Eyjablaðið


Eyjablaðið - 04.05.1961, Síða 2

Eyjablaðið - 04.05.1961, Síða 2
8 EYJABLAÐIÐ Sem entsver ksm iðja n selur Bretum sem- enl á 444 krónur lonnið, en Vest- mannaeyingar verða að gjalda 1600 krónur íyrir það Þótt það efnahagsóstand, sem núverandi íhaldsstjórn hefur skókað upp á þjóðina, sé þess eðlis, að dregið hefur úr öllum fram- kvæmdum, þó er samt sem óður óhjókvæmilegf, að í bæ eins og Vestmannaeyjum verða menn að eiga þess kost að geta fest kaup á sementi af og til. í þeim málum ríkir þó alls- endis fráleitt ástand um þessar mundir, og segja má að óvinn- andi vegur sé fyrir þá, sem þurfa að nálgast fáeina sements poka að fá þá keypta með nokkru móti. Innflutningur á sementi er nú aflagður síðan sementsverk smiðjan á Akranesi komst í gagnið. En um leið og þau um- skipti urðu lauk hér sements- verzlun með þeim hætti, sem tíðkazt hafði, að sement væri al- menn söluvara í byggingarvöru- verzlunum. Við þessi umskipti hefði ekk- ert verið athugavert, ef Sements verksmiðja ríkisins hefði rækt þá skyldu sína að skipuleggja eitthvert nothæft dreifingar- kerfi til sölu á framleiðslu sinni. Þetta hefur verksmiðjan allt til þessa svikizt um. Þetta skipulagsleysi í sements sölunni er ásamt viðreisninni búið að draga svo úr sölumögu- leikum verksmiðjunnar, að fjórð ungur framleiðslunnar í fyrra seldist alls ekki í landinu, enda þótt framleiðslumagnið væri jafnt venjulegri ársnotkun lands manna. Fyrir viðreisn kostaði sem- entspokinn 40—42 kr. en hækk- aði í 60 kr. Það var 45—50% hækkun og var ærin næg til að hindra að mestu byggingarfram kvæmdir. En þetta 60 kr. verð byggðist á því, að Vinnslustöðin flutti sement inn frá Akranesi og seldi út á þessu verði. Nú hefur Vinnslustöðin hætt þessari starfsemi og enginn að- ili hefur komið í hennar stað, hvorki sem umboðssali Sements verksmiðjunnar né heldur sem verzlunaraðili með þessa vöru. Það er því ekki möguleiki að fá keyptan einn einasta poka af þessari nauðsynjavöru hér í bæ, þótt þarfir kalli stöðugt að bæði vegna viðhalds steyptra mann- virkja og annarra þarfa. Þeir, sem í þá raun rata, að þurfa að kaupa sér sementspoka, verða 'því að reyna að ná sem- enti út af lager Sementsverk- smiðjunnar í Reykjavík. En það er ekki auðvelt verk, því hún selur ekki nema í heildsölu, svo þeir, sem ekki eru löggildir verzlunaraðilar fá þar ekki keypta lúku, þótt gull væri í boði. Almennur maður verður því að fá einhvern kaupsýzluaðila til að leppa kaupin fyrir sig, ef þetta herbragð til sementskaupa á að heppnast. En ef allt þetta tekst upp á hinn bezta máta og kaupsýslu- maðurinn, sem leppar kaupin er einkar góðgjarn og tekur hreint ekkert fyrir snúð sinn, þá kostar sementspokinn hér á staðnum ekki minna en 80 krónur. Og með þessum hætti og á þessu verði hefur það sement fengizt, sem hér hefur verið notað að undanfömu. Raunverulegt sementsverð hér í Eyjum er því 1.600,— kr. tonnið. Þetta er alveg sérstaklega at- hyglisvert, að svona lilutir skuli geta gerzt á sama tíma, sem verksmiðjan er að bjástra við að selja sína umfram-framleiðslu til útlanda á verði, sem ekki ber uppi kostnað verksmiðjunn- ar við framleiðsluna og nær hvergi þriðjungi þess, sem Vest mannaeyingar verða að gjalda fyrir þessa vöru. Sementsverksmiðjan er eign íslenzka ríkisins og ráðherra hefur einn skipað henni stjórn allt til þess, sem að Alþingi kaus henni stjórn