Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn Mikið mál? Minna mál með SagaPro www.sagamedica.is Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga karlmenn. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á salernið og þar með færðu betri hvíld. SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum, stórmörkuðum og Fríhöfninni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sú staða gæti komið upp síðar á árinu að Bandaríkjastjórn neyddist til að koma gífurlega skuldsettum sveit- arfélögum til hjálpar í formi björg- unarpakka, svo hægt yrði að halda uppi lögbundinni þjónustu. Fjallað var um skuldavanda sam- bandsríkja, sveitarfélaga og borga í fréttaskýringarþættinum 60 Minutes fyrir skömmu undir hinni dramatísku fyrirsögn „The Day of Reckoning“, eða „Dagur uppgjörsins“, með vísan til þess að fyrr en síðar verði óumflýj- anlegt að horfast í augu við vandann. Stærsta ógnin í hagkerfinu Uppleggið var sú greining fjár- málasérfræðingsins Meredith Whit- ney, sem lýst er sem einni áhrifa- mestu konunni í bandarísku viðskiptalífi, og sérfræðingahóps á hennar vegum, að skuldavandi sam- bandsríkja og sveitarfélaga sé stærsta ógnin sem bandaríska hag- kerfið standi nú frammi fyrir. Sú niðurstaða byggist á grein- ingu Whitney og aðstoðarmanna hennar á fjárhag ríkja og sveitar- félaga og segir hún þá staðreynd að ekki sé hægt að nálgast uppfærð gögn um skuldirnar eftir fjármálahrunið gefa frekara tilefni til þess að hafa áhyggjur af stöðunni. Hún segir útlitið dökkt. Verði ekki gripið í taumana geti fjöldi sveit- arfélaga og borga farið í greiðsluþrot á næstu 12 mánuðum, með þeim af- leiðingum að skuldabréf sveitarfélaga og borga að verðmæti hundruð millj- arða dala verði verðlaus. Segir 60 Minutes ekki hægt að ganga að því vísu að alríkisstjórnin hlaupi undir bagga. Ekki hægt að bíða lengur Rætt var við Chris Christie, rík- isstjóra New Jersey, sem sagði stund sannleikans runna upp. Héðan í frá verði ekki hægt að slá vandanum á frest með lántökum. Því þurfi að skera niður og það strax, jafnvel þótt því fylgi mikill sársauki. Bandarískir fjölmiðlar eru farnir að gera skuldavandanum meiri skil og kom fram í fréttaskýringu New York Times í síðustu viku að sam- bandsríkið Michigan skuldaði ríkis- stjórninni 3,7 milljarða dala og þyrfti því að greiða 117 milljónir dala í vexti í september, eða svipað og ríkið ver árlega í rekstur Western Michigan University, einnar helstu mennta- stofnunar ríkisins. Að sögn blaðsins þarf fjöldi sam- bandsríkja fyrr en síðar að horfast í augu við þá staðreynd að þau skulda ríkisstjórninni 41 milljarð dala vegna lána til að greiða atvinnuleysisbætur, skuldafjall sem kunni að tvöfaldast í allt að 80 milljarða dala. Gagnrýnir fyrirhyggjuleysi Blaðið hélt umfjölluninni áfram í leiðara í gær en þar sagði að opin- berir aðilar hefðu ekki safnað heyi í hlöður í góðærinu og stæðu því með tóma sjóði þegar harðnaði á dalnum. Afleiðingin væri að fara þyrfti áratugi aftur í tímann til að finna jafnerfitt ár í efnahagslegu tilliti fyrir mörg sam- bandsríki. Illinoisríki hefði fyrst ríkja „vaknað“ til vitundar um að ekki dugi annaðhvort að skera niður eða hækka skatta. Þetta tvennt þurfi til. Til marks um stöðuna sagði í þætti 60 Minutes að útgjöld Illi- noisríkis væru helmingi hærri en skatttekjurnar og því gæti ríkið ekki lengur staðið undir þjónustustiginu. Haft er eftir Daniel W. Hynes, fjármálastjóra Illinois, að tugþús- undir ef ekki hundruð þúsunda íbúa sambandsríkisins eigi ógreiddar greiðslur af ýmsum toga inni hjá rík- inu og framfleyti sér því á lánum til að þreyja þorrann. Bandaríkin horfast í augu við skuldafjall Reuters Vetrarríki Framtakssamur maður ryður stéttina á götu í New Jersey.  