Hamar - 01.04.1957, Blaðsíða 4
4
HAMAR
1. apríl 1957
r
Hvað hefur Alþýðu-
flokkurinn að fela?
Það virðist hafa komið heldur illa við kaunir forsprakka
Alþýðuflokksins, að Hamar skyldi skýra frá þeirri spurn-
ingu, sem gengið hefur manna á meðal síðan ki-atar tóku
að nýju upp samstarf við kommúnista í bæjarstjórn. En
spurning bæjarbúa er: „Hvað hefur Alþýðuflokkurinn að
fela?“ Flokkur, sem lýst hefur því yfir, að hann gangi ekki
til samstarfs við kommúnista að nýju, sökum djúptæks
málefnaágreinings, sá flokkur étur ekki slíkar yfirlýsingar
ofan í sig að ástæðulausu. Og Hafnfirðingar vita, að á-
stæðurnar til þess að Alþýðuflokkurinn át þessa yfirlýs-
ingu ofan í sig voru tvær. í fyrsta lagi þá óttaðist hann
um að missa bitlinga sína og sérhagsmuna aðstöðu hjá
bæjarfélaginu. I öðru lagi var óttinn við rannsókn', óttinn
við að misnotkun þeirra á bæjarfélaginu yrði gerð upp-
vís og heyrum kunnug. Þar sem bæjarbúar hafa nú svo
greinilega orðið varir við þennan óttá hjá forsprökkum
Kratanna, þá er ekki að ástæðulausu, þó að þeir spyrji:
„Hvað hefur Alþýðuflokkurinn að fela?“
I umræddri heilsíðu grein Alþýðublaðsins fer óneitan-
lega heldur lítið fyrir vörnum. Greinarhöfundur, sem mun
vera lögfræðingur Alþýðuflokks Hafnarfjarðar, hefur skrif
sín með því að hella nokkrum fúkyrðum yfir formann
Sjálfstæðisflokkins. En það veitir honum litla útrás reiði
sinnar. Tekur hann sig síðan til og klórar ögn í bakkann
fyrir Alþýðuflokkinn, og staðhæfir fljótmæltur að sá flokk-
ur hafi nú aldeilis ekki óhreint mjöl í pokahorninu og
þurfi lítið að fela!! En heldur kýs nú greinarhöfundur að
fara hratt yfir þá sögu. Hendist hann nú út í að ræða mál-
efni Lýsi og Mjöl. Grípur nú persónulegur áhugi lögfræð-
ingsins fyrir að ná þar sjálfur yfirráðum, hug hans allan.
Er það skemst frá að segja, að hann hirðir ekki meira
um að verja felumál Alþýðuflokksins, en lýkur grein sinni
með hroðalegu orðbragði um hina vondu menn í fyrrver-
andi stjórn Lýsi og Mjöl, Adólf Björnsson, Guðmund Árna-
son og fleiri.
Svo, sem bezt má sjá á greininni, þá hefur Alþýðuflokkur-
inn margt að fela, sem hann kýs ekki að ræða. Er það at-
hyglisvert við þessa grein, sem ætlað er að hvítþvo Al-
þýðuflokkinn, að hvergi skuli vera minnst einu orði á þau
mál, sem verið hafa efst á baugi meðal almennings og
valdið mestri gremju.
Ekki er minnst einu orði á húsaleigustyrkinn, sem bæjar-
stjóri veitti skuldheimtustjóranum, sem hvarf. Ekki er vik-
ið einu orði að þeim viðskiptum, né á neinn hátt reynt
að skýra það mál. HVAÐ HEFUR AIÞÝÐUFLOKKUR-
INN AÐ FELA ÞAR?
Ekki er einu orði minnst á rannsókn þá, sem fram á að
fara á bókhaldi bæjarútgerðarinnar. Og heldur ekki skýrt
frá því, að Alþýðuflokkurinn hefur barist eins og ljón gegn
þeirri rannsókn. HVAÐ HEFUR ALÞÝÐUFLOKKURINN
AÐ FELA ÞAR?
Þannig mætti lengi telja. Alþýðuflokkurinn hefur alls
staðar eitthvað að fela. Það er því orðið brýn nauðsyn á
að koma Alþýðuflokknum frá stjóm bæjarins, burtu úr
hreiðrinu, til þess að hægt sé að upplýsa þau mál, sem
Alþýðuflokkurinn er alltaf að reyna að fela.
Rclðlijol
fyrir unglinga og fullorðna
fást enn þá með gamla verð-
inu
kr. 9 9 5,0 0
Kauptélag
Haíníir&inga
Strandgötu 28.
Símar: 9159 og 9224.
Kaffisfcll
llatarstell
úr postulíni.
— Hagkvæmt verð. —
Úrvals vara.
Kaupiélag
Haíníir&inga
Strandgötu 28.
Símar: 9159 og 9224.
JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIfllllltlMIJ
Iðnnemi óskast |
( Prentsmiðja Hafnarfjarðar h.f. (
<1111111111III1111111III1111111111111111111111II111 llll I llll IIIIIIIIIIII111111IIHIIII11111II11IIIII lllllllll 11 lllll 1111111 llll III1111 llllllll I l*i
Aðalfuudur
Vorboðaiii
Sjálfstæðiskvennafélagið Vor-
boðinn hélt aðalfund sinn ný-
lega Stjórn félagsins flutti
skýrslu um störf félagsins á
liðnu ári. Hefur starfsemi fé-
lagsins verið með miklum á-
gætum.
