Eyjablaðið - 06.04.1971, Blaðsíða 1
ER ALÞYÐUFLOKKURINN ALÞYÐUFLOKKUR ?
KRATAR STYÐJA ÍHALDSMENN í VIDHALDI KAUP-
RÁNSLAGANNA FRÁ ÁRINU 1968
Lögin frá ‘68.
í desember 1968 áleit rík-
isstjórn viðreisnarflokkanna
að nauðsynlegt væri að gera
ráðstafanir í efnahagsmálum,
vegna þess hve þau væru illa
komin í þjóðfélaginu. Taldar
voru upp ýmsar ástæður, svo
sem aflabrestur, verðfall á er
lendum mörkuðum, óhagstæð
viðskiptakjör og fleira af því
tagi. í stuttu máli sagt var
afkoma þjóðarbúsins sögð svo
bágborin, að skjótra úrræða
væri þörf.
Nú, nú. Ekki skorti úrræð-
in. Meðal annarra ráða, sem
gripið var til, voru ráð til
bjargar rekstri sjávarútvegs-
ins. Að sjálfsögðu skyldi það
vera á kostnað sjómanna, —
úrræðin eru ávallt á einn
veg á þcim bæ, enda „Al-
þýðuflokkur" við stjórn. Ekki
nenni ég að rekja lögin í
licild, en segi frá einu meg-
inatriði, því atriði, sem mestu
máli skiptir fyrir sjómenn
hér.
Tvöfölclu fiskverði skyldi
komið á, fiskverð til útgerð-
ar var ákveðið 27% hærra en
til sjómanna, í það minnsta.
í fyrra náðist þessi pró-
senta niður um 5% (fimm
prósent) ,og í samningum sjó
manna nú í vetur fékkst 6%
lækkun enn til þeirra, sem
selja á erlendum markaði,
enda njóta þeir ekki þeirrar
fiskverðslækkunar, sem varð
innanlands um áramót; spor
í áttina, en ekki nógu langt.
Að f? 1000 tonn.
Þegar samið er um kaup
til þeirra manna, sem sjó
stunda við þetta land, virð-
ist alltaf vera að miða við að
vertíðaraflinn verði þúsund
tonn á bát, eða meir. Slík við
miðun er auðvitað hin var-
hugaverðasta og hrein fjar-
stæða að gera ráð fyiúr slík-
um mokstri. Hin eina rétta
viðmiðun er meðalr.flinn; er
þaö sennilega eina meðaltalið
sem doktor Gylfa er ekki
tamt að nota.
Föstudaginn 26. marz kom
fyrir neðri deid Alþingis
síjórnarfrumvarp þess efnis
að staðfesta þessi 6%, sem áð
ur var getið um, til þeirra,
sem selja eriendis. Tveir þing
menn Alþýðubandalagsins,
sem báðir hafa verið til sjós,
þeir Geir Gunnarsson og Jón
as Árnason fluttu breytingar-
tillögu þess efnis að helm-
inga þegar í stað þess 22%
sem eftir voru af hinu tvö-
fa'da verði. Kaupránið skyldi
sem sagt minnka um helm-
ing.
Biðu menn nú eftir að sjá
hvað ,,Alþýðuflokksmenn“,
ésrmt fulltrúa sjómanna,
Pétri Sigurðssyni, gerðu í
málinu. Ekki verður sagt, að
menn hafi beðið spenntir eft-
ir úrslitum; þóttust af gam-
alli reynslu geta getið sér til
um þau.
Úrslitin
Pétur Sigurðsson, Guðlaug-
ur Gíslrson og allt hitt íhald-
ið greiddi atkvæði móti hags
munum sjómanna, og auk
þess allir , alþýðu“—flokks-
menn . Eg er viss um að sjó
mönnum hér í Eyjum þykir
fengur að því að Karl Guð-
jónsson skuli nú vera orðinn
einn þeirra kratanna.
Þegar lögin voru sett voru
forsendur þeirra sagðar
slæmt efnahagsástand af
ýmsum ástæðum. En hvað
nú? Varla rennir maður orð-
ið auga á blöð stjórnarmanna
að ekki sé dásamað með feg-
urstu lýsingarorðum tungunn
ar hversu gott og fsgurt og
indælt sé nú efnahagsástand-
ið, svo ég tali nú ekki um
útvarpið, syngjandi sína við-
reisnarsöngva eða þá sjónvarp
ið, scm starfsmenn þess gráta
fögrum tárum yfir að geta
ekki sýnt dýrð viðreisnarinn
ar í litum.
