Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 ingu á kínverska miðaldaleikritinu Pi-pa-ki eða Söngur lútunnar árið 1951. Í kjölfarið lék hún einnig í Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson, Dísu í Galdra-Lofti, Na- tösju í Þremur systrum eftir Anton Tsjekhof. Það var djörfung í verkefnavali Leikfélagsins á þessum árum þegar Helga var að stíga sín fyrstu spor og líklega er það þetta uppeldi sem hún bjó að allan sinn feril sem glæsileg og áræðin leikkona sem átti eftir að veita okkur áhorfendum marga ógleymanlega leiksigra. Enginn sem ólst upp við list Helgu og eigin- manns hennar, Helga Skúlasonar, á eftir að gleyma stórbrotnum leik þeirra. Margir minnast þeirra hjóna í hlutverkum Höllu og Kára í Fjalla- Eyvindi árið 1967 og sömuleiðis er Helgu oft minnst fyrir Heddu Ga- bler, Antígónu og Alísu í Dauða- dansi Strindbergs. Helga var tignarleg leikkona, hugrökk og ekki síst gjafmild. Glæsilegur ferill hennar hefur markað djúp spor í leiklistarsögu þjóðarinnar og við sem ung erum munum lengi búa að óeigingjörnu framlagi hennar og annarra frum- kvöðla íslenskrar leiklistar. Fyrir það erum við þakklát. Fyrir hönd Leikfélags Reykjavík- ur og allra í Borgarleikhúsinu votta ég aðstandendum hennar innilega samúð. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri. Sé staðið á sviðinu og horfst í augu við mótleikarann á leiksins við- kvæmu stundum, fer ekki hjá því að skyggnst sé í sálardjúpið. Stundum getur þar að líta angist og kvíða en oftar þó fögnuð og heilbrigða leik- gleði sem smitar út frá sér á sviði og í sal. Helga Bachmann lauk upp sálar- glugga sínum fyrir mótleikurum og opinberaði af örlæti innviðina sem gerðir voru af styrkleika og festu, rósemd og öryggi, en umfram allt djúpstæðum skilningi á verkefninu, rökrænum jafnt sem tilfinningaleg- um. Það var sem hún segði: Við lesum hvort annað ofan í kjölinn, berum ótakmarkað traust hvort til annars og komum á þann veg leikverkinu til skila við áhorfendur með réttum formerkjum. Hún var alla tíð trú höfundinum og verki hans, hverjum sem í hlut átti, og galt varhuga við nýjungasmiðum, er þóttust geta lagt í textann merkingu, sem skáldinu sjálfu var dulin. Henni lét að leika konur með bein í nefinu og krefðust þær sjálfstæðis í ofanálag, fór hún gjarnan á kostum, eins og best sannaðist á Antígónu hennar og Heddu Gabler, en óhætt er að full- yrða að í þeim hlutverkum hafi list hennar risið hvað hæst. Væri henni hins vegar att út á hálan ís þeirra grunnhyggnu gat hún hlotið slæma byltu, en kæmi hún standandi niður var glatt í höllinni, baksviðs engu síður en framsviðs. Silfurlampann, viðurkenningu leiklistargagnrýnenda, hlaut Helga fyrir túlkun sína á Heddu Gabler, og árið 1970 var henni, fyrstum ís- lenskra leikhúslistamanna, veitt við- urkenning úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur að aflok- inni sýningu á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness, þar sem hún fór með hlutverk Úu hinnar óræðu. Helga naut samstarfsins við mann sinn, Helga Skúlason leikara og leikstjóra, allt frá fyrstu tíð og fram- undir það síðasta að hann lést. Þeg- ar þau hjónin voru upp á sitt besta var samvinna þeirra – „Helgi og Helga“ eins og hún hét meðal leik- húsfólks – ávísun upp á alvöru- þrungið leikhús, listrænan metnað og vönduð vinnubrögð. En þótt halda megi því fram að á samlífinu hafi hún hagnast listrænt, þarf samt ekki að liggja í þagnargildi, að ung að árum kynntist hún vinnubrögð- um eldri og reyndari leikara, þar á meðal Þorsteins Ö. Stephensen og Helgu Valtýsdóttur, sem settu á oddinn vitræna túlkun og gættu þess að ekki hlypi tilfinningalegur ofvöxtur í leikinn. Eftir að Leikfélag Reykjavíkur gerðist atvinnuleikhús 1963 varð hún strax einn af máttarstólpunum í öflugum leikhópi félagsins sem tryggði því lengi ákveðið forystu- hlutverk í íslensku leikhúslífi. Í einni veifu fennir í sporin, og þeirra sem listirnar iðka, leikaranna fyrr en annarra. Af er sú tíð er Helga Bachmann var prímadonnan í Iðnó. Kveðjuorð þessi lúta svipuðu lögmáli og byggjast öðru fremur á minningum, sem teknar eru að dofna þótt ljúfar