Hamar - 01.04.1957, Blaðsíða 1

Hamar - 01.04.1957, Blaðsíða 1
XI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 1. APRÍL 1957 5. TÖLUBLAÐ ------------------------ BÆJARHORNIÐ BÆJARTOGARI LANDAR Á AKRANESI Þau tíðindi gerðust nú nýlega, að Ágúst, einn af togurum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar var látinn sigla með aflann til Akraness og landa honum þar. Eigendum frystihúsanna hér í Hafnarfirði var ekki einu sinni boðið, að taka á móti aflanum. Er þetta þeim mun óeðlilegra, þar sem atvinna er nú hér sízt of mikil. Á sama tíma, sem þetta gerist, ganga svo bæjarfulltrúarnir Guðm. Gissurarson og Kristján Andr- ésson á fund Hlífarmanna og lofa því hátíðlega, að bæjar- togaramir skuli látnir landa í Hafnarfirði. Það er eðlilegt að tiltrú fólksins þverri til þeirra manna, sem þannig lofa öllu fögm, en láta sig svo engu varða um efndimar. AXEL BRÝTUR FRYSTI- HÚSEÐ Sagt er að Axel Kristjáns- son aðstoðarframkvæmdarstj. Bæjarútgerðarinnar eigi nú annríkt við að brjóta niður veggi í nýja frystihúsinu. Mun sum staðar hafa gleymst að gera ráð fyrir gluggum og dymm. Það er óneitanlega nokkuð kaldhæðið, þegar sá maður, sem teiknað hefur hús- ið, verður sjálfur að beita bor og loftpressu til þess að Iag- færa verkið. VILJA FÆKKA í BÆJAR- VINNUNNI Stefán Gunnlaugsson bæjar- stjóri hefur nú tvívegis haft orð á því á bæjarráðsfundum, að nauðsynlegt sé að fara að fækka í bæjarvinnunni. Aðalfundui' fuIUrúaráð§ins Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna var haldinn sl. föstudagskvöld. í stjórn voru kosnir: Stefán Jónsson formað- ur, Karl Auðunsson, Ingibjörg Ögmundsdóttir, Ólafur Einars- son og Guðlaugur Þórðarson. í varastjórn: Matthías Á Mathie- sen og Helgi S. Guðmundsson. BAZAR VOBBODAAS Hinn árlegi Bazar Vorboð- ans verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu fimmtudagskvöldið 4. apríl n. k. og hefst kl 8.30. [Jtsvörin hafa tvöfaldast þetta kjörtímabil — Þeirra eigin orð — JAPS ABA RiSTBFMAI Cýðrceði Sinrczði 'fir Auðvald Þessi mynd er af fyrirsögn, sem birtist nú nýlega á forsíðu Alþbl. Hafnarfj. Lýsir hún á ó- venju glöggan hátt þremur höf- uð þáttum í þróunarsögu jafn- aðarstefnunnar hér í Hafnarfirði og víðar. Að sögn Alþýðublaðsins er er fyrsti þátturinn „Lýðræði“, en það nota Alþýðuflokksmenn að yfirskini til þess að öðlast fylgi á meðan þeir eru að ná völdunum. Þegar völdunum er náð, þá tekur annar þátturinn við „Einræðið“, en þannig er stjórn jafnaðarmanna í fram- kvæmd, samanber t. d. slökkvi- liðsstjóramálið og fleira. Ein- ræði sitt nota svo Alþýðuflokks- menn til þess að skapa forsprökk um sínum „Auðvald", og er það þriðji og síðasti þáttur jafnaðar- stefnunnar í framkvæmd, saman ber t. d. þegar meirihluti nið- urjöfnunuanefndar (Alþýðufl.- mennirnir) gleymdu!!! að leggja 3000 kr. útsvar á forystumenn Alþýðuflokksins, þá Emil Jóns- son og Ásgeir G. Stefánsson. Það er ekki oft, sem Alþbl. Hafnarfj. birtir svona hnitmið- aða lýsingu á jafnaðarstefnunni. ’IOO prósent útsvArshnkk- un í Hnfnnrfirði á 4 nrum Svo sem skýrt hefur verið frá hér í blaðinu áður, þá eiga álögð útsvör að hækka hér í Hafnarfirði um tæpar 3 milljónir króna á þessu ári. Verða álögð útsvör því þetta árið samtals 14 milljón- ir og 300 þúsundir króna. Hér skal ekki farið mörgum orðum um þessar gífurlegu hækkun, en fullyrða má að hún komi nú ó- venju hart niður á mönnum, sökum hinna geysiháu skatta og tolla, sem ríkisstjómin leggur nú á landsmenn, og sökum þeirra miklu hækkanna, sem verða munu á öllu vöruverði nú á þessu ári, svo sem þegar hefur komið í ljós. Til fróðleiks fyrir bæjarbúa skal hér birt tafla yfir útsvars- hækkanir þær, sem orðið hafa á þessu kjörtímabili undir liinni sameiginlegu stjórn Kommúnista og Krata. En útsvars álögur hafa verið tvöfaldaðar — hækkaðar um 100 prósent — á þessu eina kjörtímabili. Vom útsvör 7,1 milljón króna árið 1953 en verða þetta ár 14,3 milljónir. Virðist