Eyjablaðið


Eyjablaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 1
EYJABLADID 22. argangur Vestmannaeyjum, 4. maí 1961 7. tölublað Að vertíðarlokum Vertíðin er á enda, ein sú öm- urlegasta, sem yfir þetta byggð- arlag hefur gengið. Hún hófst með verkbanni og verkföllum eins og öllum er í fersku minni. Tjón það, sem af þeim aðgerð- um hlaust er erfitt að meta, en á það skal minnt, að sá reikn- ingur færist á kostnað ríkis- stjórnarinnar og stóratvinnurek enda eins og hann leggur sig; skilningsleysi það, sem stjórnin hefur sýnt launþegum með sí- endurteknum árásum á lífskjör þeirra var fyrst og fremst orsök þeirra átaka og launafólk mun ekki gleyma því, að stjórnin stóð eíns og veggur með at- vinnurekendum . . . Þegar róðrar loks hófust virt ist vera allmikill fiskur, bæði á línu og í net. En tíðin var stirð. En eftir að loðna gekk var eins og öll mið þornuðu upp kring um Eyjarnar. Lengi vonuðu menn, að fiskur mundi gefa sig til, þegar hann væri búinn að jafna sig eftir loðnuna, en sú von brást, hvað heimamið snerti. Binni í Gröf fór snemma vestur á Sejvogsbankahraun og hefur fengið megnið af afla sínum þar og nokkrir bátar, sem fóru að dæmi hans hafa reitt dálítið þar vesturfrá. En með þeim íburði veiðarfæra sem nú tíðkast og þeim tækjum, sem bátarnir hafa til fiskileitar verður varla annað sagt en þurr sjór hafi verið á Eyjamiðum, enda þótt nokkrir bátar hafi fengið reitingsafla. Og hvað er svo framundan? Síðan í aprílbyrjun hefur verið mikil síld kringum Eyj- ar, svo ekki sé talað um vestur við Reykjanes. En hvernig er ástandið í þeim málum hér? Það er ömurlegt að segja það, hér virðist ekki möguleiki að nýta síldina öðruvísi en í bræðslu, þó öðrum takist það prýðilega. Síldin er ein dýrmæt asta vara úr sjó, og sagt er að síldveiði hafi brugðizt víða í norðurhöfum, en hér höfum við hana við landsteinana án þess að hafast að. Allmargir munu hugsa sér að fara á humarveiðar og talið lík- legt, að leyfi til þeirra fáist snemma. En þá er það eins og vant er, enginn veit neitt um hvað á að gefa fyrir þá vöru, sem í það veiðarfæri kemur. Sagt er að humarinn eigi að verða í svipuðu verði og s. 1. sumar en allur annar fiskur muni stórlækka í verði. Kunn- ugt er, að humarinn selst nú á mjög góðu verði til Ameríku og lítill vafi á því að hægt væri að örfa þær veiðar með hagstæð ara verði til sjómanna og mætti kannske beina því til Útvegs- bændafélagsins hvort það væri ekki aðili að þessu máli. Það er ekki hægt að segja annað en sleifarlag sé á þessum málum, meðan ekki liggur hreint fyrir áður en veiðar hefjast hvað skal gefa fyrir vöruna. Um dragnótaveiðarnar er allt á huldu, bæði hvenær verð- ur opnað og eins með afsetn- ingu á fiskinum. Margir smærri bátar hugsa sér að stunda þær veiðar og væri sannarlega full- komin ástæða til að allt væri gert til að flýta fyrir þeim og tryggja sæmilegt verð fyrir afl- ann svo hroðalega sem minni bátarnir hafa farið út úr tveim síðustu vertíðum, svo ekki sé minnzt á smánina frá s. 1. sumri. Yfirleitt ættu allir Eyjabúar að vera sammála um að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að sumarveiðarnar gætu hafizt sem fyrst og tækjust sem bezt. Enn verður bið á rafsfrengnum Samkvæmt 10-ára rafvæðing- aráætluninni frá 1953, átti að Sumir Bretar íáta sér ekki nægja ytri 6 mílur íslenzku land- helginnar. A myndinni liggur togarinn Starella frá Hull hér við bryggju. Oðinn færði hann til hafnar 26. apríl og var hann dæmdur í 175 þús. kr. sekt fyrir ólöglegar : -veiðar hér við Geirfuglasker. tengja Vestmannaeyjar við orkuveitu Sogsins ekki síðar en 1960. Ekki var staðið við þá áætl- un. I fyrravor var það á fundum íhaldsmanna boðað sem sérstakt afrek Ingólfs á Hellu, að þessi rafstrengur væri rétt að koma. Þegar sumarið 1960 var liðið svo að engin hreyfing reyndist á máli þessu, var Ingólfur raf- orkumálaráðherra inntur efnda í máli þessu á Alþingi. Hann svaraði því án þess að blikna, að strengurinn yrði lagð ur sumarið 1961 og tiltók mán- uðinn, sem vökvað yrði í þræð- inum milli lands og Eyja, og taldi sig mikinn velgerðarmann Vestmannaeyinga fyrir það að viðurkenna áformið um þennan streng á áðurnefndri raforkuá- ætlun og virtist ekki finna til neinnar bligðunar, þótt þessi framkvæmd í kjördæmi hans- væri þá þegar orðin ári á eftir áætlun undir hans yfirstjórn. Rétt fyrir síðustu áramót kúgaði Ingólfur svo Guðlaug bæjarstjóra og allt hans lið til að gera samning fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar um óhag- kvæmari raforkukaup af raf- magnsveitum ríkisins en nokk- Framhald á 3. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.