Eyjablaðið


Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 4
3 8 félög sjómanna hafa EYJABLADID r* •i /• • • ^Vt Ltgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hf. haiio vinnustöOYun Eftirfarandi 38 félög inna nú hafið vinnustöðvun þar sem kjör sjómanna á bátaflotanum. Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum. Vélstjórafélag Vestmannaeyja. Sjómannafélag Akureyrar, Verkalýðsfélag Skagastrandar. Verkalýðsfélagið Þróttur á Siglufirði. Verkamannafélagið Árvakur, Eskifirði. Verkalýðsfélag Norðfirðinga, Neskaupstað. Verkalýðsfélagið Brynja, Þingeyri. Vélstjórafélagið Gerpir, Nes- kaupstað. Verkalýðsfélagið Jökull, Ól- afsvík. Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar. Verkalýðsfélagið Stjarnan, Grundarfirði. Verkalýðsfélagið Jökull, Hornafirði. Verkalýðs- og sjómannafélag Hnífsdælinga. Verkalýðsfélag Hólmavíkur. Verkalýðsfélag Dalvíkur. Verkalýðs- og sjómannafélag Ólafsfjarðar . Verkalýðsfélag Akraness Sjómannafélag Hafnafjarðar. Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði. Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar. Verkalýðsfélag Stykkishólms. Verkalýðsfélagið Afurelding, Hellissandi. Verkalýðsfélag Hveragerðis, vegna Þorlákshafnar. Vélstjórafélag ísafjarðar. Sjómannafélag ísfirðinga. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur. Verkalýðsfélag Patreksfjarðar. Matsveinafélagið í SSÍ. Verkalýðsfélag Breiðdælinga, Breiðdalsvík. Verkalýðsfélagið Skjöldur, Flateyri. Verkalýðsfélagið Súgandi, Súgandafirði. Verkamannafélag Reyðar- fjarðar. Verkamannafélag Húsavíkur. Sjómannafélag Reykjavíkur. Verkalýðsfélagið Vörn, Bíldudal. Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga, Súðavík. 1 Alþýðusambands íslands hafa ekki hafa tekizt samningar um Verkalýðsfélagið í Sandgerði. í Grindavík samþykkti fjöl- mennur fundur í Sjómanna- deild verkalýðsfélagsins 2. jan- janúar s. 1. samhljóða heimild fyrir stjórn og trúnaðarmanna- ráð félagsins til að lýsa yfir vinnustöðvun við vélbátaútveg- inn á staðnum frá 15. þ. m. Þá hefur stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur feng ið heimild til að lýsa yfir vinnu stöðvun við bátaflotann. Aðalfundur Sósíalistafélags Vestmannaeyja var haldinn sunnudaginn 15. janúar s. 1. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Hafsteinn Stefánsson, for- maður. Tryggvi Gunnarsson, vara- formaður. Gísli Þ. Sigurðsson, ritari. Jóhann Gíslason, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Sig. Stefáns- son, Hermann Jónsson og Thor Cortes. Skýlið lokað Framhald af 2. síðu anir, hefur enn ekkert verið gert til að bæta hér um. í bæjarstjórn telur íhaldið sig vera að leita að hæfum manni til að reka skýlið. Aldrei hefur verið auglýst eftir starfs- manni til þessa verks og vitað er líka, að einhverjir hafa til þess boðizt, en líklega eru það ekki trúverðugir íhaldsmenn, því boðum þeirra er í engu sinnt, enda er það orðin fræg regla hjá alræðismönnimum Ársæli og Guðlaugi, að telja enga menn hæfa til neinna starfa nema þeir séu íhalds- menn. Með því að íhaldsmönnum fer nú ört fækkandi um þessar mundir, má búast við veruleg- um samdrætti í margháttaðri bæjarstarfsemi á næstunni, og heldur horfir óvænlega um að Friðarhafnarskýlinu verði upp lokið á næstunni. Dýr r< Vinnstri stjórnin var ósam- stæð og gölluð, enginn neitar því, samt gerði hún ýmsa góða hluti. Kjör sjómanna bötnuðu að mun, landverkafólkið hélt sínu. Útgerðin gekk stöðvunar laust og landhelgin var stækk- uð. En