Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Elliði Vignisson bæj- arstjóri í Vest- mannaeyjum viðrar áhyggjur sínar af þjóð- málum okkar í Morg- unblaðinu fimmtudag- inn 13. janúar. Ég er innilega sam- mála bæjarstjóranum um að það er mikið áhyggjuefni hvernig mál hafa þróast í sam- félaginu en ég er ekki sammála honum um ástæðurnar. Elliði er bæjarstjóri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem vann meirihluta í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Vandamálið fyrir Elliða er að líklega mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki og sennilega enginn núverandi stjórn- málaflokka bjóða fram aftur með sömu formerkjum og verið hefur hingað til. Áherslurnar munu breyt- ast mikið og staða þessara hópa og málflutningur mun snarlega breytast þegar allt núverandi uppgjör liggur fyrir. Flokkakerfið mun breytast í kjölfar þess uppgjörs sem er að fara fram. Vísbendingar um breytingar innan Sjálfstæðisflokksins hafa til dæmis nýlega komið fram hjá Hönnu Birnu fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík sem hefur áttað sig á stöðunni sem Elliði hefur ekki gert ennþá eins og kemur mjög vel fram í grein hans í Morgunblaðinu. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrr en síðar fara yfir söguna og stilla upp sínum áherslum frá al- gerlega nýjum viðhorfum. Þess vegna er málflutningur bæjarstjór- ans algerlega úr takt við það sem er að gerast í dag. Elliði talar mikið um vandamál ríkisstjórnarinnar og rekur þar ýmis mál. Staðreyndin er sú að þessi vandamál voru okkar allra og við hrunið var samfélaginu komið á botninn fjárhagslega og eignir margra Íslendinga þurrkaðar út. Það var allt hrunið sem hrunið gat. Þetta var á meðan stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar var enn við stjórn. Núverandi stjórn er því saklaus af því þó reyndar allt of margir núverandi ráðherrar, þing- menn og bankamenn sem voru í valdastólum í hruninu séu ennþá á fullu inni í kerfinu. Ég held að þar liggi mikið vandamál þó að í heild- ina megi rekja ástandið í samfélaginu í dag til mjög margra þátta, samanber Rannsókn- arskýrslu Alþingis. Eins og Elliði talar í sinni grein þá vantar mikið á að hann fari þar með rétt mál að mínu mati, enda stangast skýringar hans í veigamiklum atrið- um á við þær skýringar sem hafa komið fram við ýmsar rannsóknir á hruninu. Núverandi stjórn kom formlega að stjórnarborðinu mörgum mánuðum eftir hið eiginlega hrun. Stjórn Geirs Haarde var við stjórn og samkvæmt þeim heimildum sem ég hef þá hafa störf Geirs og stjórnar hans verið mjög vanmetin. Það er spá mín að líklega á eftir að koma fram í réttarhöldum Lands- dóms að Geir Haarde var ekki sá skúrkur sem menn telja að sé í stöð- unni. Óánægjan með stjórn Geirs hafi líklega verið að við svona hrun þá bresta tengsl manna og hópurinn verður ósamstæður og ósam- vinnufær. Því fór sem fór. Elliði telur að núverandi stjórn- völd séu rúin öllu trausti. Já, það er áhugavert viðhorf þar sem maður sér ekki að það sé unnt að leggja svona dóm á ríkisstjórn sem er ennþá í hálfu kafi vegna þeirra vandamála sem stjórnkerfið var komið í þegar hún tók við. Allar aðgerðir í svona björgunar- áætlun eru feiknalega sársauka- fullar. Hækka þarf skatta, lækka laun, halda þúsundum manna og kvenna atvinnulausum, halda uppi gjaldeyrishöftum og vandamálalist- inn er langur. Er hægt að tala um „rúið traust“ við svona sársauka- fullar aðgerðir? Þarf ekki að vinna að þessari björgun með kjafti og klóm og láta ekki bölmóðinn drepa verk- efnið niður? Þegar eldgosið varð í