bæjarstjómarmeirihlutinn óneitanlega hafa verið duglegri við að hækka útsvör á kjör- tímabilinu, en að vinna að framkvæmd mála í bænum. TAFLA UM ÚTSVÖR í HAFNARFIRÐI 1953—1957. Árið 1953, útsvör 7,1 millj. kr. Árið 1954, útsvör 7,7 millj. kr., hækkun kr. 0,6 millj. Árið 1955, útsvör 8,8 millj. kr., hækkun kr. 1,1 millj. Árið 1956, útsvör 11,6 millj. kr., hækkun kr. 2,8 millj. Árið 1957, útsvör 14,3 millj. kr., hækkun kr. 2,7 millj. Bæjarútgerðin tapaði á þriðju millj. kr. árið 1955 Ekkert afskrifað af togurunum Reikningar Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1955 era nú loksins komnir úr endurskoðun. Em þeir nú orðnir meira en ári á eftir áætlun, enda hefur endurskoðunin bæði verið tímafrek og dýr. Var það hinum mestu erfiðleikum bundið að komast fram úr allri þeirri bókhaldsóreiðu, sem orðin var hjá fyrirtækinu. En þar sem reikningamir em nú loksins komnir fram, þá virðist nú allt tilbúið til þess að nefndin, sem kosin var í haust til þess að rannsaka bókhaldið, geti hafið rannsókn sína. Áður en sú rannsókn hefur farið fram, er ekkert hægt að gera þeim hlutum full skil, sem ollið HAFI HINNI MIKLU BÓKHALDSÓREIÐU HJÁ FYRIRTÆKINU. Það, sem fyrst dregur að sér athygli manna við reikningana, er hið geysilega tap, sem orð- ið hefur á fyrirtækinu þetta ár. En samkvæmt reikningunum hefur tapið numið alls 2.222. 580,72 kr. Við þessa háu upp- hæð bætast svo að sjálfsögðu eðlilegar og lögboðnar afskrift- ir af togurunum, en þær hafa ekki verið færðar á reikning- unum. Er því tapið á fyrirtæk- inu raunvemlega miklu meira heldur en að reikningamir gefa til kynna. Að þessu sinni skal hér ekki farið nákvæmlega út í einstaka liði á reikningunum, en tapið á hverjum einstökum togara skiptist þannig: Júní, tap kr. 601.725,33 Júlí, tap kr. 688.261,36 Ágúst, tap kr. 378.695,49 Af öðrum háum kostnaðar- liðum má nefna vaxtargreiðsl- ur kr. 1.528.438,69, skrifstofu- kostnað kr. 461.341.02 og við- gerðarkostnað á húseigninni að Vesturgötu 12, kr. 102.270,96. Alvarleg er sú staðreynd, að höfuðstóll félagsins hefur rýrn- að um meira en 60% á þessu eina ári, eða úr kr. 3.561.400,59 í kr. 1.303.819,87. Verður þess ekki langt að bíða, að skuldir fyrirtækisins vaxi því yfir höf- uð, ef útkoman á rekstii þess verður áfram sú sama og liún hefur verið þetta umrædda ár. Er Alþýðuflokkurimi að isclja báta 111* kænuin? Þau uggvænlegu tíðindi gerðust hér í Hafnarfirði ekki alls fyrir löngu, að útgerðarfyrirtæki, sem Óskar Jónsson og fleiri stór kratar veita forystu seldi tvo nýlega vélbáta burtu úr bænum. Var sala þessi þeim mun alvarlegri, þar sem sjálft bæjarfélagið hafði styrkt þessa aðila til kaupa á bátunum og lagt fram mikinn hluta fjárins til þeirra kaupa. Mun og ætlun bæjarins með kaupum þessum á sín- um tíma fyrst og fremst hafa verið sú að festa atvinnu- tækin hér í bænum. Nú hafa þau alvarlegu tíðindi spurzt út, að áðumefnt útgerðarfyrirtæki ætli sér enn að selja þriðja bátinn burtu úr bænum. Er sá bátur þó líka keyptur hingað með styrk frá bæjarfélaginu. Keyrir það alveg um þverbak, ef ráða- menn bæjarins ætla nú enn þá einu sinni að horfa á það aðgerðarlausir, og veita samþykki sitt til þess að vélbátur, sem keyptur er hingað að miklu leyti fyrir fé almennings verði seldur burt úr bænum. Hafnfirðingar eiga því miður allt of fáa vélbáta. Með byggingu nýrra fiskiðjuvera og sífeldri fjölgun íbúa í bæn- um er brýn nauðsyn orðin á að stórauka vélbátaútgerðina frá því sem nú er. Það er því krafa hafnfirskra sjómanna og raunar bæjarbúa allra, að sú öfugþróun, sem Alþýðu- flokkurinn hefur fylgt í þessum málum undir stjóm Óskars Jónssonar, verði stöðvuð. Vélbátamir Hafdís og Ásdís hafa þegar verið seldir burtu úr bænum og undirbúningur að sölu á vélbátnum Emi Arnarsyni er þegar langt komin. Þannig er nú framlag Alþýðuflokksins og Kommúnista til uppbyggingar atvinnulífsins í Hafnarfirði í dag.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.