Eyjablaðið - 02.01.1954, Síða 4

Eyjablaðið - 02.01.1954, Síða 4
EYJABLADIÐ ÍHALDIÐ, sem málsvarí æskunnar!!! ÚR RÆNUM Hjónaband. Um hátíðirnar voru gefin sam an í hjónaband: Leonilla Hansen og Bjarni Einarsson, verzlunarstjóri í Verzl. Br. Sigíússon. Þóra Magnúsdóttir og Jóhann Kristinn Pálsson frá Þingholti. Ingibjörg Gísladóttir frá Hvanneyri og Erling Ágústsson í-afvirki, Halla Soffía Hjálmsdóttir og Torfi L. Torfason. Hanna G. Halldórsdóttir, Há- steinsveg 43 og Kristján Frið- bergsson frá Reykjavík. Sigríður Karlsdóttir og Björg vin Magnússon, verzlunarstjóri á Þingvöllum. Halldóra Hallbergsdóttir og Jón Ingólfsson, Mandal. Jenny Hallbergsdóttir og Helgi Birgir Magnússon. 16. desember voru gefin sam- an Ásta Sigurðardóttir frá Vatns dal og Björn Jónsson. Jazz-klúbbur Vastmannaeyja Fundur á Hótel HB sunnu- daginn 3. janúar kl. 4 e. h. Mörg skemmtiatriði. Nýir félagar velkomnir. Það fer nú að styttast til kosn inga, enda mó sjá þess dæmi nú upp á síðkastið, að íhaldið er gripið allmiklum kosninga- skjálfta. Eitt af því, sem þeim hefur orðið tíðrætt um íhaldsmönnum, eru „svik vinstrimanna við æsk- una", sem þeir kalla svo. — Ekki skal það sagt, að ekki hafi verið hægt að gera meira þau ár sem vinstrimenn hafa farið með völd í þessum bæ, en hitt er óhætt að fullyrða, að ekki hefði hin dauða hönd íhaldsins afkastað meiru undanfarin ár, hefði hún haldið um stýrið. Sannleikurinn er sá, og það vita Vestmannaeyingar allir, og ekki sízt æska þessa bæjar, að hér var allt í kalda koli, þegar íhald ið skildi við. Það er kannski ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði til að sýna, hvernig af- skipti íhaldsins af málefnum æskunnar birtast í verki. Man nokkur eftir dagheimili fyrir börn hérna í bænum með- an íhaldið réði? Margur hefur notið góðs af þeirri stofnun, síð an hún komst upp — án þess að íhaldsins nyti við. — Hvernig leit barnaskólinn út utan og inn- an húsa á mektardögum þessa., sama íhalds? — Hver var hug- ur þess til gagnfræðaskólans, og hvaða ráðstafanir hafði það gert til að ráða fram úr vandamál- um hans? Kannski það ætli að eigna sér gagnfræðaskólabygg- inguna? Og af því íhaldið nú þykist bera svo mikia umhyggju fyrir íþróttunum, þá er líka rétt að minna á afskipti þeirra íhalds- manna sjálfra af þeim málum, og verður hér tekið eitt dæmi: Hvernig var rekstur sundlaugar- innar hjá þeim síðustu árin; var laugin opin, eða hafði hún staðið ónotuð nokkurn tíma — eða voru það nokkur ár? — Það skyldi þó ekki vera. — Það er líka sagt, að jafnvel á þeim tíma, sem þeir rausnuðust við að haída sundlauginni opinni, hafi eitt sinn viljað svo illa til, að einn stórlaxinn hér í bænum varð kokslaus; hafi honum þá í vandræðum sínum dottið í hug, að e. t. v. mætti fá koks hjá sundlauginni. Þeir, sem þá réðu fyrir sundlauginni voru skilnings ríkir menn og létu af hendi koksið — og lokuðu svo laug- inni um tíma, en hinn stóri lax, hann kynti og kynti og þurfti ekki að loka. — Hér var einnig starfandi sundfélag á þeim ár- um fhaldsins, og hafði það kom ið sér upp nokkrum sjóði til að stuðla með honum að yfirbygg- ingu laugarinnar; — hverjir hrömsuðu þann sjóð frá sundfé- laginu? Og að lokum um sundlaugina: Eitt af síðustu ó- þurftarverkum íhaldsins var þeg ar það festi kaup á hitatækjum sundlaugarinnar, þeim sem nú eru á rafstöðinni — ónýt. Þegar íhaldið festi kaup á þessum tækj um átti það að vera stór bomba, en sú bomba varð lítið annað en reykur; því .tækin, sem kost- uðu bæjarsjóð stórfé I byrjun, hafa kostað annað eins eða meira í viðhaldi, auk þess sem þau hafa valdið - stöðvun í rekstri iaugarinnar, sem byrjaði strax eftir tveggja ára notkun tækjanna og hafa fylgt þeim fram á þennan dag, að þau eru orðin endanlega ónýt. — Kaup- in á þessum tækjum voru það síð asta, sem íhaldið gerði fyrir æsku þessa bæjar, og ráðdeild- ina og fyrirhyggjuna í kaupun- um má bezt sjá af því, að hita tækin voru gerð fyrir vatnslaug. Samt kaupir íhaldið þau til að nota í sjólaugina hér — og því fór sem fór: þau ryðguðu og tærðust í sundur eins og flest það, sem íhaldið þykist gera í almennings þágu. Það vantar ekki stimamýktina í íhaldið nú þegar líður að kosn ingum,. og þá er öllum brögð- um beitt til að villa mönnum sýn. Á skemmtisamkomum Sjálf stæðisflokksins er unga fólkinu boðið upp á hlýtt handtak, blítt bros og allskyns skraut — en látið þið ekki plata ykkur. Hið sanna eðli íhaldsins kemur þar ekki.í Ijós; það birtist fyrst seinna — eftir kosningar. J. Stjórnin. Happdrœtti Háskóla íslands Sala hlutamiða fyrir árið 1954 hefst mánudagiim 4. janúar n. k. kl. 5. Viðskiptavinir eiga rétt til sömu númera og áður til io. þ. m. Umboðsniaður Á andi þeirra að svífa yfir atvinnulífi Vestmannaeyinga?

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.