Hamar - 23.12.1958, Síða 13

Hamar - 23.12.1958, Síða 13
HAMAR 13 Byg'g'ðasafii Hafnarfjardar Að ofan eru tóbaksfjöl, fárn og askur, en að neðan mjólkurfata og brennivínskútur. Á undanförnum árum hafa menn vaknað mjög til með vit- undar um það, að mikill hluti þeirra húsa, tækja og áhalda, sem settu svip sinn á störf for- feðra okkar voru að fara for- görðum. Hafa því fjölmörg byggðalög og kaupstaðir víða um landið hafið umfangsmikil störf til að bjarga þessum minj- um sögu og menningar. Einn þeirra manna, sem tekið hafa til hendi á þessum vettvangi er Gísli Sigurðsson lögregluþjónn hér í Hafnarfirði, en hann hef- ur unnið að vexti og viðgangi hins unga byggðasafns Hafnar- fjarðar meira en nokkur einn maður annar. Er ritstjóri Hamars hitti Gísla var hann fús til að láta lesend- um Hamars í té nokkrar upp- lvsingar um það, sem þar hef- ur farið fram. í apríl mánuði árið 1953 var kosin nefnd til að vinna að stofn- un byggðasafns. I þá nefnd voru kosnir Oskar Jónsson forstjóri, Kristinn Magnússon málara- meistari og Gísli Sigurðsson lögregluþjónn, síðan kom Ól- afur Þ. Kristjánsson skólastjóri inn í nefndina í stað Óskars Jónssonar. Nefndin hóf þegar störf og var fyrsta verk hennar að sam- þykkja að reyna að fá hús það, er Bjarni Sívertsen átti til sinna þarfa. Vill nefndin, að það hús verði búið eins og það var í upphafi og varðveitt sem fyrsti vísir að byggðasafni Hafnar- fjarðar. Þegar í stað var svo byrjað að safna munum til hins væntan- lega byggðasafns og strax, er byggðasafnsnefndin fékk húsið til umráða voru fluttir þangað um tvö hundruð munir, sem safninu höfðu þegar áskotnast. Húsið var ekki í sem beztu á- standi og þurfti því mikillar við- gerðar við. Þegar nefndin fékk það undir hendur var efri hæð þess leigð út og síðan hefur allt húsið verið hitað upp. Þess- ir tvö hundruð munir voru flestir frá sjóvinnu ýmis konar, en síðan hefur bætzt það mikið við safnið, að það telur nú um sjöhundruð skrásetta muni. Auk þessa eru enn fjölmarg- ir hlutir, sem safnið á, eða hefur fengið vilyrði fyrir, sem enn eru geymdir víðsvegar um bæ- inn, vegna þess hve húsnæði safnsins er ófullnægjandi. All- ur gólfflötur hússins er aðeins 8x14 mtr. að flatarmáli og seg- ir það sig sjálft, að svo lítið húsnæði fullnægir engan veginn til húsnæðis fyrir gott byggða- safn. Tillaga byggðasafnsnefndar- innar til lausnar þessu vanda- máli er sú, að safnið fái einnig Stóra pakkhúsið, sem stendur við hliðina á Sívertsenshúsi. en það mun vera byggt um 1840 og er því í tölu allra elztu húsa hér í Hafnarfirði og þess vegna mjög æskilegt til þessara nota. Húsið er auk þess að vera svo gamalt, mjög stórt og rúmgott, um 450 m2 enda mun það hafa verið talið stærsta pakkhús á íslandi, er það var byggt. Að vísu er það svo, að bæði þessi hús þarfnast mikilla viðgerða og endurbóta, m. a. þarf að klæða þau utan með borðviði, setja steinplötur á þökin og tré þakrennur, en allt þetta yrði til að setja hinn uppruna- lega svip á húsin. Þetta svo og margar aðrar breytingar er þarf að gera, hljóta óhjákvæmilega að kosta nokkuð fé, en hins veg- ar er þess að gæta, að gera verður safnið og allan útbúnað þess sem beztan. Verður vikið að tillögum nefndarinnar hér á eftir. Áhugi Hafnfirðinga fyrir byggðasafninu hefur komið mjög glögglega í ljós með hin- um rausnarlegu gjöfum, sem því hafa borizt frá mörgu fólki. Eins og áður er sagt er mikill hluti safnsins viðkomandi sjó- vinnu og