Hamar - 23.12.1958, Page 10

Hamar - 23.12.1958, Page 10
10 HAMAR Barnasíðan Ólalur S. Magrnúsisíon .. breytt með því. Ættum við ekki að reyna, hvort við getum ekki sungið eitt lag?“ Jú, það vildu froskarnir gjarnan reyna, því að þeir skildu vel, að þeir mundu • ekkert vinna með því að vera alltaf hryggir. Nokkru seinna hljómaði lágt úr steintjöminni: „Sjö sætir froskar sátu heima’ við bæ Froskakórinn Litla skógartjörnin lá inni á milli furu- trjánna. Á bökkum hennar óx reyr, og á kyrrum vatnsfletinum vögguðu sér hvítar vatnaliljur. í tjörninni bjó heill hópur af froskum, sjálfsagt einir fimmtíu. Þetta voru afár fallegir froskar; þeir voru ljósgrænir á lit, og augu þeirra voru gul. Þegar gott var veður, kvökuðu þeir allir í kór, og varð af því mikill hávaði í skóginum. Söngur þeirra hljómaði ekki sérlega fallega, því að hver froskur kvakaði á sinn hátt án tillits til þess, hvernig hinir sungu. Bömin úr leikskóla þorpsins komu stund- um að tjörninni til að leika sér þar. Þegar börnin voru orðin þreytt á að leika sér, settust þau á tjarnarbakkann og tóku að syngja fallegt lag. En hvað froskunum þóttu þessi barna- lög falleg. Einkum fannst Frokka, sem var elztur af froskunum, börn- in syngja afar fallega. ,,Drengir,“ sagði hann við hina froskana, „mér finnst þessi söng- ur miklu fallegri en kvakið okkar. Ég þori að veðja, að við gætum líka sungið svona fallega, ef við legðum okkur alla fram. Eigum við að prófa?“ „Já, já, það skulum við gera,“ hrópaði froskakórinn. ,,Þá byrjum við á: Allir krakkar, allir krakkar, eru í skessuleik,“ sagði Frokki froskur. Það sungu börnin í morgun. Einn, tveir, þrír .... og nú byrjum við.“ Froskarnir lögðu sig alla fram við sönginn. Það hljómaði nú reyndar dálítið skringilega hjá þeim. Oðru hvoru heyrðist „kvak, kvak“, í stað orðanna í kvæðinu, en ef vel var hlustað, mátti þó heyra, hvaða kvæði froskarnir sungu. Frokki froskur var líka hinn ánægðasti. Eftir þetta hlustuðu froskarnir enn þá betur á börnin, þegar þau voru að syngja, og það leið held- ur ekki á löngu, þar til þeir kunnu öll kvæð- in utanbókar. Langan tíma gekk allt vel þarna í tjörninni, þangað til að: — Kvöld nokkurt var herra Hermann á skemmtigöngu um skóginn, einmitt um það leyti, sem froskarnir voru að æfa sig í söng- listinni. Herra Hermann var auðugur og bjó í skrautlegu húsi. Kringum húsið var stór garður. En haldið þið, að herra Hermann hafi verið ánægður? Nei, alls ekki. Hann vildi svo gjama verða frægur maður, en hon- um heppnaðist það bara ekki. Allt í einu nam herra Hermann staðar og hlustaði. Já, honum hafði ekki misheyrst. Froskarnir í skógartjörninni voru að syngja kvæði, og það hljómaði bara vel hjá þeim. „Nei, þessa froska verð ég að fá,“ sagði herra Hermann við sjálfan sig. „Þá get ég orðið frægur.“ Hann hraðaði sér heim sem mest hann mátti. Hann kallaði á garðyrkjumann sinn, bílstjóra sinn og tvo vinnumenn og sagði við þá: „í fyrramálið skuluð þið fara að tjöminni í skóginum. Þið skuluð taka alla froskana, sem í henni eru, og koma með þá hingað. Og munið það, að enginn þeirra má sleppa burtu.