séu, um heilsteypta og kæra samverkakonu er ég bið að megi fara í friði. Við Valgerður sendum börnum hennar og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Þorsteinn Gunnarsson. Mikil kona er fallin frá. Gáfuð, skapmikil, hugrökk og skemmtileg kona. Þetta er Helga Bachmann. Haustið 1995 buðu Helga og Helgi Skúlason mér að vera með í leikriti Edwards Albee „Þrjár konur stór- ar“. Helgi var leikstjórinn og við tókum okkur góðan tíma til að vinna að þessu flókna leikriti, enda vorum við frjáls leikhópur og réðum okkur sjálf. Það var kafað djúpt, hlegið hátt og mikið reykt á þessu gefandi æfingatímabili. Hlutverk Helgu var orðmargt og enginn hægðarleikur að koma þeim mikla texta frá sér á jafn lifandi og blæbrigðaríkan hátt og hún gerði. Skömmu eftir að sýn- ingunum lauk greindist Helgi með krabbamein og daginn áður en hann lagðist inn á spítala og átti að hefja baráttuna við meinið, komu þau hjónin við á heimili mínu og áttum við Gísli, maðurinn minn, ógleym- anlega stund með þeim. Daginn eftir var Helgi allur. Þvílíkt högg, þvílík sorg. Konan stóra brotnaði þó ekki í storminum og það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig hún tókst á við þann mikla missi. Helgi og Helga höfðu alltaf verið sem eitt og nú þurfti hún að reyna að lifa án hans. Hún bjó áfram á heimili þeirra, ræktaði vini sína og starfaði áfram sem leikkona við Þjóðleikhúsið, en ekki mörgum ár- um síðar steig hún inn í heim gleymskunnar og þar var hún síð- ustu ár ævi sinnar. Helga og Helgi störfuðu mikið saman sem lista- menn og voru órög við að finna nýj- ar leikhúsleiðir. Leika Njálu í Rauð- hólunum eða búa til leikhús í kjallara Hlaðvarpans, nýta hlaðna veggi hans sem leikmynd og búa þar með til eitt mest spennandi leikhús bæjarins. Leikgerð Helgu og leik- stjórn á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur var listrænn sigur. Fyrstu kynni mín af þeim hjónum voru árið 1965, þegar Helgi var einn af kennurum okkar leiklistarnema hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Helga leikstjóri okkar í barnaleikriti LR, Grámanni í Garðshorni. Helga var þá rúmlega þrítug og óhrædd við að vera ein af fyrstu kvenleiks- tjórum landsins. Við nemarnir vor- um lukkunnar pamfílar. Það var einnig hluti af náminu að fylgjast með æfingum og sjá leiksýningar og í endurminningunni er Helga sem Hedda Gabler ljóslifandi, stórbrotin og dularfull. Þar tókust á tvær kon- ur stórar. Morguninn eftir frumsýningu var bankað upp á hjá Helgu og Helga. Hún fór til dyra og sá bara haf af eldrauðum rósum. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en þá kíkti rósaberinn fram og óskaði leikkon- unni til hamingju með stórleik. Aðdáandinn var Jón Leifs. Helga var dramatísk leikkona, en hún var líka stórkostleg gamanleikkona, en gafst alltof sjaldan tækifæri til að sýna þá hlið. Það var óborganlegt að leika á móti henni í gamanleikritinu Hjálparkokkunum sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Samvinnan í Sumr- inu 3́7 eftir Jökul Jakobsson, Marm- ara eftir Guðmund Kamban og Bréfi til Sylvíu var einnig dýrmæt. Nú kveð ég vinkonu mína og óska henni góðrar ferðar til landsins þar sem Helgi bíður hennar. Við Gísli sendum Þórdísi, Hallgrími Helga, Skúla, Helgu Völu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Edda Þórarinsdóttir. Kæra vinkona. Þú varst engum lík; gáfuð, gefandi, fyndin, orðhepp- in, hrekkjótt, athugul, erfið, krefj- andi, en fyrst og síðast falleg og til- finningarík manneskja, tryggur vinur og sannur listamaður. