Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 ostur Ríkur af mysupróteinum 9% aðeins Prófaðu bragðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Lögreglan setti upp í fyrsta sinn endurbætta girðingu til mannfjöldastjórn- unar við Alþingishúsið í gær. „Þetta eru girðingarnar sem við notuðum í október, en við létum endurbæta þær eftir fyrstu notkun,“ sagði Agnar Hannesson, rekstrar- og þjónustustjóri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Endurbæturnar voru gerðar til að auka öryggi jafnt lögreglumanna og borgaranna og var Vinnueftirlitið haft með í ráðum, að sögn Agnars. Girðingareiningunum er nú læst saman að ofan sem varnar því að menn geti sveigt þær og klemmt sig. Efri brúnin er einnig orðin ávöl. Settur var platti að neðan mannfjöldamegin. Þeir sem næst standa fergja þannig girð- inguna svo hún getur ekki oltið. Að innanverðu var sett trappa svo að lög- reglumenn geti stigið upp og kippt fólki yfir ef það er að troðast undir. Endurbætt girðing til mannfjöldastjórnunar  Tunnur voru barðar og eldar kveikt- ir í mótmælaskyni á Austurvelli í gær Morgunblaðið/Kristinn Girðing Endurbætta girðingin á að tryggja öryggi lögreglu og mannfjölda. Mótmæli Hópur fólks efndi til mótmælaaðgerða á Austurvelli síðdegis í gær. Á þriðja hundrað manns var þegar flest var. Fólkinu hafði fækkað mjög á 7. tímanum. Kveiktir voru nokkrir eldar sem lögreglan slökkti jafnóðum. Afþreying fyrir ferðafólk verður stórefld á Leiru- bakka í tengslum við hótelið auk þess sem hótel- byggingin mun tengjast húsi Heklusetursins. „Við stefnum að því að bjóða fjölbreytt úrval af af- þreyingu svo fólk geti haft eitt- hvað við að vera og dvelji því lengur á hótelinu,“ segir Anders og nefnir sem dæmi skipulagðar ferðir um nágrennið, þyrluflug, hesta- og vélsleðaferðir og göng- ur. Þá er unnið að margvíslegu fræðastarfi á Leirubakka í sam- starfi við innlenda og erlenda fræðimenn. Byrjað verður að taka við bókunum á hótelið nú í vor eða um leið og endanleg ákvörðun um opnunardag verður tekin. Tengist Heklusetr- inu og afþreying verður stórefld Anders Hansen Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hafist verður handa við byggingu 5.000 fermetra glæsihótels, með sex- tíu herbergjum og sex svítum, á Leirubakka í Landsveit á þessu ári. Hótelið verður fjögurra stjörnu með útsýni til Heklu úr hverju herbergi. Það er hlutafélagið Hótel Leirubakki ehf. sem byggir hið nýja hótel en á bak við það er Anders Hansen, sem rekur nú þegar hótel á Leirubakka, auk fjárfesta frá Svíþjóð, Noregi og Íslandi. „Við byrjuðum að huga að þessu verkefni haustið 2008. Áætlað er að byrja að byggja seint á þessu ári og opna hótelið vorið 2012,“ segir And- ers. Hann telur mjög góða nýtingu verða á hótelinu frá fyrsta degi. „Það vantar hótel. Allar áætlanir benda til þess að hingað til lands komi ein millj- ón ferðamanna innan fárra ára, í stað hálfrar núna, og það er ljóst að núver- andi gistiaðstaða dugar ekki fyrir mikið fleiri ferðamenn en nú þegar koma.“ Anders segir þetta verða framkvæmd upp á um tvo milljarða króna. Hótelið verður tveggja hæða timburhús með steyptum kjallara og verður hluti verksins unninn erlendis. „Mest verður unnið hér heima og það munu skapast 30-40 störf við bygg- ingarframkvæmdina og sama magn við hótelið til frambúðar.“ Glæsihótel rís á Leirubakka  5.000 fermetra hótel verður opnað á Leirubakka í Landsveit vorið 2012  Útsýni til Heklu úr hverju herbergi  Framkvæmd upp á um tvo milljarða króna Nýtt hótel Þetta verður reisulegt tveggja hæða timburhús með steyptum kjallara og fellur vel inn í umhverfið. Öll herbergin 60 og svíturnar 6 snúa í áttina til Heklu og hafa sama útsýni. Myndin sýnir útsýni frá vestri. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, telur að margir hafi áhuga á 300 tonna byggðakvóta Flat- eyrar. Hann sagði að vonir væru bundnar við að einhverjir byrjuðu þar atvinnurekstur frá grunni. Ein- hverjir hafa þegar lýst áhuga á því og ráða sumir þeirra yfir einhverjum kvóta, að sögn Daníels. Hann sagði að unnið væri eftir þeirri áætlun nú en óvíst hve langan tíma tæki að hrinda henni af stað. Hann sagði að mikil framleiðslugeta væri fyrir hendi á Flateyri. Þá nefndi hann að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefði ætlað að fjölga störfum í starfsstöð sinni á Flateyri og því þyrfti að hraða. „Við eigum góða aðstöðu. Kannski opnar þetta önnur tækifæri. Um það þarf vinnan að snúast næstu daga,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, for- maður Íbúasamtaka Flateyrar. Hann sagði ástandið vissulega orðið lýjandi og þrautagönguna langa í tengslum við fiskvinnsluna og vonaði að hjólin færu að snúast. Stjórn Eyrarodda hf. sagði í yfirlýsingu sinni í gær að það hefði verið ljóst frá byrjun að rekstur fiskvinnslu án kvóta yrði mjög erf- iður. Forsvarsmenn félagsins hefðu reynt að koma af stað rekstri á Flat- eyri, en ekki hefði tekist að afla nægs hráefnis til að fiskvinnslan stæði und- ir sér. Þeir segja að Flateyri hafi ver- ið ætlaður lítill byggðakvóti á árun- um 2007-2010 og dregist hafi lengi að úthluta honum. Þegar tilkynnt var um 300 tonna byggðakvóta til Flat- eyrar í nóvember sl. reyndi stjórn Eyrarodda hf. að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn með því að tengja saman útgerð með kvóta og fiskvinnsluna. Það tókst ekki. gudni@mbl.is Margir hafa áhuga á 300 tonna byggðakvóta  Á Flateyri er mikil framleiðslugeta í fiskvinnslu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Flateyri Margir eru án vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.