“ Síðan hringdi herra Hermann til múrar- ans og bað hann að útbúa í garðinum dálitla tjörn úr steinum. Því næst lét hann garð- yrkjumanninn setja girðingu úr fínu vímeti utan um tjörnina. Morguninn eftir voru froskarnir úr skógar- tjörninni farnir að synda í nýju steintjörn- inni. Herra Hermann var ánægður, en frosk- arnr ekki. „Þetta er andstyggileg tjörn,“ sagði Frokki froskur kvartandi, „öll úr steini. Og við get- um ekki komizt burtu fyrir þesari girðingu.“ „Af hverju ætli herra Hennann hafi farið að láta flytja okkur hingað?“ spurðu frosk- arnir hver annan, en enginn þeirra vissi svar við því. Nú liðu nokkrir dagar. Á hverju kvöldi beið herra Hermann þolinmóður við froska- tjömina sína til að sjá, hvort froskarnir færu ekki að syngja, en þeir höfðu enga löngun til þess. Þeir voru jafnvel hættir að kvaka. En kvöld nokkurt sátu froskarnir dapr- ir í hóp. Þá sagði Frokki froskur allt í einu. „Það getur ekki gengið, drengir, að við séum svona daprir lengur. Við getum engu Herra Hermann, sem stóð þarna hjá og hlustaði á, neri saman höndunum af ánægju. „Loksins fóru þeir að syngja aftur. Ég efni þegar í stað til veizlu í garðinum. Skyldu gestirnir mínir ekki verða undrandi, þegar þeir heyra froskana syngja?“ Það reyndist líka svo, að gestimir urðu mjög undrandi. Veizlan í garðinum bar undraverðan árangur. Allir hinir tignu gest- ir voru sammála um það, að froskakór herra Hermanns væri eitthvað alveg óvenjulegt og undravert. Það leið heldur ekki á löngu, þar til frosk- ar herra Hermanns urðu frægir um allt land en það vissu froskarnir ekkert mn. Þeir sungu kvæði sín aðeins vegna þess að þeim fannst það gaman og til þess að gleyma áhyggjum sínum. Kvöld nokukrt sat herra Hermann ásamt konu sinni í garðinum við litlu tjörnina til að hvíla sig dálítið. „En hvað ég vildi, að froskarnir syngju nú alveg sérstaklega vel á morgun,“ sagði herra Hermann við konu sína. „Konungur- inn ætlar nefnilega að koma í heimsókn á morgun til að hlusta á froskana mína syngja. Þá verð ég enn þá frægari en ég er núna.“ Herra Hermann og kona hans voru varla komin af stað burtu, þegar Frokki froskur hoppaði upp á tjarnarbakkann og kallaði: „Segið þið mér, drengir, hafið þið heyrt það? Konungurinn kemur hingað á morgun, og ef ég hefi skilið það rétt, kemur hann til að hlusta á okkur syngja. Við verðum að reyna að gera okkar bezta, finhst mér.“ „Uss, einmitt þvert á móti,“ hrópaði einn af minnstu froskunum. „Þessi leiðinlegi mað- ur, herra Hermann, notar okkur einungis til þess að verða sjálfur frægur, skiljið þið það ekki? Ég held, að við fáum nú tækifæri til að komast sjálfir í burtu. Hlustið nú vel á, þá skal ég segja ykkur frá ráðagerð minni.“ Froskarnir sátu langan tíma og skröfuðu saman um þetta ,og að lokum sagði Frokki froskur: „Hafið þið þá skilið þetta rétt? Ef allt gengur að óskum, þá verðum við á morgun orðnir frjálsir.“ Kvöldið eftir kom herra Hermann út að litlu tjörninni. í fylgd með honum gekk ann- ar maður, sem var með gullkórónu á höfð- inu. Frokki froskur, sem var á verði, fór í kaf og hvíslaði: „Þarna kemur konungurinn.“ Um stund varð dauðaþögn í garðinum. „Gjörið þér svo vel að setjast hér, yðar hátign,“ heyrðu froskamir herra Hemiann segja. „Bráðum munuð þér heyra nokkuð dásamlegt.“ „Byrjið,“ hrópaði Frokki froskur og lyfti upp báðum framfótunum í einu. Á sama andartaki tóku allir froskarnir í einu að kvaka svo hátt og illa sem þeir mögu- lega gátu. Það var eiginlega engin leið að hlusta á það. r

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.