Vest- mannaeyjum þá urðu menn að velja og hafna hverju væri unnt að bjarga og sem betur fer, vegna samstillts átaks fólksins, tókst að bjarga nær öllu nema húsunum sem fóru undir hraun. Þannig er vonandi í dag unnið að björgun samfélags okkar og von- andi þekkir Elliði þessa málaflokka mjög vel. Það sem er hrunið bjargast hinsvegar ekki. Nær allt þetta sem er í gangi núna hefði að mínu mati verið í gangi, sama hvaða ríkisstjórn hefði verið við stjórnvölinn. Fjárhagsgetan, svo bág sem hún er, hefði skammtað hvaða stjórn sem var þann ramma sem unnt var að vinna eftir. Nýlega kom fram að Icesave- reikningarnir frá hinum fallna banka Sjálfstæðisflokksins, eins og hann var stundum nefndur þar sem talið var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið þennan banka í sinn hlut í helmingaskiptum við Framsókn- arflokkinn á sínum tíma, sem fékk þá í sinn hlut KB Banka, virðast vera að komast á leiðarenda þó það sé ekki allt að þakka ríkisstjórninni. Sam- félagið allt ásamt forseta Íslands hef- ur lagt sitt af mörkum og hefði gert þó þessi stjórn hefði ekki verið við völd. Að leysa úr fjárhagslegu hruni samfélags er ekki hefðbundið stjórn- málaverkefni, ekki venjuleg stefnu- mótun stjórnmálamanna á alþingi eins og venjulega heldur er um að ræða viðamikla samninga við erlenda kröfuhafa og lánveitendur, bæði fyrir ríkissjóð, bankana og fyrirtækin með tilheyrandi stefnumörkun í verk- efnum sem aldrei hafa áður verið unnin af íslensku stjórnsýslunni og verða vonandi aldrei unnin aftur. Aldrei aftur hrun. Burt með alla stjórnmálamenn sem vilja ekki vinna af heilindum fyrir þjóðina. Hnífar bæjarstjórans Eftir Sigurð Sigurðsson »Ég er innilega sam- mála bæjarstjór- anum um að það er mik- ið áhyggjuefni hvernig mál hafa þróast í sam- félaginu en ég er ekki sammála honum um ástæðurnar. Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil., byggingaverkfræðingur Þegar vinna við jarð- gangaáætlun hófst var ákveðið að gera úttekt á nokkrum þáttum til að bæta forsendurnar fyrir tillögum um ný verkefni. Talið var nauðsynlegt að kanna hvaða áhrif jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði hefðu á at- vinnu- og mannlíf á norðanverðum Vest- fjörðum. Markmiðið með þessum veg- göngum undir báðar heiðarnar var að allt svæðið frá Ísafirði til Þingeyrar yrði eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Þó að Þingeyri hafi ákveðna sérstöðu verður ekki betur séð en að það hafi tekist. Það sama gerðist líka á Austurlandi samhliða stóriðjuframkvæmdunum í Fjarðabyggð þegar umferð var hleypt í gegnum Fáskrúðsfjarðargöngin haustið 2005. Á Mið-Austurlandi og víðar í fjórðungnum eykst þrýsting- urinn á uppbyggingu Egilsstaða- flugvallar, Lónsheiðargöng og Norð- fjarðargöng sem verða að fara í útboð 2011, þau mega ekki bíða lengur en orðið er. Tilgangurinn með þessum veggöngum og tvennum göngum inn í Stöðvarfjörð er að öll Fjarðabyggð og stór hluti suðurfjarðanna verði eitt at- vinnu- og þjónustusvæði. Til þess að það takist þarf líka að hafa í huga neð- ansjávargöng undir Berufjörð sem ein og sér stytta vegalengdina um 30 km. Milli Djúpavogs og Reyð- arfjarðar gæti styttingin að Fá- skrúðsfjarðargöngunum meðtöldum orðið 65 km. Biðin eftir því að eitthvað fari að gerast í mannvirkjagerð á Íslandi heldur áfram að lengjast þrátt fyrir fögur loforð um annað í stöð- ugleikasáttmálanum og stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar. Vonlaust er fyrir Austfirðinga að treysta Kristjáni Þór Júlíussyni og Tryggva Þ. Her- bertssyni sem telja að Vaðlaheiðar-, Norðfjarðar- og