Eyjablaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 5

Eyjablaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 5
EYJABLAÐIÐ . Sama mjólkurverð hér og í Reykjavík. Tveggja ára barátta hefur borið mikinn árangur, en fullur sigur hefur enn ekki náðst. Ríkisstjórnin fæst enn ekki til að standa við loforð sitt um sama mjólkurverð og annars staðar gildir. Verkalýðsfélagið samdi um málið fyrir tveim árum. Svo sem kunnugt er hefur Verkalýðsfélagið hér sagt upp samningum sínum við atvinnu- rekendur og hefur verið sanrn- ingalaust milli þesSara aðilja nti um mánaðarskeið- Ástæðan fyrir þessu er sú að síðastliðin 2 ár hefur félagið átt í stöðugri baráttu fyrir því að ná í'ram framkvæmd á því at- riði, sem lofað var af hálfu stjórnarvaldanna við lausn des- er íslenzka ríkisstjórnin gaf út á ensku um þetta mál í septem- bermánuði s. 1. og nefnidst The Icelandic Efforts for Fisheries Conservation. Á blaðsíðu 23 í þeirri bók er sérstaklega vitnað til þess, að á þeim stöðum, sem þessi tillaga fjallar um, hafi verið möguleikar til að hafa frið- unarsvæðin stærri en gert var. Það er enda vitað, að á sínum tíma létu íslenzk stjórnarvöld það undan andróðri Breta í þessu máli að hafa friðunarsvæð- in, að minnsta kosti á þessum tilteknu stöðum, minni en regl- ur þær, sem annars var farið eftir, gáfu tilefni til. Hér skal ekki lagður neinn dómur á það, hve viturlegt eða réttmæt sú undanlátssemi kann að hafa verið. Hún hefur vafa- laust verið framkvæmd í þeirri von, að Bretar mundu þá líta á okkar ráðstafanir af nteiri skiln- ingi en ella. Hitt vita svo allir, að í reynd hafa Bretar sýnt okk- ur fullan fjandskap í þessu máli og hafið við okkur viðskipta- stríð vegna þess. Það liggur því alveg Ijóst fyrir, að þótt tilslak- anirnar hafi ef til vill átt sér einhverja afsökun í öndverðu, þá er því ekki lengur til að dreifa. Eins og fyrr getur, felur til- laga þessi í sér ekki neina endan lega lausn þesS máls, er hún fjallar um, en hún miðar að stækkun fiskveiðisvæða íslenzka bátaflotans og friðun mikilvægra fiskimiða fyrir botnsköfum, svæða, sem nú eru flest óspart sótt og þaulnýtt af erlendum tog urum, — og framkvæmd hennar ætti ekki að vera neinum ann- mörkum háð og því framkvæm- anleg þegar í stað, aðeins með hæfilegum tilkynningar fyrirvara emberverkfallsins 1952, að mjólk yrði hér seld á sama verði og annarstaðar, þ. e. á kr. 2,70 líterinn. í þrotlausu stappi, sem um þetta mál hefur staðið 'síðan, hefur að vísu mikið áunnizt, þar eð mjólk var hér fyrir tveim ár- um seld á ýmsu verði frá 3,25 kr .upp í 4,00 kr., en er nú svo sem kunnugt er seld á 2,85 og 3,16. En þrátt fyrir skýlaus lof- orð hefur ekki náðst fram full- elnd þess loforðs, sem samið var upp á og er það vissulega lær- dómur fyrir verkalýðshreyfing- una hvernig það gefst að eiga eftirkaup við ríkisstjórn auð- mannastétarinnar. Það skal tekið fram að Vinnu- veitendafélag Vestmannaeyja hefur skuldbundið sig til þess að vinna að réttlátri lausn þesSa rnáls með verkalýðsfélögum bæj- arins, og hefur að minnsta kosti formaður þess félags Tómas M. Guðjónsson sýnt fulla viðleitni | til þess að standa við þá sktdd- bindingu. En allt um það hefur ríkisstjórnarliðið, jafnt Sjálf- stæðis-forkólfarnir og Framsókn- ar-broddarnir lagt öll loforð á hilluna og neitað að gera nauð- synlegar ráðstafanir til að leysa málið. Sýnir þetta enn það sem þó var áður vitað, að fjandskap- ur í garð hins vinnandi fólks er það sem ríkisvaldið ástundar öllu frekar. Bœjarstjórnin fœr aðstöðu en vantar áhuga. Bæjaryfirvöldin hafa nú feng- ið aðstöðu til þess að leggja sitt lóð á vogarskál þessa máls, með því að fá í sina umsjá mjólkur- flutninga milli Þorlákshafnar og Eyja. Þessir flutningar verða á næsta ári styrktir allt að fjórð- ungi milljónar króna úr ríkis- sjóði- En til þessa liafa núver- andi bæjaryfirvöld ekki gert annað en að reka hornin í taráttuna fyrir sanngjörnu mjólk urverði og virðist þeim félög- unum, konsúlnum við Skóla- vég og sparisjóðsstjóranum í Goðasteini hreint ekki falla það illa þótt Samsalan selji mjólk hér dýrari en á nokkrum öðrum stað. Og hefur bæjarstjórnar- meirihlutinn meira að segja fellt tillögu um að skora á Samsöluna að hafa verðlag hér eins og á öðrum útsölustöðum mjólkur. __________________;________ %_ HHHKHKHHHKHKHHHHHÍ^^ ICauptaxti Vélstjórafélags Vestmannaeyja. LANDVÉLSTJÓRAR: Vaktavinna: Mánaðarkaup .............. kr. 3696.00 Tímavinna: Dagvinna ..................... — 18,48 Eftirvinna ...................... — 27,72 Næturvinna ..................... — 36,96 MÁNAÐARKAUP Á VÖRUFLUTNINGABÁTUM: 1. vélstjóri .......................... kr. 4763,14 2. vélstjóri ............................. — 3988,24 Svo og frítt fæði. KAUPTRYGGING Á FISKIBÁTUM: 1. vélstjóri .......................... kr. 4279,75 2. vélstjóri ........................... — 3480^2«^ Kauptaxti landvélstjóra og vélstjóra á vöruflutningabfttum gildir frá 1. des. 1954. Kauptrygging á fiskibátum gildir frá i- jan. 1955. STJÓRNIN. Sjómannafélagið Jöfunn heldur fund í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 8,30. Rætt um samningana. Félagar eru minntir ó að fjölmenna. STJÓRNIN. HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHHHKHK^ Skrifstofa verkalýðsfélaganna í Alþýðuhúsinu er opin ó virkum dögum fró kl. 4,30 til kl. 6,30 e. h. Verkalýðsfélagið, Snót og Jötunn. HKHKHK#K>4K^4«>4K>4^HKHKHK4k>* I Vestmannaeyingar! ( Munið fólksbifreiðastöðina að Faxastíg 27. | Bifreiðar til reiðu allan sólarhringinn. \ \ GLEÐILEGT NÝTT ÁR! ( LITLA BILASTÖÐIN / — Sími 281 — | Gleðilegt nýárl \ Fulltrúaráð verkálýðsfélaganna. ( \ Alþýðuhúsið. \

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.