Eyjablaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 3
EYJ.iE LAÐIÐ 3 Ótækt ástand Síðan flugfélagið Loftleiðir hætti flugferðum til Vestmanna- eyja og öll samkeppni hvarf þar af leiðandi milli flugfélag- anna, hefur sannarlega oft verið heldur slæm aðstaða, að þurfa að komast milli landí og Eyja og vera háður flugferðum frá Flugfélagi íslands. Eg gæti trúað að livergi í heimi væri að finna jafnómerki- legar flugáætlanir, sem þær, er það gefur út. Að því er ég bezt þekki til, fara járnbrautarlestir, flugvélar, skip og áætiunarbílar erlendis nákvæmlega á þeirri stundu, sem auglýst hefur verið. Hjá oss íslendingum er stund- vísin á öllu lægra stigi, yfirleitt, en útyfir mun þó taka óstund- vísi flugvéla Flugfélagsins. Það munu flestir m. k. VeSt- mannaeyingar, þekkja, aðalgengt er að flugvélarnar fari þetta 20- 30 mínútum eða jafnvel yfir klukkustund á eftir auglýstum tíma, þótt ekkert sé að flug- veðri, og hendir sig æði oft, að drátturinn er nógu langur til þess, að flugveður hefur tekið af, loksins er komist var af stað. Hafa menn þá venjulega eytt peningum í bíla út á flugvöll til einskis, e. t. v- sagt upp hótelhúsnæði, sem í millitíðinni er öðrum leigt o- s. frv. Kæmi þetta nú fyrir aðeins þegar ófyrirsjáanleg bilun kem- ur fram á vél á síðasta augna- bliki væri þetta afsakanlegt, og þo því aðeins, að Flugfélagið léti aka fólki ljeim, sem þess óskaði og sækti það aftur á til- settum tíma, því að kostnaðar- lausu. Frlendis eru það samgöngu- tæki öðru fremur, sem kennir fólki stundvísi. Hér virðast jjau því miður miða að því gagn- stæða. Það virðist helzt svo, að flug- vélum Flugfélags íslands sé svo naumt skammtaður tími, að undir hælinn sé lagt, hvort þær geti staðið rétta áætlun, og að Jjað sé engin vél til vai'a. Um þennan ómyndarhátt er raunar óþarft að fjölyiða, hann er öllum of kunnur, a. m. k. í V es tmannaeyj u m. Það, sem knúði mig til að skrifa þessa grein, er atvik, sem ég varð sjálfur að reyna, og þar h'eld ég að Flugfélagið slái öll met í óskannnfeilni og á- byrgðarleysi gagnvart farþegnm sínum. Það var laugardaginn 28. ág., í flugmálum, s. 1., að 17 manns, börn og full- orðnir, \ioru mæfctir austur á Skógarsandi kl. 10, í þeim til- gangi, að fljúga til Vestmanna- eyja, en þá er einmitt auglýst- ur áætlunartími • Þegar klukkan var að verða 11 og engin vél var komin, fór afgreiðslumaðurinn heim að Skarðshlíð til að lningja og spurja hverju töfin sætti. Fékk hann þá það svar ,að flugveður hefði ekki verið um morguninn vegna of suðlægrar áttar, þ. e. suðaustan, en væri nú að lagast. Hefði nú flestum fundist nokk- urn veginn sjálfsögð kurteisi, að tilkynna þennan flugveðursbrest strax á áætlunartíma heldur en að láta fólk bíða án þess að vita nokkuð. Nú var haldið spurn- um fyrir og kl. á tólfta tíma var okkur sagt að komið væri bezta flugveður alls staðar, líka í Vestmannaeyjum. Nú töldu allir vél vísa kl. 12 til 1 og létu bíla sína fara. En er fólk fór að lengja eftir vélinni, var enn einusinni hringt til Eyja. Sagði Jjá afgreiðslu- maðurinn jjar, Guðmundur Ágústsson, (Karl Kristmanns mun ekki liafa verið í bænum) að vél yrði ekki send fyry en kl. 3>3°- Þetta jjótti okkur farþegum fremur þunnar trakteringar, að eiga í vændum að híma úti á sandi í 3 til 4 tíma enn, með smábörn í kuldanepju, matar- lauS, því ekki er nú myndar- skapurinn svo mikill, að reist sé biðskýli á sandinum. Datt mér nú, satt að segja, helzt í hug, að afgreiðslumenn FluglelagsinS athuguðu ekki hvað jjeir væru að geia, eða við hvaða skilyrði fólkið byggi á Skógarsandi, óg þó ekki Væri flugveður á réttum áætlunar- tíma, var þó Skógarsandsflugið fyrsta áætlun frá Vestmannaeyj- um- Þótt fólk biði á Hellu, þá var jjar þó hægt að fá húsaskjól og keyptan mat og kaffi. Eg hringdi því frá Skarðs- hlíð til afgreiðslumannsins í Eyjum og útskýiði hvernig mál in stóðu og sjjurði, livort þetta væri alls ekki breytanleg ákvörðun. Kvað hann nei við og sagði ekki hægt að breyta þessu!!! Hvers vegna var ekki hœgt