Eyjablaðið - 01.06.1942, Page 2

Eyjablaðið - 01.06.1942, Page 2
EYJABLAÐIÐ ÚTBORQUN ARBS fyrir árið 1941 fer fram á skrifstofu Kaup- félags verkamanna daglega klukkan 4—6 e. h. Dragið ekki að ganga í Kauppfélag verka- manna. KAUPFÉLAG VERKAMANNA Vestmannaeyjum. Lýðrædísstjóm fólksins eða þjóðstjórn afnrhaldsíns — stefnuskrárbæklingur Sósíalistaflokksins er kominn út. — Ennfremur eftirtöld kosningarit: 1. Stéttir og stefnur eftir Gunnar Benediktsson 2. Atvinnuleysið þarf ekki að koma aftur. 3. Fiskimenn! Hrindið kveldúlfsvaldinu. 4. Vorsókn íslenzkrar alþýðu. Kvæði eftir Jó- hannes úr Kötlum. 5. Hnekkjum einræði þjóðstjórnarinnar. „Þjóðhættulegt“ happdrætti 10 vinningar eftir , ,þjóðhættulega“ rithöfunda og listamenn, ásamt meðmælum formanns Menntamálaráðs. — Verð 2 \rónúr. Fleiri \osningarit eru í undirbúningi. Utbreiðið bosningarit Sósíal- istaflok.k.sins. Stvðjíð að sígrí Sósíalístaflobksíns! Tilkynning frá Rétti Gjalddagi Réttar hefur verið 31. des. ár hvert, þ. e. ritið hefur verið innheimt eftir á. Framvegis verður gjalddagi ritsins 1. júlí, og ber því að greiða árgjald yfirstandandi árs, 27. árg., ár ’42, á þeim gjalddaga. Vegna örðugleika á innheimtu viljum við brýna fyrir þeim, sem enn eiga ógreitt s. 1. ár, 26 . árg., ár ’41, að gera skil við afgreiðsluna í þessum mánuði. Munið 1. júlí, gjalddaga 27. árg., ár ’42. Afgreádsla Réffar Austurstræti 12. Sími 2184. Handbók Alþlngis* kosninganna 5. Júli er komin út. Fæst hjá flestum bóksölum. 1 bókinni eru at- kvæðatölur úr Alþingiskosningunum 1937 og nöfn frambjóð,- enda í kosningunum 5. júlí n. k. og eyður fyrir tölu. Auk þess eru í bókinni reglur um úthlutun uppbótarþingsæta og ýmislegt fleira viðvíkjandi kosningunum, auk mynda af frambjóðendum Sósíalistaflokksins. Kosningablað Framsóknar kom út í síðustu viku í Vest- mannaeyjum. Aðalefni þess voru lofgreinar um látna og lif- andi íhalds-„andstæðinga“ „Framsóknar“ í Vestmannaeyj- um og listagagnrýni um lúðra- sveit Vestmannaeyja, eftir hinn þjóðfræga listagagnrýnanda, Hall dór Guðjónsson, skólastjóra. Þá flytur blaðið grein eftir Bjarna Magnússon, Lágafelli, um rétt- lætismálið svonefnda, og kemst höfundur greinarinnar að þeirri niðurstöðu, eins og ,,Tíminn“, að það sé allt annað en lýðræði, að minnihluti ráði fyrir meirihlut- ann, og talar í því sambandi um hlutfallskosningar í tvímennings- kjördæmum. Þrátt fyrir þessa nið urstöðu sína, er hann mikið á móti því, að kjördæmaskipuninni sé breytt, en það þýddi að sá óréttur væri leiðréttur, að einn flokkur gæti ekki, eins og nú er högum háttað í þessu efni, náð þingmeirihluta og þar með öllum völdum í landinu, þó flokkur þessi hefði ekki á bak við sig nema '/j hluta kjósenda ! Breytingin á kjördæmaskipan landsins, sem samþykkt var á síð asta þingi og um er kosið í þess- um kpsningum,. er í stuttu máli sú, að vald hinna fámennu kjör- dæma verður minnkað frá því sem nú er. Kjósendur í Vest- mannaeyjum, sem eins og sakir standa hafa ekki nema hálft áhrifavald á Alþingi á við kjós- endur fjölmargra annarra kjör- dæma, fá aukið vald með breyt- ingunni og er slík breyting auð- vitað ekki annað en réttlætismál og því hin mesta furða, að nokk- ur stjórnmálaflokkur, eins og t. d. Framsóknarflokkurinn, skulx voga sér að ætla að fá eitt ein- asta atkvæði hér í Vestmanna- eyjum. Þó það sé í fyllsta máta sorg- legt, að sjá þrautpínda verka- menn á þönum á kjördegi fyrir kúgara sína og böðla á snöpum eftir atkvæðum fyrir íhaldið, er það bæði broslegt og sorglegt, ef svo ólíklega færi, að einhverjir fáráðlingar í Vestmannaeyjum sæust í kringum kosningaskrif- stofu Framsóknarflokksins á þeim degi. Málið er svo augljóst, að stappar nærri auglýsingu um bjánaskap smalanna, að ólíkt er að slíkt komi fyrir. Prenífrclsíð Framhald af 1. síöu. og