Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 4
Hugsjónarmál kratanna númer 1. EYJABLAÐIÐ Útgéfandi: Sósíalistafcl. Veslmannaeyja. Ab.: Tryggvi Gunnarsson Prentsm. Eyrún hf „Viðreisn" í verki. Á síðasta bæjarstjórnarfundi flutti fulltrúi Alþýðuflokksins Magnús H. Magnússon, sím- stöðvarstjóri, eftirfarandi til- lögu: „Bæjarstjórn Vestmanna- eyja samþykkir, að fela bæj- arstjóra að kanna möguleika á uppsetningu lítillar mögn- unar- eða endurvarpsstöðvar fyrir sjónvarp í Vestmanna- eyjuin.“ Þótt ekki sé sagt beinum orð- um í tillögunni, að slík endur- varpsstöð eigi að vera fyrir her- mannasjónvarpið á Keflavíkur- flugvelli, gefur það auga leið, að sú er hugsjónin, því að um annað sjónvarp er ekki að ræða á íslandi, enn sem komið er. Við lestur þessarar tillögu setti bæjarfuiltrúa liljóða og það að vonum, því ennþá hefur það ekki heyrzt, að neinn ojdíii- ber aðili, hvorki ríkisstjórn eða bæjarstjórnir hafi haft um það forgöngu að útbreiða um lands byggðina sjónvarp herstöðvar- innar á Kefiavíkurflugvelli, sent þar er rekin í trássi við lög og rétt, enda flestra mál, að þær sjónvarpssendingar eigi, vægast sagt, lítið erindi inn á íslenzk heimili. Að lokinni framsöguræðu fiutningsmanns tillögunnar stóð upp Guðlaugur Gíslason og lýsti stuðningi sínum við liana og svo smekklegur var Guð- laugur í rökstuðningi sínum fyrir málinu, að hann nefndi sem hliðstæður, að Vestmanna- eyingar hefðu haft forgöngu ýmsra góðra mála, t. d. bóka- safnsstofnunar, bjórgunarstarf- semi o. fl., og skildist manni þá, að því væri það ekki óeðlilegt, að bæjarstjórn Vestmannaeyja gengi á undan með góðu eftir- dæmi í því að gefa bæjarbúum kost á — þeim til ánægju og menningarauka — að sitja yfir glæpamyndum, hnefaleikakeppn um og öðru slíku góðgæti, sem talið er að skemmti bezt amer- ískum hermönnum. Það má vel vera, að Magnús H. Magnússon, Guðlaugur Gísla son og aðrir slíkir telji skarð fyrir skildi, að geta ekki horft á sjónvarpið á Keflavíkurflug- velli og að slíkt útvarp hæfi bezt þeirra srnekk, en þá er það þeirra mál, og bæjarstjórninni óviðkomandi. Það er frekja úr hófi fram, að ætlast til þess, að bæjarsjóð- ur fari að leggja í kostnað við það að koma iiér upp endur- varpsstöð fyrir et'lent herútvarp. Þeir, sem telja sig vanta mjög Keflavíkurútvarpið inn á sitt heimili eiga að bera kostnaðinn af því sjálfir, enda margreynt og sannað, að menn eru fúsir til Jiess að leggja nokkuð á sig í fyrirhöfn og fjármálum til þess að hrinda í framkvæmd sínum heitustu hugsjónum og baráttu- málum. Framhald af 2. síðu. síðan vinstri stjórnin fór frá vegna kröfu Framsóknar um kauplækkun, er því tæp 9%. Vísitalan hefur hinsvegar hækkað um 28% á viðreisnar- tímabilinu. Vísitala á kaup í desember 1958 og janúar 1959 var 202 stig. Kratastjórnin Emilía, studd af íhaldinu, lækkaði kaupið 1. febrúar 1959 úr kr. 23,86 niður í kr. 20,67 með því að lögbinda vísitöiuálág á kaup við 175 stig. Lækkunin nam 13,4%. Síðustu 4 ár liafa verkamenn háð margar og fórnfrekar deil- ur til að reyna að vinna upp það sem kratastjórnin stal og til þess að halda í við óðaverðbólgu í- halds og krata. Kaupgjaldið er nú 9% hærra að krónutali en Jjað var fyrir kratastýfinguna 1. febrúar 1959. Sé hækkunin hinsvegar miðuð við kaupið eins og það var eftir' kratastýfinguna, }?. e. kr. 20,67, þá er hækkunin ca. 26%, — vísitöluhækkunin 28. Ekkert af framleiðsluaukn 1 ingu góðæranna undanfarið hef ur runnið inn í tímakaup verka- manna. Þeir hafa ekki einu sinni lialdið í við óðaverðbólgu „viðreisnarinnar“. Það vantaði mikið á að kaupmáttur þess sé hinn sami ög í ársbyrjun 1959, þrátt fyrir harða baráttu. Hvar stæðu þeir nú, ef þeir hefðu beðið eftir þeim kjarabót um án verkfalla“, sem íhaldið lofaði fyrir síðustu kosningar? Erlinur IV. sekkur. Framli. af 1. síðu. Tveir skipverja á Erlingi náðu aldrei að komast í björg- unarbátinn og drukknuðu. Það voru þeir: Guðni Friðriksson, 1. vélstjóri og Samúel Ingvars- son, háseti. Guðni bjó hér í Eyjum. Hann var 35 ára gam- all, ókvæntur og barnlaus. Sam- úel var 21 árs að aldri, búsettur í Reykjavík. Þeir skipverjar á Erlingi IV., sem björguðust eru: Ásberg Lárenzíusson, skip- stjóri. Óskar Þórarinsson, stýrimað- ur. Eiður Marinósson, 2. vél- stjóri. Guðni Ágústsson, matsveinn. Árni Guðmundsson. Egill Ragnarsson, Uwe Brandt ,þýzkur maður. Guðmundur Lárusson. Erlingur IV. var 80 lesta bát- ur, byggður í Svíþjóð 1946. Fró Leikfélainu. Leikfélagið hefur æft að und- anförnu af kappi franskan gam- anleik, sem líkur eru til að verði frumsýndur föstud. 5 apríl. Leikstjóri er Hólmfríður Pálsdóttir. Leikarar eru 9. Skólasfjórinn geiisf fræg ur fyrir bréfaskriftir. Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastjóri, virðist ekki ætla að gera það endasle[)]jt með bréla- skriftirnar. — Menn muna bréf Jsað, sem hann sendi bæjar- stjórn og sem birt var í Eyja- blaðinu. Þorsteinn varð svo vondur út al að sjá bréf sitt á prenti, að hann kærði til stjórn- arráðsins og taldi Jvað meiðandi fyrir sig. Nú er hann að verða frægur fyrir annað bréf. Jón Sigurðsson Vestmannabraut 72, hefur höfð að mál á liann fyrir persónulegt nýð, er Þorsteinn skrifaði unt hann í bréfi til ritstjóra Sjó- mannablaðsins Víkings. Hið mikla happaskip Halhion, nýjasta skip Vestmannaeyjajlotans.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.