Se msagt: forsendur karp
ránsins eru horfnar; dampað
upp við þann yl, sem við-
reisnin ein fær veitt lasburða
eínahagsástandi, samt skal
því haldið áfram. Hvenær
hefur íhald heimsins raunar
spurt um forsendur, — hvort
sem það hefur kennt sig við
„sjálfstæði“ eða ,,alþýðu“?
AS manna flotann
Björgvin Sigurðsson á
Stokkseyri skrifaði grein í
Þjóðviljann um sjómanna-
kjörin 19. marz; skýra, ein-
falda, hvassa grein- Þar vitn-
ar Björgvin í viðtal Morgun-
blaðsins við Kristján Ragnars
son hjá LÍÚ, þar sem hann
er eitthvað að vælukjóast yf-
ir því, að illa gangi að manna
bátana. Þar segir Björgvin
meðal annars:
„Staðreyndir um orsak-
ir þess ,hve illa gengur að
manna fiskibátana liggja á
borðinu. Kaupránslögin frá
1968 og lélegir kjarasamn-
ingar valda þar öllu um.
Engan þarf að undra þó
sjómenn séu ekki ginn-
keyptir fyrir því að ráða
sig til sjós fyrir kaup, sem
nú er lægra en unnt er að
fá í landi fyrir ólíkt þægi
legri og vosbúðaminni
störf en sjávarstörfin
eru. . • • . “
Og að lokum segir Björg
vin, eftir að hafa bent á, að
Irusnin sé fólgin í veruleg-
um kjarabótum til handa sjó-
mönnum:
„Sé þetta gert verður
hægt að manna íslenzka
fiskiskipaflotann úrvals
sjómönnum. Og þetta væri
ekki aðeins til hagsbóta
sjómönnunum, heldur einn
ig útgerðarmönnunum, því
staðreynd er, að undir-
staða þess að útgerðar-
menn fái afla á báta sína,
er að hafa góða sjómenn
um borð. En meðan kaupi
sjómanna er haldið niðri,
svo sem nú er gert, fara sí
feli't fleiri úrvals sjómenn
í land “
Að lokum.
Eg ætla ekki að hafa
fleiri orð um þesi mál að
sinni. Af þessu dæmi er þó
ljóst, að með einni handaupp
réttingu er hægt að rýra
kjör þeirrar stéttar, sem er
undirstaða lífs í þessu landi.
Framhald á 4. síðu.
- Forsetinn reiður -
Herra Sigurgeir Kristjáns-
son, forseti bæjarstjórnar,
olíusali SÍS, lætur svo lítið
að senda mér tóninn í síðasta
Framsóknarblaði, sem virðist
reyndar á góðri leið með að
verða málgagn Ólafs Björns-
son-a- íhaldsþingmanns.
Á pistli þessum er sýnilegt
að Sigurgeiri er mikið niðri
fyrir; forsetinn er reiður,
svo íeiður, að ég hefði ekki
viljað heyra hann reyna að
koma þessu út úr sér.
Sök mín var sú einkum, að
hafa minnzt á hans heilag-
leika, Helga Bergs, án þess
um lcið að fleygja mér í duft
ið; án þess að hafa notað orð-
in, hinn mikilhæfi, hinn
trausti, hinn ábyrgi, o.s.frv.,
eins og nú er orðinn plagsið-
ur á Framsóknarheimilinu
um forsprakka SÍS-flokksins.
Sigurgeir gerir því
skóna, rð ég hafi verið með
níð um herra Helga Bergs.
Við skulum nú athuga málið,
skoða síðan hver það er
sem er með persónulegan ó-
hróður“.
Hingað til hafa Framsókn-
armenn ekki talið það sér til
vanza að manga til við her-
námsliðið, og orðið hermang-
ari ætti þar af leiðandi ekki
að vera skammaryrði um þá
menn, sem það gera.
Þetta orð notaði ég um j
Helga, auk þess sem ég gat j
þess álits míns, að hann væri |
harðsvíraður íhaldsmaður.
Helgi Bergs notaði menntun
s:na og starfskrafta við upp-
bygingu herstöðvar NATO á
Keflavíkurflugvelli á vegum
„Regins“, sem var angafyrir-
tæki SÍS á vellinum og síðar
rann inn í ísl. Aðalverktaka-
Slíkan mann kalla ég harð-
svíraðan íhaldsmann og her-
mangara, og hafðu það, kall-
Hver níðir hvern
Þetta kalla ég ekki níð og
þaðan af síður persónulegan
óhróður.
En hvað gerir svo hinn
flekklausi forseti?
Hann ber mér á brýn beint
og óbeint:
Frh. á síðu 2.