Eyjablaðið


Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 4
EYJABLADID Ltgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggi Gunnarsson. Prentsm. Eyrtin hf. Vinnudeilan Verkalýðsfélögin, sein nú stancla í vinnudeilu boðuðu til fundar s. I. þriðjudag og var hann mjög fjölmennur sem vænta mátti, þar sem málefni lians snerta livert mannsbarn í Jiessum bæ. Tilefni fundarins var að skýra frá gangi deilunn- ar og þá fyrst og fremst för samninganefndarinnar til Rvík ur. (Að gefnu tilefni skal tek- ið fram, að þeir sem fóru þessa för, höfðu fullt samþykki hinna tveggja nefndarmanna, sem heirna sátu). Þar sem á fundi þessum kom fram hver gangur deilunnar hefði verið, Jjykir rétt að fara yfir Jsað lielzta, er gerzt hefur til þessa. Svo sem kunnugt er hófst deil an 25. janúar eftir að samninga viðræður liöfðu strandað. Þá hafði verkbann útgerðarmanna staðið frá áramótum og var Jdví ekki aflétt fyrr en 4. febrú ar og má því segja að verkfall verkafólks hafði fyrst komið til sögu eftir þann tíma. Kröfur verkafólksins voru 15% til 20% kauphækkun, stytting vinnu- dagsins og svo ýmsar lagfæring- ar. Brátt hófust samningavið- ræður og stóðu nokkra daga án þess að til samkomulags drægi. Töldu atvinnurekendur, að kauphækkun myndi ekki koma til greina, enda þótt þeir viður kenndu fúslega að kaupið væri smánarlega lágt. Verkamenn lýstu sig fúsa til að láta allar aðr ar kröfur niður falla í bili, ef um viðunandi kauphækkun gæti orðið að ræða, ef slíkt gæti orðið til þess að tefja ekki ver- tíðina frekar en orðið væri. En þar sem hvorki gekk né rak var deilunni vísað til sáttasemjara ríkisins 2. febrúar. Það liðu nokkrir dagar án Jjess að sátta- semjari léti á sér bæra, unz hann Fiskiskip og fiskimenn í nýkomnu liefti Fjármálatíðinda, sem er hagfræði- tímarit Landsbankans, er m. a. skýrsla um það, livað mörgum fiskiskipum og með hvað mörgum mönnum hef- ur verið haldið til veiða í hverjum mánuði um sig á ár- unum 1958 og 1959. Með því, að Jretta má teljast girnilegt fróðleiksefni öllum Vestmannaeyingum, skal efni skýrslunnar hér með birt: 1 958 ] ‘959 skip menn skip menn Janúar 363 4.174 361 4.085 Febrúar 47° 5.010 392 4.649 Marz 585 5-551 603 5-453 Apríl 733 5.830 796 5-995 Maí 814 5.657 795 5-432 Júní 810 5-553 851 GO 05 GO Ó Júlí 79^ 5.525 944 5-749 Ágúst 788 5.446 863 5-528 September 657 3-9M 560 2.982 Október 546 3-623 448 2.842 Nóvember 451 3-578 495 3-751 Desember 374 3.!78 399 3-332 Skýrsla Jæssi er raunar sundurliðuð í Fjármálatíðind- um og verður af sundurliðuninni ljóst, að hún tekur til allra fiskiskipa: Togara, vélbáta og opinna vélbáta. Hæsta tala skipa þessara hvers um sig er á árinu 1959 sem hér segir: Togarar ................. í sept. 43 Vélbátar yfir 30 tonn ... í apríl 328 Vélbátar undir 30 tonn í^ júlí 203 Opnir vélbátar .......... í júlí 392 j ---------------------------------------------------------—+ Skuldakóngar afturhaldsins heimta nýja gengislækkun. Morgunblaðið 7. febrúar s. I. hótar nýrri gengislækkun, ef verkafólk í Vestmannaeyjum fói sanngjarna lagfæringu ó kaupi sínu. Braskararnir í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, sem sjólfir hafa fjórfest ólöglega 140 milljónir erlendis, standa fyrir þessum kröfum um gengislækkun. Þrir af stjórnarmeðlimum S.H. eru