Eyjablaðið - 01.06.1942, Síða 4
EYJABLAÐIÐ
Það er bœgt að íella Johann
Framboð Gylfa Þ. Gíslasonar er til þess að hjálpa íhaldinu
Þegar Haraldur Guðmunds-
son var hér á framboðsfundi
fyrir skemmstu til þess að
kynna frambjóðanda þann, sem
flokksstjórnin í Reykjavík send-
ir til Vestmannaeyja án þess að
nokkur verkamaður í Vest-
mannaeyjum hafi látið sér
detta í hug að biðja um þenn-
an mann, sagði Haraldur að
sósíalistar hefðu fyrirskipanir
austan frá Moskva um að
kljúfa verklýðshreyfinguna
hvar sem þeir gætu því við
komið. Þessu til „sönnunar“ las
hann upp kafla úr ræðu eftir
Manuilski, frægan rússneskan
stjórnmálamann, sem brýndi
fyrir kommúnistum að gera allt
sem þeir gætu til að vinna sér
fylgi meðal hinna svokölluðu
Alþýðuflokka, með því að
kljúfa þá, þeir gerðu ekki ann-
að en að aðstoða afturhaldið.
Tilvitnun Haraldar í orð
Manúilskis kann að hafa verið
hárrétt, en Haraldur reynir vís-
vitandi að blekkja verkamenn
með tilvitnuninni, því að Al-
þýðuflokkarnir eru allt annað
en verklýðsfélög og hann getur
ekki fundið eitt einasta dæmi
þess að kommúnistar hafi nokk-
urstaðar reynt að tvístra verk-
lýðssamtökum og vita það allir
verkamenn, bæði hér í Vest-
mannaeyjum og hvarvetna ann-
arsstaðar. Þeir gera þvert á
móti allt sem þeir geta til að
sameina verklýðshreyfinguna.
Alþýðuflokkur kratanna er
hinsvegar engin hagsmunasam-
tök verkamanna, heldur það
gagnstæða Þeir eru klíkufélags-
skapur fárra embættismanna,
sem reyna að veiða atkvæði
verkamanna, með lýðskrumi um
endurbætur, sem 1 reyndinni
eru engar.
Sósíalistar munu því gera allt,
sem þeir geta til þess að kljúfa
fylgi frá krötunum, eins og öðr-
um afturhaldsflokkum, og ein-
mitt í þeim tilgangi meðal ann-
ars að sameina verklýðshreyf-
inguna, en kratar og íhald eiga
það sammerkt að vilja halda
henni klofinni, til þess að
verkamenn eigi sem örðugast
með að ná fram kjarabótum af
sjálfsdáðum, sem í raun og veru
eru þær einu kjarabætur, sem
verkamenn geta sagt með
sönnu, að séu nokkurs virði. —
Ef Alþýðuflokksforingjarnir
vilja ræða um pólitíska klofn-
ingsstarfsemi, ættu þeir fyrst
að stinga hendinni í eigin barm
og athuga hvort þeir reyni ekki
sjálfir af fremsta megni aðm
kljúfa og spilla fyrir hinum
pólitísku samtökum verklýðs-
flokksins hér í Vestmannaeyj-
um með framboði sínu á Gylfa
Þ. Gíslasyni.
Þeir eru alveg vonlausir með
að koma þessum manni að
hérna, bæði sem kjördæmis-
kosnum né uppbótarþingmanni.
Á framboðsfundinum létu þeir
sér ekki detta í hug að minnast
á það sem möguleika. Aftur á
móti hefur frambjóðandi Sósí-
alistaflokksins ísleifur Högna-
son, mikla möguleika á því að
fella frambjóðanda íhalds-
manna í þetta sinn, Jóhann Þ.
Jósepsson, ef alþýða bæjarins
sameinaðist um framboð Isleifs.
íhaldið er þegar orðið í minni-
hluta í bænum, það sýndu bæj-
arstjórnarkosningarnar. Fram-
Lofið Jóhanni Kela að
hvíla sig frá þingstörf-
um næsta kjörtímabil.
bjóðandi Framsóknar hefur
enga möguleika til að fá, ekki
einu sinni hálft atkvæðamagn á
við það sem f jokkurinn fékk í
bæjarstjórnarkosningunum og
allur þorri Framsó'knarmanna
kýs á móti í haldinu og vitað er
um marga, sem kjósa nú með
Sósíalistaflokknum. Það er því
augljóst mál, að ef að þeir 200
menn, sem greiddu Alþýðu-
flokknum atkvæði um bæjar-
stjórnarkosningarnar, samein-
uðust ásamt framsóknarmönn-
um um ísleif, að Jóhann getur
fallið við þessar kosningar. —
Alþýðuflokksforingjarnir gera
allt sem þeir geta til að hjálpa
Jóhanni með framboði Gylfa,
en það verða þó að lokum
kjósendurnir, sem ráða úr-
slitunum 5. júlí.
