Eyjablaðið


Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 2
2 ÉYJABLAÐIÐ Agreiningur Framhald af 1. síðu. manna úr afla mirini liér en í Noregi. Vaxíaokrið. Vaxtaokur ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess, að útgerð- in hér á landi þarf að greiða þrisvar sinnum hærri vexti en t. d. útgerðin í Noregi. Vextir þeir, sem hér giltu fyr ir „viðreisnina“ voru þeir hœstu, sem þekktust í Evrópu. En samt hækkaði ríkisstjrónin vexti sjávarútvegsins um 80%. Vaxtahækkun ríkisstjórnar- innar, sem samþykkt var í febr- úrarmánuði 1960, mun hafa aukið á útgjöld sjávarútvegsins um nokkuð á annað hunclrað milljónir króna. Hefði vaxtahækkunin ekki komið til hefði verið hægt að hækka fiskverðið um 30—40 aura á hvert kiló. Þennan skatt gat ríkisstjórn- in lagt á útgerðina á sama tíma og hún taldi nauðsynlegt að binda kaupgjald sjómanna með lögurn. Seðlabankinn mun græða á þessari vaxtahækkun umSo-ioo milljónir króna á ári. Seðlabankinn er því einn af Jaeim, sem hirðir gróðann af út- gerðinni. Sennilega næmi 20% kaup- hækkun allra vertíðarmanna bátaflotans ekki meiri upphæð en 30 miljónum króna, eða um 1/4 af vaxtahækkuninni einni saman. Og svo segja þeir, sem standa fyrir vaxtaokrinu, að vegna tap reksturs útgerðarinnar sé ekki hægt að bæta kjör sjómanna. Vátryggingaokrið. Vátryggingagjöld fiskiskipa- flotans nema um 120 milljón- um á ári. Tryggingagjöld bát- anna eru 5—9%. Samsvarandi gjöld í Noregi eru 2—3% og í sumum tilfellum enn lægri. Trúlega eru vátryggingagjöld á fiskiskipaflotanum meira en helmingi hærri hér en í Noregi, nemur því aukaskatturinn á útgerðina á þeim lið yfir 60 milljónum króna á ári eða um tvöfalt hærri upphæð en 20% launahækkun til allra sjómanna bátaflotans á vertíð. Öll önnur tryggingagjöld út- gerðarinnar eru þó örugglega samtals svo skiptir milljónatug- um. Óeðlilegur gróði vátrygg- ingafélaga á útgerðinni hlýtur því að vera gífurlegur. Enn er margt ótalið, sem vert væri að geta t. d.: Söluhringanna, sem fengið hafa einokunaraðstöðu til að selja afurðir útgerðarinnar og halda hundruðum milljóna svo mónuðum skiptir og valda út- gerðinni þannig tjóni svo nemur milljónatugum. Olíuokrið ó útgerðinni nem- ur mun meiru en 20% launa- hækkun til sjómanna. Þannig mætti lengi halda á- fram. Greinilegt er, að útgerð- in á hægt með að greiða sjó- mönnum sæmandi laun jafnvel þó fátt af því, sem hér hefur verið talið væri lagfært, aðeins ef fiskverðið væri eðlilegt, t. d. sambærilegt við Jrað, sem það er í Noregi. Bankar landsins hafa safnað gróða, sem nemur að minnsta kosti á annað hundrað milljóna árið sem leið. Samt er því haldið fram, að ekki sé hægt að láta sjómönn- um og landverkafólki í té lífs- kjör, sem viðunandi séu. Vissulega á íslenzka Jjjóðin næga fjármuni og framleiðslu til þess að allir landsmenn geti lifað góðu lífi, en eina leiðin til að það sé hægt er að afnema sér- réttindi auðmanna og braskara- lýðs, sem sýgur til sín arðinn af striti fólksins. Það verður að tryggja, að verðmætin séu notuð til upp byggingar eðlilegri framleiðslu, tryggja atvinnuöryggi vinnu- stéttanna og að allir landsmenn búi við mannsæmandi lífskjör. Það er óhugnanleg staðreynd, að samtök íslenzkra útvegs- manna skuli vera svo illa kom- in, að þar virðist allsráðandi gerræðisfull klíka fjárbralls- manna, sem telja það fyrst og fremst hlutverk sitt að halda niðri afurðaverði til sjómanna og útvegsmanna, en stórgræða sjálfir á fiskvinnslu. Ejöldi út- vegsmanna viðurkenna að koma beri verulega