Lónsheiðargöng skipti enn minna máli en Héðinsfjarð- argöng og hálendisvegurinn. Enginn veit hvenær framkvæmdir við næsta stórverk hefjast eftir að Bolungarvík- urgöng og Héðinsfjarðargöng hafa nú formlega verið tekin í notkun. Áður en framkvæmdir við Norðfjarðargöng hefjast að fullu skulu allir þingmenn Norðausturkjördæmis flytja þings- ályktunartillögu um að skoðaðir verði möguleikar á jarðgöngum undir Eski- fjarðarheiði til þess að Jökuldælingar, Egilsstaða- og Héraðsbúar fái líka greiðari aðgang að Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað án þess að þeir þurfi að treysta á veginn um Fagradal sem er alltof illviðrasamur og snjó- þungur. Fyrr geta allir íbúar Fjarða- byggðar auk heimamanna á suður- fjörðunum aldrei fengið greiðan aðgang að Egils- staðaflugvelli til að treysta á sjúkraflugið. Með 10 km löngum veg- göngum undir Eski- fjarðarheiði sem kæmu út í Svínadal eða Tungu- dal yrði fljótlegra fyrir heimamenn á öllu svæð- inu sunnan Hellisheiðar að treysta á heilbrigð- isþjónustuna í Neskaup- stað. Að Norðfjarð- argöngum meðtöldum hverfa tveir snjóþungir og ill- viðrasamir þröskuldar sem hefðu fyr- ir löngu átt að fá sitt fyrsta og síðasta dánarvottorð. Vegna snjóþyngsla og illviðris á Fagradal og Fjarðarheiði telja margir Seyðfirðingar, Egils- staða- og Héraðsbúar sem vinna hjá Alcoa öruggara fyrir sig að flytja lög- heimili sitt til Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fyrir Seyðisfjörð eru aðeins tveir kostir í stöðunni. Valið stendur um hvort þessi viðkomustaður Norrænu skuli fá tengingu við Egilsstaði í formi jarð- ganga eða missa ferjuna í burtu um ókomin ár eftir að fyrrverandi sam- gönguráðherra Kristján L. Möller til- kynnti Seyðfirðingum að héðan af fengi vegurinn á Fjarðarheiði engar undanþágur frá hertum reglum ESB. Stystu raunhæfu veggöngin undir heiðina sem þingmaður Siglfirðinga talaði um gætu orðið 11 til 12 km löng. Spurningin er líka hvort hægt væri að skoða möguleika á aðeins styttri göngum undir Gagnheiði sem kæmu út í Eyvindardal eða tvennum göng- um inn í Mjóafjörð. Flutningur lög- gæslunnar frá viðkomustað ferjunnar til Egilsstaða er blaut tuska í andlit Seyðfirðinga án samráðs við heima- menn. Hugmyndin um að grafa 4 til 6 km löng veggöng undir Gagnheið- arhnjúka í 500 m hæð úr Stafdal við Seyðisfjörð mælist illa fyrir hjá heimamönnum sem segja að þetta svæði sé alltof snjóþungt og illviðra- samt. Fyrir neðan Múlafoss eru beygjurnar alltof erfiðar sem flutn- ingabílstjórarnir vilja losna við eins fljótt og hægt er. Jarðgöng undir Eskifjarðarheiði Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Biðin eftir því að eitthvað fari að ger- ast í mannvirkjagerð á Íslandi heldur áfram að lengjast þrátt fyrir fög- ur loforð um annað í stöðugleikasáttmál- anum og stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar. Höfundur er farandverkamaður. Fyrir jólin 2010 kom út bók á vegum Hins íslenska bók- menntafélags í rit- röðinni „Umhverf- isrit“ sem nefnist „Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Ís- landi 1900-2008“. Höf- undur er Unnur Birna Karlsdóttir og er þetta doktorsritgerð hennar við Háskóla Íslands. Í bók- inni rekur Unnur umræður um virkjanir fallvatna á Íslandi á þessu tímabili. Bókin er vel unnin að mínu mati og rekur vel þau átök og þær um- ræður sem fram hafa farið hér á landi um virkjun vatnsorku hér á landi á þessu tímabili. Í niðurlagskafla bókarinnar seg- ir Unnur: „Baráttan gegn Kára- hnjúkavirkjun var háð undir áhrif- um þeirrar heimsmyndar sem nú er einkennandi fyrir vestræna náttúrusýn og byggist á tvískipt- ingu náttúru í menningarlandslag og ósnortna (villta) náttúru. Tign- un óbyggða nú á dögum sækir til rómantísku stefnunnar, þar sem landslagsfegurð er vegsömuð og tilfinningaleg þýðing ósnortinnar náttúru undirstrikuð. Horft er af sjónarhóli veikrar mannhverfrar afstöðu til náttúrunnar. Verndun ósnortinnar náttúru er talin þjóna hagsmunum mannsins því hún sé honum mikilvægt og lífs- nauðsynlegt athvarf til endurnæringar og hvíldar frá manngerðu umhverfi þéttbýlis og stórborga.