Munið það alþýðuflokkskjós-
endur í Vestmannaeyjum, að
hægt er að fella Jóhann. Eina
leiðin er að kjósa frambjóðanda
Sósíalistaflokksins ísleif Högna
son.
Hrindið Kveldúlfsvaldinu, sem hirðir ágóðann af erfiði ykkar!
Sjómenn og verkamenn! Kjósið Isleif Högnason á þing.
Frelsi launþeganna
Ef einhver launþegi eða
verkamaður kynni ennþá að
efast um það, að Alþingi, eins
og það er nú skipað, sé tæki
sem auðmenn landsins nota
til þess að vernda sína eigin
pyngju og krækja skildingum
úr vasa hinna fátæku, ætti
liann að hugleiða framkvæmd
á innheimtu útsvara og
skatta samkvæmt útsvars og
skattalögunum. Samkvæmt
þessum lögum eru atvinnu-
rekendur látnir innheimta af
larmum verkamanna útsvör,
skatta og önnur opinber
gjöld, og eru þeir, atvinnu-
rekendurnir, gerðir ábyrgir
fyrir því að þessi innheimta
sé framkvæmd. Á þann hátt
eru verkamenn sviptir sjálfs-
forræði um greiðslu útsvara
og skatta og meöhöndlaöir
af ríkisvaldinu, eins og ræfl-
ar, sem að engu séu hafandi
og ekki treystandi til að
greiða þau gjöld sem þaö op-
inbera leggur á þá. Þetta
kann að stafa af því, að lög-
gjafarvaldið veit upp á sig
skömmina um að launþegun-
um sé gert að greiða ranglát-
lega há útsvör og skatta og
þyki öruggara að fara þessa
leið til þess að engir verka-
menn sleppi, eða geti mót-
mælt röngum skatti' eða út-
svari, sem auðvitað er fyrir-
byggt, með þessari inn-
heimtuaðferð.
En hvaða tryggingu heimtar
svo ríkisvaldið af atvinnurek-
endum um að þeir greiði sina
eigin skatta og útsvör, auk
þeirra, sem þeir eru látnir
innheimta hjá verkafólki
sínu? Menn geta leitað í
skatta- og útsvarslöggjöfinni,
en þar er engan stafkrók
hægt að finna, sem krefst
neinna trygginga af atvinnu-
rekenda hálfu! Reyndar get-
ur ríkisvaldið síðarmeir geng-
ið að atvinnurekendum með
þessa skatta, og gert þá gjald-
þrota, en tryggingar fyrir
greiðslunni eru engar aðrar.
Þessari óhæfu verður að
breyta. Verkamenn, sem öll
framleiðsluverðmætin skapa,
með erfiði sínu, eiga kröfu til
þess að vera meðhöndlaðir af
ríkisvaldinu, sem heiðarlegir
menn, en ekki sem prettvisir
ræflar.
Til þess að fá leiðréttingu
þessa máls, eins og allra ann-
arra mála, sem snerta per-
sónufrelsi verkamannsins,
verða verkamenn að efla Só-
síalistaflokkinn og ljá fram-
bjóðendum hans og engra
annarra fylgi sitt við kosning-
arnar 5. júlí.
Kaupféla$
verkamanna
Framh. af 3. síðu.
afbragðs verzlunarhús á bezta
stað í bænum, töluverða sjóði,
og það sem mest er um vert
hylli alþýðunnar í stöðugt
vaxandi mæli. Þarna er
margt starfsfólk, því það er
mikið verk að afgreiða allar
helztu nauðsynjar úl hátt á
fjóðra hundrað heimila fyrir
utan þá mörgu, sem ekki eru
í félaginu, en sínum hag bezt
borgið meö því að verzla þar.
Stjórn félagsins skipa nú:
Ágúst Benónýsson, múrari,
Ingibergur Hannesson, verka-
maður, Guðmundur Gíslason,
afgreiðslumaður, Ingibergur
Jónsson, verkamaður og ís-
leifur Högnason, kaupfélags-
stjóri. En kaupfélagsstjóri
hefur hann verið í félaginu
frá öndverðu og vafalaust er
að án hans öruggu leiðsagnar
hefði félagið aldrei náð slík-
um árangri á jafn skömmum
tíma.
Sigurður Guttormsson.
Eyjablaðíð
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Sigurður Guttormsson
Víkingsprent
Mm iíi ninioiiis
Alþingiskosningar þær, sem fram eiga að
é
fara sunnudaginn 5. júlí 1942, .hefjast klukk-
an 10 árdegis.
Kjördeildir eru hér tvær, og er skipting-
in þannig:
1. kjördeild A—J (báðir stafir meðtaldir).
2. kjördeild K—Ö (báðir stafir meðtaldir).
Kjörstaðir eru tveir, K. F. U. M.-húsið 1.
kjördeild og Akogeshúsið 2. kjördeild.
Vestmannaeyjum, 25. júní 1942.
Yfirkjörstjórn Vestmannaeyja.