til móts við kröf- ur sjómanna, en sjá jafnframt að eina leiðin til eðlilegra samn inga og samstarfs við sjómanna samtökín er, að þeir sjálfir varpi af samtökum sínum oki írystihúseigcndanna, sem nú ráða þar öllu. Sjómannasamtökin krefjast fullrar tryggingar fyrir því að hlutur sjómanna sé reiknaður úr fullu og eðlilegu aflaverð- mæti og neita því algjörlega að vinnslustöðvarnar eða starfs- menn þeirra meti eða verðleggi Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1961 var endanlega sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi 10. þ. m. Niðurstöðutölur tekna og gjalda eru kr. 15.625.000,00. Áætlað er, að jafnað verði niður útsvörum að upphæð kr. 12.225.000,00 og er það veruleg hækkun frá því í fyrra. Þá var upp úr áramótunum samþykkt fjárhagsáætlun, sem gerði ráð fyrir 19,9 millj .kr. útsvörum. Síðar á árinu var svo bætt heilli milljón króna við hina áður áætluðu útsvarsupphæð og síðan jafnað niður 11,9 milljón- um króna. í sambandi við útsvörin er Jiess enn að minnast, að á s. I. ári voru samþykkt sérstök ný lög um aukinn söluskatt, sem síðan átti að renna að nokkru leyti til bæjarfélaganna, að því er margtilkynnt var, til þess að unnt yrði að lækka útsvörin. Þessi söluskattur er talinn munu I fyrrahaust þurfti bæjar- stjórnaríhaldið að hygla eitt- hvað einum gömlum talsmanni sínum og festi því kaup á skúr- byggingu á Friðarhafnarbryggj- unni og viðurkenndi nauðsyn þess, að á svo stórum vinnustað sem Friðarhöfnin er, væri nauð syn að liafa kaffistofu, salerni og almenningssíma. Var nú lappað upp á skúrinn með nýjum viðbótarskúr og áð- urnefndum þægindum þar fyrir komið, auk verzlunarkróks fyr- ir athafnamanninn, sem íhald- fiskinn. Sjómcn um land allt hafa skipað sér í órofa fylkingu í baráttunni fyrir sæmandi lífs- kjörum sér og sínum til handa. Það sem farið er fram á, er ekki óraunhæft eða ómögulegt, aðeins lágmark þess, sem sjó- menn telja að í þeirra hlut eigi að koma fyrir störf sín í þágu lands og þjóðar. gefa Vestmannaeyjabæ 1,5 millj ónir kr. á þessu nýbyrjaða ári. Niðurjöfnun útsvara og sölu- skattstekjur munu því gefa bænum rétt við 14 millj. kr. árstekjur. Báðir þessir tekju- stofnar eru almennar álögur, og hefur samanlögð upphæð þeirra hlaupið upp um nálægt 40% s. 1. 2 ár, Jrví útsvarsupphæðin var tæpar 10 milljónir 1959. En á sama tíma hefur kaup ekki ein- asta staðið óbreytt lieldur bein- línis verið lækkað að krónutölu. 1 yfirstandandi kaupgjalds- baráttu er þess vegna ekki úr vegi að stjórnarvöld þessa bæjar, sem raunar eru sama eðlis og stjórnarvöld landsins, séu minnt á Jjað, að sjálf ættu þau að Iáta hjá líða að hækka stöðugt opin- berar álögur, áður en þau krefj ast þess af öðrum, að þeir búi við óbreyttar tekjur. Og víst er um það, að launþegar myndu una sínum hag, ef þeir fengju hliðstæða tekjuhækkun og bær- inn á þessum tveim árum, svo sem 40%. ið þá bar fyrir brjósti. Eitthvað varð starfræksla þessi þó í skötulíki og hefur heilbrigðiseftirlitið nú lokað skýlinu endanlega, nema hvað þar er hægt að komast í síma. Með því, að í þessu ófremdar ástandi hefur staðið um skýli Jjetta mánuðum saman, verður augljóst, að það voru ekki þarf- ir almennings, sem íhaldið bar fyrir bjósti, þegar skýlið var keypt, heldur eitthvað annað. Þrátt fyrir rnargar umkvart- Framhald á 4. síðu Launþegar og fjárhagsáællun bæjarins SkýlifJ á Friðarhafnarbryggju lokað Finnsf enginn trúverðugur íhaldsmaður til að reka það-?

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.