Eyjablaðið - 01.06.1942, Síða 1
4. árgangur.
EYIABLBDIB
Júní 1942. 8. tölublað.
Verkamenn og sjómenn! Látíð kosníngarnar 5. jtilí sýna
hug ykkar ftl braskaranna í þjóðsfjórnarflokkunum
ísleifur
Prenf frelsíð:
Eyjablaðið fæsf
ekki prentað í
Vestmannaeyjum
í fyrra haust, þegar Ingólf-
ur Guðjónsson prentari hafði
keypt Eyjaprentsmiðjuna,
samdi Sósíalistaflokkurinn
um prentun Eyjablaðsins 1
prentsmiðjunni. Blaðið kom
síðan út aöra hvora viku, en
þess á milli prentaði Ingólfur
blaðið „Víði“, flokksblað
íhaldsmanna. Báðir flokkarn-
ir höfðu þá jafna aðstöðu um
biaðakost hér í Eyjum.
Vinsældir og áhrif Eyja-
blaðsins jukust með hverju
blaöi og útbreiðsla þess,
svo að upplagið seldist.
En að sama skapi mun blað
þeirra íhaldsmanna hafa tap-
að í áliti og útbrelðslu. For-
kólfar íhaldsins sáu þá að við
svo búið mátti ekki lengur
standa, því aö með jafnri að-
stöðu flokkanna til þess að
koma skoðunum sínum á fram
færi, var sósíalistum sigurinn
vís. íhaldið var í hættu.
Burgeisar bæjarins tóku þá
saman ráð sín og niðurstaðan
var sú, að þeir auruðu saman
20 þúsund krónum og létu
Samkomuhús Vestmannaeyja
kaupa prentsmiðjuna af Ing-
ólfi, en aö kunnugra dómi
mun prentsmiðjan naumast
meira en 10 þúsund króna
virði, þótt tillit sé tekið til'
verðhækkunar.
Strax og kaupin voru gerð,
neituðu hinir nýju , eigendur
að prenta Eyjablaðið í prent-
smiðjunni og hefur blaðið
ekki getað komið út síðan.
Hefur „Víðir“ og ihaldið því
eitt setið að blaðaútgáfu hér
síðan.
Áður en salan fór fram
hafði Ingólfur prentari tjáð
kaupendunum, að hann hefði
samninga um prentun á Eyja
blaðinu og yrðu þeir að taka
aö sér prentun þess eftir að
þeir yröu eigendur prentsmiðj
unnar og féllust. þeir þá á
þaö.
Þetta hafa þeir svikið, enda
voru kaupin gerð í þeim til-
gangi að hefta útkomu Eyja-
blaðsins.
Dæmi þetta er eitt af mörg-
um um það hvernig auökýf-
ingar geta gert og gera, í
valdi peninga sinna, lagaá-
kvæöi stjórnarskráinnar um
prentfrelsi að dauðum bók-
staf.
Fyrrverandi ritsjóri „Víðis“,
Magnús Jónsson, er settur af,
Framhald á 2. síðu.
Fjórir stjórnmálaflokkar hafa
menn í kjöri i Vestmannaeyj-
um við alþingiskosningarnar,
sem í hönd fara. Skal hér lít-
illega — meö tilliti til stjórn-
málalegra atburða og kosn-
ingaúrslita síðustu ára — gerð
grein fyrir möguleikum hvers
flokks, eins og vinstrisinnuð-
um kjósanda koma þeir fyrir.
Framsóknarflokkurinn.
„Maðkar í blöndumii“.
Fyrir alþingiskosningar 1937
lagði Frarnsóknarflokkurinn
höfuðáherzlu á baráttuna
gegn vaxandi fasisma Sjálf-
stæðisflokksins. Kom Fram-
sókn þá fram sem eindreginn
vinstri flokkur og barðist rmd-
ir kjörorðinu: Allt er betra en
íhaldið.
Óþarft er aö rekja hér svik
þessa flokks við þessa yfir-
lýstu stefnu og um leið við
kjósendur hans. Ferill hans
hin síðustu ár er svikum drif-
inn við hinn vinstri málstað,
við lýðræði og frelsi, og það
í slíkum mæli, að hann hefur
gengið fram fyrir skjöldu þess
íhalds, er hann úthrópaði
mest fyrir síðustu kosningar
— gengið fram fyrir skjöldu
í hverskyns árásum á hinar
vinnandi stéttir þessa lands
og frumstæðustu réttindf
þeirra.