er það ekki einkenni- legt, þegar athuguð er saga og atvinnuhættir Hafnarfjarðar. Meðal þessara muna eru m. a. margar tegundir lóða og öngla, sem nú eru mjög sjaldséðir, og þar á meðal um 60 hlutir, sem gefnir voru af Helga Guð- mundssyni frá Melshúsum, og Sveini Jónssyni, Kirkjuvegi 13 milli 20 og 30 munir. Má m. a. nefna nöfn þessara tveggja heiðurs manna, sem nú eru látn- ir, til að sýna þann hlýhug, sem safnið á hvarvetna að mæta. I sambandi við hið fjölbreytta safn muna, sem í byggðasafn- inu er að finna, mætti gera mikla upptalningu og til að gefa Hafnfirðingum nokkra hugmynd um, hvað merkra muna er þarna að finna má aðeins benda á: Frá Félagshúsinu má nefna mikið safn diska og annars borð- búnaðar og auk þess allar teg- undir mölunarkvarnasteina. Þar á meðal má minnast á feikna mikinn stein, ca. 300—350 pund, sem nota átti, þegar til stóð að virkja lækinn til notkunar við mjölvinnslu um miðja 19. öld, en eins og kunnugt er var á síð- ustu stundu hætt við það mikla fyrirtæki. Þá má nefna mjólkur- fötu, sem Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Setbergi notaði ein- göngu, er hún mjólkaði og ask frá því heimili. Orgel má nefna, sem talið er vera þriðja elzta orgel á landinu, en þetta allt gaf frú Sólveig Eyjólfsdóttir hús freyja hér í Hafnarfirði, sam- kvæmt ósk látinnar móður sinn- ar. Skaklóð er til af ýmsum gerð- um og snældurokkur, sem smíð- aður er af Árna Hildibrands- syni, þjóðhagsmið, um 1880—90. Bréfapressa úr Linnetsbúinu með ártali 1866 og tágkarfa, sem riðin er af Kristófer Grímssyni frá Nesjavöllum í Grafningi. Þá er reizla, sem er brúðargjöf frá Vigfúsi Gestssyni til Jóns Jóns- sonar í Dvergasteini, hamprokk- ur frá Deild á Álftanesi og spunarokkur frá um 1890, sem Herdís Kristjánsdóttir formóðir Auðunsættarinnar hér í Hafn- arfirði átti, en hún var eins og kunnugt er gift Auðunni lóðs Stígssyni. Bátur er þar, tveggja manna far, sem kominn er frá Helga Guðmundssyni í Mels- húsum og er hann smíðaður út á Álftanesi fyrir 80—100 árum síðan. Þá má og nefna steðja, sem Beinteinn Stefánsson smið- ur á Hvaleyri átti, töluvert safn af heykrókum og gömlum hlóð- arpottum, sem komnir eru úr búi Pálínu Þorleifsdóttur og Magnúsar Ben'jamínssonar og auk þess mikið af steinsmíða- áhöldum frá Jónasi Jónssyni vaktara. Ennfremur má nefna mikið af skósmíðaáhöldum frá Jóel Ingvarssyni skósmíðameist- ara, en það munu vera elztu skósmíðaáhöldin. sem til voru hér í Hafnarfirði, enda munu þau vera meðal allra elztu muna í þessu byggðasafni. Þá skýrði Gísli Sigurðsson svo frá, að hann hefði fundið úti í hrauni unnin kvarnarstein, sem sýnir ljóslega, hvernig slík- ir steinar hafa verið unnir fyrr á tímum, en það mun hafa verið þannig, að hellan hefur verið tekin í hrauninu, tilhöggvin þar og ekki flutt heim fyrr en hún hefur verið fullgerð. Að lokum má skýra frá því, að byggðasafnsnefndin hefur gert allsherjar tillögur til bæjar- stjórnar um frekari vöxt og við- gang safnsins, en þær eru helzt þessar: Ur tillögum byggðasafns- nefndar. Byggðasafnsnefnd leyfir sér að leggja fram við bæjarráð og bæjarstjórn eftirfarandi tillögur um byggðasafn Hafnarfjarðar: 1. Sívertsenshúsið. Húsið verði gert upp og fært tiL sinnar upprunalegu myndar í einu og öllu. (Framhald á bls. 22) ..- -V - ! \ V yv, S ívertsens-hús. þeim kröfum, sem gera verður Ljóstæki, lampar, luktir og týrur.

x

Hamar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.