fyrir einum mán- uði. Þess er að vænta, að hin nýja verksmiðjustjórn taki dreifingar mál verksmiðjunnar til athugun ar og bæti úr því ófremdar- ástandi, sem þar ríkir. Ástavd, er verður að breytast Margir hafa það á orði um þessar mundir, að nú sé hag þessa bæjar báglega komið. Rétt er það að vísu, að oft hefur ár- að hér betur en nú gerir. En engu að síður er þetta bær mik illa möguleika. Hitt er jafnaugljóst, að nýta verður betur þá aflamöguleika, sem fyrir hendi eru, en um þess ar mundir er gert. Það er til dæmis fyrir neðan allar hellur, að nú skuli það liggja fyrir sem staðreynd, að fiskvinnsla er hér ekki rækt með jafnri vöruvöndun og annars staðar. Fiskeftirlitið telur, að allsstað ar nema hér sé fiskur unninn samdægurs og hann kemur á land. Afleiðing þessa, ef svo heldur áfram, hlýtur fyrr eða síðar að leiða ti] alvarlegra söluei'fið- leika á framleiðslu staðarins, og er ekki grunlaust um, að við séurn þegar farin að gjalda skammsýnna vinnubragða að þessu leyti. Það er að minnsta kosti algengt, að fiskur hér sé látinn liggja lengur fram eftir ári og bíða útflutnings en fisk- ur annarra. En út yfir allan þjófabálk tekur þó, að hinar miklu fisk- vinnslustöðvar hér skuli ekki sjá sér fært að verka sjávarafla eftir öllum hinum algengustu verkunaraðferðum, sem tíðkan- legar eru annars staðar á land- inu. Það er t. d. átakanleg stað- reynd, að Veslmannaeyjabátar skidi ekki eiga þess kost að leggja hér upp síldarafla til neinnar verðmætrar verkunar. En þetta reyndu sumir þeirra nú í síðasta mánuði, með þeim árangri, að afli þeirra, sem var hin álitlegasta síld til matvöru- vinnslu fékk nær enga viðtöku nema í „Gúanó“. Ef slíkt dáðleysi í meðferð verðmæta heldur hér áfram, þá er óhjákvæmilegt að hagur byggðarlagsins verður aldrei góður. Ofl á haugi hani gól í Fylki hinn 21. apríl birtist mikill lang-hundur, hugleiðing um eitt og annað. Hófst ritgerð þessi á upprifjun þeirra stað- reynda, að dagar liðu, nýtt ár tæki við af gömlu og sumar af vetri. Allur er frásagnamátinn þannig, að af lionum mætti ætla ,að höfundur teldi sig í þessu vera að setja fram nýjar kenningar, sem annað fólk hefði aldrei komið auga á. Og öll andar hugleiðingin af for- pokun hins íhaldssama hugar- fars og tilhneigingu málsvara núverandi volæðisstjórnar til árása á vinstri stjórnina. Þeir árásatilburðir verða að sjálf- sögðu átakanlega volæðislegir, enda höfundurinn í algerri mát- stöðu með að verja sína stjórn, hvað þá að sækja á stefnu og störf annarra. Þó er ekki jiví að neita, að mikið er til greinarinnar lagt, þótt árangurinn sé svona grát- broslegur. Vegna jress, hve vel þurfti til greinar þessarar að vanda gat Fylkir ekki komið út í vikunni fyrir birtingu þessarar ritsmíðar og verður hún því að vera íhaldsmönnum tvíeflt and ans fóður. Vel má vera, að einhverjir að- standendur Fylkis séu ánægðir með ritverkið „Svipazt um af sjónarhóli.“ En á vinnustað ein- um ritaði verkamaður á forsíðu Fylkis þetta álit sitt á greininni um leið og hann hafði lesið blaðið: Oft á haugi liani gól, hreifst af jrví, hve vítt liann sá. Eins er víðsýnt af þeim hól, sem Einar Haukur galar frá. Úr til ferm- ingargjafa Svissnesk úr, gott úrval. Vatnsþétt. Brotörugg. Plett. — Stál. Ársábyrgð. Varahlutir fyrirliggjandi. Kaupið úrin hjá úrsmið! GiSLE BRYNGEIRSSON úrsmiður.

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.