líka þingmenn íhaldsins. Alþýða Vestmannaeyja þekkir Einar Sigurðsson og fé- laga hans, og það mega þeir góðu herrar vita, að hún er staðróðin í að nó rétti sínum. skyndilega bauð að samninga- nefndir skyldu korna á sinn fund til Reykjavíkur. Eins og áður segir fóru þrír nefndarmanna af hálfu Verka- lýðsfélagsins, þeir Hermann Jónsson form., Jón Sigurðsson, ritari og Angantýr Einarsson starfsmaður. Snótarkonur fóru ekki, en töldu að ef karlmenn- irnir næðu samningum í meg- inatriðum, myndi vart standa á samningum við þær. Nefnd at- vinnurekenda fór einnig að sjálfsögðu og voru í henni þess- ir menn: Sighvatur Bjarnason, Ágúst Matthíasson, Óskar Gísla son, Einar Sigurjónsson og Guð laugur Stefánsson. Þegar til Reykjavíkur kont, varð brátt ljóst, að við ramm- an reip yrði að draga. Höfðingj arnir í hhöfuðstaðnum slógu einskonar járntjald umhverfis félaga sína liéðan og forbauð, að nokkuð, sem héti kauphækk- un mætti eiga sér stað. Svo sem vænta mátti var jiar einn Thors arinn fremstur yfirsetumanna og svo aðrir legátar honum til trausts og lialds. Sáttasemjari þreifaði fyrir sér um ýmsar leið- ir til lausnar en allt kom fyrir ekki, nema hvað atvinnurekend ur töldu sig geta fallizt á að greiða kvöldverðartíma, en slík ákvæði eru í samningum sumra félaga. Stóð nú í þjarki um ekki neitt, Jrar til verkamenn lögðu fram úrslitatilboð sitt: Kaup- hækkun upp í kr. 24,00 á tíma (rúm 16%) og allar aðrar kröfur skyldu niður falla að sinni. Atvinnurekendur þrefuðu all mikið um þetta tilboð og mun hafa komið til verulegra átaka milli þeirra, Jdví eftir Jrennan fund fóru heimamenn ekki dult með það, að Jæir hefðu viljað samþykkja Jretta tilboð, en ekki fengið fyrir ofríki þeirra stóru í atvinnurekenda- sambandinu, og var tilboðinu hafnað. Þegar svo ver komið töldu verkamenn erindi sínu lokið í höfuðstaðnum, báru und ir sáttasemjara, hvort hann hefði nokkuð við það að athuga, að þeir færu heim, og lagðist hann ekki á móti því. Þegar Jretta er skrifað stendur því enn svo að hér er athafna- laus bær á miðri vertíð, því auk verkafólksins eru sjómenn í samúðarverkfalli. Þykir mörg- um launþegum það skeyta skökku við, að atvinnrekendur skuli hafa EFNI Á ÞVl að láta hin dýru og fullkomnu atvinnu tæki standa ónotuð, en hafa EKKI EFNI Á því að gera verkafólki sínu viðunandi úr- lausn. Deinan hefur farið friðsam- lega fram og launþegar sýnt stillingu og biðlund, en á fund inum kom greinilega fram, að verkafólkið er ákveðið í að standa sem órjúfandi heild þar til lausn liefur fengizt. Talsverðir fjármunir hafa safnazt úti um land og hefur verið úthlutað einungis til fjöl- skyldufólks, enn sem komið er. Þegar hér er komið (miðviku dagsmorgun) er nefnd atvinnu- rekenda komin heim og bíða menn nú spenntir, hvort þeir muni meta meira lieill byggðar lagsins eða valdboð Jreirra stóru í Reykjavík. Er það von allra góðra manna, að vandi, þessi verði leystur sem skjótast og lífsæðin slái á ný í þessum bæ. +—-------------------------+ Almennt kaup verka- manna var kr. 23,86 í janúar 1959. í febr. 1959 var kaupið lækk að með lögum í kr. 20,67. Síðan hefur kaupi verið haldið föstu, þrótt fyrir gengislækk un, sem nemur 30— 40 prósent kjaraskerð ingu. Er ekki mól að linni.> * *

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.