggja mesta áherzlu á efl-
ingu hans.
En þó gaman sé að sjá allar
þær miklu framfarir og breyting-
ar, sem orðið hafa hér á íslandi,
þá finnst mér ekki síður gaman
að sjá ýmislegt það hér á landi,
sem enn þá heldur þeirri mynd,
er það hafði áður en ég fór vest-
ur. Á ég þar ekki hvað sízt við
ýmsa staði hér í Hafnarfirði, sem
enn þá eru óbreyttir frá því, sem
var í þá daga. Hamarskots Ham-
ar er mér þó kærastur allra þeirra
gömlu staða, sem haldið hafa
að mestu sínu gamla útliti. Hann
rís enn þá hár og tignarlegur upp
úr miðri byggðinni, fegurð hans
er enn þá alltaf hin sama, sömu
klettarnir og sama landslagið og
verið hefur frá upphafi. Eins og
ég sagði við þig áðan, þá eru
flest kennileiti frá því ég var
ungur maður hér í Hafnarfirði
horfin og í staðinn komnar bygg-
ingar og mannvirki. Hamarkots
Hamar stendur óbreyttur. Hann
er enn þá sá sami og liann var í
gamla daga, og útsýnið alltaf
jafn dásamlegt þaðan.“
, Já, þér er hlýtt til Hamarsins
Árni, hann hefur líka lengi ver-
ið stolt og prýði Hafnarfjarð-
«
ar .
„Já, mér þykir innilega vænt
um Hamarinn. Fegurð hans er
ein bezta minningin sem ég á
frá íslandi. í hvert skipti, sem
ég hef komið til íslands, þá hef
ég alltaf farið upp á Hamar. Út-
sýnið þaðan er dásamlegt, það
má sjá næstum hvert liús í Firð-
inum þaðan, og ef lengra er litið
þá blasir hinn fagri fjallahringur
og breiður Flóinn við augum.
Það hafa líka margir kunnað að
meta útsýnið af Hamrinum. Ég
man til dæmis mjög vel eftir því
hér áður fyrr, að Reykvíkingar
komu ríðandi í stór hópum hing-
að suður í Hafnarfjörð til þess
að ganga upp á Hamar. Sérstak-
lega er mér minnistæður einn
maður, sem oft kom úr Reykja-
vík á þessum árum og fór upp á
Hamar. Var það Guðmundur
Magnússon, öðru nafni Jón
Trausti sem löngu er landskunn
ur fyrir sögur sínar og kvæði.
Oft voru líka brennur haldnar
upp á Hamrinum, bæði á gaml-
árskvöld og á þrettándanum. —
Voru þær haldnar á há Hamrin-
um.
Það er einlæg ósk mín, að allir
Hafnfirðingar sameinist um að
varðveita fegurð Hamarsins og
sjái um, að hann megi haldast
óbreyttur eins og hann nú er,“
segir Árni Helgason að lokum.
Já, það mundu víst margir
óska þess sama, og vonandi fær
Hamarinn að hakla fegurð sinni
óskertri í framtíðinni.
Við Árni höfum nú rabbað
saman í góða stund. Það er að-
eins í tvo daga enn, sem Árni
ætlar sér að dvelja hér á landi
að þessu sinni. Hann hefur því
í mörg horn að líta, enda er vina-
hópurinn stór, og margir sem
vilja hitta hann áður enn hann
heldur vestur aftur. Ég kveð því
(Framhald á bls. 19)
% %
Sendum öllurn Hafnfirðingum innilegustu \
I Íóla- og nýdrsóskir
f
með þökk fijrir samstarfið á líðandi ári.
Slysavamadeildin Hraunpiýði
Öskum öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
góðs og farsæls nýárs
með þökk ftjrir viðskiptin á líðandi ári.
Bátfélg Hfnrfjarðar h.f.
Bjarg h.f. — Björg h.f.
HELLISGERÐI sendir, öllum bæjarbúum og öðrum
velunnurum sínum beztu :
jóla- og nýársóskir
með innilegu þakklæti fyrir samstarfið
á líðandi ári.
Hellisgerði
I
I:
GLEÐILEG JOL!
Farsælt nýár!
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt nýár!
Alfafell
Steinull h.f.
v Skógræktarfélag Hafnarfjarðar óskar öllum unnund-
4 um sínum
gleðilegra jóla
og farsæls nýárs.
GLEÐILEG JÓL!
i HAFNARFJARÐAR APOTEK
GLEÐILEG JOL!
Iðnaðarmannafélag Hafnaifjarðar
GLEÐILEG JOL!
Gott og farsælt nýtt ár!
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt nýár!
Stebbabúð
Verzlun Þórðar Þórðarsonar
GLEÐILEG JOL!
Farsælt nýár!
Þökkum fyrir viðskiptin
á líðandi ári.