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við unnum að uppfærslu á einleiknum um Geirþrúði Stein, Geirþrúði Stein, Geirþrúði Stein í Þjóðleikhúsinu. Ég að stíga mín fyrstu skref sem leikstjóri, þú með langa reynslu. Við sem komum að þessari uppfærslu upplifðum eitt- hvað nýtt, stórt og kórrétt. Ógleym- anlegt hvernig þú af ákveðni en þó af varfærni og auðmýkt nálgaðist viðfangsefnið, auðvitað sló í brýnu á stundum, sem var bara hressandi, leiddi okkur á nýjar brautir í vinnu- ferlinu, ávallt án eftirmála. Þarna fannst mér berlega koma í ljós hvað þú varst í mörgu langt á undan þínu samferðafólki hvað næmi, skapandi hugsun og áræði varðaði. Og í hlutverki Geirþrúðar vannst þú enn einn leiksigurinn …það er alltaf … alltaf … erfitt … erfitt … alltaf … erfitt að finna réttu orð- in … en þarna varst þú listaverk- ið … Geirþrúður Stein í öllu sínu veldi. Snilld. Það fundu allir og sáu sem vildu. Síðar átti ég því láni að fagna að vinna oftar með þér, fyrir þá samfylgd og vináttu vil ég þakka – rós er rós er rós. Andrés Sigurvinsson. Helga Bachmann var í hálfan þriðja áratug ein helsta leikkona Leikfélags Reykjavíkur og lék þar hvert stórhlutverkið á fætur öðru. Leikur hennar í Heddu Gabler árið 1968, er einkar minnisstæður, en Helga fór snilldarlega með titilhlut- verkið, fegurðardísina og ólíkinda- tólið Heddu, enda uppskar hún mik- ið lof fyrir leik sinn og helstu viðurkenningu þess tíma, Silfur- lampann. Árið 1977 flutti Helga sig yfir til Þjóðleikhússins og einnig þar lék mörg burðarhlutverk, allt til þess tíma að hún lét af störfum árið 1999. Af minnisstæðum hlutverkum Helgu í Þjóðleikhúsinu má nefna Siri von Essen-Strindberg í Nótt ástmeyjanna og Gertrud Stein í samnefndum einleik. Síðasta hlutverk Helgu við Þjóð- leikhúsið var hlutverk Lilju í leikrit- inu Maður í mislitum sokkum, sem sýnt var á Smíðaverkstæðinu og í leikferð um landið yfir hundrað sinnum veturinn 1998-1999. Helga vann einnig sem leikkona á vettvangi sjálfstæðu leikhúsanna auk þess að leika mikið í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum, meðal annars í kvikmyndunum Í skugga hrafnsins og Atómstöðinni. Helga lét einnig að sé kveða sem leikstjóri og leikstýrði bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóð- leikhúsinu, auk þess sem hún leik- stýrði eigin leikgerð á Reykjavík- ursögum Ástu Sigurðardóttur í Kjallaraleikhúsinu og Njáls sögu eftir Jóhann Sigurjónsson á útisviði í Rauðhólum í Heiðmörk. Helga var stór persónuleiki og mikilhæf leikkona, sem setti mark sitt á íslenskt leikhúslíf um áratuga- skeið. Hún hefur nú kvatt leiksviðið, eftir langan og glæstan feril, en minning hennar lifir áfram í hugum þeirra fjölmörgu sem nutu hæfileika hennar og listgáfu. Sjálf heillaðist ég fyrst af leik Helgu í Heddu Gabler, þá sjálf vart af barnsaldri. Síðar á ævinni átti ég eftir að njóta þess að kynnast henni sem samstarfskonu og vinnufélaga á leiksviðinu og í kvikmyndum, en sá ljómi sem hún sveipaðist í huga mér í upphafi, fylgdi henni alla tíð og var hluti af nærveru hennar og marg- slungnum þokka. Þjóðleikhúsið þakkar Helgu vel unnin störf í þágu íslenskrar leik- listar og vottar aðstandendum henn- ar innilega samúð. Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri. HINSTA KVEÐJA Með innilegri þökk og virð- ingu kveðjum við Helgu Bach- mann leikkonu og leikstjóra. Ástvinum hennar og fjölskyldu sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd stjórnar Félags íslenskra leikara, Randver Þorláksson. Helga Bachmann og Helgi Skúlason í hlutverkum Höllu og Fjalla-Eyvindar á sviði Leikfélags Reykjavíkur 1967.  Fleiri minningargreinar um Helgu Bachmann bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ljósmynd/Oddur Ólafsson Yndislegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, FANNAR INGI KÁRASON, Vatnsholti 10, Reykjavík, lést á bráðamóttöku Barnaspítalans fimmtudaginn 13. janúar eftir skyndileg alvarleg veikindi. Útför verður frá Háteigskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Kári Halldórsson, Inga Hrund Gunnarsdóttir, Anna Valgerður Káradóttir, Halldór Halldórsson, Ragnheiður Héðinsdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Vigdís Hallgrímsdóttir, Skarphéðinn, Ingólfur, Kjartan, Ketill. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÁRNI BALDVIN HERMANNSSON, Hátúni 26, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 11. janúar. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Þóra Svanlaug Ólafsdóttir, Sveindís Árnadóttir, Hermann Árnason, Ásta Baldvinsdóttir, Jón Ólafur Árnason, Soffía Karen Grímsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, Sigríður Hermannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.