hefur nú Einar Sigurösson tekið við ritstjórn blaðsins. í forustugrein fyrsta blaðsins sem Einar stjómar, tékur hann að dásama Jóhann Þ. Jósefesson og niðra andstæð- ingum hans.. Ber þetta at- hæfi ljósan vott um reisn og skörtmgsskap Einars, eða hitt þó heldur, því Vestmannaey- ingum er ekki kunnugt um að Einar hafi nokkumtíma haft áhuga nema einu og að- eins einu máli sem alþjóð varðar og Jóhann gat haft áhrif á að gengi samkvæmt yfirlýstum viljaEinars, enþað mál er gerðardómslögin, sem Einar vildi ólmur feig, en Jó- hann blés lífsanda í, með at- kvæði sínu á Albingi. Fallega fer Einar af stað. Opinberar framkvæmdir og geröardömslögin Svarið höfundum kúgunarlaganna í kosningimiun 5. júlí. Hafnarmannvirki öll í Vest- mannaeyjiun, eru um þessar • < mundir í yfirvofandi hættu. í stórbrimi á síðastliðnum vetri hrundi allstórt stykki úr fremri enda sýðri hafnar- garðsins og er fyrirsjáanlegt að allur fremri endi garðsins er í hættu af völdum sjávar- gangs ef garðurinn er ekki lagfærður á þessu sumri. Nú er komið fram á mitt sumar og enn er ekki byrjað á þessu sjálfsagða verki. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosning- ar var kosin ný hafnamefnd og komu íhaldsmenn aö öll- um nefndarmönnum vegna ranglátrar reglu um kosningu í nefndina. Þessi nýja hafnarnefnd mun þó hafa gert ráðstafanir til að eitthvað yrði aðhafzt í þessu efni, því fyrir nokkrum dögum voru 15 verkamenn byrjaöir á undirbúningi og grjóthleðslu, ekki fremst í garðinum, heldur efst. En nú er verkiö lagt niður, því hafn- arnefnd mun ekki hafa getað haldið þeim. verkamönnxun, sem hiín hafði fengiö til vinnu, vegna þess, hve illa þeir voru launaðir. Verka- menn fóru fram á að þeim yrði greiddur Dagsbrúnar- taxti, sem er eðlileg krafa og alkunnugt að víða út um land er greiddur, þótt' lægri taxtar séu í orði kveðnu í gildi á hinum ýmsu stöðum utan Reykjavíkur. — Verka- mennimir hafa flestir ráðið sig i aðra vinnu og ýmsir þeirra hjá sjálfum nefndar- mönnum til þess að vinna fyrir þeirra einkaframtæki. En hafnarmannvirkin eru látin eiga sig! Ekki hefur hafnamefnd eða forseti bæjarstjórnar kallað bæjarstjórnina á fund út af þessu máli, sem þó virðist sjálfsagt. Hafnarnefnd mun bera fyrir sig að hún verði að hlýta gerðardómslögunum, og að hún vilji fyrir engan mun brjóta þessi margbrotnu lög. Éngin orð fá lýst því ófremdarástandi, sem orðið er fyrir hina heimskulegu og einstrengislegu afstöðu vald- hafanna til verkafólksins. Af eintómri peningagræðgi kjósa þessir dæmalausu þöngulhaus ar heldur að horfa upp á hafnarmannvýrkin eyðileggj- ast, en af því hlyti að leiöa óbætanlegt tjón, ekki aðeins fyrir alla atvinnurekendm: í Vestmannaeyjum, heldur all- an almenning, en að greiða verkamönnunum, sem púla í þessari erfiöu og áhættusömu vinnu, sanngjarna launaupp- bót! Hve lengi lætur fólkið þetta viðgangast? Vestmannaeyingar! Gefið ráðamönnum bæjarins eftir- minnilega áminningu við kjör borðið 5. júlí. Kjósið frambjóðanda Sósí- alistaflokksins, ísleif Högna- son. — en kosningar fara í hönd Eftir að grein þessi var skrifuð gerðist þetta í mál- inu: Fimmtudaginn 25. júní var haldinn bæjarstjómarfundur 1 Vestmannaeyjum, þar sem þessi málaleitun verkamanna var rædd. Fulltrúar sósíalista í bæj- arstjóm lögðu til, að gengið yrði að kröfum verkamann- anna, en íhaldsmennimir, sem áður höfuð neitaö kröf- um verkamannanna sáu, að við svo búið mátti ekki standa, og gerðu þeir yfirboð, vegna nálægðar kosninganna, um að greiða verkamönnun- um svonefndan ísfiskvinnu- taxta, sem er með dýrtjðar- uppbót ki*. 2.91 á kl.st. Sömu mennirnir, sem áður höfðu neitað verkamönnum um Dagsbrúnartaxta!! Vínníð að því að gera sígur flobbs- íns glæsílegan! Gefíð í bosnínga- sjóðínn!

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.