Fátt lýsir átakanlegar inn-
ræti Framsóknarburgeisanna
en framkoma Guðbrandar
Magnússonar forstjóra áþing-
málafundi í Eyjum fyrir
skemmstu. Forðaðist hann
svo sem rrnnt var að koma
hið minnsta inn á stefnumál
flokkanna, heldur bar á borö
fyrir háttvirta kjósendur eina
forkostulega blöndu af skrípa-
látum, kjaftasögum og al-
mennu gríni. Guðbrandur er
vanur að fást við blöndur og
var honum því manna bezt
trúandi til að geta tilreitt
Vestmannaeyingum einhvern
„metall“, sem villt gæti um
kjósendur, íhaldinu til óbeins
stuðnings. En þrátt fyrir það,
komust maðkar í blönduna,
sem eyðilögðu þau áhrif, sem
annars kynnu að hafa orðið
af henni. Gerðist það með
þeim hætti, að Guðbrandur
sagði sögu um háttsettan
íhaldsmann í Reykjavík, sem
sagði honum, að hann hefði
leyft syni sínum að kaupa
200 ánamaðka. Seinna kom
svo reikningurinn — 30 aura
kostaði stykkið. — Þetta var
hið afgerandi lóð á metaskál-
arnar. Ánamaðkar seldir lúx-
uspeyjum í Reykjavík á 30
aura stykkið. — Það var sko
dýrtíð! En þeim hafði aldrei
blöskraö, þótt smérið kostaði
13—14 kr. kg., eggin 60 aura
—1 krónu stykkið og aðrar
lífsnauðsynjar eftir því, það
var allt í lagi — en ánamaðk-
ar á 30 aura! Þannig upp-
götvaði Brandur dýrílðina —
og ánamaökarnir eyðilögðu
með öllu blönduna, því þeir
urðu til þess að sannfæra
kjósendur um, að pólitík
Framsóknarflokksins væri
sannkölluð maðkapólitík.
Högnason
Alþýðuflokkurinn — „Gylfa-
ginning“.
Eigi skal út í það farið hér
að rekja raunasögu Alþýðu-
flokksins síðastliðið kjörtíma-
bil. Hann hefur í jafnvel enn
ríkara mæli en Framsóknar-
flokkurinn svikið öll sín heit,
alla sína stefnuskrá — og
háttvirta kjósendur. Málgagn
hans í Reykjavík hefur látið
í ljós fyllstu samúð með
morðher Hitlers í ránsferö
þeirra á hendur Sovétríkjun-
um. Þessi flokkur er samá-
byrgur hinum þjóðstjórnar-
flokkunum um öll þau ólög,
réttindarán á hendur alþýð-
unni í landinu, og árásir á
hagsmuni hennar, sem við-
gengizt hafa.
Við þingkosningar 1934 fær
frambjóðandi Alþýðuflokksins
í Vestmannaeyjum 388 at-
kvæði, 1937: 289 atkv. og við
bæjarstjórnarkosningarriar
1942 ekki nema 200 atkvæði.
Þessum flokki hefur því hrak-
að um tæpah helming frá því
síðast var kosið til þings.
Svo er ungur, óreyndur
hagfræðingui’ úr Reykjavík,
Gylfi Þ. Gíslason. ginntur
hingað til Eyja og honum
sjálfsagt talin trú um, að
hann geti fiskaö upp mikið
af atkvæðum — en trúað
gæti ég því, sem sniðugur
maður sagði um för Gylfa
hingað og framboö hans hér,
að það yrði aldrei annað en
„Gylfaginning11 — því at-
kvæðin myndu lenda á öðrum
stað.
Sjálfstæðisflokkur og Sósíal-
istaflokkur. „Djúpið mikla“.
„Víðir“, blað Sjálfstæðis-
manna í Eyjum komst nýlega
svo að orði, að slíkt djúp væri
staðfest milli friwiibjóðenda
Sósíalistaflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins og þessara
flokka beggja, aö enginn kjós-
andi myndi í efa um, hvora
kjósa skyldi.
Eg vil leyfa mér að undir-
strika þessa speki Víðis í
fyllsta máta.
Djúpið milli flokkanna er
mikið, því annar þeirra vill
viðhalda úreltu skipulagi, sem
byggist á „rétti“ fárra ein-
staklinga til þess að stinga i
sinn vasa afrakstrinum af
vinnu alþjóðar — hinn flokk-
urinn berst fyrir skipulagi
framtíðarinnar, sósíalisman-
urh, sem fyrst og fremst bygg-
ir á réttlátri skiptingu hags-
munalegra og menningar-
legra verðmæta.
Djúpið milli frambjóðend-
anna er hiö sama — auk þess
sem .Jóhann Þ. Jósefsson er
einn hinna harðsvíruðustu
fjandmanna verklýðshreyfing-
arinnar (sbr. afstöðu hans til
gerðardómslaganna) — en ís-
leifur Högnason er þraut-
reyndur verklýðsleiðtogi, sem
staðið hefur fremstur í flokki
í áralangri baráttu við eitt
harðvítugasta íhald þessa
lands og aldrei hvikað frá
málstað alþýðunnar.
Fylgi íhaldsins hefur hrak-
að við síðustu kosningar —
og það mun gera það enn
betur nú. Straumurinn hggur
til vinstri. Við kjósum allir
ísleif Högnason til þings. A.