Hamar - 23.12.1958, Page 8

Hamar - 23.12.1958, Page 8
8 HAMAR GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýar! Bifreiðastöð Hafnarfjarðar Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla Lýsi hf., Reykjavík Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsælt komandi árs. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Hlutafélagið Hamar GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar Óska viðskiptamönnurh mínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fijrir viðskiptin á Uðandi ári. Elías Ivarsson skósmiður Strandgötu 43 GLEÐILEG JÓL! Gott og farsælt mjtt ár. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Sundhöll Hafnarfjarðar k organisti Hjörleifur Zóphónías- son, kennari. — Hvað vildir þú helzt segja um jólahátíðina og boðskap hennar? 3 Kristinn J. Magnússon. — Þesari spurningu er erfitt að svara í stuttu máli, því boð- skapur jólanna er mikill og margbrotinn. Hann boðar okkur frið á jörðu, og er fagnaðar- erindi jólanna hinn bjarti Ijós- geisli í skammdegismyrkrinu, sem lýsir mönnunum til betri vegar. Það er ósk mín á jólahátíð- inni, að kristin trú megi eflast og verða mönnunum leiðarljós til varanlegs friðar. Það er ósk mín og von, að Fríkirkjan í Hafn arfirði verði ætíð þeim vanda vaxinn að útbreiða sem mest boðskap Krists öllum til heilla og blessunar, því að hvað sem allri velgengni líður, þá er trúin það bezta sem mennirnir eiga. Hún er fjársjóður, sem ei verður frá mönnunum tekin. Að endingu óska ég öllum Hafnfirðingum gleðilegra jóla. Krists konungs Idrkja. Sú kirkja, sem fæstir Hafn- firðingar hafa komið í, er Krists- kirkja eða kaþólska kirkjan eins og hún er nefnd í daglegu tali. Kaþólski söfnuð- urinn í Hafnarfirði er ekki mjög fjölmennur, en þrátt fyrir það hefur hann sína eigin kirkju og sérstakan prest. Er það séra Gerhard Boots, sem er elzti kaþólski presturinn hér á landi. Til íslands kom hann frá Dan- mörku árið 1921. Hafði hann áður verið 4 ár í Danmörku, sem aðstoðarprestur í Ringeted að Hróarskeldu. Fyrstu árin eft- ir hingað komu hans var hann þjónandi prestur við kaþólsku kirkjuna í Reykjavík, en kom til Hafnarfjarðar árið 1938. Var hann við kirkjuna hér til ársins 1941 og aftur árið 1948—1950, þá fór hann til Stykkishólms. Til Hafnarfjarðar kom hann aftur árið 1956. Eftir að Karmel- klaustrið tók til starfa hafa ver- ið tveir kaþólskir prestar hér í bæ og er annar þeirra þjónandi prestur í klaustrinu. Nú er það séra Vroomen (Marteinn Jak- obsson). — Hvenær hófst kaþólskt safnaðarlíf hér- í bæ, séra Boots? — Kaþólska kirjan var vígð í Hafnarfirði árið 1926, það er að segja, á því ári byrjaði hún í stofu húss, sem stóð austan við núverandi íbúðarhús á Jó- friðarstöðum. Það hús hefur nú verið rifið. Sjálf Krists- kirkjan var byggð jafnhliða spí- talanum, og var hún vígð í októ- ber árið 1926. Fyrsti prestur- inn hér var séra Dreesen og þjónaði hann til ársins 1936, en veiktist þá og fór utan. Séra Marteinn Jakobsson var sóknar- prestur frá 1936—1938. Séra Liedekerken frá 1941—1949. — Arið 1946 kom séra Dreesen aft- ur til Islands og þjónaði í Kar- melklaustrinu til dauða dags, en hann lézt árið 1954. Tók séra Marteinn þá við í klaustrinu og séra Aarts varð sóknarprestur til ársins 1956, þegar ég tók aftur við. Margir Hafnfirðingar þekkja séra Aarts, því hann var bóndi á Jófriðarstöðum í 21 ár og nefndist bróðir Jósef. — Hvað heitir reglan ykkar og hvenær tók hún til starfa hér á landi? — Reglan heitir Maríufélag Montfortanar og erum við Montfortsprestar. Heitir hún í höfuðið á stofnandanum, sem var franskur, Lúðvik María frá Montfort. Hann lézt árið 1716. Reglunni er skipt í margar deildir eftir löndum og er hún víða starfandi m. a. í Danmörku, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu, Englandi og Ameríku, auk ís- lands. Hún starfar undir æðstu stjórn í Róm og munu um 1000 til 1100 prestar vera í reglunni. Við, sem hér erum, tilheyrum hollenzku deildinni. Upphaf kaþólska trúboðsins, sem nú starfar hér á landi, má rekja til tveggja heimspresta, Séra Gerliard Boots. sem komu hingað frá Danmörku árið 1895 og settust að í Landa- ^ koti í Reykjavík. Byggðu þeir fyrstu kirkjuna og var hún úr timbri. Fyrstu regluprestarnir komu til Islands árið 1903 og tóku þeir við af heimsprestun- um. Nú eru 4 trúboðsstöðvar hér, í Reykjavík, Hafnarfirði, Stykk- ishólmi og á Akureyri. Kirkj- urnar eru þrjár og sömuleiðis J spítalarnir og eru þessar stofn- anir á þrem fyrst töldu stöðun- um. Barnaskólar eru starfandi í Reykjavík og Hafnarfirði. A öllu landinu eru starfandi 9 kaþólsk- ir prestar. Biskupinn, Jóhannes Gunnarsson hefur aðsetur í Reykjavík, en þar eru 4 prest- ar, 2 eru í Hafnarfirði, 1 í Stykk- ishólmi og 1 á Akureyri, Hákon Loftsson heimsprestur. Einn ís- lendingur, Sæmundur Fossdal, er á prestaskóla í Rómaborg. — Þér minntust á spítalann og skólann, séra Boots, en þess- ar stofnanir mirnu systur reka? — Já, Hér á landi eru þrjár systurreglur. Systur úr St. Jos- ephsreglunni eru í Reykjavík og Hafnarfirði. Sú regla er mjög útbreidd í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hún er upprunnin frá Chanberry í Frakklandi og var stofnuð fyrir tveim til þrem öldum. I Stykkishólmi eru syst- ur úr Fransiskusreglunni. Sú regla var stofnuð í Frakklandi Framh. á bls. 19 I ! GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár. Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. * Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar V y Aðfangadagskvöld jóla í Kristskirkju.

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.