annað en að svíkja áætlunarfei'ð- ina og brjóta þar með lög á far- þegum? Var Jjað vegna þess að flytja þurfti sérstaka forréttindamenn í tveím eða þrem vélurn upp að Hellu? Nú varð klukkan 3,30 og hún vaið 4, en ekki kom vélin. Þá fyrst fannst okkur farþegunum skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Hiingdi ég nú suður á skirfstofu forstjóra Flugfélags- ins. Hann var sjálfur ekki við en staðgengill svaraði í sírnann. Eg skýrði nú málin fyrir náunga Jjessum og spurði, hver bæri á- byrgð á slíkum aðförum. Svaraði liann þeirri spurningu á þann eðlilega hátt, að lorstjóri hlyti fyrst og fremst að bera ábyrgð á sínu fyrirtæki. Það sannar þó vitaskuld alls ekki að hann hafi fyrirskipað jjessa aðferð. Eftir að hafa athugað málin andartak, bætti sá við, er svaraði í síma forstjórans, að vél væri nú á leið- inni til okkar. Þettá reyndust þó ein ósann- indin enn, því sú flugvél fór einnig að Hellu, hver sem Jjví hefur ráðið. Klukkan 6 (Jj. e. 18) kom svo flugvélin til okkar- Kom hún þá full af skátum, sem ætluðu að nota helgina til að ferðast um Suðurlandsundir- lendið, og hafði þeim verið lof- að fari klukkan 2 e. h., en ver- ið sviknir þar til nú. Var Jjví vel farið að skarða í þeirra tíma. Þegar hér var komið sögu, vorum við Skógaandsfarþegar búnir að bíða á sandinum skýlis- lausir og matarlausir, m. a. kon- ur og börn, í 8 klukkustundir, segi og skrifa átta klukkustund- ir, og er ég efins í, að þeir háu herrar, sem Jjessum skepnuskap ollu, hefðu viljað svelta og geyma sín börn á sandinum all- an Jjennan tíma og þora aldrei frá að víkja af ótta við að missa af vélinni. í stað 8 stunda hefðu farþeg- ar aðeins þurft að bíða 2-2 l/9 tíma, ef við stjórn Flugfélagsins hefðu verið menn, Sem færir voru til þessa starfs. Ff nú börn liefðu veikst alvar- lega, eða e.t.v. dáið vegna þessar- ar algerlega óþörfu og óforsvaran legu meferðar og mál hefði ver- ið höfðað á hendur Flugfélag- inu, hvernig hefði það farið? Eða skyldi samgöngumálaráðu- neytið nokkuð hafa að athuga við Jjessa frannnistöðu? Eða — skyldu menn yfirleitt liafa heyrt öllu meiri lítilsvirðingu fyrir fólkinu og ábyrgðarleysi, en hér um ræðir? Um það, hvort ég fari með rétt mál geta borið vitni allir farþegar, sem vitnisbærir eru fyrir ,aldurs sakir, og einnig hygg ég, að afgreiðslumaður Flugfélagsins, Jón í Skarðshlíð muni eftir þessu. Það er svo annað mál, ó- vitað og óviðkomandi Flugfélagi íslands, og ekki því að þakka á nokkurn hátt, að Jón í Skarðs- lilíð léði okkur bíla frá sér til að skýla okkur í og fór fyrir okkur í búð og náði í kex og öl, utan búðartíma. Vil ég hér nota tækifærið og þakka honum fyrir alla fyrir- höfn, tafir og óþægindi, sem hann lagði á sig, borgunarlaust, fyrir okkur- Þór. Magnússon. Ginntir sem E: þursar. #. Ekki hafði ríkisstórnin fyrr sölsað togara Vestmannaey- inga út úr fjórmólaspekingun- um Guðlaugi, Þorsteini og Ársæli, en hún reynir að lækko bótafiskinn í verði og hækka með því fiskverð togaranna. Svo sem alknnnugt er ráðger- ir ríkisstjórnin nú að gera Jjær breytingar á bátagjaldeyrisfríð- indunum að 20% Jjeirra rénni framvegis til togaraútgerðarinn- ar. Ef af framkvæmd Jjessa verð- ur hefur Jjað þau áhrif að raun- verulegt fiskverð til útgerðar- manna vélbáta lækkar um 10 til 11 aura hvert kíló. Togarasölumennirnir hafa hins vegar séð fyrir því,' að ekk ert af því fé, sem vélbátaútgerð- in missir við þetta getur komið Vestmannaeyingum að gagni, en líklegt er að fé þetta nemi l/ milljón á hvern togara. Líklega hafa kaupendur \ il- borgar Herjólfsdóttur Jjagað vandlega um þessa fyrirætlun og notað sér þekkingarleysi seljend- anna til að ginna þá sem þursa til þeirrar sölu sem þeir eru nú frægir fyrir um lands allt. Sem ný NE CCY-saumavél stigin, sem zikk-zakkar o. fl-, er til sölu. Upplýsingar í prentsmiðj- unni. Tek að mér zikk-zðkk fyrir fólk. RAGNHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR Vestmannabr. 47. skhkhkhhhkhhh^

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.