Hamar - 23.12.1958, Side 25

Hamar - 23.12.1958, Side 25
f HAMAR 25 | jSnmHningur V j==;...........:==:.... í ráðherratíð Jónasar frá Hriflu hitti hann eitt sinn sr. Bjarna á götu og segir: „Er það satt, sem ég hef heyrt, sr. Bjarni, að þú sért hættur að biðja fyrir stjórninni við messugerðir?“ „Nei, það er með öllu ósatt,“ svaraði sr. Bjarni. „Mér hefur aldrei fundist meiri þörf á því en einmitt núna.“ V - □ - Sýslunefnd nokkur hafði vegalagn- ingafrumvarp til meðferðar fyrir nokkr- um árum. Ein grein var um það að víkja skyldi til vinstri er menn mættust á vegum. Þá stendur einn af sýslunefndarmönn- um upp með spekingssvip og mótmælir því eindregið að víkja alltaf til sömu ^ bliðar. „Slit veganna verður þá allt öðru meg- in,“ sagði hann. Jóhann bóndi var að spyrja son sinn, sem var nýkominn heim af togara af sjóferðinni. Sagðist sonurinn m. a. hafa komið til Englands. „Er það stór hreppur, England?" spurði Jóhann. - □ - „Mér lízt alls ekki vel á konuna þína, Jón minn!“ sagði læknirinn þegar hann var búinn að skoða hana. „Mér ekki heldur,“ sagði Jón, „en hún er ágætis kona, matreiðir vel og hirðir krakkana, svo ég á nú víst ekki að segja mikið. - □ - Bóndi nokkur var eitt sinn að fara úr veizlu, mikið kenndur. Honum gekk illa að komast á bak. Þá mælti hann: „Háir gerast nú hestar vorir.“ V \ Starfsmannafél. Hafnarfjarðar gefur bænum fagran grip Þegar Hafnarfjarðarkaupstaður hélt upp á 50 ára afmæli sitt í sumar, bárust honum eins og kunnugt er ýmsar góðar gjafir, og meðal annars tilkynnti Starfsmannafélag Hafnarfjarðar að það myndi gefa bænum vita, skorinn úr tré ,sem Ríkharður Jónsson myndhöggvari væri að vinna að. A síðasta bæjarstjórnarfundi afhenti svo form. félagsins, Guðlaugur Þórarinsson, hinn fagra grip. Vitinn, sem er eins og kunnugt er, merki Hafn- arfjarðarkaupstaðar, er 80 cm hár og hinn feg- ursti og vandaðasti í hvívetna. Er hugmyndin að liann verði staðsettur í fundarsal bæjarstjómarinnar. Stjórn Starfsmannafólags Hafnarfjarðar skipa þeir Guðlaugur Þórarinsson formaður, Stefán Þor- steinsson ritari, Garðar Benediktsson gjaldkeri, Jón Guðmundsson varaformaður og Kristján Eyfjörð meðstjórnandi. Verðlaunakossgáta Lárétt skýring: 1 Við fjarðarbotninn, 6 spotti, 7 tveir eins, 9 fæði, 10 auðæfi, 11 skammstöfun, 12 greinir, 13 harðræðið, 18 hið bezta, 19 kjark, 20 Evfópu- búi, 23 dulan, 26 skammstöfun, 27 rám, 29 skammstöfun, 30 óákveðið fornafn, 31 sný, 32 ókunnur, 33 þingmann, 35 ljóð, 36 nágrannabyggð. Lóðrétt skýming: 1 Mót, 2 viðbit, 3 galli, 4 geysilegur, 5 jurt, 14 burðar- dýr, 15 stafur, 16 fangamark bóklialdara í Hafnarfirði, 17 duglegur, 20 klett, 21 lán, 22 á skipi, 24 hægur róður, 25 þröngvi, 27 ósoðna, 28 hvíldist, 34 fangamark lögregluþjóns í Hafnarfirði, 37 ánauð. (Ekki gerður greinarmunur á grönnum og breiðum hljóðstöfum. A einum stað V lesið sem F). Verðlaun verða veitt fyrir rétta ráðningu á krossgátunni, kr. 100.00. Ráðn- ing sendist í pósthólf 81 fyrir 5. janúar, merkt „Krossgáta.“ Berist fleiri en ein rétt lausn, verður dregið um verðlaunin. Jólatré úr Undirhlíðum til Hafnarf jarðar 17. desember afhenti Skóg- 1 ræktarfélag Hafnarfjarðar Barna skólanum veglegt jólatré að gjöf, en það á allmerkilega sögu að baki sér. Það voru sem sé skóla- börn úr Barnaskóla Hafnarfjarð- ar, sem gróðursettu allmikið af plöntum á árunum 1937—1939 Séra Garðar Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, af- hendir Þorgeiri Ibsen, skólastjóra, jólatréð. í þriggja hektara reit uppi í Undirhlíðum, og hafa þær dafn- að þar allvel. Eru trén orðin 2—4 metra há og einstaka 5 metrar. Af þeim voru nú 10 felld og var eitt þeirra það, sem barnaskólanum var afhent í gær. Einnig voru báðum kirkj- unum gefin tré, svo og kirkj- unni á Bessastöðum og verða þau sett upp fyrir utan þær. Einnig verður eitt þessara trjáa sett upp á Ráðhúsið. Þessi fyrrnefndi reitur, sem plantað var í, er nú í umsjá Skógræktarfélagsins, en form. þess er séra Garðar Þorsteins- son. Þorgeir Ibsen skólastjóri veitti trénu móttöku og gat þess þá meðal annars að hann vildi gjarnan að skólarnir stæðu ein- um rnánuði lengur fram á vor, og yrði þá þessum mánuði var- ið til skógræktar. Er hér um merkilega hug- mynd að ræða, sem mundi auka áhuga æskunnar fyrir þessu mikla máli framtíðarinnar. Flj»tmælgi Þessi leikur er í því fólginn að þátttakendur geti talað og hugs- að fljótt. Þeir eiga að nefna eins mörg orð með sama upp- hafsstaf og þeir geta á 30 sek- úndum! Eins má láta nefna t. d. spörfugla, spendýr, kaup- staði, vindlingategundir o. s. frv. Þennan leik er hægt að gera mjög skemmtilegan með því að stjórnandinn reynir að trufla þann sem þylur í það og það skiptið með því að hvetja hann í sífellu og reyna að minna hann á hvað tímanum líður. UM ÁRAMÓTIN 1928—’'27 birti Brúin þessa auglýsingu frá Akurgerði: Sakar vart þó veturinn, vind og frostið herði, ef þú kaupir kæri minn, kol í Akurgerði. Hve marga hluti getið þér munað í einu. — Á myndinni eru dregnir upp 40 hlutir, sem þér munuð auðveldlega kannast við. En getið þér einnig munað þá? Horfið á myndina í tvær mín- útur og leggið síðan frá yður blaðið. Takið blað og blýant og skrifið niður á næstu fimm mínútum eins marga hluti og þér mögulega munið. Þegar þér hafið skrifað í fimm mínútur takið þér blaðið aftur og berið lista yðar saman við myndina. Ef þér hafið munað 30 myndir, hafið þér mjög gott minni (yfir 30 er afbragsgott), en 25 réttar bera vott um gott minni.

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.