“ Hér hefði ég kosið að höfundur hefði fjallað um málið í víðara sam- hengi en varðandi orkumál ein- göngu. Það eru ekki bara virkjanir sem hafa áhrif á náttúruna heldur nær allar athafnir mannsins. Þar á meðal ekki síst nútímaferðaþjón- usta. Framámenn á því sviði tala um að innan skamms muni milljón ferðamenn heimsækja Ísland ár hvert. Það liggur í augum uppi að við tökum ekki á móti þeim með ósnertri náttúru. Ósnert er sú náttúra ein sem enginn maður kemur í. En vonandi tekst okkur að gera það með óskemmdri nátt- úru. Lykilatriði í því efni eru greiðar samgöngur um hálendið á malbikuðum vegum að sumarlagi þannig að dreifa megi þeim fjölda um landið í stað þess að ofbjóða einstökum fáum stöðum eins og nú er sums staðar gert. Íslensk nátt- úra er fjölbreytt svo að óþarfi er að fara aðeins á fáa staði með ferðamenn. Með malbikuðum veg- um leggst akstur utan vega smám saman af. Það þykir þá ekki lengur fínt að aka þar. Mikilvægur þáttur í að vernda íslenska náttúru felst í því að taka fyrir akstur utan vega. Geta mannsins til að hafa áhrif á náttúruna eykst hröðum skrefum með tækniframförum. Með þeirri vaxandi getu finnum við meir og meir fyrir þeim sannleika að sá á kvölina sem á völina. Það á al- mennt við. Ekkert sérstaklega í virkjunarmálum þótt þau séu vissulega ekki undanskilin. Í þessum efnum getum við áreiðanlega mikið lært af þjóðum eins og Svisslendingum, Austurríkismönnum, Ítölum og fleirum sem hafa langa reynslu bæði af vatnsaflsvirkjunum og ferðaþjónustu. „Þar sem fossarnir falla“ - Nokkrar hugleiðingar Eftir Jakob Björnsson » Ósnert er sú náttúra ein sem enginn mað- ur kemur í. Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. Fimmtudaginn 13. jan. sl. hófst á Útvarpi Sögu nýr þáttur sem nefn- ist ESB, nei eða já. Sjálfsagt hefur þessi þáttur ákveðið upplýs- ingagildi eins og margt annað efni á þessari sjálf- stæðu og ókeypis útvarpsstöð. Í þættinum var rætt við Árna Finns- son, sem titlar sig formann Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, í hlut- verki álitsgjafa varðandi hagsmuni þjóðarinnar af aðild (eða ekki aðild) að EBE. Eftir að flett var ofan af Árna Finnssyni í gögnum sem birt voru af Wikileak, þar sem hann varð uppvís að því að hafa hvatt starfólk erlendra sendiráða til að beita sér gegn þjóðarhagsmunum Íslendinga varðandi löglegar hvalveiðar, lít ég á Árna Finnsson sem skemmdarverka- mann. Aðrir telja hann hafa gerst sekan um landráð og íhuga að kæra hann til dómstóla sem slíkan, eins og fram hefur komið í fréttum. Við því er ekkert að segja þótt viðtöl séu birt við Árna Finnsson eins og við annað fólk í fréttum en að hann sé fenginn sem álitsgjafi í opinberum fjölmiðli, eftir þær upplýsingar sem almenningur hefur fengið um starfshætti hans, tel ég móðgun við almenna borgara og algjörlega fráleitt. Því mótmæli ég því að þurfa að hlusta á Árna Finns- son sem álitsgjafa í fjölmiðlum. LEÓ M. JÓNSSON, iðnaðar- og vélatæknifræðingur. Ég mótmæli Frá Leó M. Jónssyni Leó M. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.