Bandarísk sveitarfélög gætu þurft björgunarpakka Nýr veruleiki » Niðurskurðurinn þýðir breyttan efnahagslegan og fé- lagslegan veruleika fyrir tugi milljóna Bandaríkjanna. » Velferðaraðstoð mun skerðast og kemur það harðast niður á þeim sem ekki gátu byggt upp varasjóð áður en fjármálabólan sprakk. Ný bráðabirgðastjórn var kynnt í Túnis í gær og mun hún fara með völdin þar til efnt verður til kosn- inga síðar á árinu. Mohammed Ghannouchi, sem gegnt hefur emb- ætti forsætisráðherra síðan 1999, verður áfram forsætisráðherra. Ráðherrar utanríkis-, innanrík- is- og varnarmála halda ráðherra- stólum sínum en þeir áttu aðild að stjórninni sem hrökklaðist frá völdum. Alls verða 19 ráðherrar í stjórn- inni, þar af sex úr fyrri stjórn. Tveir ráðherranna eru konur. Bloggari í ráðherrastól Ráðherrar úr röðum stjórnar- andstöðunnar koma inn í stjórnina, þeirra á meðal bloggarinn og álits- gjafinn Sidi Amamou, sem verður ráðherra íþróttamála, að því er breska útvarpið, BBC, greindi frá. Kom þar jafnframt fram að óvíst væri hvernig andstæðingar stjórn- arinnar tækju því að fv. ráðherrar tækju sæti í bráðabirgðastjórninni. Krafa mótmælenda snerist um aukið frelsi og félagslegt réttlæti og virðist hún hafa borið árangur. Þannig heitir Ghannouchi forsætis- ráðherra því að öllum pólitískum föngum verði sleppt, að því er frétta- stofa AFP hafði eftir honum í gær. Upplýsingaráðuneyti landsins verður aflagt og sköpuð skilyrði fyrir frjálsa og óháða fjölmiðlun. Þá verð- ur bann við starfi tiltekinna stjórn- málaflokka fellt úr gildi. Reuters Stjórnin kynnt Ghannouchi í gær. Heitir frelsi og umbótum  Ný bráðabirgðastjórn kynnt í Túnis  Pólitískum föngum verður sleppt Ofurhugi ríður hesti í gegnum bálköst á hátíð heilags Antons í þorpinu San Bartolome de los Pinares, norðvestur af Madríd. Heimamenn halda í þá trú að dýr hreinsist í eldi. Heilagur Anton er verndardýrlingur dýranna. Reuters Með eldglæringar í faxinu Þúfan sem velti hlassinu í Túnis var þegar Mohamed Bouazizi, 26 ára námsmaður, hellti yfir sig elds- neyti og bar svo eld að, í mót- mælaskyni gegn stjórn Bens Alis, fráfarandi forseta. Bouazizi hafði verið neitað um leyfi til að selja grænmeti á mark- aði og ákvað í kjölfarið að gerast píslarvottur. Bouaziz lést af sárum sínum en hann er hetja í augum margra Túnisbúa. Abdouh Abdel Moneim, 49 ára gamall veitingahúsaeigandi í Kaíró, höfuð- borg Egypta- lands, fylgdi í fótspor Boua- zizis í gær en lifði af. Talið er að hann krefjist bættra kjara. Þá kom fram í alsírskum dag- blöðum að fjórir mótmælendur þar í landi hefðu kveikt í sér til að mót- mæla ójöfnuði í þessu nágranna- ríki Túnis og Egyptalands. Hella yfir sig eldsneyti ÖRVÆNTINGARFULLIR ANDÓFSMENN KVEIKJA Í SÉR Abdouh Abdel Moneim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.