I stjórn félagsins fyrir næsta
starfsár voru kosnar: Jakobína
Mathiesen formaður, María
Ólafsdóttir gjaldkeri, Soffía Sig-
urðardóttir ritari, Sólveig Svein-
björnsdóttir varnformaður Frið-
rika Eyjólfsdóttir varagjaldkeri,
Ingibjörg Ögmundsdóttir vara-
ritari, og aðrir í stjórn eru:
Helga Ingvarsdóttir, Elín Jó-
sepsdóttir, Ragnheiður Magnús-
dóttir, Ilelga Níelsdóttir, Hulda
Sigurjónsdóttir og Herdís Guð-
mundsdóttir.
Endurskoðendur: Helga Jónas
dóttir og Elísabet Böðvarsdótt-
ir, til vara: Guðrún Jónsdóttir.
I kvennréttindanefnd voru kosn-
ar: Ólöf Kristjánsdóttir, Jóhanna
Sæberg, Halldóra Aðalsteins-
dóttir. í áfengisvarnanefnd:
Jakobína Mathiesen og Ágústa
Jónsdóttir.
Á fundinum var samþykkt,
að félagið gerðist aðili að
kvennréttindasambandi íslands.
Að loknum aðalfundarstörf-
um. las Margrét Gísladóttir upp
söguna „Kvöldvaka“ eftir Rósu
Einarsdóttir og Kristrún Þórð-
ardóttir kvað hinn gamalkunna
Hvalbrag. Var fundurinn í alla
staði hinn ánægjulegasti.
NÝKOMIÐ:
Brúðuvagnar,
Brúðukerrur,
Þríhjól og
Tvíhjól.
Kaupíélag
Hafníirðinga
Strandgötu 28,
Símar: 9224 og 9159
Nýja Bílstö&in
SÍMI 9888
B. S. H.
SÍMAR: 9168 & 9468
B. M. SÆBERG
BIFREIÐARSTÖÐ HAFNARFJARÐAR
Þvottavélar,
Hraðsuðupottar,
Hraðsuðukatlar.
Alls konar
rafmagnsheimilistæki.
StebbabúS
Strandgötu
Húsgagnavinnustofan
Skólabraut 2 - Sími 9982.
Nýja Bílstö&in
SÍMI 9888
Ntjornmálamáiiiiskeið Ntefnii
Núverandi stjórn Stefnis, sitjandi frá vinstri: Valur Ásmundsson, Magnús
SigurSsson formaðúr, Bjarni Þórðarson og Sigurdór Hermundsson. Stand-
andi frá vinstri: Sigurður Stefánsson, Birgir Björnsson og Ragnar Jónsson.
Svo sem kunnugt er, þá hef-
ur Stefnir, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði, nú
að undanförnu haldið stjórn-
málanámskeið fyrir félagsmenn
sína. Hefur stjórnmálanámskeið
ið nú staðið í nokkra mánuði
og var síðasti fundurinn á þess-
um vetri haldinn í Sjálfstæðis-
húsinu fyrra föstudag.
Þátttaka í námskeiðinu var á-
gæt, enda á Sjálfstæðisflokkur-
inn miklu og traustu fylgi að
fagna meðal hafnfirzkrar æsku.
Margir fundir voru haldnir,
þar sem þátttakendur fengu til-
sögn og æfingu í ræðumennsku.
Ennfremur komu nokkrir af
forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins bæði hér í Hafnarfirði
og eins í Reykjavík og fluttu
erindi um ýmis þjóðmál. Voru
það þeir Ásgeir Pétursson for-
maður Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna, sem flutti erindi
um starf og stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, Ingólfur Flygenring
fyrrverandi alþingismaður sem
flutti erindi um sjávarútvegs-
mál, Stefán Jónsson bæjarfull-
trúi, er ræddi um bæjarmál og
Bjarni Benediktsson alþingis-
maður, sem talaði um utanríkis-
mál. Voru erindi þessi öll hin
fróðlegustu. í heild sinni tókst
námskeiðið ágætlega, og var
þátttakendum öllum til gagns
og ánægju. Guðmundur Garð-
arson viðskiptafræðingur veitti
námskeiðinu forstöðu.
IMIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIMIII11111111111111111111111111111111111111111111III111111111111111111111111111111111111111111111111111111111.
$túlkur
vantar til lengri tíma.
( Prentsmiðja Hafnarljarðar h.f.
111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117
■MMHHIIIIHMIMMIimMIIII—IHIIIIHIimHIIIIIIIHHIMIHIIItllllUIIIIIIIIHIIIIIHHIIIIUHUIIIIIIUIIIIimiHIMHIIIHHHIU
( Miðstöðvarkatlar og I
I olíugeymar
FYRIR HÚSAUPPHITUN.
I ALLAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI.
E 5
NTALNIiIIÐJA^ H.F.
Símar 6570 og 6571 i
iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117
imiiitiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.
KAiJPinti
BLÍ
( Nótaverkstæði Jóns Gíslasonar I
i Hafnarfirði. - Sími 9165.
ÍHiiMtiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitittmtiiiMiiiiiiiiiiiiiiniiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiMtiiniiiuiiiiiiiin
V
r
/
(
/
/
l