spiladós íhaldsins var í fullum gangi og orgaði dag og nótt: Glæpadót, aumingjar, Rússar. Á öllum sviðum gerði íhaldið stjórninni eins erfitt fyr ir og mest mátti, meiraaðsegja voru pólitísk verkföll þá í há- vegum liöfð. Dagsbrún var sví- virt fyrir að lialda að sér hönd um. Stjórnin datt og íhaldið tók við völdin, fyrst litla íhaldið og svo bæði saman í einingu andans ... Það var engin smá ræðis gorgeir í vininum Thors þegar hann þrumaði út yfir landslýðinn: Fáið okkur völdin í hendur og við munum þegar í stað hefja glæsilegar framfar ir á öllum sviðum þjóðlífsins. Til helvítis með vinstristefnu. Og nú eru liðin tvö ár hinnar margrómuðu hægristefnu og hvar eru framfarirnar? Það er alveg sama í hvaða átt er litið, allstaðar blasa við sömu ömur- legu staðreyndirnar: Þar sem bezt lætur er kyrrstaða, en á flestum stöðum afturför og hrein vandræði. Aldrei hefur útvegurinn verið verr á vegi staddur en í dag (hér er átt við útveginn sjálfan, en ekki útvegs og stöðvaeigendur) útgerðar kostnaður allur vaxið gífurlega, en verð á fiski svo til staðið í stað. Kjör sjómanna eru verri en fyrir áratug. Enginn fjöl- skylduverkamaður getur lifað á átta stunda vinnudegi. Verzlun er í dróma. Engum launamanni dettur í hug að hefja húsbygg- ingu. Og svo mætti lengi telja. Og ekki getur afturhaldið kennt því um, að það hafi ekki fengið að stjórna í friði, við því hef- ur ekki verið blakað hendi. (Það er fyrst núna, sem verka- iýðshreyfingin er að hefjast handa og hefur vist mörgum þótt kominn tími til að spyrna við fótum). Nei, afturhaldið hefur verið í friði með að sýna getu sína til að stjórna þessu landi, en vitið var ekki meira en guð gaf. Öll stóru orðin voru gaspur. Sú stjórnarstefna, y n s 1 a. er ekki er fær um að búa fólkinu mannsæmandi og batnandi kjör á engan rétt á sér á okkar tím- um, en hún er orðin dýr reynsl an af þeim aumingjum, sem nú sitja á valdastólum. Sjómaður. Mannlausl hús Enginn neitar því, að þjóð vor eigi meira undir því en öllu öðru, að fólk vinni að hinni þýðingarmestu framleiðslu landsins. Hinu verður heldur ekki á móti mælt, að til þess að fólk fáist t. d. liingað til Eyja í frandeiðslustörfin, verða að vera hér skaplegar aðstæður til nútíma heimilishalds. En þótt fram undir þetta hafi mikið verið byggt, hefur þó aldrei tek izt að vinna hér bug á húsnæðis skortinum, hvorki að því er varðar heimamenn og þó enn síður til að taka við því að- streymi fólks, sem þyrfti að verða. Húsnæðisskorturinn stendur byggðarlaginu og atvinnulífinu því beinlínis fyrir þrifum. Þegar svo stendur á, sem lýst hefur verið, væri það vart til of mikils mælzt við banka og aðrar slíkar stofnanir, sem lán- að hafa fé almennings til bygg- inga eða húsakaupa, að 'þær gerðu kröfu til, að viðunandi húsnæði kæmi einhverjum að gagni. En það er merkilegt tímanna tákn, sem ber okkar þjóðfélagi verðugt vitni, að um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að kaup-slagari einn, sem eitt- hvað taldi orðið halla aftur af gróðamöguleikum sínum hér í bæ, sló lmrð í lás á húsi sínu, stóru og glæsilegu, teppalögðu út úr dyrum og hélt til Reykja- víkur. Síðan standa þær dyr læstar og teppin ótroðin. Húsnæðis- leysingjar gengu stundum hringi kringum það á sunnu- dögum fyrsta misseri þess í mannleysinu, en nú eru allar slíkar mannaferðir löngu af lagðar, og húsið virðist um ó- fyrirsjáanlega framtíð hafa misst allt hlutverk í samfélagi mann- anna.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.